Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 32
> Míkiir moguleikar gervihnattasjónvarpsíns bjóða upp á fjöibreytta dagskrá J Verðfrá OREIND Einar Báröarson. AuatxeWa 3 • K6pavoguf m 5641660 ffljómplötuframleiðendur: Tónlist með hærri vask en klám „Erlend klámblöð eru með 14 pró- senta virðisaukaskatt, en íslenskir geisladiskar eru með fullan virðis- aukaskatt sem er 24,5%. Eftir að lögum um virðis- aukaskatt var breytt i haust er lægra virðisauka- skattþrep á dönsku klámi heldur en á ís- lenskri tónlist," segir Einar Bárð- arson, talsmaður hljómplötufram- leiðenda, í vefpósti þeirra. Hann segir þessa ákvörðun stjórnvalda um skattlagningu hafa valdið reiði meðal manna í tónlist- argeiramim. Menn segi þetta smekkleysu. „Ef tónlist nyti sömu skattaálagningar og erlend klám- blöð á íslandi þá væri verðlagning á íslenskri tónlist samkeppnishæf miðað við nágrannalönd en eins og staðan er i dag er það ekki svo," seg- ir Einar. -sbs Slys í Hlíöarfjalli Maður á mótorcrosshjóli slasaðist í . _ Hliðarfjalli í gær. Maðurinn var að leika sér á hjóli ásamt nokkrum félög- um sínum þegar slysið varð upp við skíðastaði Hlíðarfjalls. Hjól mannsins lenti í holu með þeim afleiðingum að það endastakkst. Að sögn lögreglunn- ar á Akureyri var um vana mótor- hjólamenn að ræða en ekki er algengt að menn séu á hjólum þarna uppi enda um vatnsverndarsvæði að ræða. Maðurinn var fiuttur á sjúkrahús með áverka í andliti. -snæ 39.900,- dagar til jóla Y,ir 150 fyrirtæki El Mfg/nLLT FVRIR JÖLIN VERÐUR PjK D/vNSKT , KLAM I JOLAPAKKANUM? DV-MYND: HAKI Jólastemnlng Það ríkti mikil og Ijúfjólastemning ájólaballi Styrktarfélags lamaöra og fatlaöra sem haldið var í Súlnasal Hótel Sögu ígær. Hópur listamanna kom þar fram án endurgjalds og skemmti bðrnum og fullorðnum. Má þar nefna André Bach- mann, Helgu Möller, Geir Ólafsson og Móu. Barnakór Kðrsnesskóla og Lúðrasveit verkalýðsins skemmtu einnig auk jólasveina sem var vel og innilega fagnað eins og myndin ber með sér. Áhrif „landkynningar" erlendis um „heitt næturlíf" í Reykjavík: Auglýsingar farnar að leiða til ofbeldisverka - einn Bandaríkjamaður nú í fangelsi vegna nauðgunarkæru Aukning hefur orðið á því að kon- ur leiti til neyðarmóttöku Landspít- ala háskólasjúkrahúss eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða nauðgunum af háifu útlendinga sem hingað hafa komið í stuttar ferðir. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er orðið tóluvert algengt á skemmti- stöðum að konur verði fyrir áreiti slíkra manna, sem telja sig vera að upplifa heitt og frjálslegt næturlíf með fallegum konum í Reykjavík, eins og gert hefur verið út á í aug- lýsingum til „landkynningar" á síð- ariárum. „Það er alveg ljóst að við höfum orðið vör við nokkur slík tilvik þar sem um er að ræða menn sem fara síðan úr landi," sagði Guðrún Agn- arsdóttir, yfirlæknir neyðarmóttök- unnar, við DV. „Það er ekki mjög oft, en kemur þó fyrir. Tilvikin geta verið fleiri heldur en þau sem við vitum um því ekki er víst að allar konur sem verða fyrir kynferðis- legu ofbeldi leiti til neyðarmóttök- unnar. Þetta er örugglega í tengsl- um við þessar auglýsingar að ein- hverju leyti, þó ekki sé hægt að full- yrða að hve miklu leyti. Ég myndi segja að þessi tilvik væru tiltölulega ný af nálinni. Vita- skuld eru ferðamenn alltaf á land- inu en síðastliðin 3-4 ár leita konur oftar á neyðarmóttökuna eftir að hafa lent í peim heldur en áður." Síðasta tilvikið þar sem kona leit- aði til neyðarmóttökunnar eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegu of- beldi af hendi manns sem staddur var hér í helgarferð átti sér stað laugardag fyrir rúmri viku. Konan kærði nauðgunina til lögreglunnar í Reykjavik. I kjölfar kærunnar var um það bil þritugur Bandarikjamaö- ur