Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Page 14
14 Menning Kjólasýning Jacqueline í Tískusafninu í París, Le Musée de la mode et du textile, hefur verið opnuð forvitnileg sýning á fötum Jacqueline Kennedy frá þeim tíma þegar hún var forsetafrú Bandaríkj- anna. Það á vel við að sýna fatnað Jacqueline í París því þangað sótti hún flestar sínar fræg- ustu flíkur, löndum hennar til nokkurrar gremju. Einkum hafði keppinauturinn Pat Nixon nokkrum sinnum orð á því í kosninga- baráttunni 1960 hvað Jacqueline væri óþjóð- rækin að versla ekki í heimabyggð. Ferskur gustur Jacqueline Kennedy var tólf árum yngri en eiginmaður hennar, John F., sem varð forseti Bandaríkjanna árið 1960. Hún var fædd 1929 og giftist honum þegar hún var 24 ára, árið 1953. Hún var óhemju glæsileg kona, fluggreind og vel menntuð, mikill málamaður og einstaklega smekkleg eins og fram kom meðal annars í því hvemig hún endurskipulagði innbú Hvíta hússins í sinni tíð þótt stutt væri. Ekki síst var hún einstaklega heillandi í fasi og klæðaburði. Jacqueline þótti vera eins og ferskur gustur í stöðnuðu embættisandrúmslofti þar sem hún stóð við hlið manns síns við embættistökuna, klædd elegant kjólkápu með hálfermum og stórum yfirdekktum tölum með nettan loð- kraga um grannan hálsinn og lítinn hatt sem tyllt var ofan á dökkan kollinn. Eins og hún tilheyrði annarri öld en pelsklæddu konumar hinar sem viðstaddar voru. Sú flík (sjá mynd hér á síðunni) var að vísu eftir Rússann Oleg Cassini en hann bjó þó í Bandaríkjunum. Tómar púpur Jacqueline var mínímalisti i fatasmekk; föt- in hennar eru einföld og stílhrein, línur hrein- ar og beinar, litir tærir. Hún bar sjaldan skartgripi en var oftast með hvíta hanska sem náðu upp að oln- bogum. John F. vakti ævinlega miklu meiri athygli þegar hún var með á ferðum hans en þegar hann var einn, og það viðurkenndi hann sjálfur fúslega. Þegar þau komu í opinbera heimsókn til Frakklands kynnti hann sig fyrir Charles de Gaulle forseta sem „náungann sem fylgdi Jacqueline til Parísar". Á yfirborðinu voru þau hið full- komna par, hann valdsmaður og vel aö sér i heimsmálum, hún verndari menningar og lista, en á kvöldin þegar hún fór að hátta hélt hann áfram að skemmta sér með öðrum konum. Þjáning hennar var sár en hún bar hana með reisn. Á sýningunni er fjöldi kjóla sem 'T', I harðri kosningabaráttu 1960 Hér erJacqueline Kennedy í franskri glæsiflík með uppháa hvíta hanska aö venju. Dæmigerö Jacqueline Kjólkápan sem Jacqueline klæddist þegar eiginmaður henn- ar sór embættiseið. fólk man eftir áratugum seinna vegna þess hve tígulega Jacqueline bar þá, en blaðakona Weekenda- visen sem sagði nýlega frá sýning- unni gerir þá athugasemd að þeir virki einkennilega óspennandi þeg- ar hún er ekki lengur í þeim. í heild séu fötin eintóna, að hún segi ekki beinlínis leiðinleg. Það er ekkert djarft við þessar flíkur, ekkert hug- myndarikt og skemmtilegt, „þær eru eins og tómar púpur þegar flðr- ildið er flogið". En þegar Jacqueline fór í þær gerðust undrin. Jacqueline Kennedy varð ekkja 22. nóvem- ber 1963 eftir þrjú ár í embætti forsetafrúar. Hún gifti sig 1968 auðkýfingnum Aristotle Onassis en engin föt eru á sýningunni frá ár- unum með honum eða árunum eftir dauða hans þegar hún fékk loksins að njóta hæfileika sinna til fullnustu í starfi ritstjóra á forlagi í New York. Þau bíða sjálfsagt næstu sýningar. Núverandi