Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Page 32
32 /7í? /cj a rb ia c) JOV LAUGARDAGU R II. JANÚAR 2003 Guðrún Stella gekk á dyr Eins og kunnugt er soqði Guðrún Stella Gissurardóttir sig úr kjörnefnd prófkjörs Sjálfstæðisflokksins íNorðvesturkjördæmi nú fgrir stuttu. Var hún með þuíað mót- mæla framkvæmd prófkjörsins og vinnu- brögðum kjörnefndar ítengslum við deilur og álitamál erspruttu upp íkjölfar próf- kjörsins. Guðrún Stella Gissurardóttir á skrifstofu sinni á svæðisvinnumiðlun Vestfjarða, en þar er hún forstuðukona. „Ég sagði mig úr kjörnefnd vegna þess að nefndin vann ekki verk sín eins og henni bar að gera,“ sagði Guð- rún Stella í viötali viö fréttamann DV. „Það kom til umfjöllunar í kjömefhd á talningardag í Borgamesi að opnaður hefði verið kjörstaður i nafhgreindu fyrirtæki á Akranesi. Það fylgdi sögunni að fulltrúar fram- bjóðenda hefðu hist á fimmtudegi fyrir talningardag og gengið frá þeim málum í sátt. Þetta erum við í kjömefnd upplýst um og það kom fram að atkvæðaseðlar þaðan hefðu verið gerðir ógildir. Fulltrúi Vilhjálms Egilssonar mun hins vegar hafa gert athugasemdir á fundi fulltrúa frambjóðenda á talningardag. Ég spurðist fyrir um málið, en fannst ég ekki fá nægilega greinargóð svör og kaus því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um það hvort unnið yrði áfram að talningu. Svo fer að kvis- ast út um fleiri misbresti á framkvæmd prófkjörsins og við erum boðuð til Hrútafjarðar til að fjalla um málið rúmum sólarhring síðar. Á fundinum komu fram sáralitlar frekari upplýsingar. Engar skriflegar athugasemdir höfðu þá komið fram. Ákveð- ið var að telja aftur og yfirfara kjörgögn og leggja síðan nið- urstöðuna fyrir kjördæmisráð. Síðan gerist það að prófkjör- ið er kært til miðstjómar flokksins. Ég vonaði að miðstjóm- in tæki á málinu. Hún gerði það að sumu leyti, bendir á að þetta er stórgölluð framkvæmd, en vildi ekki ganga gegn ákvörðun kjömefhdar og stjómar kjördæmisráðs um að kosningin ætti að gilda. En þegar sú ákvörðun var tekin þá höfðum við ekki þær upplýsingar sem síðar lágu fyrir. Það hefur komið fram hjá Vilhjálmi og hans fulltrúa við at- kvæðagreiöslu að bæði formaður kjömefndar og kjördæmis- ráðs hafi búið yfir upplýsingum sem ég tel að þeim hafi bor- ið að leggja fyrir okkur strax við talningu. Ég tel að kjörnefnd hefði átt að fara yfir þær með tilliti til prófkjörsreglna flokksins. En það var ekki farið yfir þessar reglur og áviröingamar lið fyrir lið. Viö emm að velja full- trúa til að sitja á Alþingi og setja okkur lög. Því hlýtur að varða miklu að farið sé að leikreglum þegar fólk er valið til slíkra ábyrgðarstarfa. Það er erfitt að taka á þessu, hver bendir á annan. Ég er ekki að álasa frambjóðendum. Hins vegar er ljóst að misfellumar á prófkjörinu er fjölmargar og ég tel að kjör- nefndin hafi ekki haft nauðsynlegar upplýsingar undir höndum til að geta tekið rétt á málum strax í upphafi. Mis- tök gerast en mestu varðar þó að kjömefhd bregðist ekki hlutverki sínu og taki á svona máli af fagmennsku og festu, afli upplýsinga og vegi og meti með tilliti til reglna. Þetta er spuming um grundvallaratriði. Miðað við ffarn komnar upplýsingar hefði átt að endurtaka prófkjörið." Rammpólitísk fjölskvlda „Móðir min var Ásta Hannesdóttir frá Undirfelli