Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Síða 6
6
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2003
x>v
Fréttir
DV-MYND HARI
Fyrsta barniö á höfuðborgarsvæðinu
Berghildur Fanney Hauksdóttir og
Elís Másson eru foreldrar fyrsta
barns ársins á höfuðborgarsvæðinu.
Með þeim á myndinni er dóttir
þeirra, Anna Guðný, 2 ára.
Fyrsta barn ársins:
Gæslumenn skoða spænska eftirlitsflugvél:
Ekki enn á dag-
skrá að endurnýja
27 ára Fokkerinn
19 marka
stúlkubarn
„Ég var sett á 2. janúar en okkur
grunaði að þetta gæti vel farið svona,“
segir Berghildur Fanney Hauksdóttir,
móðir fyrsta bamsins sem fæddist á
nýju ári á höfuðborgarsvæðinu, 14
marka og 51 cm stúlku sem skaust í
heiminn kl. 14.50 í gærdag. Fyrsta bam
ársins á landinu fæddist hins vegar i
Vestmannaeyjum rétt fyrir kl. 10 í gær-
morgun, 19 marka stúlka, og em for-
eldrar hennar Ása Ingibergsdóttir og
Sigmundur Rafhsson. Þegar ljósmynd-
ari DV leit inn á Landspítalann, hjá
þeim Berghildi og Elis, voru ættingjar
að streyma að til að líta á krílið. Þetta
er annað bam þeirra en fyrir eiga þau
2 ára gamla dóttur, Önnu Guðnýju.
Fjölskyldan er búsett á Vopnafirði, þar
sem hún stundar loðdýrarækt á Hrís-
um, en hefur verið í höfuðborginni síð-
an á Þorláksmessu og beðið eftir bam-
inu. „Þetta er hreinn Austfirðingur þó
hún sé fædd hér i Reykjavík," upplýsir
Berghildur og bætir við að þar sem
fæðingardeildin á Egilsstöðum sé lokuð
fannst henni hún alveg eins geta farið
tfi Reykjavíkur eins og til Norðfjarðar
til þess að fæða. -snæ
14 útköll á
nýársnótt
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
var kallað út fjórtán sinnum á
nýársnótt. Öll voru þessi tilvik þó
minni háttar. Aðallega var um að
ræða eld í blaðagámum og rusla-
tunnum en einnig voru tvö útköll
vegna flugelda sem skotist höfðu
inn um glugga á íbúðarhúsnæði. Á
nýársdag fékk slökkviliðið svo 10
útköll og var þar sama sagan og á
nýársnótt - ekkert af þeim tilvikum
reyndist alvarlegt. -snæ
- nýtt varðskip gengur fyrir, segir forstjóri Gæslunnar
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar
skoðuðu fyrir skömmu spænska eft-
irlits- og herflutningavél af gerðinni
Casa C-295 sem er nýjasta tegund eft-
irlitsflugvéla EADS-flugvélaverk-
smiðjanna á Spáni. Flugvélin var á
leið úr kynningarferð í Bandaríkjun-
um en strandgæslan þar i landi gekk
nýverið frá kaupum á 25 slíkum vél-
um.
Að mati starfsmanna Landhelgis-
gæslunnar er Casa-vélin álitlegur
kostur fyrir stofnunina þegar farið
verður að huga að endurnýjun
Fokker-flugvélar Landhelgisgæslunn-
ar sem er orðin 27 ára gömul. Casa-
vélin eyðir t.d. helmingi minna elds-
neyti og tækjabúnaðurinn er eins og
best verður á kosið. Talið er að slík
vél fullbúin tækjum kosti á bilinu 2,5
til 3 milljarða króna og þykir ódýr
miðað við vélar af svipuðum toga.
Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali
við DV að þeir væru alltaf opnir fyr-
ir að skoða góða kosti. Kaup á nýrri
vél hefðu þó ekki verið sérstaklega
rædd og ekki á dagskrá, enda gengur
fyrir að huga að smiði á nýju varð-
skipi. Það mál er á því stigi að næsta
skref er að bjóða út smíði skipsins
sem á að verða um 3.000 tonn að
stærð. Þess má geta að yngsta skip
Gæslunnar, Týr, er jafngamall
Fokker-vélinni eða um 27 ára og að-
eins 1.300 tonn að stærð. Hafsteinn
segir Gæsluna fylgjast vel með nýj-
ungum, ekki síður í flugmálunum.
Þar sé einnig horft til þess ef mögu-
leiki væri á að samnýta slíka vél, t.d.
með Flugmálastjórn íslands.
