Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 10
10
MANUDAGUR 9. DESEMBER 2002
Utlönd
I>V"
Sprautað á eldinn.
Mikill skaði
í stórbruna í
Edinborg
Mikill skaði varð í stórbruna í
gamla Cowgate-hverfinu i Edinborg
í fyrrakvöld þegar nokkur af elstu
húsum borgarinnar brunnu svo að
segja til grunna.
Eldurinn kom upp yfir La Belle
Angele næturklúbbnum og var fljót-
ur að læsast í nálægar byggingar
sem flestar eru á þjóðminjaskrá,
auk þess sem allt gamla hverfið er á
heimsminjalista Unesco.
Margar byggingarnar eru frá
miðöldum og standa á klettunum
þar sem Edinborgar-kastali gnæfir
yfir en hið þekkta Royal Mile-
ferðamannahverfi sem margir ís-
lendingar kannast við er í næsta
nágrenni.
Eldhafiö var svo mikið að það tók
slökkviliðsmenn borgarinnar um
átján klukkustundir að ná tökum á
eldinum og er óttast að glæður muni
áfram leynast i rústunum jafnvel
næstu tvo til þrjá daga.
Hannur Nagappa
fannst látinn
Stjórnvöld í Indlandi tilkynntu í
gær að lík stjórnmálamannsins Hann-
ur Nagappa, fyrrum rikisstjóra Kar-
natak-héraðs, hefði fundist um helg-
ina í skóglendi í nágrannaríkinu
Tamil Nadu í suðurhluta Indlands.
Nagappa var rænt frá heimili sinu í
ágúst sl. af liðsmönnum stigamanns-
ins Veerappan, en hann hefur lengi
verið eftirlýstur af indverskum stjórn-
völdum sem einn hættulegasti glæpa-
maður landsins.
Áður en líkið fannst hafði Veer-
appen haft samband við lögregluyfir-
völd og tilkynnt að Nagappa hefði
verið sleppt, eftir að hann hefði særst
í skotbardaga þegar lögreglan gerði
áhlaup á fylgsni ræningjanna fyrir
helgina.
Séð yflr brunarústirnar.
Mesti bruni í
Þrándheimi í
161 ár
Mesti bruni í Þrándheimi í 160 ár,
eða frá árinu 1841, varð á laugar-
daginn þegar fjögur timburhús við
göngugötu i miðborg bæjarins
brunnu til grunna.
Eldurinn mun hafa komið upp i
djúpsteikingarpotti á News-veit-
ingahúsinu í Thomas Angells-götu
rétt fyrir hádegi og magnaðist mjög
skjótt með þeim afleiðingum að fjög-
ur hús stóðu fljótlega í björtu báli.
Það tók slökkviliðsmenn nokkurn
tíma að ná tökum á eldinum og
tókst það ekki fyrr en klukkan var
langt gengin í fimm.
Að sögn bæjarstjórans í Þránd-
heimi, sem lýsir atburðinum sem
verstu hamfórum, nemur tjónið
milljörðum króna og lofar hann að
uppbygging svæðisins hefjist fljótlega.
írakar skila inn tólf þúsund síðna yfirlýsingu:
Þetta er heiðarleg,
sönn og víðtæk skýrsla
- segir Amir al-Saadi, helsti hernaðarráðgjafi Saddams
írakar skoruðu í gær á bandarísk
stjórnvöld að leggja fram sannanir
fyrir því að þeir hafi ennþá gjöreyð-
ingarvopn í fórum sínum eins og
Bandaríkjamenn hafa ítrekað hald-
ið fram.
„Ef Bandaríkjamenn hafa sann-
anirnar eins og þeir halda fram þá
ættu þeir að leggja þær strax fram
til að taka af allan vafa. Því fyrr því
betra fyrir alla aðila," sagði Amir
al-Saadi, helsti hernaðarráðgjafi
Saddams Hussein, á fréttamanna-
fundi í Bagdad í gær, eftir að hafa á
laugardag afhent Sameinuðu þjóð-
unum nákvæma tólf þúsund síðna
vopnayfirlýsingu, degi áður en
frestur rann út.
