Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Page 28
28
Helgarblacf JOV
LAUGARDAGUR ll. JANÚAR 2003
Þyrnum stráður ferill
Umdeildasti knattspyrnumaður Bretlandseyja þessa
dagana er án nokkurs vafa Lee Bowyer. Hann er nýorð-
inn 26 ára og hefur verið forsíðuefni bresku blaðanna um
margra ára skeið og oftar en ekki af neikvæðum ástæðum
því að hann er einstaklega laginn við að koma sér í vand-
ræði utan vallar,
Siðasta vika hjá honum var viðburöarik því að hann
gekk til liðs við botnlið ensku úrvalsdeildarinnar West
Ham frá Leeds Utd fyrir 50 milljónir íslenskra króna og
sama dag og hann gerði það var hann dæmdur í 6 leikja
bann af Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir að traðka á
andliti Spánverjans Gerardos í leik Leeds og Malaga í Evr-
ópukeppni félagsliða fyrr í vetur en þetta er lengsta bann
í 15 mánuði sem leikmaður fær í Evrópukeppni.
Vil vera dæmdur af leik mínum
Margir hafa orðið til þess að gagnrýna þessi kaup West
Ham en Bowyer lætur það ekki hafa áhrif á sig.
„Þegar allt kemur til alls er ég knattspyrnumaður og ég
vil láta dæma mig af leik mínum með liðinu. Þetta tók
sinn tíma en ég er feginn að þessi félagaskipti skyldu
ganga upp. Ég sagði þegar ég ákvað að yfirgefa Leeds að
ég myndi ekki ganga til liðs viö hvaða félag sem væri og
það er mjög sérstakt aö fá að spila með liðinu sem ég hef
stutt frá barnæsku," sagði Bowyer sem verður ekki á nein-
um sultarlaunum hjá West Ham en hann mun fá um 4
milljónir króna i vikulaun og ef West Ham tekst að forðast
fall úr úrvalsdeildinni fær hann um 130 milljóna bónus-
greiðslu. Samningur hans við félagið nær þó aðeins til
næsta sumars og ef West Ham fellur verður han laus allra
mála.
Glenn Roeder, stjóri West Ham, hefur fengið ófáar pill-
urnar fyrir að fá Bowyer til félagsins, meðal annars frá
fyrrum leikmönnum félagsins, sem og stuðningsmönnum.
Þeim finnst að West Ham sé ekki stætt á því að fá mann
með bakgrunn Bowyers til liðs við félagið. Roeder, sem
rær mikinn lífróður, hefur svarað öllum gagnrýnisröddum
fullum hálsi og varið þessa ákvörðun sína með kjafti og
klóm.
„Ég horfi ekki til fortíðar. Ég horfi aðeins til framtíðar
og er ekki gefinn fyrir að líta um öxl. Ég lít á jákvæðu
hliðarnar og mér finnst að við höfum verið heppnir að fá
Lee til félagsins. Fólk talar mikið en það er staðreynd aö
7 eða 8 félög reyndu að fá Lee til liðs við sig. Ég talaði við
annan framkvæmdastjóra sem kallaði mig öllum illum
nöfnum þar sem mér tókst að næla í Lee á undan honum.
Það var þó í léttu gríni. Staðreyndin er engu að síður sú
að þetta var of gott tækifæri til að sleppa því. Lee Bowyer
er afbragðsknattspyrnumaður og hann á eftir að reynast
okkur drjúgur á þeim erfiða kafla sem er fram undan,“
sagði Roeder sem á vafalítið eftir að þurfa að verja Bowyer
oftar í vetur.
Fór snemma út af sporinu
Fyrsta tækifæri Bowyers á meðal þeirra bestu fékk
hann hjá Alan Curbishley, stjóra Charlton. Þróun ferils
Bowyers hefur komið honum mikið á óvart.
„Ef þú hefðir beðið mig um að nefna einn leikmann sem
Þrátt fyrir allt sem gengið liefur á utan vallar lijá Bowyer verður því ekki neitað að hann er frábær
knattspyrnumaður og liér sést liann sýna fín tilþrif gegn Arsenal í fvrra. Reuter
Endurkoman á Elland Road
Vegna framkomu sinnar gagnvart Leeds hafa stuðnings-
menn liðsins snúist gegn Bowyer og Leeds ætlar einnig að
láta hann borga þær 130 milljónir sem félagið greiddi
vegna lögfræðikostnaðar í máli hans og Woodgates.
Hann má búast við köldum kveðjum þegar hann snýr
aftur á Elland Road, heimavöll Leeds, 8. febrúar næstkom-
andi með West Ham. í gær var greint frá því að forráða-
menn Leeds hafi reynt að setja inn í samning sinn við West
Ham að Bowyer yrði ekki leyft að leika þann leik en örygg-
isráðstafanir vegna endurkomu hans á Elland Road verða
örugglega miklar og dýrar. West Ham tók þá kröfu aldrei
í mál.
