Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 M agasm Verst klæddu konurnar í Bandaríkjunum á einum lista: dúkka mei Tískulöggan Blackwell gerði stólpagrln að fyrrverandi fyrir- sætunni og sjónvarpsstjörn- unni Anna Nicole Smith fyrir að fremja verstu tískuglæpi síð- asta árs. Blackwell sagði að hin þéttvaxna 35 ára gamla Smith ætti ekki að hafa fyrir því að finna sér nýjan fatahönnuð heldur ráða til sín umhverfis- verkfræðing. Listinn yflr verst klæddu Blackwell lagðl til að Anna Nicole Smlth réði til sin umhverfisverkfræðlng. konurnar hefur komið út í Bandaríkjunum í 43 ár. Þar lendir Kelly, dóttir Ozzy Os- boume, í öðru sæti fyrir að líkj- ast angistarfullri dúkku með hárkollu. í þriðja sæti setur hann kólumbísku söngkonuna Shakira. Cameron Diaz setur hann svo í fjórða sætið og segir að það líti einna helst út fyrir að hún hafi veriö klædd af lit- blindum sirkustrúði. Breska prinsessan Anne, rithöfundurinn Ánne Rice, hönn- uðurinn Dona- tella Versace, leikkonan Meg Ryan og popp- stjörnumar Christina Aquilera og Pink komust einnig allar á þennan lista. Listann yfir þær best klæddu prýða, að mati Blackwells, Reese Witherspoon, Debra Messing, Halle Berry, Catherine Zeta- Jones, Oprah Winfrey, Jórdan- íu-prinsessan Firyal, Renee Zellweger, Kate Winslet, Nicole Kidman og Jenni- fer Aniston. Þess- ar konur segir hann frábær tískufljóð síðasta árs. Blackwell var ófær um að kynna þessa lista sjálfur á blaða- mannafundi þar sem hann hafði nýlega gengist undir aðgerð á hálsi. (Byggt á Usa Today) -abh SRÍÍfc „Þetta er myndarleg stelpa,“ segir pabbinn, Gestur Baldursson, og er að vonum stoltur af afkvæmi sínu. Mamman er Arna Dís Krlstlnsdóttlr. Magasín-mynd E.ÓI. Myndarleg stúlka er fædd i Mosfellsbæ: Eskimói meb tagl í hnakkanum „Það er engu öðru líkt að verða pabbi. Nokkuð sem allir verða að upplifa. 1 mörgu hef ég lent um dag- ana en þessi lífsreynsla toppar allt annað,“ segir Gestur Baldursson. Kona hans, Arna Dís Kristinsdóttir, ól þeim dóttur að morgni síðasta fóstudags, 10. janúar. Hefur móður og bami heilsast vel en litla stúlkan er 51 sentímetri á lengd og var fjórt- án merkur að þyngd þegar hún kom í heiminn. „Þetta er myndarleg stelpa,“ segir pabbinn og er að von- um stoltur af afkvæmi sínu. Atján mínútur gengin í tíu Fæðingin gekk afar vel fyrir sig. „Við fórum á fætur venju sam- kvæmt klukkan hálfsjö um morg- uninn. En einmitt þá byrjaði ég með hríðirnar og við fórum niöur á fæðingardeild. Þar fór ég inn á fæðingarstofu og þegar klukkan var átján mínútur gengin í tíu var stúlkan fædd. Ég fékk ekki einu sinni deyfingu, svo fljótt gekk þetta fyrir sig,“ segir Arna Dís Þau Gestur og Arna Dís eru samstarfsfólk, vinna bæði hjá Gripið og greitt við Skútuvog í Reykjavík. Fljótlega eftir að Arna hóf störf þar rugluðu þau saman reytum en fyrir á Arna dótturina Birgittu Sunnu sem er á níunda ári. Býr þessi litla og hamingju- sama fjölskylda í Mosfellsbænum. Meb dökk augu og kolsvart hár „Þegar ég fæddist er sagt að ég hafi litið út eins og lítill eskimói og þannig er þessi litla dúlla. Hún er með dökk augu og mikið kol- svart hár og tagl í hnakkanum," segir móðirin. Hún segist hafa ver- ið sólarhring að þegar hún ól fyrri dóttur sína og stúlkan sú. sem nú á orðið systur, sé hreint ekkert lík henni. -sbs Beðmálín á lokasprettinum Gellurnar í Sex and the City. Frá vinstri: Kim Cattrall, Cynthia Nixon, Sarah Jessica Parker og Kristin Davis. Endalok Sex and The Citý, Beðmál i borginni, eru ákveðin eftir næstu þáttaröö. Lokaþáttur- inn verður sýndur snemrna á næsta ári. Stöðiri sent framleiðir þættina væntir þess þó að einn góðan veðurdag verði þráðurinn tekinn upp að nýju. Ein leikkona þáttanna, Cynthia Nixon, sem leikur Miranda, ól son.í desent- ber og ncfndi hann Cliarles Gzekiel Mozes. Hann er annað barn þeirra skötuhjúa, hennar og Danny Mozes. sent er prófess- or i ensku og ljósmyndari. Þau hafa verið saman í flmmtán ár og eiga dótturina Samantha sem er sex ára. -abh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.