Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 40
AA Helqarblað DV LAUG ARDAGU R II. JANÚAR 2003 Sakamál Morð eða slys? Eftirsóttur tannlæknir, hamingjuríkt hjónaband, hörmuleqt umferð- arslgs og eldheitt ástarsamband við hjákonu í felum. Ef við þetta er bætt kröfum upp á mörg hundruð þúsund dollara á hendur einum öfl- ugasta bílaframleiðanda heimsins og ríflegri líftrgggingu að auki er kominn efniviður íqlæpasöqu sem á sér óljósan endi. Enginn varð þess var að bíll ók á tré klukkan tvö aðfara- nótt sunnudags í bænum Cape May í New Jersey. Þetta gerðist í febúar 1997 og hafði snjóað þá um nóttina og var krapaelgur og hálka á götum. Klukkutími leið áður en vit- neskja barst um slysiö og sjúkrabfl bar að. Ford Explorer-jeppi hafði ekið á símastaur, sem var brot- inn, en á bilnum voru aðeins lítils háttar skemmdir. Brotin framljós og beygla á húddi voru bflstjóramegin. Árekstur- inn var þó nógu harður tfl þess að loftbelgimir þöndust út tfl að vama því að þeir sem sátu frammi í bflnum köstuð- ust til. í baksætinu var 18 mánaða stúlka, Alix Thomas, vel bundin i bamastól og alheil. I sætinu fyrir framan hana var faðir hennar, 38 ára gam- all tannlæknir, Eric Thomas að nafni. Hann sat fastur og sýndist meðvitundarlaus bak við útþaninn líknarbelginn. En þegar sjúkraliðamir leystu öryggisbeltið af honum gekk hann út eins og ekkert hefði ískorist. Kona hans, Tracy Thomas, sat undir stýri. Andlit hennar var öskugrátt, tungan hékk út um munnvikið og höfuðið lá á vinstri öxlinni Lítils háttar skemnulir voru á bíln- um en þeim niun ineiri áverkar á þeiin sem ók honum. Steplianie Arrington var hjákona tannlæknisins og síðar eiginkona. Þyrla flaug með hana á sjúkrahús og var hún úrskurðuð látin þegar þangað kom. Samkvæmt vitnisburði Erics Thomas lést kona hans vegna þess að of mikill þrýstingur var í líknarbelgnum þegar hann þandist út við áreksturinn og olli harkalegt högg hans dauða Tracy. En lög- fræðingar Ford-verksmiðjanna staðhæfa að konan hafi verið myrt. Þegar Eric stefndi framleiðanda bflsins árið 1999 var það draumamál fyrir lög- fræðinga hans. Kona hans lést í hræði- legu slysi sem hann hélt fram að væri vegna framleiðslugalla á öryggisbúnaði. Og fyrirtækið sem átti að greiða skaða- bætumar hafði yfir nær ótakmörkuðu fjármagni að ráða. Jafnframt stóð tann- læknirinn gegn því að honum væri kennt um dauða konu sinnctr og að slysið væri sviðsett til að leyna morði. Vafasamt banamein Eric og Tracy kynntust þegar þau stunduðu háskólanám i Boston. Hann lagði stund á tannlækningar en hún við- skiptafræði. Þau vom bæði dugleg og stunduðu námið af kappi. Þau gengu í hjónaband 1991 og 1995 vom þau búin að safha nægu fé til að Eric gat keypt tann- læknastofu í fengsælu hverfi í Cape May og frúin sá um viðskiptahliðina ásamt því að ala upp unga dóttur sem þau eignuð- ust. 1996 vom þau búin að koma sér vel fyr- ir samkvæmt ameríska draumnum. Þau áttu tveggja hæða einbýlishús, nýjan Volvo og Ford Explorer og annað bam var á leiðinni. Og með öllu þessu átti Eric hjá- konu. Hún var gömul vinkona hans, Stephanie Arrington, sem síðar varð eig- inkona númer tvö. Tveim mánuðum eftir dauða Tracy úr- skurðaöi meinafræðingur að hún hefði látist af völdum bflslyssins. Hann