í Vatns- dal, dóttir Hólmfríðar Jónsdóttur og Hannesar Pálssonar frá Guðlaugsstöðum, sem var bróðir Bjöms á Löngumýri. Hún var kennari að mennt, hafði réttindi sem almennur kennari og einnig sem handavinnukennari og smíðakennari. Hún var því með þrefalt kennarapróf. Gissur Jörundur faðir minn var mjög pólitískur og tók virkan þátt í pólitísku starfi. Hann var ættaður frá Þórustöð- um í Ölfusi og Grunnavik í Jökulfjörðum. Hann var alþýðu- bandalagsmaður alla tíð. Samt var hann einhvers konar sambland af sjálfstæðismanni og sósíalista að mörgu leyti. Honum var mjög umhugað um einstaklingsfrelsið og vildi að menn nytu síns dugnaðar en um leið fannst honum mik- ilvægt að til væri öryggiskerfi fyrir þá sem einhverra hluta vegna nytu ekki sömu tækifæra eða getu og aðrir. Móðir mín var hins vegar mikil ffamsóknarkona og geysilega pólitísk. Þegar kom að stjómmáladeilum gaf hún sig aldrei, sama hver átti í hlut. Eins og nærri má geta voru mjög heitar umræður í uppvextinum á heimilinu. Allar skoðanir vora gjaldgengar, svo fremi að fólk færði rök fyrir máli sínu. Stundum voru umræður mjög snarpar og ýmis- legt látið fjúka. Við höfúm róast mikið og orðið yfirvegaðri með árunum. Pólitískar rökræður voru vinsæl afþreying margra hér áður fyrri, þá var færra til að stytta fólki stund- ir og margir höfðu mikið yndi af hressilegum skoðanaskipt- um. Enn eimir eftir af því að fólki frnnist að stjórnmála- menn eigi að vera skemmtilegir og að það eigi að gusta af þeim.“ Guðrún Stella, Magnea Gná 5 ára, Ásta Björg 17 ára, Þorsteina Þöll 3 ára og liundurinn Lappi. Bóndinn er fjarri uppi á fjöllum að vinna fyrir Veðurstofuna. I baksýn er Syðridalsvatn, eitt stœrsta og besta skautasvell landsins uin þessar mundir og silungsveiðivatn að suinruni og vetrum gegnum vök. ,4nitt etið ævistarf, óhreinkað og slitið“ „Móðir mín er mín fyrirmynd í flestu. Hún var kvenrétt- indakona og að mörgu leyti á undan sinni samtíð. Hún lét sig varða alla málaflokka, líka þá sem ekki þóttu „kvenleg- ir“. Hún tjáði sig jafht um uppeldis- og menntamál sem sjáv- arútvegsmál og talaði mikið fyrir því að leggja jámbraut á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Hún var mjög sjálfstæð kona og fór gjaman óhefðbundnar leiðir. Hún hafði mikinn áhuga á mönnum og málefnum og vildi tileinka sér flesta hluti. Fyrir utan smíðar og handavinnu kynnti hún sér bif- vélavirkjun og gerði gjaman við bílana á heimilinu, smíðaði húsgögn og gerði ómældar tilraunir í garð- og trjárækt. Þrátt fyrir allt þetta sjálfstæði og dugnað sagði hún einu sinni að hún væri konan sem aldrei var til. í æsku var hún kynnt sem „dóttir hans Hannesar Pálssonar á Undirfelli", síðan „konan hans Gissurar Jörundar‘.‘ og þegar hennar fyrsta bam óx úr grasi var hún ævinlega kynnt sem „móð- ir hans Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar!" Vegna þessa samdi hún eftirmæli húsmóður. Hún tíöarandann tók í arf talsuert erfitt stritiö Nú er mitt etiö œvistarf óhreinkaö og slitió. Systkini mín í aldursröö era Hannes Hólmsteinn, prófess- or í stjómmálafræði við Háskóla fslands. Salvör Kristjana, viðskipta- og kennslufræðingur og sérfræðingur í málefnum upplýsingasamfélagsins í forsætisráðuneytinu. Hún er einnig lektor í upplýsingatækni við Kennaraháskólaim. Kristinn Dagur er næstur mér í aldri. Hann hefúr mest ver- ið sjálfstætt starfandi og er mikill frumkvöðull í eðli sínu.