Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Side 29
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003
HelQarblacf I>"V"
29
Poom til
Sunderland
Sunderland gekk í gær frá
kaupum á eistneska markverð-
inum Mart Poom frá Derby
County fyrir 3 milljónir punda.
Poom, sem er 30 ára, var lánað-
ur til Sunderland i nóvember en
nú hefur félagið keypt hann og
gerði Poom 3 ára samning við fé-
lagið.
Poom hefur ekki enn leikið
fyrir Sunderland þar sem hann
meiddist með eistneska landslið-
inu stuttu eftir að hann var lán-
aður til félagsins. Það aftraði
Howard Wilkinson, stjóra Sund-
erland, ekki frá því að kaupa
Poom. „Poom hefur vakið at-
hygli úti um alla Evrópu. Hann
hefur mikla reynslu og þar að
auki hefur hann sannað sig sem
leikmaður í úrvalsdeildinni. Ég
hef fylgst með honum um árabU
og ávaU verið hrifinn," sagði
WUkinson.
City settir
afarkostir
Spænska félagið Celta Vigo
hefur sett Man. City afarkosti
þess efnis að þeir fái ekki suður-
afríska framherjann Benni
McCarthy að láni nema þeir
tryggi það að þeir kaupi hann
næsta sumar. Þessir afarkostir
gætu orðið tU þess að Man. City
hætti við að fá McCarthy tU fé-
lagsins. Félagið er reyndar með
fleiri spjót úti því fastlega er bú-
ist við því að það gangi frá láns-
samningi við hoUenska varnar-
manninn Michael Reiziger frá
Barcelona á næstu dögum.
Izzet á för-
um?
Tyrkneski landsliðsmaðurinn
Muzzy Izzet segir að slæm fjár-
hagsstaða liðsins geti leitt tU
þess að hann fari frá félaginu ef
sanngjamt tUboð berist í hann
fljótlega. „Ég veit að staðan er
slæm og ef tilboð bærist þá
myndi Leicester örugglega
skoða það vel. Eftir þaö er aUt
undir mér komið og ég yrði að
skoða það ef eitthvað gerðist,"
sagði Izzet. Hann hefur undan-
farið verið orðaður við fjölda fé-
laga í úrvalsdeUd en skemmst er
þó að minnast þess er hann
sýndi tryggð sína við Leicester í
fyrra er hann hafnaði tUboði frá
Middlesbrough.
Martyn til
Arsenal?
Nigel Martyn, fyrrverandi
landsliðsmarkvörður Englands,
er líkast til á fórum frá Leeds
Utd. enda hefur hann ekkert
fengið aö leika með félaginu í
vetur þar sem Terry Venables,
stjóri Leeds, hefur frekar kosið
að tefla fram hinum unga og
efnUega Paul Robinson í vetur
en það hefur faUið í grýttan
jarðveg hjá hinum aldna Martyn
sem vUl ekki eyða síðustu árun-
um á bekknum. Arsenal er eina
úrvalsdeildarliðið sem vitað er
um að sé í leit að markverði og
umboðsmaður Martyns segir að
ef sá kostur kæmi upp yrði hann
skoðaður alvarlega. Martyn er
orðinn 36 ára gamall og David
Seaman, aðalmarkvörður Ar-
senal, er 39 ára og ef Englands-
meistaramir keyptu Martyn er
óhætt að segja að þeir yrðu
komnir með elsta markvarðapar
deUdarinnar.
-HBG
Dunn settur á
sölulista
Einn efnilegasti miðjumaður
Englands, David Dunn, hefur verið
settur á sölulista hjá Blackburn
Rovers.
Hann hefur átt í útistöðum við
Graeme Souness, stjóra liðsins,
undanfarnar vikur og í kjölfarið
setti Souness hann á sölulista og er
talið að Dunn sé falur fyrir um 6
milljónir punda.
„Ég sat fund með umboðsmanni
hans og tjáði honum það að ef gott
tilboð kæmi myndi ég íhuga það.
Ég vil ekki selja hann en kannski
er það best fyrir David að fá nýtt
umhverfi og nýjan þjálfara. Hann
hefur verið slakur það sem af er og
hefur engan veginn verið líkur
sjálfum sér og því spurning hvort
hann þarf ekki á því að halda að
komast í nýtt umhverfi,“ sagði
Souness.
Talið er að hart verði barist um
þjónustu Dunns og hafa nöfn liða á
borð við Arsenal og Liverpool ver-
ið nefnd í því sambandi. -HBG
David Dunn liefur þegar leikið me ð enska landsliðinu en hér sést hann í
landsleiknum gegn Portúgal í september síðastliðnum. Reuter
Verð frá kr.
59.000.-
Verð frá kr.
12.900.-
Verð frá kr.
Verð frá kr.
19.900.-
Verð frá kr.
Bæði tækin saman Verð frá kr.
69.900.
39.900.
Verð frá kr.
Barkalausir þétti-
'$?ar
meö rakaskynjara
49.900 ■■ Komdu núna og
gerðu kaup ársins!
11.900.
J-MVf
Verð frá kr.
17.940.-
Verð frá kr.
21.900.-
RflFTeJíllTOLUN ISLflNDS If
Verð miðast við staðgreiðslu
*Miðast við að greitt sé með Visa- eða Euroraðgreiðslum
- A.N NO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660