Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Qupperneq 26
26 / / e / C) ct rb i CJ ö JO'V' LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 Yngsti þingmaðu Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er Samfylkingin á mikilli siglingu. Verði úr- slit kosninga ílíkingu við fglgið ískoðana- könnunum er Ijóst að Ágúst Ólafur Ágústs- son verður þingmaður. Hann grðijafn- framt gngsti þingmaður þjóðarinnar en hann er aðeins 25 ára. DV-mynd Hari og læknisþjónustu og leggja niður íbúðalánasjóð, Ejármála- eftirlitið, Samkeppnisstofnun og meira að segja Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Síðan eru miklar efasemdir um lög- bundið fæðingarorlof meðal forystu ungliðahreyfmgar Sjálf- stæðisflokksins. Þessi mál held ég að ungt fólk upp til hópa styðji ekki. Ungt fólk verður að átta sig á því hvað það er að styðja þegar það kýs Sjálfstæðisflokkinn. Oft er haft á orði að í pólitík sé alltaf sama óspennandi miðjumoðið en við sjáum á þessum dæmum að það er hugmyndafræðilegur ágreining- ur um pólitík og hann er að aukast. Hinum megin við borðið sjáum við hina blindu forsjár- hyggju Vinstri-grænna sem ég hafiia algjörlega. Þar eru meira að segja einstaklingar sem hafa pólitískar skoðanir á sjónvarpsdagskrá og snupra Skjá einn fyrir að sýna of marga bandaríska sjónvarpsþætti. Að mínu mati eiga slíkir menn ekkert erindi í landsmálapólitík. Ég held að Framsóknarflokkurinn sé ákveðin tímaskekkja þar sem vonlaust landbúnaðarkerfi er varið ásamt hinu hróp- lega óréttlæti sem felst í misvægi atkvæðisréttarins. Ég held að meira að segja framsóknarmenn sjálfir átti sig á að þeir eru tímaskekkja. Það er óþolandi að Framsóknarflokkurinn skuli alltaf vera í oddastöðu við myndun ríkisstjómar. Hvaða tilkall hefur Halldór Ásgrímsson til forsætisráðuneytisins? Hann er formaður í 12 prósenta flokki. Við þurfum að bijóta upp flokkakerfið og hafa þar tvo öfluga póla, Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu." Framtíðin er imian Evrópusambandsins Hver helduröu aö séu brýnustu úrlausnarefnm í þjóðfélag- inu? „Menntamálin þarf að setja í algjöran forgang. Útgjöld til menntunar eru ekki hreinn og beinn kostnaður heldur fjár- festing. Menntakerflnu hefur hnignað eftir nær stöðuga stjóm Sjálfstæðisflokksins í tvo áratugi. Við verjum minna fjármagni í menntamálin en nágrannaþjóðir okkar. Háskóla- stigið býr við fjársvelti og það er gríðarlegt brottfall í fram- haldsskólum. Við þurfum að breyta þessu. Hvað vit er í því að láta landbúnaðarkerfið fá meira fjármagn, beint og óbeint, frá hinu opinbera heldur en það sem allir framhaldsskólar landsins og Háskóli Islands fá samanlagt? Stjómmál em spuming um forgangsröðun og að sjálfsögðu eigum Við ekki sem sjötta ríkasta land í heimi að líða fátækt í okkar þjóðfélagi. Við eigum ekki að líða það að sjúklingar séu hýstir á göngum eða á klósettum. Við eigum ekki að líða það að fólk geti ekki leyst lyf sín út úr apótekum. Við eigum ekki að líða að öryrkjar og aldraðir geti ekki framfleytt sér á mannsæmandi hátt. Það þarf að forgangsraða í þágu mann- úðar og menntunar og þá mun okkur famast best.“ Þú ert sannfœröur Evrópusinni. Hver er framtíöin í þeim efnum? „Við munum ganga inn i Evrópusambandið. Það er ein- hver ástæða fyrir því að nánast allar þjóðir Evrópu eru ann- aðhvort í Evrópusambandinu eða á leið í það. Okkar sérstaða er ekki slík að við eigum að útiloka aðild. Kostir aðildar em mun ríkari en gallamir. Sjávarútvegsstefnan er ekki sú hindrun sem margir halda eða halda fram. Það er tryggt að við fáum allan þann kvóta í íslenskri lögsögu vegna veiði- reynslu. Matvælaverð, vextir og viðskiptakostnaður munu lækka og erlendar fjárfestingar aukast. Framtið okkar er inn- an Evrópusambandsins. Það fer að verða of dýrt fyrir at- vinnurekendur að styðja Davíð Oddsson vegna Evrópustefnu hans. Ég vona að þessi öfl í þjóðfélaginu fari að láta flokks- hagsmuni víkja fjni' ' rhagslegum hagsmunum.