Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Blindur húmoristi Á góðum degi voru fáir höfundar skemmtilegri en James Thurber. Hann skrifaöi smásögur og var góður teiknari en blinda markaöi mjög sálarltf hans. James Grover Thurber fæddist árið 1894 í Columbus í Ohio. Árið 1901, þá sjö ára gamall, var hann ásamt bræðrum sínum tveimur að leik með boga og örvar og þeir skiptust á að þykjast vera Vilhjálmur Tell. James sagði bróður sínum Vilhjálmi að komið væri að sér að vera skotmark. Hann stillti sér upp við vegg. Vilhjálmur var lengi að stilla bogann og þegar hann skaut örinni hreyfði James sig og örin fór beint í vinstra auga hans. Farið var með James til læknis en hann vildi ekki fjar- læga blinda augað. Nokkrar vikur liðu áður en skilnaðinn kvænt- ist Thurber í annað sinn Helen Wismer sem reyndist hon- um stoð og stytta allt þar til hann lést. Barátta kynj- anna Harold Ross, rit- stjóri tímaritsins New Yorker, réð Thurber tii starfa sem aðstoðarritstjóra en Thurber vildi koma þangað sem rithöfundur. Thurber lýsti vist sinni í ritstjórastarfi sem helvíti. Með tímanum gerðist hann dálkahöf- undur, skopteiknari og smásagnahöfundur fyr- ir timaritið og ávann sér mikla aðdáirn og at- hygli. Thurber var einstaklega snjall smásagnahöf- undur. Karlmenn í sögum hans eru hálfgerðir flóttamenn, sífellt að reyna að losa sig undan þvingandi aðstæðum. Hjónabönd í sögum hans og skopmyndum byggjast upp á sífelldri tog- streitu þar sem konan er venjulega sterkari að- ilinn enda yfirmáta stjórnsöm og málgefin. Thurber gerði myndir við sögur sínar og var einnig afkastamikill skopmyndateiknari. Hann James Thurber Höfundur frábærra smásagna og Ijóðsins fræga, Síðasta blómið. augað var fjarlægt og í millitíðinni sýktist hægra aug- að með þeim afleið- ingum að seint á fimmta áratugnum varð Thurber nær alblindur á hægra auga. í barna- og gagn- fræðaskóla varð Thurber eftirlæti kennara þvi hann skrifaði afar falleg- an texta og tók góð próf en tvítugur hætti hann í skóla án þess að tilkynna fjölskyldu sinni um það og vann fyrir sér sem blaðamað- ur. Hann kvæntist árið 1922 Altheu Adams sem var al- gjör andstæða hans. Hann hafði séð mynd af henni og ákveðið að hún skyldi verða eigin- kona sín. Seinna, eftir að þau voru skilin, sagði hann að hann hefði alltaf verið hræddur við hana. Allt frá byrj- un ríkti togstreita í sambandi þeirra og þeir sem þekktu hjónin sáu engin raunveruleg merki um væntumþykju milli þeirra. Þau bjuggu löngum að- skilin og skildu þegar einkadóttir þeirra var þriggja ára. Mánuði eftir lét aldrei eins og hann væri þungavigtarmaður í myndlist en komst að því að fólk hafi gaman af teikningum hans. Matisse hafði til dæmis mikið álit á honum. Hundamyndir Thurbers eru eftirlæti margra. Dýrin í myndum hans sýnast yfirleitt vitrari en mannfólkið. Ein frægasta smásaga Thurbers er The Secret Life of Walter Mitty. Hún birtist í New Yorker árið 1939. Þar segir frá karlmanni sem bíður eftir að kona hans sé búin í hárgreiðslu og á meöan fljúga í gegnum huga hans alls kyns dagdraumar um hetjudáðir. Sagan naut gífurlegra vinsælda og sagt hefur verið að eng- inn rithöfundur hafi grætt jafnmikla peninga á einni smásögu og Thurber á þessari. Sprengjur voru kallaðar eftir aðalpersónunni og nætur- klúbbar voru reknir undir nafni hennar. Sál- fræðingar létu hafa eftir sér í viðtölum að dagdraumamenn