Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Side 10
10 DV LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalrltstjóri: Óli Björn Kárason Rltstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðsto&arritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Opin umrœða Enn er það svo að margir telja það ekki rétt hjá fjölmiðl- um að fjalla með opnum hætti um mein samfélagsins. í hug- um þeirra er slíkt óþægilegt - betra sé að þegja opinberlega en reyna að leysa vandamálin og laga það sem miður fer fyr- ir luktum dyrum. Ritstjórn DV mun aldrei taka undir slík sjónarmið þó vissulega þurfi oft að meta hvenær tími og staður er réttur. DV greindi frá því síðastliðinn fimmtudag að starfsmað- ur leikskóla í Reykjavík væri grunaður um kynferðislega misnotkun á fjögurra ára stúlkubarni. Skiljanlega vakti fréttin athygli en jafnframt óhug. Varla er hægt að hugsa sér neitt nöturlegra en að starfsmaður leikskóla skuli mis- nota aðstöðu sína með þeim hætti sem grunur leikur á. For- eldrar og börn hafa alla tíð litið á leikskóla og grunnskóla jafnt sem griðastaði sem menntastofnanir. Fá mál eru erfiðari fyrir fjölmiðla en fréttir af misnotkun bama. Ákvörðun hvort, hvenær og hvernig slíkar fréttir eru fluttar markast af hagsmunum fórnarlambsins, ekki hags- munum stofnana eða yfirvalda. En fyrr fremur en síðar er nauðsynlegt að varpa kastljósinu að meinsemdinni. Mein samfélagsins verða ekki læknuð eða skorin burt með þögn- inni heldur með opinskárri og hreinskilinni umræðu. „Ég hef nokkur dæmi um börn, þar á meðal skýr dæmi um tvö böm sem hafa lesið umfjallanir í DV um kynferðis- ofbeldi gagnvart börnum. Þau hafa fyrir tilverknað ykkar umfjallana sagt frá og fengið hjálp,“ sagði Vigdís Erlends- dóttir, forstöðumaður Barnahúss, í samtali í DV í kjölfar áð- urnefndrar fréttar blaðsins: „Það hefur sýnt sig hvað eftir annað að börn sem sjá einhvers staðar umfjöllun, þar sem fram kemur að þau eigi að segja frá ef þau verða fyrir svona löguðu, átta sig allt í einu og vita þá hvað þau eiga að gera.“ Þeir sem beint eða óbeint leggjast gegn eða gagnrýna fjöl- miðla fyrir opinskáa umfjöllun um ofbeldi gegn bömum eru ekki að gæta hagsmuna barna. Þvert á móti. Afturhald á afturhaldi Það er ótrúlegt til þess að hugsa að ekki er lengra síðan en sautján ár frá því að Al- þingi ákvað að afnema einka- rétt ríkisins á útvarps- og sjón- varpsútsendingum. Árið 1985 telst í huga flestra til nútímans, en samt fannst þá forn hugsun furðuvíða. Ekki síst á Alþingi. Það trúir því sjálfsagt enginn nema hann fletti því upp sjálfur að árið 1985 var ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að afnema þennan einkarétt ríkisins! Frumvarpið var þó samþykkt með tuttugu og níu atkvæðum því að ellefu sátu hjá - þeirra á meðal sjálfur forsætisráðherrann, Steingrím- ur Hermannsson. Sautján voru á móti; þrír þeirra sitja enn á Alþingi. Því var haldið fram að með þessu væri rekstri Ríkisútvarpsins stefnt í voða og komið í veg fyrir æskilega fjölbreytni í útvarpsrekstri! Þremur árum síðar var loksins leyft að framleiða, flytja inn og selja bjór hér á landi. Þá voru úrslitin á Alþingi held- ur skárri: 36-25. Það sem stendur upp úr þegar þetta er rifjað upp er hve fljótt samfélagið hefur hreyfst í átt til frjálsræðis á mörgum sviðum. Og hvort sem menn kunna að meta bjórinn eða dag- skrá frjálsra útvarpsstöðva dettur engum í hug að hverfa til baka, ekki einu sinni þeim sem ákafast mótmæltu. Afturhaldið er á hröðu afturhaldi undan frelsinu - sem sí- fellt sannar sig. Oli Bjorn Karason Brautin breið Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri m Ritstjórnarbréf Tímamót eru i