„Þetta er heiðarleg, sönn og víð-
tæk skýrsla um vopnaáætlun okk-
ar," sagði al-Saadi og bætti við að
hún gerði grein fyrir um það bil
átta hundruð stöðum þar sem
vopnaeftirlitsmennirnir gætu leitað.
„Hver sem er ætti að geta sannfærst
Amir al-Saadi
Amir al-Saadi les upp úr vopna-
yfirlýsingu íraka ígær.
um að við eigum engin gjöreyðing-
arvopn," sagði Al-Saadi.
Afrit af skýrslunni voru send höf-
uðstöðvum vopnaeftirlitsins í New
York og einnig til hófuðstöðva Al-
þjóða kjarnorkumálastofnunarinn-
ar, IAEA, í Vín. Talsmaður IAEA
sagði í gær að þegar skýrslan bær-
ist yrði strax hafist handa við að
fara yfir hana og umsögn yrði send
Öryggisráði SÞ innan tveggja vikna.
Á níunda degi vopnaeftirlitsins í
gær, heimsóttu eftirlitsmenn og sér-
fræðingar jarðvísindastofnun í mið-
borg Bagdad á meðan efna- og sýkla-
sérfræðingar eftirnefndarinnar
heimsóttu FáUugah-stofnunina þar
sem framleiðsla efna- og sýklavopna
fór áður fram.
í gær fjölgaði um helming í eftir-
litssveitunum þegar 25 manna hóp-
ur sérfræðinga kom til Bagdad, en
auk þess sendi SÞ þyrlu til íraks til
að auðvelda leitina á afskekktari
svæðum.
REUTERS-MYND
Aukin olíumengun við Spánarstrendur
Hér á myndinni sjáum viö sjálfboðaliða sem unnu við olíuhreinsun á Comillas-ströndinni í nágrenni borgarinnar
Santander á Norður-Spáni ígær, en olían úr olíuskipinu Prestige er nú farin að berast upp á strendur héraðsins í um
500 kílómetra fjarlægð frá slysstaðnum úti fyrir ströndum Galisíu.
Palestínsk móðir skotin til
bana fýrir framan börn sín
ísraelskir hermenn skutu í gær
palestínska móöur til bana og særðu
þrjú börn hennar, þar sem þau voru á
gangi í Tel Sultan-fióttamannabúðun-
um í nágrenni Rafah á Gaza-svæðinu.
Sjónarvottur sagði að konan, sem
hét Nahla Aqel og var 41 árs, hefði
verið á göngu ásamt dóttur sinni á
unglingsaldri og tveimur ungum son-
um á leið til heimilis þeirra í Rafah-
fióttamannabúðunum þegar ísraelsku
hermennirnir hófu fyrirvaralaust
skothríð á þau með áðurnefndum af-
leiðingum.
„Þau gengu á miðjum veginum og
ég sá þau öll falla þegar skothríðin
dundi á þeim. Móðirin var alblóðug
og börnin lágu særð við hlið hennar,"
sagði sjónarvotturinn.
Talsmaður ísraelska hersins sagð-
ist í gærkvöld ekkert vita um ástæður
skotárásarinnar en verið væri að
Móðirin borin tll grafar
Hundruð syrgjenda fylgdu móðurinni
Nahla Aqel til grafar ígær.
rannsaka málið. „Við fengum fregnir
af tveimur aðskildum atvikum þar
sem komið hafði til skotbardaga milli
ísraelskra hermanna og palestínskra
byssumanna sem reynt höfðu að læð-
ast inn í Rafiah Yam, landtökubyggð-
ina í nágrenni Rafah," sagði talsmað-
urinn.
