Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003
11
Skoðun
Snerpa og léttleiki í senn
Jónas
Haraldsson
aöstoöarritstjóri
„Stígðu á vigtina áður en þú full-
yrðir eitthvað," sagði konan þegar
ég lét drýgindalega af holdafari
mínu fyrr i vikunni. Afkvæmi okk-
ar, sem heima voru, tóku undir þá
frómu ósk, sennilega með meining-
ar um það að ég hefði bætt lítillega
á mig miðjan um jól og áramót. Ég
vakti máls á meintum rennilegum
línum minum eftir að ég rakst á
grein um líkamsrækt fólks og fitu-
mælingar eftir hátíðimar. Þar sagði
frá því að feitir lifðu skemur en þeir
grönnu um leið og sett var upp ein-
fold reikniformúla sem sýndi svart
á hvítu hver væri feitur og hver
mátulegur.
Fitustuðull undir marki
Stærðfræði hefur aldrei verið
mín sérgrein en þessa formúlu réð
ég við, það sá ég í sviphending. Mér
bar að margfalda hæð mína með
tveimur og deila útkomunni í
þyngdina. Kæmi út talan 25, eða
lægri, var viðkomandi í góðu lagi.
Lægi talan milli 25 og 30 taldist ein-
staklingurinn of feitur en þeir sem
slógu yfir 30 áttu við offituvanda að
stríða. Miðað við þyngd mína og
hæð fékk ég út 24. Það nægði til
þess að ég stillti mér upp fyrir fram-
an konuna, dró inn kviðinn og blés
út brjóstið. „Konfektið hefur engin
áhrif haft,“ sagði ég, „hvað þá svína-
steikin, hangikjötiö og rjúpumar.“
Ég nefndi hvorki rauðvin né malt
og appelsin.
Fullyrðing mín um rennileika lík-
amans var eins konar vöm. Ég
hafði verið sakaður, að sönnu með
nokkrum rétti, um veiklyndi þessa
hátíðisdaga. Þar voru einkum
hættulegar skálar á víð og dreif um
íbúðina með makkintossi, súkku-
laðikossum og nóasíríuskonfekti.
Gómsætt sælgætið freistaði mín
þegar ég átti leið um hinar ýmsu
vistarverur. Auðvitað á maður að
standast freistingar en holdið er
veikt. Þess vegna gladdi mig talan
24. Fitustuðull minn var undir
marki, hættulega nærri, en undir
engu að siður. Þessu flaggaði ég fyr-
ir framan fjölskyldu mína.
Bara fötin
Óbeðin sótti eldri dóttir okkar
hjóna tölvuvigt. Vogin er þeirrar
náttúm að hún greinir þyngd fólks
svo aðeins skeikar nokknun grömm-
um. Ömggur um sjálfan mig sté ég á
tæknivætt apparatið. Vigtin sýndi
mig um það bil þremur kílóum
þyngri en venjulega. Mínir nánustu
gerðu hróp að mér. „Þetta eru fótin,“
svaraði ég, „þau em þetta tvö til þrjú
kíló.“ „Nei, nei, pabbi minn góður,“
sagði vigtareigandinn, dóttir mín,
sem aðeins hefur borðað grænmeti
frá áramótum, paprikur, gulrætur og
gúrkur. „Fötin sem þú ert í era í
mesta lagi eitt og hálft kíló. Þú hefur
étið á þig gat um jólin. Viðurkenndu
það bara. Væri ekki ráð að þú færir
að hreyfa þig og hressa til þess að ná
þessu af þér á ný? Og ekkert
súkkulaði, mundu það,“ sagði hún
og beindi til min fíngri.
Líkamsrækt á ný
„Taktu nú eftir, dóttir góð,“ sagði
ég og benti á æfingatösku sem ég
hafði hent frá mér við heimkomuna.
„Þetta er líkamsræktartaska foður
þíns. Ég byrjaði að æfa badminton í
dag með félögum mínum. Það eru
átök sannra karlmanna, snerpa og
léttleiki í senn.“ Dóttir mín horfði á
mig. „Ég á bágt með að ímynda mér
léttleika í þínum fyrsta íþróttatíma
í tuttugu ár, elsku pabbi minn,“
sagði stúlkan af meðfæddri hrein-
skilni. Ég furða mig raunar á því að
þú gangir uppréttur, hafir þú raun-
verulega tekið á. Hverjir em með
þér í þessu, geta þeir eitthvað?“
„Ég á bágt med að
ímynda mér léttleika í
þínum jyrsta íþróttatíma
í tuttugu ár, elsku pabbi
minn,“ sagði stúlkan af
meðfœddri hreinskilni.
