Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Page 24
2j4s H<> lc.) a rh la ö DV LAUQARPACiUR li^ANpAR^QP^.i Matur og vín Umsjón Gunnþóra Gunnarsdóttir y Gellur Gellur eru kverkvöðvar úr fiski, oftast eru þær teknar úr þorski. Fyrr á árum voru hásetar látnir gella hvern þorsk sem veiddur var, það er að seqja eftir að þilskipin komu til söqunnar. Gellurnar voru síðan taldar og þanniq var fqlqst með því hversu marqir fiskar voru íaflanum. I landi tíðkaðist aðeins að qella stóra þorska. Gellurnar voru oftast borðaðar soðnar, qmist nqjar eða saltaðar, stundum soðnar með kinnum sem líka er úrvalsmatur. Sumir telja qellur besta bitann úr fiskinum. Þær eru þvílíkast til vanmetin afurð þvíekki eru þær sérleqa alqenqar á borðum þorra fólks. Þó er mjöq fljótleqt að elda þær; það þarf bara að hreinsa þær vel áður. Á betri veitinqastöðum hafa qellur verið vinsælar um nokkurt skeið oq mikillar fjölbreqtni qætir ímeðhöndlun þeirra. Eitt af mínum uppáhalds- hráefnum - segir Brynjar Bergþórsson í Lauga-ási Brynjar Bergþórsson, matreiðslumaður í veitinga- húsinu Lauga-ási, er einn þeirra kokka sem kunna með gellur að fara og gera þær að herramannsmat. „Gellur eru eitt af mínum uppáhaldshráefnum og ég tel íslendinga ekki meta þær sem skyldi," segir hann. Þó tekur hann fram að þær séu vinsælar á matseðli Lauga-áss hjá þeim sem þegar eru komnir á bragðiö. Hann kveðst gera góða ofnrétti úr gellum, bakaða í rjóma, einnig pönnusteikja þær og djúpsteikja í orlydeigi. Rétturinn sem hann býr til fyrir okkur er ætlaður fjórum. Hann segir maríneringuna sem best geta gengið líka sem sósu í ofnrétt ef hún er soðin og rjóma og kjúklingakryddi bætt við. Þá er gott að setja ost yfir. Kryddjurtamaríneraðar gellur með tómatsmjörsósu og kóríanderrísottó 3-4 vænar aellur fvrir hvern mann Marínerinain: 1/4 I appelsínusafi 1 dl hvítvín 1 dl ólífuolía 1 msk. fersk steinselia. söxuð 1 msk. ferskt basil. saxað. 1 msk. ferskt kóriander. saxað nvmalaður svartur pipar eftir smekk. Öllu blandaö saman og gellurnar lagðar í mar- ineringuna í 2-4 tíma. Kórianderrísottó 250 q risottóarión 1-2 skalotlaukar, fínt saxaðir 1 dl ólífuolía eða bráðið smiðr 2 dl hvítvín 1/2 I kjúklingasoð (vatn oa teninaur) fínt rifinn parmesan (eftir smekk) væn lúka af fersku kóriander (fínt saxað) Steikið skalotlaukinn í olíunni við vægan hita þangað til hann er orðinn mjúkur. Setjið því næst hrísgrjónin í pottinn og hitið i um eina mínútu. Skellið hvítvíninu út í og sjóðiö niöur um helming. Bætið svo soðinu út í og lát- ið sjóða rólega í um 8-10 mínútur. Setjið parmesan- ostinn og kóríanderið út í pottinn og hrærið saman, rétt áður en borið er fram. Mikilvægt er að fylgjast vel með grjónunum og hræra reglulega í þeim. Tómatsmiörsósa: 1 rauðlaukur (fínt saxaður) 1 hvítlauks- geiri (fínt saxaður) 1 lítil dós niðursoðnir tómatar (maukaðir) 100 g kalt smiör salt og pipar eftir smekk. Kraumið laukinn í örlitlu smjöri þangað til hvítlaukurinn er orð- inn gullinbrúnn. (Passið að brenna hann ekki.) Bætið hvítvín- inu út í og sjóöið niður um helming. Bæt- iö maukuðu tómötunum út í og látið malla í 2-5 mín- útur. Setjið kalda smjörið næst út í og hrærið þangað til það er bráðið saman við sósuna. Bæta má rjóma í sósuna ef menn vilja. Kryddið eftir smekk með salti og pipar. Einnig