Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Side 27
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2003 27 Sport Henry ekki með gegn Oxford Thierry Henry, leikmaður Arsenal, leikur ekki með liðinu í bikarleiknum gegn Oxford United um komandi helgi en hann varð fyrir meiðslum í leik gegn Chelsea i gær. Henry tognaði á læri en vonast er til að hann verði klár fyrir næstu umferð í ensku deildarkeppninni. -PS Markahæstu menn Framherji Newcastle, Alan Shearer, hefur skorað manna mest í ensku úrvals- deiidinni það sem af er þessu keppnistímabili, hann hefur skorað þrettán mörk í deildinni. Alan Shearer, Newcastle..........13 James Beattie, Southampton .... 13 Thierry Henry, Arsenal...........12 Nicolas Anelka, Man. City........10 Gianfranco Zola, Chelsea .........9 Kevin Campbell, Everton ...........8 Harry Kewell, Leeds...............8 Ruud van Nistelrooy, Man. Utd ... 8 Michael Owen, Liverpool ..........8 Howard Wilkinson og lærisveinar hans í Sunderland áttu ekki náðugan dag á Old Trafford á nýársdag. Þrátt fyrir að hafa komist yfir mjög snemma í leiknum lá mjög á liðinu allan tímann og áttu leikmenn Man. Utd á fjórða tug skota á markið. í viðtölum eftir leikinn lýsti hann því að honum hefði liðið eins og hann væri að fylgjast með falla að í fjörunni og hann hefði í raun átt von á þvi að varnir myndu bresta. Wilkinson hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hann tók við liðinu af Peter Reid. Þriðja neðsta sætið er staðreynd og aðeins einu stigi frá botnsætinu. -PS „Mér leið eins og ég vœri niöri í fjöru og vœri að fylgjast meö flóöinu falla að. “ XÍ) ENGLANP Úrvalsdeild: Úrslit: Man. Utd-Sunderland ........2-1 0-1 Veron (5. sjm.), 1-1 Beckham (81.), 2- 1 Scholes (90.). Arsenal-Chelsea.............3-2 1-0 Desailly (9. sjm.), 2-0 Bronckhorst (81.), 3-0 Henry (82.), 3-1 Stanic (85.), 3- 2 Petit (87.), Aston Villa-Bolton..........2-0 1-0 Dublin (8.), 2-0 Vassell (80.) Blackbum-Middlesboro.......1-0 1-0 Yorke (57.). Charlton-West Ham.......frestað Everton-Man. City...........2-2 1-0 Watson (6.), 1-1 Anelka (33.), 1-2 Vivian Foe (81.) 2-2 Radzinski (90.) Fulham-WBA..............frestað Leeds-Birmingham ...........2-0 1-0 Bakke (6.), 2-0 Viduka (67.) Southampton-Tottenham . . . 1-0 1-0 Beattie (82.) Newcastle-Liverpool.........1-0 1-0 Robert (13.) Staöan: Arsenal 22 14 4 4 45-24 46 Man. Utd 22 12 5 5 35-22 41 Chelsea 22 10 8 4 37-21 38 Newcastle 21 12 2 7 35-29 38 Everton 22 10 6 6 25-24 36 Southampt. 22 9 8 5 25-20 35 Liverpool 22 9 7 6 30-22 34 Tottenham 22 9 5 7 30-31 32 Blackburn 22 8 8 6 29-25 32 Man. City 22 9 4 9 30-31 31 Leeds 22 9 3 10 30-27 30 Middlesbr. 22 8 5 9 25-21 29 Charlton 21 8 5 8 24-25 29 Aston Villa 22 8 4 10 21-23 28 Birmingh. 