Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 29 •Leikhús ■Sól og Mánl Söngleikurinn Sól og Máni er sýndur I Borgarleikhúsinu í kvöld klukkan 20, rauö kort. ■Jón og Hólmfriður Jón og Hólmfríður er sýnt í Borgarleik- húsinu í kvöld klukkan 20. •Opnanir ■Samsvning á Kiarvalsstóaum Önnur opnun Listasafns Reykjavíkur á ár- inu er á Kjarvalsstööum í dag kl. 20. Um er aö ræða samsýningu hóps ungra, ís- lenskra og breskra listamanna og ber sýningin heitið then ... hluti 4 - minni forma. Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Andrew Child, Birgir Snæ- björn Birgisson, Gísli Bergmann, Miles Henderson Smith, Stefan Bottenberg og Tom Merry. Sýningin stendur til 2. mars. •Uppákomur ■Sólstrandaveísla Austfirð- inga á Broadwav Sólstrandaveisla Austflrðinga er haldin á Broadway í kvöid. Blús, rokk og djass- klúbburinn á Nesi (BRJÁN) mun, eins og undanfarin ár, setja upp tónlistarveislu á Broadway en þetta er f fimmta sinn sem BRJÁN heldur til höfuðborgarinnar til aö skemmta menningarþyrstum íbúum suö- vesturhornsins. BRJÁN á uppruna sinn að rekja til Neskaupstaöar og hefur staö- iö fyrir tónlistarveislum sem þessari frá 1989 og haft mismunandi þemu ár hvert. I ár var ákveöið aö lýsa hug og hjörtu heimamanna meö sólstrandaveislu og endurskapa þannig fjörið sem á slíkum stöðum er. Dæmi um flytjendur sem flutt verða lög eftir eru Beach Boys, Gipsy Kings og fleiri. Boöið er upp á þriggja rétta kvöldverö fyrir sýningu. ■Le Sing á Broadwav Þaö er boöiö upp á Le Sing á Litla svið- inu á Broadway í kvöld. Le Sing er sýning þar sem leikarar, listamenn og dansarar skemmta og þjóna gestum hússins. Um kvöldið feröu í feröalag sem samanstend- ur af góöum mat ásamt skemmtilegri músfk úr ýmsum áttum. Le Sing hópurinn eru þau Bjarni „töframaöur" Baldvins- son, Sigurjón Brink, Brynja Valdís Gísla- dóttir, Soffía Karlsdóttir, Erlendur Eiríks- son og Þórunn Clausen. •Fundir og fyrir- 1sstrar ■Vatnalékulsbióðgaróur_______og Jóklasetur á Hornafirói - Háskólasetrið á Hornaflrði, Framhalds- skólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Menningarmiðstöð Hornafjaröar halda málþing um Vatnajökulsþjóögarö og Jöklasetur á Hornafíröi kl. 15.00-19.00. Málþingiö veröur haldiö í ráöstefnusal Ný- heima á Höfn og er öllum opiö. Umræðan um þjöögarða eykst stööugt í þjóðfélag- inu. Nú þegar ári fjalla er lokiö eru sjálf- sagt margir að velta fyrir sér hvar stofnun Vatnajökulsþjóögarðs sé á vegi stödd. Á málþinginu véröur gerö grein fyrir stööu og 'horfum þjóögarösverkefnisins og ræddar hugmyndir um eflingu rannsókna og atvinnutækifæra sem Vatnajökulsþjóö- garöur heföi i för með sér. Þjóögaröar f sunnanverðri Afrfku veröa kynntir og rætt hvaöa lærdóm er hægt aö draga af þeim. Einnig veröur gerö grein fyrir stöðu Jökla- seturs á Hornafiröi og hugmyndir um frek- ari uppbyggingu þess ræddar.Þá veröur kynnt skýrsla ársins 2003 úr rannsóknar- verkefninu Vatnajökulsþjóögarður: Nátt- úruvernd og atvinnulíf grannþyggöa, þar sem meöal annars er að finna niðurstöö- ur ftarlegra viötala við fjölmarga fbúa. Stutt kynning verður einnig á fyrirhuguöu þverfaglegu verkefni um sambúð manns og náttúru umhverfis Vatnajökul. ■Rannsóknir. verndun og vinna Vatnajökulsþjóðgarður og Jöklasetur á Hornafiröi: Hvert stefnir? Rannsóknir, verndun, atvinna. Þetta er heitið á mái- þingi á vegum Háskólasetrins á Horna- firði, Framhaldsskólinn i Austur-Skafta- fellssýslu og Menningarmiðstöð Horna- fjarðar sem haldið verður f dag kl. 15-19. Málþingið veröur haldið f ráöstefnusal Ný- heima á Höfn og er öllum opiö. ■Baráttuaóferóið stjórnmála- kyenna. Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmál- um stendur fyrir ráöstefnu í dag kl. 16.00-18.00 í Hátíðarsal Háskóla ís- lands.Fjallaö veröur um baráttuaöferöir kvenna í stjórnmálum. Hvers vegna aö auka hlut kvenna f stjórnmálum? Hverju hefur þátttaka kvenna f stjórnmálum breytt? Hverju á hún að breyta og hverju mun hún breyta ■Samkvnhneigó og ungt félk Áriö 2003 minnast Samtökin 78 þess aö hafa starfað f aldarfjóröung og af því til- efni býður félagiö upp á röö hádegisfyrir- lestra I Háskóla Islands f samvinnu viö fé- lagsvísindadeild Háskðlans, Mannrétt- indaskrifstofu íslands og Félag samkyn- hneigöra og tvíkynhneigöra stúdenta, FSS. Sex fyrirlestrar veröa á dagskrá á vormisseri og hinn fyrsti er haldinn í dag. Þar mun Sigrún Sveinbjörnsdóttir sál- fræðingur flytja fyrirlestur sem hún nefnir Samkynhneigð, sálfræði og samfélag. Ungt fólk í háska. Sigrún mun ræða um þekkta áhættu- og verndarþætti á við- kvæmu æviskeiði unglingsáranna og þá þögn sem fræðin sveipa upplýsta um- ræöu um kynhneigð manna meö þvf aö gengið er út frá gagnkynhneigð leynt og Ijóst. Hún lýsir því hvernig sú persónu- lega reynsla að eiga son sem er hommi fyllti hana vilja til að berjast gegn ófremdarástandi sem rfkir á sviði sálar- og uppeldisfræöi þar sem hvorki fjölskyld- um né uppeldisstofnunum er hjálpað til þess að taka á samkynhneigð vaxandi kynslóðar á ábyrgan hátt. Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 101 í Odda, Háskóla ís- lands, og hefst kl. 12.AÖ honum loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram spurningar og taka þátt í stuttum umræð- um. • Bíó ■Frönsk kvikmvndahátíð Frönsk kvikmyndahátfö hefst f Háskóla- bfói í dag. Alls veröa sýndar átta franskar myndir meö enskum texta á hátiöinnni sem stendur til 27. janúar. lau8ardagUr 18/1 •Krár ■Gelrmundur í Képavogi Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi á Catalínu alla helgina. ■Brain Police og innvortis á Grand Rokk Rokkhljómsveitin Brain Police stígur á sviö á Grand Rokk klukkan 23.59. Á undan mun hljómsveitin Innvortis hita upp. Sem sagt gffurleg rokkveisla. Þær fregnir eru nú í loftinu aö Brain Police bjóðist plötusamningar úti um ailar triss- ur eftir aö hafa gefiö út smáskffu rétt fyr- ir jól. Þeir þykja minna á Queen Of the Stone Age og hljómsveitinni Brain Police fylgir stór áödáendahópur sem eflaust mætir á Grand Rokk í kvöld. ■Blacklight og bodvpaint á Snotlight Blacklight og bodypaint á Spotlight. Baddi Rugl veröurf búrinu. Opiö 21-5.30. 20 ára aldurstakmark. 