Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002
Fréttir
DV
Skoðanakönnun DV um leiðtogaefni listanna í NV-kjördæmi:
Flestir nefna Vilhjálm
Magnús óskoraður foringi Framsóknar
Vilhjálmur Egilsson er oftast nefndur
sem leiðtogaefni framboðslista í skoð-
anakönnun DV sem gerð var á þriðju-
dagskvöld. Nafn Sturlu Böðvarssonar
ber næstoftast á góma og þá nafn Magn-
úsar Stefánssonar, Einars K. Guðfinns-
sonar og loks Jóns Bjamasonar.
600 kjósendur í Norðvesturkjördæmi
voru spurðir eftirfarandi spumingar:
Hver vilt þú að leiði lista þess flokks
sem þú styður í kjördæminu? Var úr-
takinu jafnt skipt á miili karla og
kvenna. 56,5 prósent tóku afstöðu til
spumingarinnar, aðrir vom óákveðnir
eða neituðu að svara.
Fyrmefnd niðurstaða fæst þegar svör
allra þátttakenda sem afstöðu tóku í
könnuninni eru skoðuð. Er þá gert ráð
fyrir að þetta sé afstaða stuðnings-
manna flokkanna. Sé litið til þeima sem
sóttust eftir sæti á lista Sjáifstæðis-
flokksins nefndu 14,7 prósent Vilhjálm
Egilsson, 13,9 prósent Sturlu Böðvars-
son, 10,9 prósent Einar K. Guðfinnsson,
6,2 prósent Einar Odd Kristjánsson og
3,5 prósent Guðjón Guðmundsson.
Þegar litið er til framsóknarmanna
nefndu 12,1 prósent Magnús Stefánsson,
4,7 prósent Kristin H. Gunnarsson og 2,1
prósent Pál Pétursson.
Af samfylkingarmönnum nefndu
flestir Gfsla S. Einarsson eða 5,9 pró-
sent, 4,4 prósent nefhdu Jóhann Ársæls-
son og 2,9 prósent Karl V. Matthíasson.
Jón Bjamason ber höfuð og herðar
yfír aðra Vinstri græna en 10,3 prósent
nefndu hann.
Aðrir sem sækjast eftir eða hafa sóst
eftir sætum á listum í NV-kjördæmi
voru nefndir mun sjaldnar.
Greint eftir stuöningi við flokk
Þegar svör við spumingunni að
ofan eru greind eftir beinum stuðningi
við stjómmálaflokka í könnun DV,
þ.e. hvemig fólk svaraði spurningunni
um hvaða lista það mundi kjósa ef
þingkosningar fæm fram núna, verð-
ur niðurstaðan á aðeins annan veg.
Mismuninn má rekja til þeirra sem
Hlutfall D-llstamanna?
- miöað við svör allra í könnuninni
Vilhjálmur Egilsson
Sturia Böövarsson
Einar K. Guðflnnsson
□nar Oddur Kristjánsson
Gubjón Guömundsson
Magnús Stefánsson
Krlstinn H. Gunarsson
Páll Pétursson
Aftrlr
Óákv./svara ekki
Hver viit þú að leiði listann?
- greint eftir stuðningi við flokka
o%
10% 20% 30% 40% 50%
Sturia Böftvarsson
Einar K. Guftfinnsson
Vllhjálmur Egllsson
Elnar Oddur Krlstjánson j ^
Guftjón Guftmundsson ani‘1
Aftrir
Óákv./svara ekkl i l
0%
10%
20%
30%
Jón BJamason
Aftrlr
Óákv./svara ekki
a
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60%
■MMMMMnSHB
V*
0% 20% 40% 60% 80% 100%
Dökki liturinn sýnir hlutfall þeirra
sem sögöust einnig mundu kjósa
D-listann í NV-kjördæmi
ekki tóku afstöðu til flokka í könnun-
inni, vom óákveðnir eða neituðu að
svara. Þetta á sérstaklega við um Sjálf-
stæðisflokkinn.
Vilhjálmur Egilsson er ágætt dæmi
um þetta. Af öllum þeim sem vildu að
Vilhjáimur leiddi lista sögðust 72 pró-
sent mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn
ef þingkosningar fæm fram núna en
28 prósent neituðu að svara spuming-
unni um stuðning við flokka eða vom
óákveðin. Sjálfstæðisflokkurinn sker
sig úr að þessu leyti því mikill meiri-
hluti þeirra sem neftidu leiðtogaefni
úr öðrum flokkum lýstu einnig yfir
stuðningi við sama flokk. Þess vegna
er sérstakt graf hér til hliðar yfir hlut-
fall þeirra sem nefndu einhvern sjáif-
stæðismannanna og lýstu jafnframt
yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn.
Meðal þefrra sem sögðust mundu
kjósa lista Sjálfstæðisflokksins færa
þingkosningar fram nú sögðust 23,1 pró-
sent vilja sjá Sturlu Böðvarsson sem
leiðtoga en 21,8 prósent Einar K. Guð-
fmnsson. Vilhjálmur er þriðji þar sem
21,3 prósent nefndu hann. 9,5 prósent
nefndu Einar Odd Kristjánsson og 7,1
prósent Guðjón Guðmundsson. 12,3 pró-
sent voru óákveðin eða svömðu ekki.
