Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Qupperneq 12
12
Helgarblað
Ástæðan fyrir búta-
morðinu enn óljós
Miöbærinn í Halmstad þar sem Marcus Norén hitti morðingja sinn.
íbúar í einu fjölbýlishúsanna við
Söderlingsveg í bænum Halmstad i
Sviþjóð hafa ekki átt sjö dagana
sæla síðan á fóstudaginn í síðustu
viku, en þá voru tveir menn, annar
46 ára gamail leigjandi í húsinu,
sem er í eigu sveitafélagsins, og
hinn 28 ára gamall vinur hans,
handteknir grunaðir um svokallað
„bútamorð" á hinum 22 ára gamla
Marcusi Norén sem saknað hafði
verið síðan fyrir jól.
Vitneskjan um að morð heföi ver-
ið framið í húsinu var næg til þess
að valda íbúunum hugarangri en
við það bættist að ekki var flóafrið-
ur fyrir ágengum fréttamönnum
sem vildu heyri sögu nágrannanna
og hvað þeir hefðu að segja um mál-
ið.
Getgátur um vampírumorð
Það voru tvö systkini, tíu ára
drengur og þrettán ára telpa, sem
þann 30. desember fundu höfuð
Marcusar frosið fast í svellið á
Nissanánni, sem rennur í gegnum
Halmstad, og í kjölfarið fundust aðr-
ar líkamsleifar í nálægum lækjar-
farvegi.
í upphafi voru uppi getgátur um
það að morðið tengdist svokölluðum
hlutverkaleik um vampírur, en þar
er um að ræða eftirlíkingu af
þekktu borðspili sem yfirfært er á
lifandi leikmenn, svokallaða „spila-
kalla“, en sá leikur hefur verið vin-
sæll hjá spilaklúbbum ungs fólks í
Halmstad.
Raunveruleg morð í slíkum leikj-
um eru ekki óþekkt og nýjasta dæm-
ið um slíkt er frá Bandaríkjunum
þegar sextán ára drengur myrti for-
eldra vinkonu sinnar og hlaut fyrir
það lífstíðardóm.
Talið var hugsanlegt að Marcus
Norén væri fórnarlamb slíks leiks
þar sem vitað var að hann hefði
lengi lagt stund á hann með félögum
sinum í spilaklúbbi í bænum, en
„þykjustuleikurinn" gengur meðal
annars út á það að drekka blóð
hinna dauðlegu, keppa við aðrar
vampíruklíkur um völdin meðal
hinna ódauðlegu og loks ná tökum á
skepnunni í sjálfum sér eða berjast
gegn eðlishvötinni og frelsast af
blóðþorstanum.
Það sem svo tengdi höfuðfund-
inn aðallega við vampíruleikinn var
að ein aðferðin sem mælt er með til
að koma vampíru örugglega fyrir
kattamef var einmitt að höggva af
henni höfuðið.
Lögreglan kemst á sporið
Það sem kom lögreglunni á spor-
ið var ábending frá ónefndum ná-
granna á fimmtudaginn í síðustu
viku, eftir að hann hafði séð blóð á
gólfl stigagangsins fyrst á miðviku-
dagskvöld, og beindist þá strax
grunur að mönnunum tveimur. „Ég
hélt fyrst að einhver hefði fengið
blóðnasir," sagði maðurinn.
Lögreglan beið þó átekta á meðan
fyrsta rannsókn fór fram og var
húsið vaktað og vel fylgst með öll-
um ferðum félaganna.
Á fostudagsmorgun höfðu þeir
heimsótt föðursystur þess yngri,
þar sem þeir drukku kaffi á meðan
þeir lásu um morðmálið í blöðun-
um.
Föðursystirin sagði í viðtali við
eitt sænsku dagblaðanna að eldri
maðurinn hefði allt í einu sagt: „Það
var ég sem myrti hann. Ég missti al-
gjörlega stjóm á mér og stakk hann
með hnífl.“
„Ég trúði honum ekki og sagði
honum að vera ekki með þessa
þvælu,“ sagði konan. „Þið horfið
allt of mikið á amerískar glæpa-
myndir og eruð orðnir eitthvað
ruglaðir sagði ég við þá,“ hélt kon-
an áfram og bætti við að bróðurson-
ur hennar hefði búið hjá þeim eldri
af og til að undanfömu.