Á föstudaginn skutu ísraelskir her-
menn tíu Palestínumenn til bana í al-
Bureij-flóttamannabúðunum á Gaza-
svæðinu og segja palestínsk stjórn-
völd að flestir þeirra hafi verið
óbreyttir borgarar. Tveir þeirra munu
hafa verið starfsmenn Sameinuðu
þjóðanna og fordæmdi Kofi Annan,
aðalframkvæmdastjóri SÞ, drápin
harðlega i gær. ísraelar halda því
fram að fimm mannanna hafi verið
Hamas-liðar og hafa Hamas-samtökin
staðfest að sex þeirra fóllnu hafi verið
þeirra menn, þar af tveir vopnaðir.
teUPUNVBK
Stuttar fréttir
Kastro vill aöstoð
Fidel Kastro, for-
seti Kúbu, sem
þessa dagana held-
ur þing karabískra
þjóðarleiðtoga í
fyrsta skipti, sagð-
ist í gær sækjast
eftir aðild að
svokölluðu Cotonu-
samkomulagi um þróunarhjálp Evr-
ópuþjóða viö fyrrum nýlendur.
Kastro hafði áður hafnað aðild að
samkomulaginu sem gert var árið
2000 á þeún forsendum að krafa Evr-
ópuþjóðanna um mannréttindamál
væri óaðgengileg og óréttlát.
íranir óhræddir
Kamal Kharrazi, utanríkisráð-
herra írans, lýsti því yfir í gær að
þeir hefðu engar áhyggjur af hugs-
anlegri innrás Bandaríkjamanna í
írak þar sem íranir hefðu góð tengsl
við ýmsar þjóðir, auk þess sem þeir
væru vel færir um að verja sig sjálf-
ir.
Kharrazi sagði einnig að það væri
yfirlýst stefna bandarískra stjórn-
valda að halda uppi eðlilegum og
friðsömum samskiptum milli þjóð-
anna og því hræddist hann ekki
hugsanlegar aðgerðir.
Fjöldamótmæli í París
*£. *,,.a«?a Fyrirhuguð-
I um niðurskurði
franskra stjórn-
valda í mennta-
málum var
harðlega mót-
mælt í gær þeg-
ar foreldrar og
nemendur
studdir þúsund-
um borgara tóku þátt í mótmæla-
göngu um götur Parisar.
Að sögn samtaka kennara tóku
um fjörutíu þúsund manns þátt í
mótmælunum rétt viku eftir önnur
eins mótmæli franskra ríkisstarfs-
manna um síðustu helgi.
Fjórtán féllu í Kasmír
Fjórtán manns, þar á meðal átta
skæruliðar aðskilnaðarsinna
maóista í Kasmír, féllu í aðskildum
átökum sem urðu í stríðshrjáðu
Kasmír í gær. Fjögurra daga vopna-
hléi sem skæruliðar lögðu sjálfir til
er þar með lokið og kenna stjórn-
völd öfgasinnuðum hópum um.
Vill fresta kosningum
Yasser Arafat,
leiðtogi Palestinu-
manna, sagði í
gær að nauðsyn-
legt væri að fresta
fyrirhuguðum
kosningum sem
fram eiga að fara
meðal palestinsku
þjóðarinnar í jan-
úar þrátt fyrir að ísraelar myndu
strax draga herlið sitt á brott frá
hernumdu svæðunum.
„Við þurfum meira en einn mán-
uð til þess að undirbúa kosningar
og úr þessu er tíminn allt of naum-
ur. Við þurfum minnst þrjá mánuði
og staðan er engum öðrum en Isra-
elum sjálfum að kenna. Það er ekki
hægt að ætlast til þess að kosninga-
undirbúningur fari fram yfir gap-
andi byssukjöftum og hersveitum
um allt heimastjórnarsvæðið.
Nýr f relsisleibtogi
Herbert
Haupt var í
gær kjörinn nýr
leiðtogi Frelsis-
flokksins í
Austurríki,
hægri öfga-
flokks Jörgs
Haider. Haupt,
sem tók við leið-
togastöðunni til
bráðabirgða í
október þegar Mathias Reichhold
sagði af sér vegna heilsubrests, var
einn í framboði og hlaut tæp 90%.
Fimm fórust í snjóflóðum
Fimm franskir skíðamenn fórust
í snjóflóðum í frönsku Ölpunum um
helgina, auk þess sem fimm til við-
bótar slösuðust alvarlega.
II 1 ' -"«- '¦»,1
"w '
í I V fe''<=!-Í
í0«H^'^^.
K'W'fl
'