Niðurstöðurnar má sjá á meðfylgj-
andi grafl.
Magnús foringi
Nær allir þeir sem nefndu framsókn-
armenn á nafn lýstu einnig yfir stuðn-
ingi við Framsólmarflokkmn í NV-kjör-
dæmi. Þannig þarf enginn að efast um
foringjastöðu Magnúsar Stefánssonar,
nýkjörins leiðtoga, en helmingur fram-
Hver vilt þú að leiði lista
þess flokks sem þú styður
- könnun DV í NV-kjördæmi 19/12 2002
1. Vilhjálmur Egilsson 14,7
2. Sturla Böövarsson 13,9
3. Magnús Stefánsson 12,1
4. Einar K. Guöfinnsson 10,9
5. Jón Bjarnason 10,3
6. Einar Oddur Kristjánsson 6,2
7. Gísli S. Einarsson 5,0
8. Kristinn H. Gunnarsson 4,7
9. Jóhann Ársaslsson 4,4
10. Guöjón A. Kristjánsson 3,8
11. Guöjón Guömundsson 3,5
12. Karl V. Matthíasson 2,9
13. Aðrir 6,5
sóknarmanna vill að hann leiði listann.
Kristinn H. Gunnarsson er langt á eftir
og sömuleiðis Páll Pétursson. 17,3 pró-
sent framsóknarmanna voru óákveðin
eða svömðu ekki spumingunni um leið-
togaefni.
Uppstillingarslagur
Stillt verður upp á lista hjá Samfylk-
ingunni og Vinstrihreyfmgunni grænu
framboði í NV-kjördæmi og er vinna
þar að lútandi í gangi þessa dagana.
Meðal þeirra sem sögðust styðja Sam-
j
fylkinguna nefndu flestir Gísla S. Ein-
arsson eða 24,1 prósent. 20,4 prósent
nefndu Jóhann Ársælsson og 7,4 prósent
Karl V. Matthíasson. 42,5 prósent vom
óákveðin eða svömðu ekki.
Jón Bjamason kemur nánast einn til
greina sem leiðtogi hjá þeim sem styðja
Vinstri græna en 64,2 prósent vilja hann
sem leiðtoga listans í NV-kjördæmi. 11,3
prósent nefndu ýmsa aðra en 24,5 pró-
sent vom óákveðin eða svöruðu ekki
spumingunni um leiðtogaefni.
-hlh
Foreldrar Hjálmars Björnssonar, piltsins sem fannst látinn í Rotterdam í sumar:
íhuga að fara til umboðs-
manns þingsins í Hollandi
Foreldrar Hjálmars Bjömssonar, 16
ára, sem lést með voveiflegum hætti i
Rotterdam i júní, íhuga að leggja fram
erindi til umboðsmanns þingsins í
Hollandi á hendur yfirsaksóknaranum
í Rotterdam. Er það gert í ljósi þess að
þeir telja rannsókn lögreglunnar á láti
piltsins ófullnægjandi og afskipti og
stjóm embættis saksóknarans á henni
ekki sem skyldi.
„Við höfum gefið yfirsaksóknaran-
um, Henk van Brammen, frest til
mánudags til að svara þeirri beiðni
okkar að hann hlutist til um að sak-
sóknarinn fari með, málið af meiri
festu," sagði Bjöm Hjálmarsson, faðir
piltsins, í samtali við DV.
Hann segir að fjölskyldan sé mjög
þakklát Sólveigu Pétursdóttur dóms-
málaráðherra fyrir að hafa ákveðið að
hafa samband við dómsmálaráðherra
Hollands vegna rannsóknar málsins,
hins vegar kunni þau afskipti að hafa
komið of seint.
Bjöm segir að hér sé um þrjú áfóll
og í raun glæpi að ræða - að missa son-
inn en það verði að sjálfsögðu aldrei
bætt - að hann hafi verið rændur
mannorði sínu, og foreldramir þar
með einnig, með því að á hann hafi ver-
ið borin ýmis ósannindi, eins og að
honum hafi gengið illa í skóla - og að
fá svo ekki þá sjálfsögðu og eðlilegu
hjálp af háifu hollenskra stjómvalda
sem ætla mætti að almenningur fái
þegar einstaklingar látast með voveif-
legum hætti.
Pilturinn fannst látinn með ýmsa
höfuðáverka niður við ána Oude Maas
eftir að hans hafði verið saknað í tvo
daga. Félagar hans höfðu þá fyrst sagt
að þeir vissu ekki hvar hann væri en
síðan hefðu þeir orðið margsaga um tfl-
drög þess hvar og hvemig hann lést.
Fjölskyldan hefur lagt áherslu á að það
verði rannsakað frekar hvers vegna
það gat gerst að pilturinn fannst ekki
fyrr en einum og hálfum sólarhring eft-
ir að hann lést og það á mjög fjölfóm-
um stað, þar sem hundruð skipa fara
um á hverjum degi.
