Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Page 49
LAUGARDAGUR II. JANÚAR 2003
53
H&lgarblad1 3l>"V
Nokkuð miklar sveiflur milli
ára hjá sumum umboðum
Eins og flestir vita var síðasta ár
slæmt í sölu bíla líkt og árið þar á
undan og þrátt fyrir góðan enda-
sprett seldust færri bílar árið 2002
en niðursveifluárið 2001. Þessar
miklu sveiflur komu auðvitað mis-
mikið niður á umboðunum og mörg
þeirra hafa tapað nokkru fé á síðast-
liðnum árum. Athyglisvert er að
skoða tölur yfir hlutdeild umboð-
anna og þegar fimm stærstu eru
skoðuð kemur í ljós að þrjú þeirra,
Brimborg, P. Samúelsson og Hekla,
ná aö bæta við markaðshlutdeild
sina. Ef árið hefur komið vel við
einhvem verður ekki litið fram hjá
Kia sem jók sölu sína um 107% á
síðasta ári. Að sögn Sigurðar P. Sig-
fússonar, sölustjóra Kia, geta þeir
vel við unað og eru réttum megin
við núllið. „Menn leita meira í öldu-
dalnum eftir ódýrari merkjum eins
og sést í sölu okkar og Skoda sem
dæmi. Sportage hefur alltaf staðið
upp úr hjá okkur en Sorento kemur
sterkur inn og við selt alla þá bíla
sem við höfum geta fengið,“ segir
Sigurður. Um 30% af sölu Kia var til
bílaleigufyrirtækja.
Brimborg bætir viö sig
Fleiri merki auka söluna eins og
Volvo, Fiat og Skoda en mesti sam-
drátturinn er hjá merkjum eins og
Lada, Alfa Romeo og Saab. Reyndar
er um svo fáa bíla að ræða í sumum
tilvikum að hver bíll hefur stór
áhrif á prósentutöluna. Brimborg
bætir mest við markaðshlutdeild
sína á síðasta ári og bætir við sölu í
öllum merkjum sínum, nema Dai-
hatsu sem þeir hafa hætt að selja í
bili. „Við erum mjög ánægðir með
okkar hlut á síðasta ári. Brimborg
var með mestu aukninguna af fimm
stærstu og aðeins Kia-umboðið óx
meira. Einnig var mjög góður vöxt-
ur í Volvo, Citroén og Ford og Volvo
er langsterkastur á lúxusbílamark-
aði eins og-tölumar sýna,“ segir Eg-
ill Jóhannsson, forstjóri Brimborg-
ar. -NG
Fimm stærstu bílaumboöin
- breyting á markaöshlutdeild milli áranna 2001 & 2002.
Brlmborg
P. Samúelsson |
Hekla
B&L
IH/Bílhelmar
-15% -10% -5% 0% 5% 10% 15%
Tölur Innlfela fólksbíla, Jeppa, sendlbíla, mlnnl hópferðabíla og minnl vörubíla.
SÖLUTÖLUR ÁRANNA 2001-2002
Teqund Sala 2002: Sala 2001 Mismunur:
Tovota 2013 2031 -0,89%
VW 981 944 +3,92%
Nissan 571 732 -21,99%
Hvundai 359 408 -12,01%
Subaru 356 407 -12,53%
Skoda 356 315 +13,02%
Opel 352 444 -20,72%
Ford 339 310 +9,35%
Renault 329 397 -17,13%
MMC 318 408 -22,06%
Peuqeot 238 212 +12,26%
Suzuki 227 242 -6,2%
Kia 209 101 +106,93%
Honda 165 164 +0,61 %
Citroén 133 119 +11,76%
Volvo 114 81 +40,74%
Daewoo 101 166 -39,16%
Lexus 84 77 +9,09%
Audi 79 92 -14,13%
Mercedes-Benz 64 100 -36%
Isuzu 60 62 -3,23%
Mazda 59 79 -25,32%
Land Rover 53 78 -32,05%
BMW 53 58 -8,62%
Ssanqyonq 33 34 -2,94%
Fiat 21 15 +40%
Lada 16 29 -44,83%
Alfa Romeo 6 16 -62,5%
Saab 4 13 -69,23%
Porsche 1 1 0%
(Miðað er við sölu á öllum bílum, einnig vörubílum, sendibílum og hópferðabílum.)
