Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 11
11 MIÐVKUDAGUR 15. JANUAR 2003 DV Utlönd Aukin andstaða við beina hernaðaríhlutun gegn írökum: Stuðningur við Bush fer hraðminnkandi heimafyrir Bush Bandaríkjaforseti sagði i gær að tíminn sem Saddam Hussein Iraks- forseti hefði til þess að afvopnast væri að renna út. „Hingað til hef ég ekki séð neinar sannanir fyrir því að hann hafi sýnt vilja tO þess að afvopnast og ég er orðinn leiður á leikjum hans og blekkingum,“ sagði Bush. í kjölfarið bárust skýr andsvör frá höfuðstöðvum Evrópusamhandsins í Brussel þar sem varað er við of skjótri hernaðarlegri íhlutun og þess krafist að vopnaeftirlitið fái þann tíma sem þurfl til að ljúka eftirlitinu. Javier Solana, utanríksmálastjóri ESB, sagði í gær að ef Blix þyrfti meiri tíma þá ætti hann að fá hann. Solana sagði einnig að önnur ályktun Öryggisráðsins gæti orðið nauðsynleg tO þess að réttlæta hernaðaraðgerðir og tók þar með undir fram komna skoðun Gerhards Schröders kanslara Þýskalands á málinu. Bush Bandaríkjaforseti Stuöningur viö Bush heimafyrir er nú 58% en var mestur 90% eftir hryöjuverkaárásirnar. „Ég er ekki sammála því að vopna- eftirlitinu eigi að ljúka 27. janúar. Það er dagurinn sem Blix á að gefa Örygg- isráðinu fyrstu skýrsluna um stöðu mála en hann á aftur að gefa skýrslu í mars,“ sagði Solana. Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók undir orð Solana og sagði í gær að vopnaeftir- litssveitimar væru nú loksins komn- ar á skrið og ættu skOyrðislaust að fá tíma tO þess að vinna sín verk. Þá sagði Mohamed A1 Baradei, yfir- maður Alþjóða kjarnorkumálastofn- unarinnar, sem ásamt Hans Blix fer með stjóm vopnaeftirlitsins í írak, að Irakar yrðu að sýna meiri sam- starfsvOja. „Við þurfum meiri upplýs- ingar og verðum að fá að ræða við fleiri sem málið varðar. Við þurfum meiri efnislegar sannanir fyrir því að gjöreyðingarvopnum hafi verið eytt,“ sagði E1 Baradei. Andstaðan gegn beinni hemaðar- íhlutun Bandaríkjamanna í írak hefur stöðugt verið að aukast, jafnt erlendis sem heimafyrir, og hafa fjöldamótmæli farið fram víða um land að undanförnu. Þá sýna nýjar skoðanakannanir að stuðningur þjóðarinnar við Bush fer hraðminnkandi og mælist nú aðeins 58% eftir að hafa farið mest í um 90% eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001. Sumir kenna þó versnandi efnahagsstöðu um fylgishrunið og segja mikinn meirihluta þjóðarinnar styðja hernaðaraðgerðir. Að sögn eins stjórnmálaskýranda virðist fólk óánægt með það að for- setinn skuli eyða öOu púðrinu í íraksmálið á meðan flestir heimafyrir hafi meiri áhyggjur af efnahagnum og hvað koma muni í pyngjuna. REUTERS Hugsanleg ódæöistilraun Franska lögreglan þurfti í gær aö rýma Sacre-Coeur kirkjuna í París þegar feröamaöur uppgvötaöi þar grunsamiegan pakka með þremur litlum gasbrúsum, fjórum flöskum af bensíni og enn öörum flöskum meö ónefndu eldfimu efni límdum saman. Um 8 milljónir feröamanna heimsækja kirkjuna á hverju ári. Ört vaxandi stuðningur Norðmanna við ESB-aðild Þrátt fyrir ört vaxandi stuðning Norðmanna við aðOd að Evrópusam- bandinu ætlar ríkisstjórnin ekki að hvika frá málefnasamningi sinum sem kveður á um að umræður um að- Od séu ekki á dagskrá rikisstjómar- innar. Tveir af þremur stjómarflokkum, KristOegi þjóðarflokkurinn og Vinstri flokkurinn, eru báðir andvígir aðOd að ESB en stærstu flokkar landsins, með stjómarflokkinn Hægri í forystu, eru fylgjandi aðOd að sambandinu. Síðasta skoðanakönnun GaOup sýndi að 58% landsmanna em fylgjandi að- Od en aðeins 29% andvíg. Það vakti mikla athygli í könnun- inni hve margir tóku afstöðu tO aðOd- arinnar. Aðeins 11% voru óákveðin og 2% aðspurðra neituðu að svara. Það þykir ekki síður fréttnæmt við könnunina að