sýning stendur til 16. mars í ár og safnið er við Rue de Rivoli. Bókmenntir ✓ A mörkum tveggja heima Veröld okkar vandalausra eft- ir Kazuo Ishiguro, einn þekktasta samtímahöfund Breta, kom út í íslenskri þýð- ingu Elísu Bjargar Þorsteins- dóttur nú fyrir jólin. Þetta er fjórða bók Ishiguros sem út kemur á islensku, þær fyrri eru Dreggjar dagsins, Óhuggandi og í heimi hvikuls ljóss. Ishiguro fæddist í Japan árið 1954 en flutti til Bretlands árið 1960 og í bókum hans má greina ákveðna togstreitu milli ólikra menning- arheima. Veröld okkar vanda- lausra segir einmitt slíka sögu sem á snjallan hátt er dulbúin í gervi sakamálasögunnar þótt sagan snúist ekki síst um til- raunir sögumanns til að raða brotum lífs sins saman svo úr verði heildstæðari og ásættan- legri mynd. Sagan gerist á fyrri hluta 20. aldar, frá alda- mótum fram til ársins 1958, og er sögusviðið Lundúnir og Shanghai. Aðalpersónan er Christopher Banks sem fyrstu 9 ár ævinnar býr í Shanghai en þegar foreldrar hans hverfa spor- laust er hann sendur til ættingja sinna í Bret- landi. Þar elst hann upp í góðu yfirlæti en er alla tíð dálítið sér á parti og rekst illa í hópi. Þó tekst honum að láta draum sinn um að verða einkaspæjari rætast og getur sér gott orð fyrir snjallar lausnir á flóknum sakamálum. Gátan sem ávallt herjar hvað ákafast á huga hans er gátan um hvarf foreldr- anna. Þörfin fyrir að leysa það dularfulla mál ágerist með ár- unum og í sama mund og heimsstyrjöldin síðari læðist að heimsbyggðinni freistar Banks þess að leita uppi bernskuslóðirnar í Shanghai. Um leið elur hann þá von í brjósti að hafa uppi á æskuvin- inum Akira en þeir höfðu ver- ið óaðskiljanlegir í bemsku. í Kína tekur atburðarásin óvænta og óreiðukennda stefnu og Banks finnur sig tepptan i heimi áratugalangrar spilling- ar og stríðshörmunga. Gátan leysist að visu en útkoman er allt önnur en Banks gerir ráö fyrir og kemur lesandanum einnig í opna skjöldu. Eins og í Njálu forðum er það reyndar kinnhest- ur sem snýr málum til verri vegar og ræður ör- lögum söguhetjunnar! Veröld okkar vandalausra er dásamleg bók. Lesandinn gengur inn í annan heim og gleymir sér gjörsamlega í töfrandi frásögninni. Stíll Is- higuros er fágaður og meitlaður og hvert smá- atriði skiptir máli i texta sem fyrst og síðast af- hjúpar yfirborðsmennsku og spillingu. Þá gildir einu hvort verið er að fjalla um samkvæmislíf aðalsins í Lundúnum, valdamenn í Kína eða þjáningar mannsins í stríði sem friði. Banks reynir að fóta sig í flóknum heimi en vegna þess hve brotinn hann er og ótengdur eigin lifi og annarra rennur hamingjan honum úr greipum. Eins og títt er um persónur Ishiguros er Banks haldinn undarlegum ranghugmyndum um sjálf- an sig og lifir í stórkostlegri blekkingu um lif sitt og afkomu. En í því felst einmitt sjarmi, trúverð- ugleiki og um leið harmleikur persónu sem alla tíð lifir á mörkum tveggja heima í menningarleg- um og tilfinningalegum skilningi. Ljóst er að ekki hefur verið hlaupið að því að koma hinu flókna og fágaða máli Ishiguros yfir á íslenska tungu og gera skil þeirri tilhneigingu textans að bæla jafn sterkar tilfinningar og sorg, efasemdir og einmanaleika. Stílfimi höfundar felst í því að segja sem minnst en sýna þó allt og þeirri snilld kemur Elísa Björg á framfæri á vandaðan og útpældan hátt. Veröld okkar vandalausra er bók fyrir þá sem þora að týna sjálfum sér um stund á landamær- um sorgar, gleði, hamingju og hörmunga. Sigríður Albertsdóttir Kazuo Ishiguro: Veröld okkar vandalausra. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. Bjartur 2002. KAZUO ISHIGURO Veröld okkar vandalausra MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 Try Umsjón: SHja Aöalsteinsdóttir Ungir stórsöngvarar Þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum Rotary-mennirnir sem fylltu ásamt konum sínum Sal- inn á föstudags- kvöldið á árlegum stórtónleikum hreyfingarinnar. Jónas Ingimund- arson er vanur að framreiða mikla veislu á þessu kvöldi og söngvarar voru nú Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messósópran sem fær um þessar mundir mikið hrós fyrir söng sinn í Englandi þar sem hún nemur við óp- erudeild Guildhall tónlistarskólans og Eyjólfur Eyjólfsson tenór sem stundar söngnám við sama skóla i London. Óþarft er að orðlengja það að flutningur þeirra var ótrúlega áhrifaríkur. Bæði eru efni í stór- söngvara og Guðrún Jóhanna ef til vill þegar búin að öðlast þann sess, en bæði eru líka gædd sönnum tján- ingarhæfileikum sem eru líka mikils virði í óperuheimi samtimans. Guðrún Jóhanna sendi gæsahúð- ina iðulega niður eftir hrygglengju áheyrenda sinna þetta kvöld, til dæmis í bresku þjóðlögunum í út- setningu Brittens sem komu í henn- ar hlut, einkum þó Oh waly waly, en ójarðnesk var túlkun hennar á Sofðu, soföu góði eftir Kaldalóns. Manni fannst beinlínis að maður hefði aldrei heyrt það lag fyrr. Sama var að segja um Sólseturs- ljóð Bjarna Þorsteinssonar sem þau sungu saman. Gæsahúðin hríslast niður handleggina um leið og nafnið á laginu er barið á lyklaborðið! Það var svo fagurt í flutningi þeirra að fuglar fóru að syngja, fíflar sprungu út um hávetur og jöklar bráðnuðu. Enda friðaðist salurinn ekki að lok- um fyrr en þau tóku það lag aftur, textinn endar sem kunnugt er á orð- unum „góða nótt“ og þar með tókst þeim að sleppa! Áreynslulaus snilld Það er vandi fyrir leikmann að lýsa því hvað er svona heillandi við söng þessara glæsilegu ungmenna. Þau hafa bæði fagra rödd frá náttúr- unnar hendi og vítt raddsvið sem gerir að verkum aö það er eins og þau taki aldrei á þótt þau sveifli sér niður og upp. Einkum er athyglis- vert hvað þau treysta sér vel á lágu nótunum. Áheyrandinn er alltaf í ör- uggum höndum, hann þarf ekkert að hjálpa til með því að setja í herðam- ar eða kreppa hnefana. Annað er textaframburðurinn sem er til fyrir- myndar hjá báðum. Stundum var eins og maður uppgötvaði textann við gamalkunnug lög af því hvað hann heyrðist allt í einu vel og var skemmtilega túlkaður. Skemmtileg- heitin eru svo alveg sér á parti því þau eru bæði ekta gamanleikarar þó að þau nytu þess augljóslega meira að syngja dramatísk verk. Umsjónarmaður var lengi að velta fyrir sér hvar hann hefði séð Eyjólf áður en áttaði sig ekki fyrr en í hléinu þegar hann las í tónleika- skránni að Eyjólfur hefði leikið hundinn Spak í hinni dásamlegu Kolrössu hjá Hugleik í fyrra. Smárablómin óseld? Reykvíkingar voru fljótir að taka við sér þegar bent var á hér á menn- ingarsíðu hvað blómamyndir Þuríð- ar Sigurðardóttur sem hún sýnir nú í Gallerí Hlemmi væru gott mót- vægi við vetrarþunglyndi: Hún seldi öll málverkin nema tvö opnun- arkvöldið! Ekki er vitað hvort þau tvö eru enn þá á lausu en á þeim mátti sjá sólgula fifla og smjörgul smárablóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.