Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Síða 15
15 FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2003 PV_________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Áslaug Jónsdóttir: Sex ævintýri (1998). Halldór Baldursson: Allir meö strætó (Guöbergur Bergsson, 2000). Myndir að norðan - myndir íslenskra listamanna á sýningu á norrænum bókaskreytingum í Bolzano á Italíu Guðrún Hannesdóttir: Einhyrningur (2001). Hin sanna næring „Bókin sem talar“ fitjar hins vegar upp á virkum samræðum við lesandann, hún segir frá án þess að útskýra og boða, miðlar tilfmningum, draumum, vonum og hugmyndum án þess að tengja þær við eitthvað stærra og æðra og án þess að þær verði fastmótaðar eða staðl- aðar. Þessi bók vill láta bömin sjá heim- inn af eigin rammleik, án útskýringa, gefa þeim tæki til að skilja veruleikann, bæði þann ytri og þann innri, án þess að þýða merkingu. hluta, tákna og orða á einhlítan hátt. Þetta eru gagnvirkar bækur og myndirnar i þeim gegna grundvallarhlutverki. Þær verða til í víxlverkun við textann eða um leið og hann, þær segja frá ekki síður en text- inn og verða farvegur tilfinninga og fræðslu ekki síður en hann. Eftir því sem hlutverk myndmiðla hef- ur vaxið í lifi barna og fullorðinna með aukinni sjónvarps- og myndbandanotk- G/'ri stýri og veisian (20 Þann 7. desember var opnuð sýning á norrœnum mynd- skreytingum í Galleria Civica í Bolzano á Ítalíu. Sýningin ber yfirskriftina „Myndskreyt- ingar frá Norður-Evrópu“ og þar eru sýndar bókaskreyt- ingar 30 listamanna frá Dan- mörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Fimm íslenskir myndlistarmenn eiga verk á sýningunni í Bolzano, þau Halldór Baldursson, Nína Björk Bjarkadóttir, Sigrún Eldjárn, Guðrún Hannesdóttir og Áslaug Jónsdóttir. Til samanburðar má geta þess að sjö Dan- ir eiga verk þar, níu Finnar, fjórir Norðmenn og fimm Svíar. íslendingar standa því alveg jafnfætis grannþjóð- unum á sýningunni þó að meðal þeirra sé mun lengri og þróaðri hefð fyrir þessari grein myndlistar en hér. Sýningunni fylgir stór og glæsileg lit- prentuð skrá með myndum af verkum á sýningunni og greinum eftir ýmsa kunnáttumenn í þessari grein mynd- listar. Meðal annarra skrifar Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur sögu- legt yfirlit yfir myndskreytingar í ís- lenskum bókum, hæði bamabókum og bókum fyrir fullorðna. Sýningin stendur út þennan mánuð og er opin alla daga nema mánudaga kl. 10-13 og 15-19. Ólíkar tegundir bóka handa börnum Á eftir greinum listfræðinga frá hverju landi í sýningarskránni skrifar ítalski listfræðingur- inn Giovanna Pastega grein sem nefnist „Bók- in - næring fyrir heilann". Pastega gerir í upphafi máls síns greinar- mun á „bókinni sem uppfræðir" og „bókinni sem talar“ og segir að grundvallarbreytingar hafi orðið á bamabókum við það að þróast úr einni gerð yfir í aðra. Er sú þróun í samræmi Sigrún Eldjárn: Grannmeti og átvextir (Þórarinn Eldjárn, 2001). við þróun í sálfræði og uppeldisfræði á þeim rúmlega tveimur öldum sem liðið hafa síðan bamabókin varð til sem sérstök bókmennta- grein. I stuttu máli sagt setur „bókin sem upp- fræðir" sér viss markmið; hún vill miðla ákveðnum boðskap til lesenda og sýna þeim ólík hegðunarmunstur og afleiðingar þeirra. Boðskapur þessara bóka er jafnan í samræmi við ríkjandi siðferðishugmyndir, trúarhug- myndir og félagslegt siðgæði í þjóðfélaginu þar sem þær verða til. Bæði frásagnaraðferð og myndskreytingar em sveigðar undir það hlutverk bókarinnar að miðla þekkingu og boðskap. Myndir í bókun- um eru þá fyrst og fremst til skrauts eða skýr- ingar. Þær eru ekki raunverulegur hluti af frá- sögninni heldur ævinlega stuðningur við textann en vissulega geta þær orðið textanum mikill styrkur þegar vel tekst til. un hefur hlutverk mynda í bókum líka vaxið á kostnað textans. Kannski tök- um við ekki mark á neinu lengur nema við sjáum það á mynd. En í ljósi þess hvað sjónvarpsefni tekur lítið til- lit til einstaklingsins sem móttakanda, fletur út merkingu og einfaldar allt inntak, þá verður hlutverk bóka - „bókarinnar sem talar“ - æ mikilvæg- ara. „Ég held að bækur séu nú meira en nokkru sinni áður eins konar frelsun undan menningarlegri og málfarslegri kúgun sjónvarpsins," segir Pastega. „Þær eru besta ráðið til að örva