“ f ltarlaveldi í Kópavogi „Ég byrjaði ung að starfa á vettvangi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Þar var ég í miklu karlaveldi, eina stelpan í stór- um strákahóp ungliðastarfsins í Kópavogi. Þar eignaðist ég marga góða félaga og á góðar minningar frá þessum tíma. Þetta var afskaplega góður skóli. Ég var mjög upptekin af jafiiréttismálum, ekki síst kvenréttindum. Ég fór ung í jafn- réttisnefhd og var í ritneihd Kvenréttindablaðsins rétt rúm- lega tvítug. Ég hef viljað taka þátt í stefnumótunarvinnu og finna hugmyndum mínum farveg. Mér hefúr þótt mest um vert að taka þátt í gagnlegum og góðum verkefhum og að sjá þau og eigin hugmyndir fæðast.“ Hringdi í skaldtí númer fyrir vestan „Ég nam við lagadeild Háskóla fslands og lauk kennara- prófi frá Kennaraháskóla fslands og var að leita mér upplýs- inga í ákveðið símanúmer. Þá var mér gefið símanúmer fyr- ir vestan sem reyndist skakkt númer. Hins vegar endaði samtalið þannig að ég hélt vestur í Holt í Önundarfirði haustið 1992 með dóttur mína, Ástu Björgu, og gerðist skóla- stjóri í Holti. Þetta átti að vera biðleikur á leið í framhalds- nám erlendis. Mér líkaði hins vegar afar vel hér fyrir vest- an. Síðan kynntist ég manninum mínum Jóhanni Hanni- balssyni og settist að í Bolungarvík 1994. Við búum uppi í sveit, á bóndabæ fimm kílómetra frá þorpinu. Ég hef eignast þrjú böm með manninum mínum. Elsta bam okkar hjóna lést rétt fyrir fæðingu, og var það fjöl- skyldunni afar erfið reynsla og illskiljanleg í sjálfu sér. Yngri dætur mínar era Magnea Gná, sem er fimm ára, og Þorsteina Þöll sem er þriggja ára. Þó ekki yrði af framhalds- náminu erlendis á sínum tíma hef ég reynt að bæta við mig menntun, meðal annars norrænunámi í fullorðinsfræðslu og stunda núna framhaldsnám í náms- og starfsráðgjöf og ffæðslustjómun við Háskóla íslands. Jóhann maðurinn minn er sjálfúr áhugamaður mn stjómmál og hefur fylgt Framsóknarflokknum að málum. Hans ættmenni bera einnig víða niður i stjómmálum því að hann er náskyldur bæði Jóni Baldvini Hannibalssyni og Sverri Hermanns- syni.“ Stella í ofboði „Hér fyrir vestan hefur mér liðið vel. Ég hef fengið fjöl- mörg tækifæri til að vinna að góðum verkefnum á sviði at- vinnuþróunar, mennta- og mannréttindamála. Það era víða tækifæri á landsbyggðinni en það vantar íjármagn til að jafna aðgang að menntunartækifærum og tfl nýsköpunar. Það era næg verkefni til að taka á í samfélaginu. Mér hefur alltaf verið mjög umhugað um að fólk njóti ávaxtanna af sínu eigin atgervi og hafi frelsi til athafha. Það held ég að hafi fýrst og fremst leitt mig á vit Sjálfstæðis- flokksins eftir að hafa farið til ríkja austan tjalds á uppvaxt- arárum mínum. Hitt ber á að lita að það er afar mikflvægt aö tfl sé ákveðið öryggiskerfi í samfélaginu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við höfum ekki öll sömu tæki- færin og að við verðum að jafna þau að vissu marki. Þannig má segja að í mér búi ýmsir „árar“ þegar nánar er að gáð,“ segir Stella sem ekki er i framboði en fór úr kjörnefhd Sjálf- stæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í ofboði. Valdimar Hreiðarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.