Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2003, Side 29
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2003
29
Duranona á Kúbu
Julian Róbert
Duranona hand-
knattleiksmaður
hélt til Kúbu eftir
síðasta leikinn
hjá Wetzlar i
þýsku úrvals-
deildinni fyrir
áramót. Dura-
nona, sem er
samningslaus, lék
mjög vel með
Wetzlar í tveimur
leikjum og er tal-
inn koma til
greina í íslenska
landsliðshópinn
sem býr sig undir
HM. Það skýrist á
næstu dögum
hvort hann
verður kallaður
til Islands.
-JKS
Þátttakendur í Gamlárshlaupi ÍR hafa aldrei veriö fleiri. 395 hlauparar tóku þátt en þetta var í 27. skipti sem hlaupið
er þreytt. Hér sjást hlauparar viö upphaf hlaupsins. DV-mynd Teitur
Gamlárshlaup ÍR þreytt í 27. skipti:
Sveinn og Martha
Gamlárshlaup ÍR var þreytt í 27.
skipti á gamlársdag en hlaupnir
voru 10 km í góðu veðri. Alls voru
395 keppendur skráðir til leiks og
luku 390 hlaupinu. Þetta er metþátt-
taka. í karlaflokki sigraði Sveinn
Margeirsson, UMFT, á tímanum
31:46 mínútum. Gauti Jóhannesson,
UMSB, var aðeins 4 sekúndum á eft-
ir Sveini á tímanum 31:50 og í þriðja
sæti varð Sigurbjörn Ámi Arn-
grímsson, UMSS, á tímanum 32:41.
Tímamir hjá þeim Sveini og Gauta
eru með þeim bestu sem náðst hafa
í 10 km götuhlaupi á íslandi.
í kvennaílokki sigraði Martha
fyrst
Emstsdóttir, ÍR, á tímanum 36:56
mínútum. Önnur varð Gerður Rún
Guðlaugsdóttir, Skokkklúbbi Flug-
leiða, á tímanum 38:07 og þriðja
varð Jóhanna Skúladóttir, Lang-
hlauparafélagi Reykjavíkur, á tím-
anum 43:13.
-JKS
Rajpostur: dvsport@dv.is
Skagamenn
fá liösstyrk
Stefán Þórðarson og Unnar
Valgeirsson gerðu um áramótin
tveggja ára samning við
úrvalsdeildarlið ÍA í knattspyrnu.
Báðir hafa þeir áður leikið með
Skagaliðinu en Unnar varð
íslandsmeistari með liðinu 2001.
Hann fór frá liðinu eftir það og lék
með Bruna í 3. deildinni á sl. sumri.
Stefán Þórðarson lék áður með
Stoke City og hefur einnig leikið
með liðum í Sviþjóð og Noregi.
Frekari liðsstyrkur gæti verið á
leiðinni til Skagamanna en Þórður
Þórðarson, sem varði mark KA á
síðasta timabili, hefur átt í
viðræðum við stjómarmenn ÍA.
„Við vorum að fá þama fínan
styrk og það er alltaf gaman að fá
leikmenn aftur heim. Ég veit ekki
hvað gerist frekar í leikmanna-
málum okkar en Ólafur Þórðarson
þjálfari sér alfarið um þau mál. Þó á
ég ekki von á þvi að neitt gerist í
þeim frekar fyrr en í mars eða
apríl,“ sagði Gunnar Sigurðsson,
formaður rekstrarfélags meistara-
flokks ÍA, í samtali við DV í gær.
Spurður hvort Þórður Þórðarson
væri einnig á leiðinni til félagsins
sagði Gunnar þau mál hafa verið í
umræðunni en ekkert væri klárt í
þeim efnum. Það kæmi bara í ljós
með tímanum.
-JKS
íslenska landsliðið í handknattleik:
Fækkað verður í
hópnum í dag
Guðmundur Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handknattleik,
fækkar í landsliðshóp sínum í dag
um Ijóra leikmenn. Guðmundur
valdi 26 leikmenn í hópinn til und-
irbúnings fyrir heimsmeistara-
keppnina í Portúgal og síðdegis í
dag tilkynnir hann þá íjóra leik-
menn sem detta úr hópnum.