bæði bændur og fisk- vinnslufólk færir sig í auknum mæli tO liðs við fylgjendur aðOdar. Þá hef- ur stuðningur íbúa Norður-Noregs við aðOd að sambandinu farið vaxandi og forystumenn Sama, á Samaþinginu, hafa hvatt tO þess að viðræður um Kjell Magne Bondevlk Bondevik, forsætisráöherra Noregs, treystir á stuöning nágrannanna í viöræöunum viö ESB. aðild að Evrópusambandinu verði teknaruppsem skjótast. IhúarNorð- ur-Noregs og Samar voru þeir sem harðast börðust gegn aðOd í þjóðarat- kvæðagreiðslunum 1972 og 1994 þar sem þjóðin hafnaði aðOd að ESB. Á sama tíma og norska þjóðin lýs- ir yfir vOja sínum, í hverri skoðana- könnuninni af annarri um inngöngu í ESB, leggur ríksistjórnin áherslu á að ná toOasamningum við EES. Bæði Jan Petersen utanríkisráðherra og Bondevik forsætisráðherra treystu á stuðning frá Svíum, Dönum og Finn- um í viðræðum sínum um verðmið- ann á viðskiptapakkanum við EES. Sá stuðningur brást algerlega þegar Göran Persson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, sagði í fjölmiðlum í gær að Norðmenn, sem gjarnan segjast vera ríkasta þjóð í Evrópu, væru ekkert of góðir til að borga 41 mOljarð ísl. króna sem sambandið krefðist fyrir aðgang að mörkuðum þess. Persson sagðist bjóða Norðmenn velkomna í Evrópusambandið en ef þeir ætluðu sér fullan aðgang að innri markaði þess yrðu þeir að borga það sama og t.d. Sviar sem eru í sam- bandinu. Bondevik er ekki sammála starfs- bróður sínum í Svíþjóð og ætlar að biðja hann um að skýra sjónarmið sín betur. -GÞÖ Ungmenni féll í átökum í Bólivíu Eitt ungmenni féO og meira en 100 manns voru handteknir í átökum kókabænda og hermanna í Bólivíu. Aðgerðir hersins voru liður í því að koma í veg fyrir ræktun hinna ólöglegu kókalaufa en úr þeim er kókaín unnið. Að sögn ráðherra í ríkisstjórn landsins lést hinn 18 ára gamli drengur þegar hermenn reyndu að ryðja úr vegi vegahindrunum sem bændumir hefðu sett upp. Meira en 20 manns hafa dáið síðasta ár eða svo í mótmælum gegn útrýmingu kókalaufa. Bændur segja að laufin séu eina tekjulind þeirra. John Lee Malvo Réttaö veröuryfir táningnum sem fullorönum einstaklingi. Gæti fengið dauðarefsingu Ákæruvaldið í Virginíufylki í Bandaríkjunum færði í gær rök fyr- ir því að táningurinn John Lee Mal- vo, sem er annar tveggja grunaðra um launmorðin í kringum höfuð- borgina Washington í haust, ætti að sæta réttarhöldum og refsingu sem fuOorðinn einstaklingur. Saksókn- arinn tengdi hann beinlínis við fjög- ur morð en aOs voru 10 myrtir af tvíeykinu og 3 tO viðbótar særðir. Fyrst verður þó réttað yfir félaga Malvo, John AOen Muhammad, í Prince WOliam-sýslu í Virginíu. Hann mun líklega i október næst- komandi sæta ákærum fyrir morðið á Dean Harol Meyers sem átti sér stað við bensínstöð þann 9. október síðastliðinn. Koizumi sniðgeng- inn af S-Kóreu Kim Dae-jung, forseti S-Kóreu, hefur aflýst fundi sínum með Jun- ichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, í kjölfar heimsóknar sinnar í japanskt minningarskrín um fallna hermenn, þeirra á meðal dæmda stríðsglæpamenn. Heim- sóknin hefur vakið mikla reiði S- Kóreumanna sem sættu miklu harð- ræði af hendi japanskra hermanna á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. janúar 2003 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum i eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 44. útdráttur 41. útdráttur 40. útdráttur 39. útdráttur 35. útdráttur 33. útdráttur 32. útdráttur 29. útdráttur 26. útdráttur 26. útdráttur 26. útdráttur Innlausnarverðið er aó finna í Morgunblaðinu þriðjudaginn 14. janúar. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. íbúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 I www.ils.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.