22 6 7 9 19-27 25 Fulham 21 6 5 10 23-27 23 Bolton 20 4 7 9 23-35 19 Sunderland 22 4 6 12 15-32 18 West Ham 21 3 7 11 21-38 16 West Brom 21 4 4 13 16-32 16 1. deild: Úrslit Rotherham-Sheff Wed...........0-2 Reading-Leicester ........frestað Leik hœtt l hálfleik í stöóunni 0-0 Brighton-Wimbledon........frestað Crystal Pal-Coventry..........1-1 Gillingham-Norwich .......frestað Grimsby-Bradford..........frestað Ipswich-Millwall..............4-1 Nott. Forest-Walsall..........1-1 Sheff. Utd-Bumley.........frestað Stoke-Preston ................2-1 Wolves-Derby .................1-1 Watford-Portsmouth............2-2 Staðan: Portsmouth 27 17 6 2 54-26 59 Leicester 26 16 6 4 41-24 54 Sheff. Utd 25 13 7 5 37-24 46 Norwich 26 12 7 7 37-23 43 Nott. Forest 27 12 7 8 42-27 43 Reading 25 13 3 9 26-21 42 Coventry 27 11 8 8 35-31 41 C. Palace 27 10 11 6 41-29 41 Watford 27 11 6 10 33-40 39 Wolves 26 10 8 8 43-29 38 Rotherham 26 10 7 9 44-34 37 Ipswich 26 10 7 9 40-33 37 Burnley 27 10 6 11 39-50 36 Gillingham 25 9 8 8 32-33 35 Millwall 27 9 7 11 31-43 34 Derby 27 10 4 13 31-37 34 Wimbledon 25 9 6 10 39-39 33 Preston 27 7 10 10 4145 31 Walsall 27 8 5 14 40-45 29 Bradford 26 7 7 12 29-45 28 Grimsby 26 6 6 14 3049 24 Stoke 27 5 8 14 31-49 23 Sheff. Wed 27 4 8 15 23-43 20 Brighton 26 4 6 16 25-45 18 Tveimur leikjum var frestað ' í úrvalsdeild og fjórum í 1. deild vegna mikilla rigninga auk þess sem einum leiknum var hætt í hálfleik. Vegna veðursins voru vallaraðstæður slæmar og margir leikjanna sem leiknir voru stóöu tæpt. Stoke vann sinn annan leik i röð í gær. Liðið sigraði lið Preston og enn var það Brynjar Björn Gunnarsson sem var á meðal markaskorara liðsins og það geröi hann á 43. mínútu. Tveimur minútum síðar skoraði Peter Hoekstra. -PS Majichester United lagði Sunderland að velli á heimavelli en fæðingin var erfið: A síðustu stundu - stórliðið í vanda þrátt fyrir á fjórða tug markskota í einstefnuleik Manchester United komst loks að nýju í annað sæti ensku úrvals- deildarinnar í knattspymu með sigri á Sunderland á heimavelli sin- um Old Trafford, 2-1. Þeir þurftu þó hins vegar að hafa fyrir sigrin- uni og áttu leikmenn Manchester rúmlega 30 skot á mark andstæðing- anna á meðan Sunderland átti að- eins fjögur skot á markið. Sjálfsmark Verons Það byrjaði ekki glæsilega hjá Man. Utd og þá sérstaklega mark- verðinum Fabian Barthez. Á fimmtu mínútu fór hann í glóru- laust úthlaup inn í stóran hóp varn- armanna Manchester og þar sló hann knöttinn beint fyrir fætur leikmanns Sunderland. Á meðan Barthez sat flötum beinum í teign- um átti leikmaður Sunerland skot á markið. Á marklínunni stóðu þeir Veron og Ferdinand, en Veron sem stóð fyrir framan þann síðamefnda náði að skalla knöttinn aftur fyrir sig, yfir höfuð Ferdinands. Sjálfs- mark. Skömmu síðar fór Barthez meiddur af leikvelli. Eftir þetta hófst nánast 85. mín- útna stanslaus stórsókn á mark Sunderland og átti Paul Scholes meðal annars skot í báðar stangir úr sama skotinu, en allt kom fyrir ekki. Það var ekki fyrr en á 81. mín- útu sem varnir Sunderland brustu og var þar Paul Scholes að verki. Það var síðan David Beckham sem gerði sigurmarkið á lokamínútum leiksins, með sínu öðru marki í tveimur síðustu leikjum. Fylgjast með flóðinu „Mér leið eins og ég væri niðri í fjöru og væri að fylgjast með flóðinu falla að,“ sagði Howard Wilkinson, stjóri Sunderland, að leik loknum. „Ég varð þó ekki í raun verulega áhyggjufullur fyrr en á 