sam- skipti fólks, dreifa gagnrýnum hug- myndum, örva persónuþróun, efla skilning á því hvað við erum ólík, hvað tungumálin eru mörg, örva ímyndunaraflið, hvetja okkur til að hlusta og tala. Þær eru, í stuttu máli sagt, hin sanna næring fyrir heilann." Svalir vindar í lok greinar sinnar lýsir Pastega einkennum norrænu listamannanna á sýningunni, bendir á að í myndum þeirra megi sjá sígilt þjóðsagnaefni jafnt sem yflrgripsmikla samfélags- rýni, ást á náttúrunni, veruleikann með sorgum sínum og gleði, fantasíu og drauma. Óvíða í heimi sé ímyndun- araflið eins virkt og í norrænum barnabókum og myndunum í þeim. Um þær leiki svalir vindar en þeir beri líka með sér sterkan ilm menningarlegra og listrænna hefða. Þar megi sjá áhrif hefðbundinnar evr- ópskrar myndlistar og bandarískra teikni- mynda, sterkt samband við þjóðsagna- og goð- sagnaefni og þó umfram allt frelsi hugmynda- flugsins sem veruleikinn hlýtur að lúta með sínum smásmugulegu uppeldisfræðikenning- um. Sýningin hefur vakið mikla athygli, verið vel sótt og lofuð bæði af gagnrýnendum og al- mennum gestum. Ætlunin er að þetta verði far- andsýning og fari bæði til fleiri borga á Ítalíu og annarra landa. Söngurinn um sjálfan mig Ljóðaáhugamenn hafa vonandi allir frétt að nú hefur Bjartur endurútgefið rómaða þýðingu Sig- urðar A. Magnússon- ar á Söngnum um sjálfan mig eftir Walt Whitman. Þýðingin kom út árið 1994 en hefur verið uppseld um langt skeið. Sig- urður hefur yfirfarið þýðinguna í tilefhi af þessari nýju útgáfu. Walt Whitman er einn af jöfrum banda- rískra bókmennta. Ljóðaflokkurinn Söngurinn um sjálfan mig, sem kom fyrst út árið 1855, er hans þekktasta verk og geymir kjarnann úr lífsverki þessa sérkennOega og djarfa skálds. Salka Valka til Kína Gengið hefur verið frá samningi við kínverska for- lagið Lijiang um útgáfu á Sölku Völku eftir Halldór Laxness. Síðast kom út bók eftir hann þar í landi árið 1985 og var það einmitt Saika Valka. Lijiang út- gáfan gefur meðal annars út verk Gúnters Grass, Thomasar Mann og Marguerite Duras. Um þessar mundir á sér stað mikil vakning í útgáfu á verkum Halldórs erlendis - í Norður- og Suður-Amer- íku, Evrópu og nú allt tU Asíu. Lönd sem hafa lengi verið honum lokuð hafa opnast og hann hefur fest sig í sessi á „gömlum" mörkuðum. Á þessu ári hafa verið gerðir samningar um útgáfur á bókum hans í Bretlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu, Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Italíu, Spáni og víðar, auk Kína. I Þýskalandi kom út sérstök afmælisútgáfa í 777 tölusettum eintök- um ásamt hátíðarútgáfu af Sögunni af brauðinu dýra með myndlýsingum Söruh Kirsch. Fyrr á þessu ári var Brekkukotsannáll gefinn út í ritröð er nefnist Stefnumót meistara í Norsku bókaklúbbunum þar sem nútímalista- menn mála árlega myndir við eitt- hvert sígUt bókmenntaverk. Og ekki eru verk HaUdórs aðeins gefin út á bók: I undirbúningi er út- varpsleikgerð eftir Brekkukotsannál sem flutt verður í BBC og verið er að vinna að alþjóðlegri stórmynd sem byggð verður á Sjálfstæðu fólki. Flóttinn frá Egyptalandi Barist fyrir frels- inu er saga Guðríð- ar Örnu Ingólfsdótt- ur og Hebu Shahin af flótta þeirra frá Egyptalandi, skráð af Birni Inga Hrafnssyni og gefin út af Vöku-Helga- feUi. Ævintýralegur flótti mæðgnanna Guðríðar Örnu Ingólfsdóttur og Hebu Shahin frá egypskum fóður Hebu, sem hafði kyrrsett hana í Eg- yptalandi og hugðist gifta hana að ís- lömskum sið, vakti þjóðarathygli fyrir um það bU einu ári. Um leið og þær segja sögu sína er komið inn á áleitin vandamál í samtímanum, árekstra ólíkra menningarheima og andlegt og líkamlegt heimUisofbeldi. Útgáfuréttur á Barist fyrir frels- inu hefur nú verið seldur tU Dan- merkur þar sem bókin mun koma út i stórum bókaklúbbi Lademanns for- lagsins, Virkelighedens verden, sem meðal annars hefur gefið út Eyði- merkurblómið eftir Waris Dirie. Mjög fátitt er að viðtalsbækur og bækur almenns efnis séu seldar tU útgáfu erlendis og því sætir þessi sala tíðindum. Að vísu er enginn skortur á bókum um þetta efni á Vesturlöndum en afar sjaldgæft er að slíkar sögur endi vel - að mæðr- um takist að frelsa dætur sínar frá föður í íslömsku ríki, eins og Guð- ríði Örnu tókst með dramatískum hætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.