Fjölskylda Hjálmars heitins er mjög
Hjálmar Björnsson, 16 ára
Hann var nemandi á menntaskóla-
stigi í úthverfinu Hoogvliet í
Rotterdam.
ósátt við framgöngu lögreglunnar sem
„lokaði rannsókninni" án þess að
kryfja málið til mergjar. Ríkislögreglu-
stjóraembættið hefur frá því í byijun
júlí unnið að máli Hjálmars eins og
kostur hefur verið að þvi er varðar þátt
málsins héðan frá íslandi. Frá því í
byijun júlí hefur embætti ríkislög-
reglustjórans komið að málinu hér á
landinu. Að beiðni foreldranna var
framkvæmd réttarkrufhing hér og
embættið heíúr þvi haldið tii haga öll-
um þeim sönnunargögnum sem fjöl-
skyldan hefur lagt fram. Rannsóknar-
gögn frá fóðumum hafa jaftióðum ver-
ið lögð fyrir aðstoðaiyfirlögregluþjón
ríkislögreglustjórans. í því ljósi harm-
ar fjölskyldan að embættið hafi ekki
enn fengið neina beina aðild að rann-
sókn málsins ytra.
Utanríkisráðuneytið og dómsmála-
ráðuneytið hafa einnig komið að máli
Hjálmars. Björn segist vonast til að
Davíð Oddsson forsætisráðherra muni
einnig beita sér gagnvart hollenskum
stjómvöldum enda megni einstakling-
ar og ftölskyldur ekki að láta til sín
taka eins og þörf væri á þó vilji og mik-
il samheldni sé fyrir hendi. -Ótt
Aukatónleikar Nick Cave
Ástralski rokkarinn Nick Cave er
að koma tfl landsins og heldur tón-
leika 9. desember á Broadway. Það
var greinilegt að fiðringur fór um
marga við þessar fréttir því þegar
miðasala hófst þá var löng biðröð
fyrir framan Japís á Laugavegi og
seldust miðamir upp á 45 mínútum.
Áður hafði það verið fært í mál við
Nick Cave að halda aukatónleika og
var hann til í það. Það var því haf-
ist handa strax þegar ljóst var hvert
stefndi að koma þeim á. Nú er búið
að ganga frá öllum lausum hnútum
og verða aukatónleikarnir á Broad-
way 10. desember. Miðasala á þessa
tónleika hefst næstkomandi þriðju-
dag.
Skriða úr hlíðum
Aurskriða féll úr fjallshlíðinni
sunnanvert ofan við byggðina á
Seyðisfirði í gærkvöld. Ekkert tjón
hlaust af og ekki kom til þess að
íbúar í húsum neðan skriðunnar
þyrftu að yfirgefa þau. Sú varð nið-
urstaðan af fundi almannavama-
nefndar bæjarins sem kom saman
til fundar i kjölfar þessara atburða.
Engu að síður voru ibúar beðnir um
að hafa varann á sér. Mikið hetúr
rignt eystra síöustu daga en stytt
var upp þegar DV ræddi við fólk þar
snemma í morgun. Þá bjóst lögregla
við að mál yrðu könnuð frekar í dag
- og athugað yrði hvort hætta væri
á frekari skriðufóllum.
DV-MYND GVA
Hversdagshetjur verðlaunaöar
Lögregla, læknir á slysadeild,
slökkviliösmenn og Rauði krossinn
skipa viöbragðsteymiö sem fer á
vettvang þegar tilkynning um slys
berst Neyöarlínu. Hér veita þeir verö-
skuldaöri viöurkenningu viötöku.
Veitt verðlaun fyrir öryggi
Umferðarljósið, verðlaunagripur
Umferðarráðs, var veittur í gær við
upphaf Umferðarþings 2002. Gripurinn
er veittur þeim sem hafa unnið sérstak-
lega árangursríkt starf á sviði umferð-
aröryggismála.
Verðlaunagripinn hlutu viðbragðs-
aðilar á vettvangi umferðarslysa. Lög-
regla, læknir á slysadeild, slökkviliðs-
menn og Rauði krossinn skipa við-
bragðsteymið sem fer á vettvang þegar
tilkynning um slys berst Neyðarlínu.
Óli H. Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs, afhenti viður-
kenninguna og sagði við það tækifæri
að viðbragðsaðilarnir væm hvers-
dagshetjur.
Metsláturtíð fyrir norðan
Slátrað var 65 þúsund íjár hjá Slátur-
húsi Norðlenska á Húsavík á þessu
hausti og er það mesti fjöldi íjár sem
slátrað hefur verið á Húsavík frá upp-
hafi. Meðalfallþungi dilka var 15,1 kg.
Sala á fersku kjöti frá Húsavík hefur
stóraukist með nýrri vinnslulínu.
Þótt hetðbundinni sláturtíð sé nú
lokið verður dilkum slátrað á Húsavík
vikulega út desember og fer það kjöt
hvort tveggja á innlendan markað og
tfl Bandaríkjanna.
-GG/sbs/HK