„Þó að þeir séu báðir slæmir og
kannski sjálfum sér verstir þá hefði
ég aldrei trúað þeim til þess að
fremja morð. Það hlýtur að hafa
verið slys,“ sagði konan.
Hryllileg aðkoma
Eftir það yfirgáfu þeir heimili
konunnar og hélt sá eldri til heimil-
is síns við Söderlingsveg sem er að-
eins spölkom frá þeim stað þar sem
afhöggvið höfuð Marcusar fannst í
ánni.
Lögreglan hafði fylgst með þeim
allan tímann og lét nú til skarar
skríða klukkan hálftvö á föstudag.
Það sem blasti við lögreglumönn-
um var víst hryllilegt því blóðslett-
ur voru enn út um alla íbúð. Við
húsleit fannst síðan restin af lík-
amsleifum fórnarlambsins í baðher-
bergi íbúðarinnar, pökkuðum inn í
plast, og var það nóg til þess að
sannfæra lögregluna um að morð-
inginn væri fundinn.
Sá eldri viðurkennir morðið
Um það bil sem lögreglan upp-
götvaði hryllinginn í íbúðinni birt-
ist yngri maðurinn fyrir utan húsið
og spurði einn blaðamannanna sem
þar beið hvað hefði gerst. „Er verið
að handtaka einhvem? spurði hann
mig,“ sagði blaðamaðurinn.
Ekki hafði maðurinn lengi staðið
við þegar hópur óeinkennisklæddra
lögreglumanna umkringdi hann og
setti hann í jám.
Skömmu síðar var eldri maður-
inn leiddur í jámum, með jakka yf-
ir höfðinu, út í lögreglubíl og þeir
báðir fluttir til næstu lögreglustöðv-
ar til yfirheyrslu.
Við yfirheyrslur viðurkenndi
eldri maðurinn að hafa myrt
Marcus en sagðist hafa gert það í
sjálfsvörn eftir að Marcus hefði
fyrst ráðist að sér með hnífi. Þeir
hefðu hitt hann í miðbænum og
hann síðan komið með þeim heim.
Maðurinn viðurkenndi einnig að
hafa bútaö líkið niður og losað sig
við hluta af því.
í framhaldinu var maðurinn úr-
skurðaður í gæsluvaröhald til 21.
janúar, sakaður um morð og mis-
þyrmingu á líkinu en ástæða morðs-
ins var þó enn óljós.
Sá yngri neitaði aftur á móti allri
aðild að morðinu og sagðist hvergi
hafa komið nálægt verknaðinum en
sannanir gegn honum þóttu nægar
til þess að saka hann um hlutdeild í
morðinu með því að leyna því og að
hjálpa til við likskurðinn.
Faðirinn grunaður um aðild
Faðir yngri mannsins var einnig
yfirheyrður á laugardaginn en hann
mun grunaður um að hafa hjálpað
til við að hreinsa burt blóð og önn-
ur ummerki í ibúðinni þar sem
leifar af líkamsleifum Marcusar
fundust. Það hefur þó ekki enn þá
fengist staðfest frekar en vitnisburð-
ur annarra sem yfirheyrðir hafa
verið vegna málsins.
I blaðaviðtali sagði faðirinn að
hann hefði komið í íbúðina skömmu
eftir morðið og að þá hefði líkið leg-
ið á miðju gólfi í stofunni og blóð út
um allt, svo mikið að það hefði
runnið alla leið fram á gang.
„Mér lá við yfirliði og hljóp í
burtu," sagði maðurinn og bætti við
að hann hefði lánað þeim yfir-
breiðslu til að fela líkið undir.
Að sögn sænskra blaða ríkti mik-
ill ótti meðal íbúa hússins í garð
yngri mannsins en hann þykir í
meira lagi ofbeldishneigður og hefur
að minnsta kosti hlotið einn dóm
fyrir vopnað rán þar sem hann not-
aði ísöxi við verknaðinn.
Að sögn ættlinga á hann við geð-
ræn vandamál að glíma og mun að-
eins fjórum dögum fyrir morðið
hafa verið fluttur rænulaus á sjúkra-
hús vegna sálrænna vandamála.
Eldri maðurinn, sem er svokallað-
ur góðkunningi lögreglunnar vegna
áfengissýki, mun ekki hafa hlotið
dóm en þykir af þeim sem til þekkja
mjög óábyrgur.