umferðarmálum íslendinga í dag þegar tekin verður fyrsta skóílustunga að tvöföldun Reykjanesbrautar. Loksins - er lík- lega fyrsta orðið sem kemur upp í huga fjölda fólks - loksins verður þessi þjóðbraut á milli flugstöðvar landsmanna og höfuðborgar gerð að öruggum vegi sem menn þurfa ekki að fara um með óttann í baksætinu. Loksins sjá menn fram á að geta ekið inn til landsins með nokkurri reisn og brosi. Loksins höfum við efni á sjálfsögðum hlut. Tvö ár eru í dag frá því Reyknes- ingar og aðrir áhugamenn um breikkun Reykjanesbrautar troð- fylltu Stapann í Njarðvik og kröfð- ust þess að ráðamenn þjóðarinnar tækju sig saman í andlitinu og létu af loforðaflauminum en hæfu að- gerðir þess í stað. Þetta var magn- aður fundur og sýndi ríka sam- stöðu og ekki síst samhug með þeim mörgu sem hafa og eiga enn um sárt að binda vegna þeirrar dauðagildru sem vegurinn er. Hann hefur heimtað 52 mannslíf, óteljandi sár. Þétt setinn bekkurinn Sá sem hér heldur á penna stýrði fundinum í Stapa fyrir tveimur árum. Pallborðið sátu ráðherrar og þingmenn ásamt vegamálastjóra og úti í sal voru bekkimir svo þétt setnir að ekki verður við annað jafnað í sögu hússins. Greinilegt var á máli Suðumesjamanna, sem voru í miklum meirihluta á fundin- um, að þeim fannst þeir vera af- skiptir í vegamálum og engan veg- inn njóta nálægðarinnar við Reykjavík. Úr andlitum fólksins mátti lesa svip löngu brostinnar þolinmæði. Á fundinum var því hent á loft hvort Suðurnesin væru of nálægt Reykjavík! Já, það væri ástæða þess að ekkert heföi verið gert. Spurt var hvort ráðist hefði verið í breikkun Reykjanesbrautar miklu fyrr ef íbúar svæðisins væru færri og byggju lengra úti á landi! Það var hlegið að spurningunni um stund en þagað á eftir því ef til vill fól hún í sér óþægileg sannindi fyr- ir stjórnmálamenn og ráðherra: Pólitískar keilur í vegamálum hafa verið slegnar með mestu tilþrifun- um lengst úti á landi. Táknrænn dagur Fyrsta skóflustungan að breikk- un Reykjanesbrautar er tekin á af- mælisdegi baráttunnar fyrir þess- um veigamiklu samgöngubótum. 11. janúar er þar að auki táknrænn dagur að því leyti að 11 táknar á sinn hátt þau tvö strik sem menn hefur dreymt um að liggi um Reykjanesið. Og nú er sá draumur orðinn að veruleika. Vinnubúðir hafa verið reistar í hrauninu og starfsmenn Eyktar, Háfells og Jarð- véla geta látið hendur standa fram úr ermum og byrjað sjálfa vega- lögnina. Skóflustungan í dag er upphafið að fækkun slysa á þessum slóðum. Og umferðaröryggi skiptir öllu máli á vegum landsins. Kröfur sam- tímans lúta að hraða og öryggi og þetta tvennt hefur ekki farið saman á íslenskum vegum fram að þessu. Þvert á móti hefur íslenska. vega- kerffö verið heimsfrægt fyrir galla sina og bágborið ásigkomulag. Saga þess er hlykkjótt og fátækleg. í reynd lærðu íslendingar ekki að leggja vegi og reisa brýr fyrr en vel var liðið á síðustu öld. Hundruð mannslífa Lélegt umferðarkerfi í þéttbýli jafnt sem dreifbýli hefur kostað hundruð mannslífa á síðustu árum. Aðeins á síðasta ári létust 29 lands- menn í bílslysum. Það er ógnartala og á bak við hana eru líklega hund- ruð nákominna ættingja sem sitja eftir í angist sinni og sorg. Enn hef- ur enginn látist í umferðinni það sem af er ári en því miður er þess aðeins að biða að fyrsta slysið heimti mannslíf. Köld tölfræðin sýnir að búast má við að tveir ís- lendingar deyi í umferðinni á næstu dögum. (Menn) geta horft stoltir til hópsins sem barist hefur ötullega fyrir breikkun Reykjanes- brautar. Þar er á ferð fólk sem sagði einfaldlega hingað og ekki lengra eft- ir að fjölmiðlar höfðu fjallað um hvert dauða- slysið af öðru á þessum 25 kilómetra