“ -KB Ágúst Ólafur, sambýliskona hans, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, og átta mánaða dóttir þeirra, Elísabet Una. Margt bendir til að Ágúst Ólafur verði eftir næstu kosningar yngsti þingmaður Iandsins. Framsóknar- flokkurinn er tímaskekkja Hvernig meturðu stööu annarra flokka en Samfylk- ingar nú þegar nokkrir mánuöir eru til kosninga? „Ég furða mig oft á því hversu vin- sæll Sjálfstæðis- flokkurinn er, sér- .staklega meðal ungs fólks. Ungliða- hreyfing Sjálfstæð- isflokksins, sem er framtíð flokksins, hefur meðal annars ályktað um að hækka skuli vem- ■ lega skólagjöld í Háskóla íslands. Hún vill taka fram- haldsskóla og leik- skóla úr opinberum rekstri, hækka há- marksgreiðslur sjúklinga á lyfjum „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með skoða könnunum og fylgisaukningu Samfylkingarinnar en auð að em það tölumar sem upp úr kjörkössunum koma s gilda. Það væri óneitanlega spennandi og um leið krefja að setjast inn á Alþingi og vera þar yngstur allra þi manna,“ segir Ágúst Ólafur sem er formaður Ungra jafnaf manna og er að ljúka lögfræði- og hagfræðinámi við Hásk íslands. Hann á ekki langt að sækja pólitiskan áhuga því hann er sonur Ágústs Einarssonar prófessors sem var til skamms tíma þingmaður Samfylkingar og formaður fram- kvæmdastjómar flokksins. Fékkstu pólitískt uppeldi? „Ég fékk ekki flokkspólitískt uppeldi en hvað pólitíska hugmyndafræði varðar þá var faðir minn áhrifavaldur. Hann á stóran þátt í því að ég er, eins og hann, frjálslyndur jafnað- armaður. Ég hef ekki starfað lengi í pólitík, einungis þrjú ár, en Samfylkingin hefúr tekið vel á móti mér og ég hef fundið mikinn stuðning, meira að segja í innsta hring, og það þykir mér vænt um.“ Kynslóðaskiptí nauðsynleg Þú varst um tíma gagnrýninn á þingflokk Samfylkingar og sagðir aö skipta þyrfti um menn í framvaröasveit. Ertu enn þeirrar skoðunar? „Ég tel nauðsynlegt að í næstu kosningum verði viss kyn- slóðaskipti á Alþingi. Núna em 80 prósent þingmanna á aldr- inum 45-59 ára og enginn þingmaður undir 37 ára aldri. Þessi óæskilega aldursskipting birtist í sinnuleysi gagnvart ákveðnum málaflokkum, eins og menntamálum, húsnæðis- málum, jaðarskattamálum og öðru sem brennur á venjulegu ungu fjölskyldufólki. Þess vegna hef ég, ásamt fólki í öðmm flokkum, kallað eftir ákveðinni endumýjun. Menn eiga ekki að vera mjög lengi í pólitík því þá er hætt við að alls kyns annarleg sjónarmið fari að ráða ákvörðunum manna." Ertu ánœgöur meö þingflokk Samfylkingar? „Ég er ánægður með Samfylkinguna eins og hún er og mér þykja stefnumál hennar vera mjög skynsamleg. Þar ræður frjálslynd jafnaðarstefna ríkjum. Þar er mikil áhersla lögð á menntamál og ríkur skilningur gagnvart atvinnulífinu og frelsi einstaklingsins. Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur aðild að Evrópusambandinu á stefiiuskrá sinni. Menn hafa stundum talað um að það séu fáir hægri kratar í Sam- fylkingunni. Ég tel mig vera hægri krata og mér líður mjög vel í Samfylkingunni." Össur hefur vaxið í embætti Hvernig meturöu stööu formannsins, Össurar Skarphéöins- sonar? „Össur er búinn að koma flokknum í yfír 30 prósenta fylgi og samkvæmt síðustu skoðanakönnun er fylgið nálægt 40 prósentum. Það er varla hægt að hallmæla manni sem nær slíkum árangri. Össur hefur vaxið í formannsstarfi og ég ber fullt traust til hans og hef alltaf gert. Ég fagna líka innkomu Ingibjargar Sólrúnar. Þau eru öflugt tvíeyki." Meö hvaöa flokki helduröu aö Samfylkingin eigi mesta sam- leið í ríkisstjómarsamstarfi? „Mín óskaríkisstjóm er frjálslynd ríkissfjóm þar sem ein- staklingurinn og viðskiptalífið njóta sín á sama tíma og öfl- ugt mennta- og velferðarkerfi blómstrar. Það er mín hug- myndafræði og ég tel að hún eigi mikinn hljómgrunn úti í þjóðfélaginu enda bætir hún lífskjör og eykur lífsgæði borg- aranna hvað mest. Samfylkingin á að starfa með flokkum sem geta tekið undir þessi áherslumál. Að mínu mati er hins vegar kominn tími á Davíð Oddsson sem forsætisráðherra. Það er ekki æskilegt að menn séu of lengi með vald í hendi sér. Ýmis ummæli hans era honum til vansa, eins og til dæm- is ummæli um Mæðrastyrksnefhd og í Falun Gong-málinu. Og svo hafa ýmsir hópar orðið fyrir barðinu á honum, eins og Samtök iðnaðarins, háskólasamfélagið, Hæstiréttur, bisk- upinn og ýmis fyrirtæki. Forsætisráðherra þjóðarinnar á ekki að hegða sér á þennan hátt.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.