Aðeins 26 ára að aldri stendur Lee Bowyer því á kross-
götum á ferli sinum og er ómögulegt að ímynda sér hvað
framtíðin kemur til með að bera í skauti sér fyrir hann en
eitt er víst að sama hvað hann gerir þá kemur hann alltaf
til með að vera umdeildur. -HBG
Glenn Roeder, stjóri West Ham, hefur tekið mörg andköfin í vetur og spurning er hvernig andlcgt ástand
hans verður með Bowyer um borð? Reuter
myndi ekki klúðra ferli sínum þegar hann var hjá okkur
þá hefði ég óhikað sagt Lee Bowyer. Ég lenti aldrei í nein-
um vandræðum með hann. Ef hann ætlar að ná sér á strik
á nýjan leik verður hann taka sig á og sýna það sem hann
gerir best og það er að spila fótbolta. Því miður fyrir hann
þá er fólk sífellt að tala um fortíðina en hann getur losað
sig við þá umfjöllun með þvi að spila þann fótbolta sem
hann getur því að hann er frábær leikmaður," sagði Cur-
bishley.
Aðeins 17 ára gamall lenti Bowyer í fyrstu vandræðum
sínum sem atvinnuknattspyrnumaður þegar lyfjapróf
leiddi i ljós að hann hafði neytt maríjúana. Hann fékk
leikbann og sekt fyrir vikið og var enn fremur skikkaður
til þess að gangast undir meðferð en þrátt fyrir þetta áfall
var hann handtekinn tveim vikum síðar á McDonald's
veitingastað þar sem hann og félagar hans voru að ráðast
á asíska starfsmenn staðarins og köstuðu þeir meðal ann-
ars stólum í þá. Þetta var ekki í síðasta skipti sem hann
var handtekinn fyrir að ráðast á einstakling af asískum
uppruna.
„Hann var aðeins 17 ára þegar eiturlyfjamálið kom upp
og þá eru ungir menn að læra um lífið. Hann lenti aldrei
í neinum útistöðum við dökka leikmenn Charlton þegar
hann var hér,“ sagði Curbishley um málið.
Dýrasti unglingur Bretlands
Árið 1996 var Bowyer seldur frá Charlton til Leeds fyrir
rúmar 300 milljónir króna sem þá var mesta upphæð sem
enskt félag hafði greitt fyrir táning. Næstu árin var ferill
hans í blóma hjá Leeds og allir sparkspekingar spáðu hon-
um bjartri framtíð með enska landsliðinu. Fimm árum síð-
ar var hann svo handtekinn ásamt félaga sínum hjá Leeds,
Jonathon Woodgate, og nokkrum öðrum fyrir hrottalega
árás á asískan námsmann. Réttarhöldin sem fylgdu í kjöl-
farið voru löng og dýr en Leeds studdi hann dyggilega all-
an tímann og greiddi meðal annars lögfræðikostnað þeirra
Bowyers og Woodgates. Þeir voru að lokum sýknaðir af
öllum ákærum og kom það mörgum á óvart. Fjölskylda
Asíumannsins, sem þeir eiga að hafa ráðist á, hefur ekki
gefist upp og hefur hafið einkamál gegn félögunum.
Settur á sölulista
Leeds ætlaðist síðan til þess að hann þakkaði félaginu
hollustuna með því að skrifa undir nýjan samning við það
en á því hafði hann ekki áhuga og fyrir vikið var hann sett-
ur á sölulista. Litlu munaði að hann væri seldur til Liver-
pool síðastliðið sumar fyrir rúman milljarð íslenskra
króna en Gerard Houllier, stjóri Liverpool, hætti við kaup-
in á síðustu stundu. Því varð ekkert af því að Bowyer færi
frá félaginu í sumar því leikmannamarkaðnum var lokað
skömu síðar.
1 september síðastliðnum lék hann svo fyrsta landsleik
sinn fyrir England en einhverra hluta vegna hefur hann
ekki verið valinn í hópinn eftir þann leik. Sagan segir
reyndar að hann hafi verið að baktala félaga sína í lands-
liðinu meðan hann var með þeim og að fyrirliðinn, David
Beckham, hafi komist að því og það sé ástæðan fyrir því að
hann fær ekki fleiri tækifæri.
Þegar leikmannamarkaðurinn var opnaður á ný í byrjun
janúar lá ljóst fyrir að Bowyer færi frá féiaginu þar sem
samningur hans við Leeds átti að renna út næsta sumar og
því var þetta síðasta tækifæri Leeds til þess að fá einhvern
pening fyrir Bowyer. Úr varð að hann fór til West Ham
fyrir um 50 milljónir króna og þvi óhætt að segja að hann
hafi hríðfallið í verði á aðeins nokkrum mánuöum.