Lúxusbílamarkaðurinn á íslandi
Janúar-desember 2002
29,9%
©
0 25
Stykkl
50
75
100
125
Bogi Pálsson selur sinn hlut í Toyota-umboðinu
Fækkar enn í fjölskyldu
trjám bílafyrirtækjanna
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
keyptu á fimmtudag 25% hlutafjár í
Eignarhaldsfélaginu Stofni. Stofn ehf.
er móðurfélag P. Samúelssonar og
fleiri tengdra félaga eins og Arctic
Trucks og Kraftvéla, auk Fasteignafé-
lags utan um húseignir. Fyrir kaupin
átti Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
engan hlut í Eignarhaldsfélaginu
Stofni ehf. P. Samúelsson er umboðs-
og söluaðili fyrir Toyota og Lexus bif-
reiðar og er stærsti bílainnflytjandi
landsins. Sjóvá-Almennar tryggingar
hf. og P. Samúelsson hf. hafa átt traust
samskipti um áratugaskeið og eftir því
var leitað að Sjóvá-Almennar trygging-
ar hf. kæmu að Stofrii ehf. sem kjöl-
festufjárfestir. Að mati félagsins er um
góðan fjárfestingarkost að ræða. Fjár-
mögnun kaupanna er með eigin fé en
viðskiptin eru fyrir milligöngu Lands-
bankans.
Bogi lengi viljað selja
Að sögn Emils Grímssonar, fram-
kvæmdarstjóra P. Samúelssonar hf.,
Emil Grímsson, fráfarandi framlo'æmd-
arstjóri P. Samúelssonar, tók strax við
starfi Boga PáLssonar sem forstjóri.
hefur Bogi lengi stefht á að breyta til.
„í því samhengi breyttum við skipu-
laginu hjá okkur 1998 og þá tók ég við
sem framkvæmdarstjóri með meiri
ábyrgð á daglegum rekstri," segir
EmO. Nú gafst tækifæri sem Bogi nýtti
og mun Emil taka við af Boga sem for-
stjóri. Emil vildi lítið annað láta hafa
eftir sér um málið og sagði að ekki
væri búið að ganga frá öllum endum
sölunnar. Að mati manna í greininni
er Emil einn af lykilmönnum fýrirtæk-
isins og á stóran þátt í góðu gengi þess
á síðustu árum.
Allt aö þriggja milljarða virði
í bókinni Ríkir Islendingar eftir Sig-
urð Má Jónsson, blaöamann Viðskipta-
blaðsins, kemur fram að Toyota í Jap-
an eigi óverulegan hlut í P. Samúels-
syni. Stofii á 96% I P. Samúelssyni og
átti Bogi 29,9% hlut þar og Páll faðir
hans 60%. Páll Samúelsson er starfandi
stjómarformaður en hefúr að mestu
dregið sig út úr daglegu starfi fyrirtæk-
isins. Bogi hefur verið nákvæmur
stjómandi af nýja skólanum og lyft
grettistaki við endurskipulagningu fyr-
irtækisins, sem var nánast gjaldþrota í
upphafi tíunda áratugarins. Eiginfjár-
staða hefur styrkst gífurlega á síðustu
ámm undir hans stjóm. P. Samúelsson
er metið á þrjá milljarða að mati Sig-
urðar Más. Ætla má að hluturinn sem
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. keyptu
sé þvi nokkurs virði, á bilinu 500-750
milljónir króna. -NG
Brimborg
frumsýnir
Volvo XC90
Volvo XC90 lúxusjeppinn verð-
ur frumsýndur hjá Brimborg um
helgina. Opið verður frá kl. 12-16
laugardag og sunnudag. Boðið
verður upp á kaffi og kleinur.
Volvo XC90 er lúxusjeppi frá Vol-
vo og er þetta frumraun Volvo á
jeppamarkaði. Sala hófst í Banda-
ríkjunum i nóvember síðastliðn-
um en hófst í Evrópu í janúar á
þessu ári. Volvo XC90 hefur hlot-
ið mikið lof bílagagnrýnenda um
allan heim og hefur þegar hlotið
fjölda viðurkenninga. Sú stærsta
kom fyrir aðeins nokkrum dögum
þegar Volvo XC90 var valinn
jeppi ársins í Bandaríkjunum
2003.
Suzuki Sidekick Sport, ssk.,
skr. 2/96, ek. 115 þús.
Verð kr. 860 þús.
Suzuki Jimny JLX, bsk.,
skr. 6/02, ek. 15 þús.
Verð kr. 1480 þús.
Suzuki Jimmy JLX, bsk.,
skr. 6/99, ek. 49 þús.
Verð kr. 990 þús.
Skoda Octavia Elegance, ssk.,
skr. 10/02, ek. 1 þús.
Verð kr. 1890 þús.
Galloper 2,5, dísil, ssk.,
skr. 9/99, ek. 78 þús.
Verð kr. 1490 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---////---------------
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, sími 568-5100
Suzuki Baleno GLX, 4 d.,
bsk., skr. 8/99, ek. 38 þús.
Verð kr. 1100 þús.
Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk.,
skr. 9/99, ek. 23 þús.
Verð kr. 750 þús.
Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk.,
skr. 11/98, ek. 87 þús.
Verð kr. 1490 þús.
Suzuki Grand Vttara 2,7 XL-7,33?,
breyttur.skr. 9/01, ek. 4þús.
Verð kr. 3690 þús.