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003
23 farast í Tel Aviv
Tveir palestínskir
sjálfsmorðsliðar létu
til skarar skríða í
tveimur aðskildum
árásum í miðborg
Tel Aviv á sunnu-
dagskvöld með þeim
afleiðingum að 23
lágu í valnum. Meira en 100 manns
slösuðust í sjálfsmorðsárásunum
sem eru þær fyrstu í ísrael síðan í
nóvember sl. ísraelsher svaraði
árásunum með hertum aðgerðum
gegn palestínskum hryðjuverka-
mönnum, meðal annars á Gaza-
svæðinu.
N-Kórea lætur ekki undan
Kjarnorkuframleiðsla N-Kóreu
hefur valdið miklu fjarðafoki und-
anfama viku en nú síðast í gær-
morgun ákváðu þarlend stjórnvöld
að segja upp aðild að alþjóðlega
NPT-samkomulaginu um takmark-
anir á útbreiðslu kjarnavopna.
Eftir fund yfirvalda í Washington
með fulltrúum Japans og S-Kóreu
féllust yfirvöld þá á að ræða við N-
Kóreu en því boði hefur enn ekki
verið svarað. N-Kórea óskaði hins
vegar eftir viðræðum við nágranna
sína í suðri en þar kom saman ör-
yggisráð landsins á skyndifundi í
kjölfar fyrmefndar ákvörðunnar N-
Kóreustjómar.
Blix biður um þolinmæði
Hans Blix, formað-
ur vopnaeftirlits-
nefndar SÞ og Mo-
hamed E1 Baradei,
forstjóri Alþjóða
kjarnorkumálastofn-
unarinnar, hittu Ör-
yggisráð SÞá fimmtudag og sögðu
þar að eftirlitsmennirnir hefðu enn
ekki fundið nein sönnunargögn um
gereyðingarvopnaeign Iraka en
kvörtuðu hins vegar undan skýrslu
íraka um vopnaeign sína. Þeir
sögðu að í henni hefði mörgum
spurningum ekki verið svarað.
Bandaríkjamenn segjast hins vegar
hafa áreiðanlegar upplýsingar fyrir
vopnaeign íraka og hafi því nóg til
þess að ráðast inn í landið og af-
vopna íraka. Þjóðverjar mótmælu
þessu hins vegar sterkt og Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
lagði til í vikunni að fresta hugsan-
legu stríði fram á haustmánuði.
Vísindamenn yfirheyrðir
Hans Blix sagði í gær að áform
væra uppi um að vopnaeftirlitsmenn
í írak yfirheyrðu íraska vísindamenn
um vopnaeign íraka. Bandaríkja-
stjóm hefur ávallt haldið því fram að
þær yfirheyrslur séu gagnslausar ef
fulltrúar íraksstjórnar fylgist með
þeim í írak og hefur lagt til að þeir
verði fluttir úr landi til að fram-
kvæma viðtölin. Time Maga-zine
greindi frá því á fimmtudag að áform
væra uppi um að flytja þá til Kýpur,
en ekkert slíkt var staðfest af Blix.
100 fórust í flugslysum
100 manns fórust í 3 flugslysum í
vikunni, þar af 2 í Tyrklandi. Það
fyrsta var þó í N-Karólínufylki í
Bandaríkjunum þar sem 21 maður
fórst þegar farþegaflugvél fórst
skömmu eftir flugtak frá Douglas-
flugvellinum í Charlotte. 75 fórust
þegar farþegaflugvél brotlenti í
þokuveðri við flugvöllinn í borginni
Diyarbakir í suðausturhluta Tyrk-
lands á miðvikudag. Aðeins
nokkrum klukkustundum síðar fór-
ust fjórir flugmenn þegar tvær F-4
herþotur skullu saman vegna
slæmra skilyrða í æfingaflugi.
Sharon sagður spilltur
ísraelska blaðið
Haaretz sakaði Ariel
Sharon, forsætisráð-
herra Israels, og tvo
syni hans um að
vera flæktir í mútu-
og fjársvikamál
vegna vafasamrar
fjármögnunar kosningabaráttu og
mútugreiðsla. Hann neitaði þessu
alfarið en Likud-bandalagið, sem
Sharon, leiðir, hefur hrunið í
fylgiskönnunum, tveimur vikum
fyrir kosningar.
Noregur
Svíþjóð
Halmstad