kafla milli byggða á nesinu. íslend- ingar þurfa fleiri svona hópa sem láta sig varða öryggismál á vegum úti. Athygli vekur að öll dauðaslysin í umferðinni á síðasta ári gerðust utan skilgreinds þéttbýlis. Hinir látnu voru fjórtán karlmenn, tíu konur, fimm stúlkur. í þessum hræðilegu slysum létust 12 í árekstrum, tveir í bílveltum, fjórir vegna vindhviða og tveir þegar ekið var á staur. Eitt bam varð fyr- ir bíl gangandi. Þetta eru hrikaleg- ar tölur sem eiga að hrista upp í þjóðinni en ef til viil gera þær það ekki lengur. Ef til vill lítum við undan þegar við sjáum töluna 29 á trönum uppi við Sandskeið í árs- lok. Misjöfn viðbrögð Sigurður Helgason, starfsmaður Umferðarstofu, sagði nýlega á síð- um blaðsins að ef upp kæmi sjúk- dómur sem kosta myndi 29 manns- líf á einu ári yrðu viðbrögð samfé- lagsins mjög ákveðin. Sú staðreynd að jafn margir látist í umferðarslys- um kalli ekki á eins sterk viðbrögð. „Viö megum hins vegar aldrei nokkurn tíma sætta okkur við að missa fólk í slysum," segir Sigurð- ur, „og þess vegna verður að grípa til ákveðinna aðgerða þegar í stað með aðild vegfarenda." Þetta er rétt hjá Sigurði. Og hann getur, sem aðrir, horft stoltur til hópsins sem barist hefur ötullega fyrir breikkun Reykjanesbrautar. Þar er á ferð fólk sem sagði einfald- lega hingað og ekki lengra eftir að fjölmiðlar höfðu fjallað um hvert dauðaslysið af öðru á þessum 25 kílómetra kafla milli byggða á nes- inu. íslendingar þurfa fleiri svona hópa sem láta sig varða öryggismál á vegum úti. Dæmin sanna að það þarf að hrista reglulega upp í stjórnmálamönnum og embættis- mönnum. Verstu ökumennirnir! Frétt DV á blaðsíðu 2 í blaðinu i dag vekur landsmenn til enn frek- ari umhugsunar um öryggi á veg- um landsins. Þar er sagt frá nýrri skýrslu frá Efnahags- og framfara- stofnun Evrópu, OECD, sem sýnir að íslendingar eru verstu ökumenn í Evrópu! Þetta er alvarleg fullyrð- ing og vissulega er hér máttur töl- fræðinnar mikill gagnvart fá- mennri þjóð. Engu að síður sýna tölumar að hvergi í Evrópu hefur tíðni dauðaslysa í umferðinni auk- ist jafn mikið frá 1900 og fram til síðasta árs. Á þessum tíma hefur dauðaslys- um á íslenskum vegum fjölgað um þriðjung. Það er skelfmg há tala. Tékkar koma í öðru sæti á þessum lista en þar í landi hefur dauðaslys- um fjölgað um 15 af hundraði á tímabilinu. Nágrannar þeirra, Ung- verjar, standa sig best, en þar hefur dauðaslysum i umferðinni fækkað um helming á þessum eina áratug. Þarna munar miklu. Og vissulega munar um allt í þessum efnum. Á bak við hverja tölu eru mannslíf sem kippt er úr umferðinni á einu augabragði. Tákn um lífsvilja Skóflunni sem fer á loft suður í Kúagerði verður komið fyrir á góð- um stað. Hún er tákn um að fólki er ekki sama í þessum efnum. Hún er tákn um lífsvilja og þor. Á næstu vikum taka stórvirkar vinnuvélar við og leggja nýja vegu sunnan gömlu Reykjanesbrautarinnar sem opnuð var með ríkulegri viðhöfn og stolti landsmanna fyrir rösklega þrjátíu árum. Þá var önnur umferð á landinu, vinstri umferð og annar hraði, aðrir bílar, hægara líf. Nærri lætur að allt hafi nú tvöfald- ast. Það sem eftir situr er þó öku- maðurinn í eigin bíl. Hans er ábyrgðin sem fyrr. Lykilatriði í umferðinni er að ökumenn fari ekki hraðar en leyfílegt er því það er ekki að ástæðulausu sem há- markshraði er gefinn upp á vegum landsins. Þeir leyfa ekki akstur á öðru hundraðinu. Þeir leyfa allra síst ofsaakstur. Hver ökumaður verður að hugsa sem svo að hann sé hluti af kerfi sem verður að ganga upp. Og þegar upp er staðið skiptir hraðinn ekki öllu máli í líf- inu heldur lífið sjálft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.