Vel búin flugvél
Casa C-295 er sérstaklega hönnuð
sem eftirlits-, leitar- og herflutninga-
flugvél. Hún hefur mikla burðargetu,
12 klst. flugþol, góða fluggetu og af-
CASA C-295 séð að ofan.
ragðs stuttbrautareiginleika og þarf
fulllestuð aðeins um 844 metra langa
flugbraut til flugtaks og 680 metra til
lendingar. Aftan á vélinni eru stórar
innkeyrsludyr sem hægt er að opna á
flugi. Þær auðvelda mjög lestun og
losun á stærri hlutum, eins og bör-
um, björgunarbátum, vélsleðum,
brettum, bílum og öðrum björgunar-
búnaði.
CASA C-295.
Vélin er vel búin
tækjum. Þar má t.d.
nefna innrauða mynd-
bandsupptökuvél og
mengunarratsjá sem
skynjar olíu í sjó sem
mannsaugað nemur
ekki, auk þess sem rat-
sjáin reiknar út áætlað
magn olíu í sjónum.
Hvíldar- og eða farþega-
rými er fyrir sex til átta
manns. Allur búnaður
vélarinnar er í færan-
legum einingum þannig
að auðvelt er að breyta
henni eftir eðli verk-
efna. Til að mynda má
setja í hana sæti fyrir
allt að 71 mann eða 24
börur.
Casa er þekkt merki á
sviði eftirlits- og strandgæsluflugvéla
og meðal þjóða sem nota Casa til
strandgæslu eru Svíar, Pólverjar,
Spánverjar, Bandaríkjamenn og Irar.
Þeir eru með fjórar Casa C-235 til
strandgæslu í lögsögu sinni sem er
þó töluvert minni en 200 sjómílna
fiskveiðilögsaga okkar Islendinga.
-HKr.
„Kyrkja Köttinn“ í Ólafsfirði enn í sviðsljósinu:
Trommuleikarinn ekki
1 Solargangur o\
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 15.46 15.05
Sólarupprás á morgun 11.17 10.00
Síödegisflóö 18.12 00.34
Árdegisflóö á morgun 12.11 16.33
Fremur hæg suðvestlæg eða
breytileg átt veröur ríkjandi. Skýjað
verður með köflum, rigning eða
slydda vestaniands og norðanlands
þegar líður að kveldi. Veður fer
hlýnandi og hiti verður víða O til 5
stig.
Rigning eða slydda
Gert er ráð fyrir suðvestan- og
vestanátt, 3-8 m/s. Skýjaö verður
með köflum en dálítil rigning eða
slydda öðru hverju norðan og vestan
til. Hiti verður 0 til 6 stig.
Veöriö n msmm Mánudagur Ww5 Hití O" tii 0”
Laugardagur Híti -1" til -6° Sunnudagur Hiti -1" til -6°
Vintfur: Vindur: Víndur:
5-10 n|/s 5-10*:'/* 5-10 ">/s
t
Gert er ráö fyrir Stöku skúrír eba Slydda eöa
suöaustanátt og él veröa rígning veröur
stöku skúrum suövestan til. ööru hverju
eöa éljum - en Annars staöar sunnan og
annars veröur veröur skýjaö austan til en
suölæg eöa meö köflum og annars þurrt aö
breytileg átt. vindar blása úr mestu. Hitl
Yfirleitt frost- suörí. veröur I kríngum
laust vlö strönd- frostmark.
Ina.
m/s
Logn 0-0,2
Andvarí 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinningsgola 5,5-7,9
Kaldl 8,0-10,7
Stinningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,5-17,1
Hvassviöri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveöur 28,5-32,6
Fárviöri >= 32,7
böggaður" af sýslumanni
- fréttir meira og minna rangar eða rangtúlkaðar, segir sýslumaður
Sýslumaðurinn í Ólafsfirði,
Ástríður Grimsdóttir, hefur óskað
eftir því að DV birti athugasemdir
vegna skrifa DV um aðför að hljóm-
sveitinni „Kyrkja Köttinn“ í Ólafs-
firði.
„Að undanförnu hafa verið mikil
skrif um „aðfór“ sýslumannsins í
Ólafsfirði að ofangreindri hljóm-
sveit. Fréttaflutningur þessi hefur
verið í æsifréttatón og er meira og
minna rangur eða rangtúlkaður.