var eini meinafræðingurinn sem skoðaði líkið og strax á eftir var það brennt að kröfu ekkilsins þrátt fyrir mótmæli skyldmenna Tracy. Meinafræðingurinn hafði fundið mar- bletti á hálsi og andliti konunnar og aug- un vom blóðhlaupin sem getur orsakast af því að þrengt er að hálsi. Eftir það gerð- ist ekkert í málinu í heilt ár en þá fengu skyldmenni Tracy fyrst að sjá lögreglu- skýrsluna um dauða hennar. Hún ýtti undir fyrri grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í sambandi við lát konunn- ar. Samkvæmt vitnisburði Erics vora þau að fara með dótt- ur sína á spítala þessa afdrifaríku nótt. Tracy ók bflnum þrátt fyrir að hún væri komin langt á leið og var svima- og yfirliðagjamt. Þau fóm ekki með bamið á næsta spítala heldur stefndu tfl sjúkrahúss sem var mun fjær heimfli þeirra. Eric gaf þá skýringu á marblettunum að kona hans hefði dottið á hálkunni þegar þegar hún var á leiðinni frá útidyr- unum heima út í bílinn sem hann sat í og var að hita upp vélina fyrir akstm-inn i vetrarkuldanum. Hann skýrði jafri- framt frá því að henni væri gjamt að falla I yfirlið og væri heldur klaufsk að fóta sig. Þetta vakti spumingar um það hvers vegna hún ók þá bflnum í þessu ástandi og það um hánótt í vondri færð. Um sjálft slysið sagðist Eric ekki muna annað en að bfllinn hefði farið að snúast á veginum og hann hefði fyrst komist til meðvitundar þegar sjúkrabfll- inn var kominn og áhöfii hans var að lýsa framan í hann. Eftir að skyldmenni Tracy höfðu lesið skýrsluna vildu þau fá að vita sitthvað nánar. Hvers vegna lét Eric konuna aka í slæmri færð um hánótt þegar hún var komin sex mán- uði á leið og var svimagjamt þar að auki og féll í yfirlið? Og hvers vegna var skýrslunni haldið svo lengi leyndri? Hér var einhver maðkur í mysunni og skyldmennin snem sér til lögfræðings Ford-verksmiðjanna á svæðinu árið 1999 og skýrðu honum frá áverkunum á líkinu sem vom furðu lík því að konan hefði verið kyrkt. Nú fór að koma hreyfing á málin og fram kom að meina- fræðingurinn og rannsóknarlögreglan höfðu velt þeim möguleika fyrir sér að Tracy hefði verið myrt áður en bfll- inn lenti á símastaumum. En það gat líka verið að áverk- amir og dauðaorsökin kynnu að vera af því að öryggisbelt- in hefðu þrengt óhóflega fast að bamshafandi konunni og aö loftpúðinn hefði þanist fullharkalega út miðað við ástand hinnar látnu. Ákveðið var að láta kyrrt liggja. Líkið var líka fyrir löngu brennt og engir aðrir sérfræðingar höfðu rann- sakað það og reynt að gera sér grein fyrir banameininu. Eric og Tracy þegar allt lck í lyndi. Þau voru vel inenntuð og dugleg og persónugervingar ameríska draumsins um veraldlega velgengni. Samt var eitt- livað mikið að. Fallið frá málsókn Annar meinafræðingur, sem fór yfir skýrslumar um dauða Tracy, staöhæfði að hún hefði verið kyrkt með handafli og að blóðið í augum hennar gæti ekki stafað af öðm. Útþensla líknarbelgsins olli ekki dauðanum né árekst- urinn yfirleitt því bfllinn var á hægri ferð og skemmdimar á honum bentu ekki til að áreksturinn við símastaurinn hefði verið sérlega harður. Fleiri sérfræðingar voru á sama máli. Þessar nýju rannsóknir komu lögffæðingum tannlæknis- ins í vanda. Þeir töldu sig vera með öruggt mál í höndum þegar