er gott að setja kjúklingatening og ferskt basil út í sósuna og krydda hana þannig. LAUCARDACUR 11. JANÚAR 2 oo 3 Helgarblaö H>V 25 DV-myndir Sig. Jökull DV-myndir Sig. Jökull Brynjar hrærir saman appel- sínusafa. hvítvíni og ólífuolíu í maríneringuna áður en hann bætir kryddjurtunum út í. f þeim legi eiga gellurnar svo að liggja í tvo til fjóra tíma. Tómatsósan hans Bn’njars er bætt ineð hvítvíni og smjöri og ef menn vilja geta menn sett rjómaslettu í hana líka. Hér dreifir liann sósunni yfir mar- íneraðar gellurnar og risottóið. Brynjar setur punktinn yfir i- ið og skreytir diskinn með ferskum basillaufum og flcira fíniríi. Líflegt hvítvín frá Loire og fyrirtaks rósavín frá Ghile - er val Hildar H. Daðadóttur hjá Karli K. Karlssyni Fiskmeti af öllu tagi er nú á borðum margra landsmanna eftir kjötátið um jól og áramót. Sjáv- arfang er yfirleitt mikið hollmeti og sjálfsagt að hafa það oft í matinn. Gellur teljast kannski til þess óvenjulega, í það minnsta meðal yngri kyn- slóðarinnar, en þykja herramannsmatur eins og matreiðslan hér i opnunni gefur til kynna. Við erum við sama heygarðshomið og viljum mæla með vínum með matnum sem eldaður er af mat- reiðslumeistara opnunnar hverju sinni og í þetta sinn báðum við Hildi Höm Daðadóttur hjá Karli K. Karlssyni að finna vín með krásunum. Fyrst verður fyrir valinu verður franskt hvítvín, Barton & Guestier Vouvray, sem kemur frá Loiredalnum í Frakklandi, nánar tiltekið við Tours og Amboise, heimili frægustu konunglegu kastala Frakka. Loire er þriðja stærsta vínsvæði Frakklands hvað varðar land undir vínrækt og heildarframleiðslu í lítrum talið. Svæðið framleið- ir hvítvin að meirihluta til en rauövín og freyði- vín eru einnig framleidd í Loire. Svæðið skiptist annars í fjögur svæði: Nantes, Anjou-Saumur, Tours þaðan sem Vouvray-vínin koma, og Mið- Loire en þaðan eru Sancerre og Pouilly Fumé. Helstu hvítvínsþrúgur svæðisins eru: Sauvignon Blanc, Pinot Gris, Chenin Blanc, Chardonnay og Muscadet. Barton & Guestier Vouvray er milliþurrt vín með mikinn angan af jurtum og berjum. Það er tært með safaríku og mjúkri ölkeldusýru. Vínið hefur mUda angan ávaxta þar sem epli og perur eru mest áberandi. B&G Vouvray hefur kröftuga blómatóna og langa endingu. Vínið er líflegt og sýnir gott jafnvægi miUi sætu og sýru sem gerir það tUvalið með krydduöu sjávarfangi sem og krydduðu léttmeti. Vínið fæst í verslunum ÁTVR og kostar flaskan 1.290 krónur. Hildur segir að fólk misskUji gjaman ýmislegt varðandi rósavin, haldi gjaman að þar sé um lélegri vín að ræða eða eins konar annars flokks vín. En það'er fjarri , öllu sanni. Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon Rosé sannar það einfaldlega að menn þurfa ekki að afsaka sig þegar þeir bjóða rósavín. Vínið hefur fallegan og ljósan kirsuberjalit. Umurinn er þéttur og kröftug- ur, minnir á plómur og jarðaber með vott af greipbragði. Kröftugt bragð er af víninu með mjúkri, ávaxtakenndri sýru og frábæru blómabragði sem minnir á fjólur og orange blossom. Eftirbragðið er langt og mjúkt og í góðu jafnvægi. Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon rósavínið er karaktermikið vín frá ChUe. Flaskan kostar 1.190 krónur í verslunum ÁTVR. Umsjón Haukur Lárus Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.