Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 25 M agasm Hestaþáttur í DV-Magasíni: Ab byrja í hestamennsku Nú er hestamennskan aö fara I fullan gang aftur eins og ávallt á þessum árstíma. Hestarnar eru búnir að vera í vetrarfrii, sem er þeim svo nauðsynlegt til að halda einkennum sínum . Áhuginn á hestamennsku er gríðarlegur og fer vaxandi ár frá ári, enda ekki skritið því hún er stórkostlegt sport. í hesta- mennsku sameinast útivist, fé- kannski ekki auðhlaupið að byrja. Það þarf að eiga réttan búnað, fatnað, hnakk og reiðtygi o.sv.frv. Þá borgar sig að leita ráðlegginga hjá þeim sem til þekkja, en auðvitað er langerflð- ast að finna rétta hestinn. Til eru margar sögur af fólki sem keypti sér hest sem hentaði því ekki og lenti svo í vandræðum. Til að forvitnast aðeins um Ragnar tjáði okkur að nauð- synlegt væri fyrir fólk að leita aðstoðar vanra manna. Mjög gott væri að fara í hestaleigum- ar og byrja að ríða út á rólegum hestum. Færa sig svo aðeins upp á skaftið. Síðan væri hægt að fara á námskeið síðar. Ef fólk er hinsvegar hrætt er best að fara strax á námskeið. Allt of algengt væri að fólk keypti sér hest sem hentaði því ekki. Einnig hefði það gerst að fólki væri seldur hestur sem menn væru að reyna að losa sig við vegna þess að um vandamálahest væri að ræða. Það borgar sig að fá að prófa nokkrum sinn- um áður en hest- ur er keyptur sagði Ragnar. Best að caupa jroskaðan íest En hvað skyldi nú góður byrjendahestur kosta? Best er að kaupa sér þroskaðan hest á aldrinum átta til tólf ijórtán vetra sagði Ragnar, og þeir kosta kannski á bilinu 100-300 þúsund. Miklu skiptir þó að þeir séu lund- góðir og lund- góðir hestar eru aldrei ódýrastir. Ragnar varar við því að byrj- endur kaupi sér of unga hesta. Þar hafa oft komið upp vandamál. Öryggiö í fyrirrúmi „Það borgar sig að fá að prófa nokkrum sínnum áður en hestur er keyptur," segir Ragnar Hlnriksson meðal annars hér í viðtallnu. Hér er hann meö tíkina sína hana Tótu og hestinn Djákna. Magasín-mynd GVA lagskapur við hesta og menn og umgengni við náttúruna á spennandi hátt. Margir hafa einhverntíman komið nálægt hestum, fóru á hestbak í sveit- inni í gamla daga eða hafa farið í göngur, og langar að byrja í hestamennsku aftur, en mikla það jafnvel fyrir sér að byrja. Það er svo gríðarlega margt sem þarf að taka tillit til og því þau mál ákvað DV-Magasín að skreppa í Víðidalinn og hitta einn af þekktustu tamninga- mönnum landsins, Ragnar Hin- riksson, sem er vel þekktur í hestamennskunni, bæði sem góður tamningamaður og keppn- ismaður. Hann er búinn að vera lengi að, hefur unnið til fjölda verðlauna og þykir hafa gott handbragð á hestum. Ragnar segist láta byrjendur fara á bak inni í gerði til að sjá hvar þeir standa og hleypir ekki fólki í burtu nema hann telji það óhætt. Það er mikilvægt að fólk lendi ekki vanda í upphafi því það getur haft varanleg áhrif. Hvað þykir Ragnari skemmti- legast við hestamennskuna? Það er að fara í ferðalög á sumr- in, á vel vetrarþjálfuðum hest- um segir Ragnar að lokum. -Guðm. G. Tiskan í Mílanó Tískufyrirtækið Dolce og Gabbana kynnti á dögunum nýja tískulínu sína fyrir konur og karla með árið 2003 í huga. Á efri myndinni er hin þekkta fyrirsæta Naomi Campbell í glæsi- legum fatnaði en breska stúlkan vekur jafnan athygli hvar sem hún fer. Á myndinni hér til hliðar má sjá skrautlegan jakka sem vakti mikla athygli á sýningunni í Mílanó. ■ ■ ■ ■ I HJÚLflBDRÐ Fncom FAco/wPlastbakkar Öruggur staður fyrir fyrir öll uerkfæri FAC0M verkfærin, □g allt á sínum stað! ..það sem fagmaðurinn notar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.