Rangt er að trommuleikari hljóm-
sveitarinnar sé „böggaöur" af sýslu-
manni fyrir að spila í Glaumbæ,
sýslumaður hefur ekki haft nein af-
skipti af umræddum dreng, rangt er
að sýslumaður hafi kært veitinga-
mann í bænum vegna spilamennsku
16 ára drengs á veitingastað hans,
rangt er að sýslumaður hafi hótað
veitingamanninum sviptingu á
rekstrarleyfi hans ef umræddur
drengur spilaði hjá honum á annan
i jólum, rangt er að sýslumaður hafi
gefið grænt og rautt ljós á að hljóm-
sveitin mætti spila áfram, rangt er
að hljómsveitinni hafi verið bannað
Astríður
Grímsdóttir.
að spila á
skemmtistaðnum
Glaumbæ á ann-
an í jólum og
rangt er að sýslu-
maður hafl gefið
eftir og látið spil
þeirra afskipta-
laust, sýslumað-
ur frétti um um-
ræddan dansleik
í DV þann 28.
desember sl. og rangt er að stofnuð
hafl verið nefnd til að skoða þessi
mál, er það tilbúningur veitinga-
mannsins.
Sýslumaður skilur ekki hvað
veitingamanninum gengur til með
slíkum ósannindum og fréttamanni
að birta slíkt án þess að kanna
hvort fótur sé fyrir slíkum fullyrð-
ingum. Hið rétta í þessu máli er að
í byrjun október sl. benti sýslumað-
ur umræddum kráareiganda að
gefnu tilefni á að óheimilt væri að
hafa börn í vinnu á milli kl. 24.00 til
04.00 á nóttunni. Umræddur kráar-
eigandi er með gilt skemmtanaleyfi
og rekur sinn
stað á eigin
ábyrgð. Ákveði
kráareigandi að
ráða ekki ung-
menni í vinnu
vegna ákvæða í
lögum um aðbún-
að og hollustu-
hætti á vinnu-
stöðum kemur
það sýslumanni
ekkert við. Hans hlutverk er ein-
ungis sem lögreglustjóra að fylgjast
með að farið sé að lögum.“
Athugasemd blaðamanns
Samkvæmt orðum sýslumanns er
ekki annað að skilja en þarna séu
flölmargir aðilar máls hreinlega að
ljúga og mistúlka lög og reglur sem
þama koma við sögu. Þar er m.a.
um að ræða trommuleikarann,
Hauk Pálsson, sem málið snýst aðal-
lega um, og móður hans, Þórhildi
Þorsteinsdóttur. Einnig Braga
Ólafsson, forsprakka hljómsveitar-
innar Kyrkja-Köttinn, Jakob Agn-
arsson, forsvarsmann Café Glaum-
bæjar á Ólafsfirði, og Þorstein
Hjaltason, lögfræðing á Akureyri,
og túlkun hans á lögum og reglum.
Sýslumaður segist vera að fara að
lögum samkvæmt sinni túlkun sem
henni beri að fara eftir og orðrétt
tilvitnun DV í viðkomandi lög um
hollustuhætti og öryggi á vinnu-
stöðum þýði ekki endilega að þau
orð séu meining laganna. Þá segir
sýslumaður að þetta mál snúist ein-
göngu um að viðkomandi krá fari
að lögum. Þetta snúist því ekki um
hvort hljómsveitin fái að spila
þarna eða ekki þó það hafi verið til-
efni frétta DV. Sýslumaður segist
því leggja að jöfnu hvort viðkom-
andi unglingur undir lögaldri starfi
þarna á staðnum í trássi við túlkun
sina á lögunum þó hann sé í fylgd
foreldra sinna eða hvort hann sé af-
greiddur með áfengi á bar staðarins.
Þama standa því orð sýslumanns
gegn orðum allra þeirra sem DV
hefur rætt við um þetta sérkenni-
lega deilumál á Ólafsflrði.
-HKr.
Haukur
Pálsson.
mmm.-
AKUREYRI heiöskirt 7
BERGSSTAÐIR skýjað -6
BOLUNGARVÍK skýjaö 0
EGILSSTAÐIR hálfskýjaö -8
KEFLAVÍK skýjað 1
KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 0
RAUFARHÖFN heiðskírt -4
REYKJAVÍK rigning 1
STÓRHÖFÐI léttskýjað 2
BERGEN alskýjað 0
HELSINKI kornsnjór -24
KAUPMANNAHÖFN snjókoma -2
ÓSLÓ kornsnjór -9
STOKKHÓLMUR -7
PÓRSHÖFN snjóél 0
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað -21
ALGARVE skýjaö 16
AMSTERDAM alskýjað 9
BARCELONA heiðskírt 15
BERLÍN rigning 6
CHICAGO alskýjaö -1
DUBLIN súld 6
HALIFAX alskýjaö -1
HAMBORG súld 2
FRANKFURT skýjað 11
JAN MAYEN hálfskýjað 1
LONDON alskýjað 9
LÚXEMBORG rigning 10
MALLORCA heiöskírt 13
MONTREAL léttskýjað -10
NARSSARSSUAQ
NEW YORK rigning 3
ORLANDO skýjaö 14
PARÍS rigning 14
VÍN rigning -1
WASHINGTON alskýjað 5
WINNIPEG alskýjaö -8