Eric réð þá tfl að ná skaðabótum frá bflaffamleiðand- anum vegna dauða konu sinnar sem þá átti að vera af völd- um falsks öryggis þegar liknarbelgurinn þandist út. Þeir vora meira að segja búnir að ráða fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að stjóma almenningsáliti, eða sérfræðinga í al- mannatengslum, eins og þeir kalla sig, til að básúna út hví- líkur óskapa missir það var fyrir Eric að sjá á eftir konu sinni í gröfina og dóttur þeirra að missa móður sína vegna galla í Ford-bílnum. Nú fór i gang mikið þref um hvort líknarbelgimir lemdu fólk til dauða eða hvort þeir björguðu lífi þeirra sem lentu í árekstram. Fleiri meinafræðingar voru kallaðir til og lög- fræðingar bám brigður á allar niðurstöður, allt eftir því hveijir réðu þá til starfa. Lögfraaðingar Ford vildu fá skýr- ingar á því hvers vegna Eric var með óskemmd gleraugu á nefmu og hatt á höfðinu þegar sjúkraliðar komu að honum steinrotuðum af líknarbelg, að því er virtist. Það vakti grunsemdir að mánuði fyrir dauða Tracy hækkaði maður hennar líftrygginguna um helming, úr 100 þúsund dollurum, og þar sem hún fórst af slysförum var tryggingafélagið búiö að greiöa honum 390 þúsund dollara vegna dauöa konu hans. Fjölskyldu Tracy þótti líka gransamlegt aö Eric bannaði dóttur sinni að hafa neitt samband við hana og að allar myndir af móður hennar og annað sem minnti á hana var fjarlægt úr húsinu. Það var túlkað þannig að stúlkan ætti að gleyma móður sinni fullkomlega til að hún færi ekki síðar að grafast fyrir um líf hennar og jaftivel dauða. Ekki dró það úr tortryggninni þegar Eric tilkynnti fjölskyldunni að hann ætlaði aö fara í mál vegna dauða konu sinnar og krefjast bóta. Var honum sagt að þau kærðu sig ekkert um að hagn- ast á dauða Tracy og vildu ekki sjá neina peninga vegna hennar og myndu ekki taka við þeim. Þá svaraði ekkillinn að ef færi að þrengja að honum í málaferlunum myndi hann draga kröfur sínar til baka. Ekki bætti úr skák þegar upp komst um samband Erics við Stephanie Arrington og að þau áttu i miklu og tíðu síma- sambandi skömmu fyrir dauða eiginkonunnar. Það sagði tannlæknirinn vera hreinar tflviljanir. Að því kom að Eric Thomas ákvað að hætta við málsókn sína á hendur Ford því málaferlin mundu aðeins valda enn frekari rannsóknum á dauða konu hans og félagið mundi einskis láta ófreistað tfl að afsanna að líknarbelgir í bfl sem það framleiddi væm lífshættulegir. Enn verra var að ef framleiðandinn yrði sýknaður af að hafa valdið dauða Tracy bærust böndin enn frekar að honum sjálfum. Hann mundi þá sitja uppi með morðákæm í stað þess að fá millj- ónir dollara í skaðabætur fyrir varasaman öryggisbúnað i Ford Explorer. í júlí 1998 kvæntist Eric Stephanie, fyrrverandi hjákonu sinni, og búa þau enn í Cape May og eiga saman tvö böm, dreng og stúlku. Siðla árs 2000 var hafin rannsókn á bflslys- inu af hálfú ákæmvaldsins vegna beiðni folskyldu Tracy. Móðir hennar er sannfærð um sekt fyrrverandi tengdason- ar síns og segist vilja sjá réttlætinu fullnægt. Niðurstaða hefur þó ekki fengist enn og meinafræðingar og alls kyns sérfræðingar velta líkum á milli sín á meðan Eric Thomas borar i tennur stöndugra íbúa Cape May.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.