tekinn til yfirheyrslu. Hann var að því loknu úrskurðaður í farbann. Þrátt fyrir það reyndi maðurinn að komast úr landi siðdegis á mánu- daginn sl. Lögreglan sá hins vegar við honum og handtók hann á Kefla- víkurflugvelli. Síðan var hann úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 12. desember nk. Hann situr því í fang- elsi nú en unnið er að rannsókn málsins. Guðrún Agnarsdóttir sagði mjög mikilvægt að lögreglan væri fljót að bregðast við í tilvikum sem þessum. Þess vegna skipti árvekni hennar og skjót viðbrögð mjög miklu máli, því lítið væri hægt að gera ef meintir of- beldismenn kæmust úr landi. -JSS Árni Steinar í 2. sæti VG í Norðvesturkjördæmi: Tveir þingmenn skerpa línurnar - segir Jón Bjarnason sem er í 1. „Að við séum tveir þingmenn i efstu sætum listans skerpir á því markmiði okkar að við ætlum að ná tveimur mönnum inn í kosn- ingunum i vor. Þetta er sterkur listi og baráttan verður spenn- andi," segir Jón Bjarnason, þing- maður VG. Hann leiðir lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi, sem er rókrétt framhald þess að á líð- andi kjörtímabili hefur hann verið þingmaður á Norðurlandi vestra. Stóru tíðindin eru hins vegar að Akureyringurinn Árni Steinar Jó- hannsson fer fram í nýju kjör- dæmi. Skipar annað sætið, en Árni hefur verið annar tveggja Framboðslistinn Listi VG í Norðvesturkjördæmi er til- búinn. Þingmennirnir Árni Steinar Jó- hannsson og Jón Bjarnason eru hvor á sínum enda í fremstu röð. þingmanna VG á Norðurlandi eystra. sætmu Jón Bjarnason segir búhnykk vera að þvi að fá Árna Steinar í framboð fyrir vestan Tröllaskaga. Hann hafi á vettvangi stjórnmál- anna á siðustu misserum til dæmis mjög látið að sér kveða í málum er varði hagsmuni byggðanna á Norð- urlandi vestra, svo sem hvað varðar sjávarútveg og atvinnumál. „Þetta er listi skipaður baráttu- glöðu fólki úr öllu kjördæminu. Ég hlakka til að taka slaginn," sagði Jón Bjarnason. Þess má geta að þetta er fyrsti framboðslisti VG sem frágenginn er en vænta má að línur varðandi aðra lista flokksins fari að skýrast hvað úr hverju. -sbs Litla-Hraun: Ók jeppa í gegum girðingu Ökumaður jeppabifreiðar ók í gegnum tvöfalda óryggisgirðingu við fangelsið á Litla-Hrauni í fyrra- kvöld. Maðurinn fór skiljanlega ekki lengra eftir það og hafði lög- reglan hendur í hári hans. Tilkynningar bárust um ferðir mannsins á Stokkseyri og að akst- urslag hans þætti athugunarvert. Lögreglumenn frá Selfossi fóru nið- ur að ströndinni og höfðu upp á bílnum en ökumaðurinn virti ekki stöðvunarmerki. Barst leikurinn þá að fangelsinu þar sem eftirleikurinn varð með fyrrgreindum hætti. Maðurinn, sem er fyrrum fangi á Litla-Hrauni, var í vörslu lögreglu um nóttina en í framhaldinu var honum komið undir læknishendur. -sbs DV-MYND HARI Kristján Jóhannsson. Hafnarfjörður: Afmælistón- leikaveisla Efnt var til mikillar fjölskylduhá- tíðar í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær. Tilefni þessa var hundrað ára afmæli Sparisjóðs Hafnarfjarðar sem haldið er upp á um þessar mundir. Þar kom fram fjöldi landsþekktra listamanna, m.a. karlakórinn Þrestir, Bjórgvin Hall- dórsson, Sigrún „Diddú" Hjálmtýs- dóttir, Öldutúnskórinn, Kvennakór Hafnarfjarðar, Tríó Björns Thorodd- sen og Borgardætur. Eftir stutt hlé á dagskránni kom Kristján Jóhanns- son tenór fram á sviðið og síðan Kvintett Kristjönu Stefánsdóttur, Laddi, Hljómsveitin BSG, Bubbi Morthens og Sálin. -HKr. Sjálfvirk slökkvitæki f^rir sjónvörp Sími 517-2121 H.Blöndalehf. Audbrckku 2 ¦ Kópavogi Innflulnlngur 09 sala - www.hblondal.com VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Síml 580 7000 | vwww.securitas.is 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LðGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.