80. minútu þegar þeir fóru fyrst fyrir alvöru að komast á bak við okkur og koma fyrir hættulegum fyrirgjöfum. Það er nefnilega ekki leikmaður í þessu liði Man. Utd sem getur ekki gert eitthvað fyrir þá í sókninni," sagði hann enn fremur. Alex Ferguson var mjög ánægður með stigin þrjú. „Það leit út fyrir að við ætluðum ekki að ná að brjóta þá á bak aftur. Við áttum hins vegar skilið að vinna þennan leik og við sýndum þá ákveðni og úthald sem þarf og við höfum svo oft sýnt í gegnum tíðina. Leeds í ellefta sætiö Leeds United virðist heldur betur vera vaknað til lifsins, en liðið vann sinn þriðja leik í röð og þann fjórða í síðustu fimm leikjum. Liðið mætti Birmingham á heimavelli sínum, þar sem liðið hafði aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum. Það voru þeir Erik Bakke og Mark Viduka sem gerðu mörk Leeds í leiknum. „Þetta er góð byrjun á nýju ári og það er varla hægt að vera óánægður með 13 stig af 15 mögulegum í síðustu leikjum. Það var gott að skora mark snemma og eftir það lékum við frábæran tveggja snertinga fótbolta. Þetta var yndislegt," sagði Terry Venables, framkvæmdastjóri Leeds United. Ugo Ehiogu meiddist Blackbum nældi sér í þrjú stig á heimavelli sínum gegn hinu lélega útivallarliði Middlesboro. Það var Dwight Yorke sem gerði þetta mik- ilvæga mark á 57. minútu leiksins. Middlesboro varð fyrir miklu áfálli í leiknum, en Ugo Ehiogu rifbeins- brotnaði og sprengdi að öllum lík- indum lunga og verður frá keppni á næstunni. Greame Souness, fram- kvæmdastjóri Blackburn, sagði að þama hefðu verið á ferðinni tvö þreytt lið. „Það varð þeim mikið áfall að missa Ehiogu af veUi, en frammistaða okkar í síðari hálíleik var góð og við uppskárum eftir því.“ Everton í toppbaráttunni Everton, sem öllum að óvörum hefur blandað sér í toppbaráttun í vetur, tók á móti Man. City sem ekki síður hefur komið á óvart. Steve Watson kom Everton yfir á 6. mínútu leiksins, en Nicolas Anelka, sem er heitur um þessar mundir, jafnaði fyrir City. Mark Vivian Foe kom gestunum síðan yfir og virtust leikmenn Kevins Keegans ætla að fara með öll stigin frá Liverpool, en Tomasz Radzinski var ekki á þeim buxunum og jafnaði rétt fyrir leiks- lok. Tíu leikir án sigurs Newcastle lagði Liverpool, 1-0, á heimaveUi í gærkvöld. Það var Lautrent Robert sem skoraöi eina mark leiksins á 13. mínútu. Það gengur hvorki né rekur hjá Liver- pool og þetta var tíundi leikur liðs- ins í röð sem því tekst ekki að vinna leik. Það hefur ekki gerst í 69 ára sögu félgsins. Liverpool-menn voru einum færri í tæpan hálftíma en Salif Alassane Diao var vikið af leikveUi á 66. mín- útu. Það var alveg með ólíkindum hvað liðin náðu að sýna góða knatt- spyrnu í druUusvaðinu en St. James Park leikvangurinn var mjög þung- ur yfirferðar. Leikurinn var á köfl- um ansi skemmtUegur og fjörugur en sigur Newcastle var mjög verðskuldaður. Menn hljóta að spyrja hvort Gerr- ard HouUier sé ekki orðinn valtur í sessi í stöðu knattspyrnustjóra liðsins. Hann sagðist í gær ekki hafa í hyggju að kaupa nýja leikmann í janúar. -PS/JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.