gengju með Walter Mitty- veikina. Walter Mitty er vinsælasta verk Thur- bers en það verk sitt sem Thurber mat mest var ljóðið Síðasta blómið sem Magnús Ásgeirs- son þýddi snilldarlega á íslensku. Kímni sem vopn Árið 1941 var Thurber orðinn nær alblindur. Hann hafði farið í fimm aðgerðir á einu ári, hafði liðið líkamlegar kvalir og þjáðist af þung- lyndi. Hann var mjög háður eiginkonu sinni en var henni ekki trúr. Fegurðardís, sem var ást- kona hans, sagði við eiginkonu hans. „Ég get verið með manninum þínum hvenær sem mér sýnist“. Eiginkona Thurbers svaraði: „Hvað ætlarðu að gera við hann? Hann er blindur, klaufalegur og þarfnast stöðugrar hjálpar." Þetta ástarævintýri var skammvinnt eins og önnur framhjáhöld Thurbers. Thurber trúði því að kímni væri vopn í bar- áttu gegn harðstjórn og kúgun. Það var húmorsleysi marxista sem gerði það að verk- um að hann varð aldrei einn af þeim en hann hafði líka andstyggð á kommúnistaveiðum McCarthy-tímans. Á McCarthy-tímanum var hann ekki kallaður til yfirheyslu eins og svo margir listamenn. Nafn hans bar stundum á góma hjá óamerísku nefndinni en þingmaður sagði eiginkonu Thurbers að hann hefði aldrei verið kallaður til yfirheyrslu „vegna þess að eiginkonur okkar og börn hefðu aldrei liðið það“. Nöturlegt ævikvöld Á sjötta áratugnum var andleg heilsa Thur- bers bágborin. Hann gat engan veginn sætt sig við blindu sína en hélt áfram að skrifa og naut aðstoðar ritara. Skrif hans voru nú aðeins dauft endurvarp af því sem áður hafði verið og margir urðu til að gagnrýna hann og segja hann vera gamlan nöldrara sem stundaði óþol- andi siðapredikanir. Síðustu ár hans voru öm- urleg. Hann var að sögn einnar vinkonu hans húmoristi sem missti húmorinn. Hann varð bitur og rætinn í ummælum um aðra og drakk mjög illa. Ættingjar hans og vinir vissu aldrei hverju þeir áttu von á og tóku að forðast hann. Hann reyndist konu sinni verstur og hún sagði seinna að síðasta árið sem hann lifði hefði ver- ið sér löng martröð. Hún vildi koma honum til sálfræðings en hann sagðist ekki hafa þörf fyr- ir aðstoð og sagði henni að hún væri geðveik. Hann fékk nokkur væg hjartaáföll en neitaði að leita til sérfræðings. Kvöld eitt árið 1961 hneig Thurber niður. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést eftir mánaðar- legu. Hrífandi smásaga The Millstone eftir Margaret Drabble Hin breska Margaret Drabble er afkastamikill rithöfundur og hefur sankað að sér viðurkenningum. Skáldsaga henn- ar, The MiIIstone, kom út árið 1965 og hefur verið endurprentuð margsinnis. Rosa- mund verður barnshafandi eftir fyrstu kynlífs- reynslu sína og er í nýju hlutverki sem einstæð móðir. Faileg, fyndin og umfram allt hrífandi skáldsaga í hæsta gæðaflokki. Skilur lesandann eftir með góða tilfmningu. Nú hefur tíminn numið staðar, sagði klukkan þegar hún var hcett að tifa. Jóhann Sigurjónsson Bókalisti Eymund Allar bækur 1. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 2. Hringadróttinssaga 1-3. J.R.R. Tolkien 3. Leggðu raekt við ástina. Anna Valdimarsdóttir 4. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 5. Egils saga m/skýringum. Mál oq menninq 6. ísland í hers höndum. Þór Whitehead 7. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 8. ísland á 20. öld. Helqi Skúli Kjartansson 9. Að alast upp aftur. Jean lllsley Clarke, Connie Dawson 10. Leggðu raekt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir Skáldverk 1. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 2. Hringadróttinssaga 1-3. J.R.R. Tolkien Ljóð vikunnar____________ Við leiði (brot) - eftir Steingrím Thorsteinsson Ég hati þlg? Fyrr hata ég blóð, sem rennur mér í œðum, fyrr hata ég sól í hœðum, - þó sórt þú sœrðlr mig. Hvort munum sjóst þar misskilningar lokslns hljóta að enda, þar ekkert illt mó henda og ríkir ellíf dst? Ég misstl þig og móttl ei framar öðlast þína hylli, er rógur elnn hlnn llll ón saka svlþti mig. Ég missti þig og mátti ei við þig fyrlr dauðann tala, að blíðka hinn belska kala, svo hvarfstu hels á stig. En oft er mér sem yfir djúpið hönd þér vildi ég rétta og mœla af munni þetta: þinn vlnur enn ég er. í fylgd með Arnaldi Guðrún Ögmundsdóttir segir frá bókinni sem hún er nýbúin að lesa. Það er Röddin eftirArnald Indriðason og vitaskuld svínvirkaði hún. Ég hef reynt að temja mér það á undanfómum árum að vera alltaf með einhverjar bækur i takinu, og þá á náttborðinu. Auðvitað eru þetta allt „góðar“ bækur, en ég verð að játa á mig þá sök að þykja góðir krimmar einhver mesta og besta hvíldarlesn- ing sem ég næ í. Þá er nú ekki leiðinlegt að eiga mann eins og Amald Indriðason. Ég hef gleypt allar hans bækur í mig á skemmri tíma en gengur og gerist með aörar bækur. Sú síðasta var auð- vitað Röddin og verð ég að segja að ekki leiddist mér eitt augnablik. Hins vegar átti ég erfitt með að staðsetja hótelið sem talað er um í sögunni því mér fannst það vera blanda af Hótel Borg (sem hýsti alltaf einhverja kostgangara) og Hótel Loftleiðum (um- hverflð á sjálfu hótelinu). Stundum fannst mér ég hreinlega vera stödd í Stokkhólmi. En þetta kom auðvitað ekki að sök og það er sjaldgæft að fjall- að sé um marga minnihlutahópa í einu og allt verður Ijóslifandi. Vandamálin sýnileg og nær- tæk. Tekið á einelti, stöðu homma, brostnum draumum, tengslaleysi, dópinu og svo framvegis. Ég hvet alla sem eiga eftir að lesa Röddina að drífa í því. Ég játa hins vegar að ég held mest upp á Grafarþögn. Þar finnst mér Amaldi takast einstaklega vel upp að lýsa umhverfi Reykjavíkur stríðsár- anna, anda samfélagsins og viðhorf- um og sjaldan eða aldrei hef ég lesið jafn næma lýsingu á stöðu konu og barna hennar þar sem ofbeldi ræður flestu ef ekki öllu. Hér að baki liggur greinilega mikil heimildavinna. Ég vil meina að svona bók væri tilvalin skyldulesning í skólum, gríðarlega spennandi og með magnaða samfélagslega skírskotun. Ég vildi að ég ætti eftir að lesa þessar báðar, þá færi ég glöð í rúmið á kvöldin. En nú ætla er ég að fara að lesa Stephan G. - sem er annað skáld frá öðrum tima og verður það líka fróðlegt að sjá á hvaöa slóðir hann leiðir mig.“ 3. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 4. Egils saga m/skýringum. Mál oq menninq 5. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 6. Sjálfstaett fólk. Halldór Laxness 7. Föruneyti hringsins. J.R.R. Tolkien 8. Hilmir snýr heim. J.R.R, Tolkien 9. Eddukvæði. Mál oq menninq 10. Tveggja turna tal. J.R.R. Tolkien Barnabækur 1. Gyllti áttavitinn. Philip Pullmann 2. Þrautabók Gralla gorms. Berqljót Arnalds 3. Geitungurinn 1. Árni Árnason oq Halldór Baldursson 4. Depill i' fjársjóðsleit. Eric Hill 5. Kafteinn Ofurbrók og innrás... Dav Pilkley Metsölulisti Eymundssonar 1. janúar-7. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.