„Það er alltaf erfitt að fækka í
hópnum og þá sérstaklega þegar
menn eru búnir aö leggja hart að
sér á æfíngum eins þeir allir eru
búnir aö gera. Hjá þessu veröur
bara hins vegar ekki komist og
menn eru sér meðvitandi um það.
Annars hefúr töluverður timi far-
ið i það að skoða leik Portúgala
sem eru með okkur í riðli á heims-
meistaramótinu. Ég er búinn að
skoða sex leiki portúgalska liðsins
og tel mig orðið vita nokkuð vel
um styrk þeirra,“ sagði Guðmund-
ur í samtali við DV.
Islenska landsliðið mætir Sló-
venum í þremur leikjum á næst-
unni. Fyrsti leikurinn verður á
laugardag, síðan aftur á sunnudag
og síðasti leikurinn verður á
þriðjudag. Slóvenar verða síðan í
æfingabúðum í Reykjavik til 9.
janúar en þeir taka einnig þátt í
heimsmeistarakeppninni í Portú-
gal. -JKS
*'
NBA um áramótin:
Walker gerði 33 stig
Sex leikir voru háðir í banda-
ríska körfuboltanum á gamlárs-
kvöld. Antoine Walker átti stór-
leik með Boston Celtics þegar lið-
ið sigraði Memphis Grizzlies,
96-89, á heimavelli sínum í Fleet
Center. Walker skoraði 33 stig og
tók 11 fráköst. Walker McCarty
skoraði 16 fyrir Boston og Paul Pi-
erce 15 stig. Hjá Memphis var
Spánverjinn Paul Gasol stigahæst-
ur með 18 stig.
Houston Rockets vann stórsig-
ur, 103-80, gegn Milwaukee Bucks.
Steve Francis gerði 26 stig fyrir
Houston og tók 10 fráköst. Sam
Cassell skoraði 22 stig fyrir
Milwaukee.
LA Clippers tapaði á heimavelli
fyrir Philadelphia, 75-83. Allen
Iverson skoraði 27 stig fyrir Phila-
delphia og Keith Van Horn 19 stig.
Elton Brand var atkvæöamestur í
liði Clippers með 21 stig.
Indiana Pacers gerði góða ferð
til New Orleans og vann heima-
menn í Hornets, 86-89. Reggie
Miller skoraði 21 stig fyrir Indiana
og Brad Miller 20 stig. Jamal
Mashbum skoraði 24 stig fyrir
Homets.
Michael Jordan og félagar í
Washington Wizards töpuðu fyrir
San Antonio Spurs á heimavelli,
103-105, í æsispennandi leik. Jerry
Stackhouse skoraði 25 stig fyrir
Wizards og Jordan skoraði 17 stig.
Tim Duncan gerði 35 stig fyrir San
Antonio og David Robinson
skoraði 17 stig.
Jalen Rose skoraði 32 stig fyrir
Chicago Bulls í sigrinum, 102-87,
gegn Portland Trailblazers. Scottie
Pippen skoraði 15 stig fyrir
Portland.
-JKS
Sigur og tap hjá Portúgal
Portúgalar og Egyptar háðu tvo
vináttuleiki í handknattleik um ára-
mótin í Lissabon en báðar þjóðirnar
leika á heimsmeistaramótinu sem
hefst eftir tæpar þrjár vikur.
Portúgalar, sem leika i sama riðli
og íslendingar, unnu Egypta i fyrsta
leiknum, 23-18, en á gamlársdag
svöruðu Egyptar fyrir sig með því
að sigra, 19-18. Carlos Resende var
markahæstur hjá Portúgal með
fimm mörk en Hussein Zaky gerði
níu mörk fyrir Egypta. Javier
Cuesta, þjálfari Portúgala, var afar
óhress með lið sitt í þessum leik.
-JKS
Ólafur tekur viö viðurkenningu
Ólafur Stefánsson handknattleiksmaöur var kjörinn íþróttamaöur ársins 2002 á DV um áramótin. Ólafur kom til
landsins og veitti verölaununum viötöku á ritstjórn blaösins á gamlársdag. Ólafur fékk glæsilegt úr aö gjöf, af
Raymond Weil-gerð, frá heildversluninni Echo, og bikar til eignar. Hér sést Olafur taka á móti viðurkenningunni úr
hendi Jóns Kristjáns Sigurðssonar íþróttafréttamanns. DV-mynd Pjetúr
1