500 kr. inn eftir 01 f kvöld. ■Danssveifla á Leikhúskiallar- anum Lelkhúskjallarinn hefur opnaö aftur eftir breytingar og í kvöld verður syngjandi danssveifla að hætti hússins. Ókeypis inn. ■Tvé dónaleg haust á Amster- dam Hin stórskemmtilega hljómsveit, Tvö dónaleg haust, með sjarmörinn Gumma í broddi fylkingar gerir allt vitlaust á Café Amsterdam í kvöld og langt fram undir morgun. ■Hliómsveit Stefáns P á Þórs- kaffi Hljómsveit Stefáns P. leikur á Þórskaffi í kvöld. Stuö aö hætti Stefáns. ■Steini i Quarashi á Vídalín Steini í Quarashi sér um tónlistina á Vídalín í kvöld. Frítt inn. ■SSSél á Gauknum Stórsveitin SSSól meö Dj Batman f meö- dragi veröa meö hörkudansleik á Gaukn- um í kvöld. Húsiö opnaö 23.30. ■Karma á Plavers Þaö er boöiö upp á alvörudansleik á Players f Kópavogi f kvöld þegar hljóm- sveitin Karma stfgur þar á stokk. ■Revnir á Vegamótum Plötusnúöurinn Reynir ætlar ekki aö vera neinn eftirbátur Tomma síöan f gær og hyggst gera allt vitlaust á Vegamótum f kvöld. ■Hot N Sweet á Chamnions Þessa helgina mun hljómsveitin Hot N Sweet ásamt Hermanni lnga koma sam- an á ný eftir þriggja ára hlé á skemmti- staðnum Champions við Stórhöföa 17. Hljómsveitin Hot N Sweet starfaði við góöan orðstfr frá 1998 til 2000 og sendi meðal annars frá sér lagið Lffiö sem hljómaöi talsvert á öldum Ijósvakans. Hot N Sweet stfgur á stokk klukkan 23.00. ■Valíum á Ara í Ögri Þeir Hjörtur og Halli, sem kalla sig Valí- um, skemmta á Ara í Ögri, Ingólfsstræti 3, f kvöld. ■Cadillac á Kringlukránni Hljómsveitin Cadillac leikur á Kringlu- kránnl í kvöld. Hljómsveitina skipa þeir Vilhjálmur Guöjónsson, Þórir Úlfarsson og Magnús Kjartansson. Þrátt fyrir að þeir félagar hafi marga fjöruna sopiö er furöa hversu hressir og kátir þeir eiga þaö til aö vera. Hljómsveitin leikur aðal- lega rokk- og kántrítónlist í bland viö eig- in lög og sígilda standarda. ■Vióar Jóns á Nikkabar Trúbadorinn Viðar Jónsson leikur fyrir gesti Nikkabars í kvöld. ■Steini Súperman á Glaumbar Steinl Súpermann veröur í heljarinnar stuöi á Glaumbar i kvöld. ■Di Benni á Hverfisbarnum Það er enginn annar en Dj Benni sem verður við völd á Hverfisbarnum f kvöld. Öllu til tjaldaö. • T ónleikar ■Ténleikar í Hafnarfirði Tónleikar veröa haldnir f Hásölum, safn- aðarheimili Hafnarfjaröarkirkju, kl. 17. Flytjendur á tónleikunum eru Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Antonía Hevesi píanóleikari. Á efnisskránni eru þekkt Is- lensk sönglög og óperuaríur m.a. eftir: Eyþór Stefánsson, Árna Björnsson, Mark- ús Kristjánsson, Þórarin Guömundsson, Sigvalda Kaldalóns, Hándel. Mozart, Ci- lea, Rossini, Puccini, Mascagni og Verdi. • K1úbbar ■Overload á Flauel Herb Legowitz og DJ Frfmann eru viö stjórnvölinn á Overload-kvöldi á Flaueli f kvöld. Allt áfengi á hálfviröi til 3. •K1 ass í k ■Ténlelkar á Sauóárkréki Tónleikar með iéttri og skemmtllegri franskri tónlist veröa haldnir í Bóknáms- húsi Fjölbrautaskólans á Sauðárkrókl í dag klukkan 17. Flytjendur eru Guido Ba- eumer saxófónleikari og Aladár Rácz pí- anóleikari. Almennt miöaverð er 1.200 kr. en eldri borgarar og nemar greiöa 800 kr. Ókeypis er fyrir 16 ára og yngri. •Sveitin ■Skugga-Baldur á Búóarkletti í Borgarnesi Hinn ómótstæðilegi plötusnúöur, Skugga-Baldur, heldur áfram hringferð sinni um landiö. I kvöld tryllir hann Borg- nesinga og nærsveitamenn á Búðar- kletti. ■Spútnik í Pakkhúsinu á Sel- fossi Hressu strákarnir í Spútnik æra lýöinn á Selfossi f kvöld þegar þeir leika fyrir dansi ! Pakkhúsinu. ■Úlrik á ísafirði Hljómsveitin Úlrik mætir á Kaffi ísafjörð í kvöld. •Leikhús ■Halti Billi f