Ég furða mig raunar á
því að þú gangir
uppréttur hafir þú
raunverulega tekið á.
Hverjir eru með þér í
þessu, geta þeir
eitthvað?“
„Geta eitthvað?" át ég upp eftir
henni. „Þetta eru allt ungir og frísk-
ir menn, talsvert yngri en ég og van-
ir badmintonspilarar. Auðvitað
kunna þeir ýmislegt fyrir sér í
íþróttagreininni. Ég reyni að hanga
eitthvaö í þeim og fæ út úr því
hreyíingu jafnt sem gleði. Það er
nefnffega leikurinn og keppnin sem
skiptir máli. Skorti eitthvað á tækni
og úthald hjá mér þá er keppnis-
skapið aö minnsta kosti til staðar.
Þess vegna gat ég ekki hugsað mér
venjulega líkamsrækt í tólum ýmiss
konar eða hjólandi kyrr á sama
stað.“
Sígilt verkfæri
Ég var í miðri lýsingu á bad-
mintoni sem keppnisíþrótt og vænt-
anlegum glæstum ferli mínum í
harðri keppni við félaga mína,
hálfatvinnumennina, þegar sonur
okkar rak augun í íþróttatösku foð-
ur síns. Hann hafði heimsótt for-
eldrahús í þeirri von að fá eitthvað
í gogginn, ónæmur fyrir grænmet-
isáti systur sinnar. Badmintonspað-
inn stóð hálfur út úr töskunni. „Vá,
rnaður," hrópaði hann. „Er þetta
ekki gamli græni spaðinn sem þú
spilaðir badmintonið með fyrir tutt-
ugu, tuttugu og funm árum? Læt-
urðu sjá þig með þetta verkfæri inn-
an um annað fólk?“ hélt hann áfram
og tók bakfóll af hneykslan. „Hvað
er þetta eiginlega þungt?" sagði
hann og greip um spaðann. „Þetta
er eins og sleggja," sagði strákur og
mundaði verkfærið. „Það mætti
rota uxa með þessu. Heldur þú í al-
vöm, gamli minn,“ sagði hann og
beindi orðum sínum til foðurins,
„að engar framfarir hafi orðið í gerð
íþróttatóla síðari hluta liðinnar ald-
ar? Þú verður að athlægi látir þú sjá
þig með þetta vopn.“
Ég greip spaðann af unga mann-
inum og sló nokkur létt vindhögg
með sveiflu þess sem engu hefur
gleymt í aldarfjórðung. „Þessi er sí-
gildur, sonur minn,“ sagði ég, „og
engum til vansæmdar. Hann er
þungur, að sönnu, en gefur eftir því
þung högg.“ Strákurinn glotti að
sveiflunni og hermdi eftir fóður sín-
um með loftspaða. „Þú hefur þá náð
að skora nokkrum sinnum hjá þess-
um atvinnumönnum, sem þú kallar
svo, eða tóku þeir þig meö núlli?“
Keppnisbuxur
Ég kaus að svara ekki athuga-
semdinni enda bættist fleira við í
skyndilegum áhuga barnanna á ný-
legum íþróttaferli mínum. „Er ekki
rétt að við skoðum allar gi'æjurnar
hjá karlinum," sagði dóttirin, stökk
upp, tók töskuna og hellti innihaldi
hennar á eldhúsgólfið. Fjölskyldan
ærðist af óskiljanlegri gleði þegar
hún dró upp keppnisbuxur íþrótta-
mannsins, föður síns. „Hvað í
ósköpunum er þetta?“ sagði hún
loks þegar hún mátti mæla fyrir
krampakenndum hláturgusum. Þér
er ekki viðbjargandi þegar kemur
að smekk. Kepptirðu virkilega í
sundbuxum?“
Unga konan hélt íþróttabuxum
mínum, svörtum og nokkuð krump-
uöum, hátt á lofti. „Pabbi,“ endur-
tók hún, „þetta er sundskýla, ekki
íþróttabuxur. Veistu ekkert i þinn
haus, maður? Var þér hleypt út á
völlinn í þessu?“
Á réttan staö
Hún sneri sér til móður sinnar
sem strauk tár úr auga eftir sýning-
una. „Marnrna," sagði hún ákveðin
á svip, „þú lætur þetta ekki viðgang-
ast lengur. Pabbi er ekki bara sjálf-
um sér til skammar heldur okkur
öllum. Nú ferð þú með hann i al-
mennilega verslun og kaupir á hann
iþróttagalla, frá toppi til táar, segir
honum að iðka líkamsræktina á
minna áberandi stað eða þar sem
þessi fomi útbúnaður hans hentar -
í sundlaugunum."