Þióóleikhúsinu Halti Billl er sýndur i Þjóðlelkhúsinu klukkan 20 f kvöld. Nokkur sæti laus. ■Karius og Baktus í Þióóleik- húsinu Karíus og Baktus verða sýndir í Þjóðleik- húsinu klukkan 14. Örfá sæti laus. ■Kvetch Kvetch er sýnt í Borgarleikhúsinu f kvöld klukkan 21. ■Rómeé og Júlía Uppfærsla Vesturports á Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu gengur vel og f kvöld klukkan 19 er boöiö upp á sýningu á Litla sviöinu. agasín ■Bevglur Beyglurnar veröa sýndar I Iðnó f kvöld klukkan 21. ■Dvrlingagengió Dýrlingagengið veröur sýnt í Hafnarhús- inu f dag klukkan 16. ■Grettissaga Grettissaga er sýnd ! Hafnarfjarðarleik- húsinu f kvöld klukkan 20. ■Hversdagsiegt kraftaverk á Akureyrj Leikfélag Akureyrar sýnir f kvöid klukkan 19 Hversdagslegt kraftaverk. •Opnanir ■Snerting i Gallerí Tukt Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttlr er 21 árs útskriftanemi af myndlistabraut í Fjöl- braut í Breiöholti sem mun opna einkasýningu I Gallerí Tukt í dag milli kl. 16 og 18. Ólöf hefur haldið 2 samsýningar áður. Önnur var f Gallerí Geysi, Hinu húsinu f janúar í fyrra og ein f Bandarfkjunum 1999. Þetta er því fyrsta einkasýningin hennar sem er mjög fjölbreytt. Ólöf sýnlr Ijósmyndir og skúlptúr og munu gestir taka þátt f sýn- ingunni aö einhverju leyti. Þemaö er snerting og áhrif hennar á fólk. •Síöustu forvöð ■Jélasvning Galieris 18 í dag er sföasti sjéns að kfkja á samsýn- ingu í gallerí i8, Klapparstíg 33. Meöal annars er þar aö finna verk eftir Eggert Pétursson, Rögnu Róbertsdóttur, Þór Vigfússon, Kristján Guðmundsson, Sig- urð Guðmundsson, Roni Horn, Hrein Frið- finnsson, Georg Guðna og Tony Cragg. Opiö er fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl. 13-17 eöa eft- ir samkomulagi. •Uppákomur ■Tilnefningar í Bedduna Klukkan 14 veröa f MÍR, Vatnsstfg lOa, sýningar á bestu verkum Bfó Reykjavíkur 2002. Átta klukkutíma mini-bíómaraþon á verkum sigurstranglegustu þátttak- enda, byggt á vali áhorfenda á bestu mynd hvers mánaöar. Þessi viöburður er tengdur BEDDU-verðlaununum og bestu myndirnar veröa tilnefndar fyrir lokahátíö- ina. Þrír vinsælustu kvikmyndageröar- mennirnir frá sfðasta ári voru Lortur-hóp- urinn frá Reykjavfk, Gunnar Knútsen frá Ósló og Gio Shanger frá Toronto. Áhorf- endur fá sérstaka kosningaseöla meö 25 myndum, bæöi íslenskum og erlendum. Daginn eftir, þann 19. janúar, veröa þrír þeir sigurstranglegustu f hverjum flokki kynntir. ■Útifundur á Lækíartorgi Ki. 14 verður efnt til útifundar á Lækjar- torgi, Reykjavík, til aö mótmæla hótunum Bandaríkjanna um árásarstríð gegn írak og til aö hafna stríösstefnu Bandaríkj- anna. Fjölmennir mótmælafundir veröa haldnir þessa helgi í Washington og Lund- únum. Aðstandendur fundarins, einstak- lingar úr ýmsum áttum, skora á alla borg- arbúa aö fjölmenna á þennan fund og tjá friðarhug sinn. Við minnum á aö stríö eru stjórnskipuö fjöldamorð, ekki tölvulejkur. Ráöherrar sem skipuleggja stríö hætta ekki lífi sínu og barna sinna, heldur senda aöra til aö drepa, limlesta og hætta Iffi sfnu. Sameinuðu þjóöirnar og mannúðarsamtök vara viö gffurlegu mannfalli, farsóttum, flóttamannastraumi og stjórnmálalegri upplausn af völdum stríösins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.