Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 M, agasm I>V „Mín sannfæring er sú að allt for- varnarstarf gegn vímuefnum og tóbaki skili mestum árangri sé boðskapnum komið á framfæri á þann hátt sem krökkunum þykir skemmtilegur. Það höfum við kappkostað í þessu starfi og ég held að árangurinn sé strax farinn að koma í ljós,“ segir Sigurður Grön- dal. Hann er leigutaki íjallaskálans I Hólaskógi í Gnúpverjahreppi, sem er á hálendisbrúninni skammt ofan við Búrfellsvirkjun, og þangað hefur á síð- ustu misserum verið hóað saman krökkum úr Hveragerði í tveggja daga dvöl. Þar hafa þeir verið fræddir um hætturnar sem fylgja vímuefnum hvers konar. Reynt er að flétta þann boðskap saman við annars fjölbreytta dagskrá, svo sem kvöldvökur, göngu- ferðir, leiki og draugasögur í gangna- mannakofa. Hugsjónastarf í Hólaskógi Sigurð Gröndal þekkja sjálfsagt margir sem gitarleikara úr vinsælum hljómsveitum eins og Rikshaw og Plá- í gangnamannakofanum. Þangað mættu krakkarnir og þar voru þeim sagðar mergjaðar draugasögur svo ætla má að hrollur hafi farið um þá. Kannski má síðan segja að dóp og dílerar séu draugar nútímans. Ævintýraferóir æskufólks Fyrirtæki i Hveragerði hafa, að sögn Sigurðar, styrkt þessar ævintýraferðir æskufólks í bænum af rausn. Hann segir í bígerð að unglingum í öðrum byggðum austan fjalls, og raunar víð- ar, standi svona ferðir til boða. For- eldrar og skólafólk víða á landinu hafi haft samband til þess að kynna sér þær leiðir í forvömum sem famar eru með ferðum í Hólaskóg. Getur Sigurður sérstaklega stuðn- ings tveggja þingmanna Sunnlendinga, þeirra Guðna Ágústssonar og Margrét- ar Frímannsdóttur, við þetta framtak og að raunar hafl margir sem starfa á sviði forvama gegn fikniefnum sýnt málinu áhuga. -sbs Fjör í fjallaskála. Góðir gestir hafa heimsótt Hveragerðiskrakka þegar þeir hafa dvalist í Hólaskógi og þessi mynd var tekin þegar hljómsveitin írafár með hina ástsælu söngkonu Birgittu Haukdal mætti þangað. hnetunni, svo nokkrar séu nefndar. Nú er Sigurður búsettur í Hveragerði og hefur snúið sér að ferðaþjónustunni í Hólaskógi og því að fá þangað unglinga og fræða þá um þá vá sem vímuefni eru. „Vissulega er þetta hugsjónastarf hjá mér. Það hvetur mig líka áfram þegar ég finn hversu krökkunum flnnst þetta skemmtilegt," segir hann. Fyrir áramót fór 8. bekkur Grunn- skólans í Hveragerði í Hólaskóg. Farið var í tveimur hópum, um 25 krakkar í hvort sinn. Meðal þeirra sem fræddu krakkana voru Eiríkur Pétursson frá fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykja- vik, sem talaði um flkniefni og áfengi, og Þorgrímur Þráinsson frá Tóbaks- varnarnefnd sem ræddi um skaðsemi reykinga. Séra Bára Friðriksdóttir, sóknarprestur í Hveragerði, lagði líka orð í belg og þótti hennar tillegg vel við hæfi en í 8. bekk eru einmitt þeir unglingar sem eiga að fermast í vor. Félagar úr hljómsveitunum Landi og sonum og írafári komu einnig og sungu og spiluðu með krökkunum. „Þegar Birgitta Haukdal var hér sagð- ist hún aldrei myndu kyssa strák sem reykti. I hópnum voru tveir strákar sem reyktu og ég hef sannfrétt að þeir séu steinhættir eftir þetta,“ segir Sig- urður. Sterk tengsl í litlum hópi Sigurður Gröndal minnist þess frá því hann var strákur á fermingaraldri, fyrir um þrjátíu árum, að hafa gjarnan farið með skátunum og skólanum í úti- vistarferðir í fjallaskála. Slíkt hafi ver- ið sem eitt stórt ævintýri og inntak ferða Hveragerðiskrakka í Hólaskóg nú segir hann vera í sama anda. Að blanda saman fræðslu og fjöri. „Að mínu mati skilar fræðslustarf líka góðum árangri þegar við fórum svona út fyrir bæinn með, til þess að gera, lítinn hóp. Við svona aðstæður, þegar ytri áreiti eru varla fyrir hendi - myndast sterk tengsl milli krakkanna og þeir verða opnir fyrir fræðslunni sem er auðvitað megintilgangurinn með þessu öllu,“ segir hann. Auk þessa fá svo foreldrar sina fræðslu, svo sem hver helstu einkenni vímuefnaneyslu séu og hvernig halda megi unglingum á heillavænlegum brautum. Leiðist krakkarnir hins veg- ar út af þeim segir Sigurður að leiðin á botninn sé oft stutt og fljótfarin. Krakkar í Hveragerbi fá fræáslu um fíkniefni í fjallaskála: Skemmti- legar for- varnir skila mestu Segir frá bláköldum staáreyndum fíkniefnaheimsins: Náum mjög vel til krakkanna - segir Eiríkur Pétursson lögreglumaáur „Þá leið í forvamar- og fræðslu- starfi að fá krakkana út fyrir bæ- inn í til þess að gera litlum hóp tel ég vera árangursríka. Mér fmnst að með þessu náum við mjög vel til krakkanna, þá ekki síst þegar maður af heiðarleika og á skiljan- legri islensku segir þeim frá bláköldum staðreyndum fikni- efnaheimsins," segir Eiríkur Pét- ursson lögreglumaður. Hann er meðal þeirra sem fræddu krakk- ana sem fóru í Hólaskóg og kveöst hann mjög áhugasamur um að fræðslustarfi í þessum dúr veröi haldiö áfram. „Mest um vert er að ná trausti krakkanna. Mér hefur alltaf fund- ist best að ná til krakka í litlum hópum, til dæmis eins bekkjar í senn. Þannig tekst töffurunum síður að splundra hópnum eins og stundum gerist," segir Eiríkur sem lengi starfaði við fræðslustarf hjá Lögreglunni í Reykjavík, til að mynda á vegum forvama- og fræðsludeildar. Á vegum lögreglunnar hefur verið lögð nokkur áhersla á að ná í fræðslustarfi þessu til krakka í 7. bekk grunnskólans, það er tólf ára. „Það gerist ótrúlega margt í lífi krakkanna á þessum aldri. 1 erindunum minum hef ég meðal annars verið að segja þeim frá flkniefnasölunum sem í raun bíða þeirra á bak við næsta götuhom þegar þau eru komin á þennan aldur. Eru tilbúnir að selja þeim dóp fyrir fermingarpeningana," segir Eiríkur. Fræösluerindi Eiríks í Hóla- skógi tekur nær tvær klukku- stundir og segir hann ánægjulegt að allan þann tima hafi honum tekist aö halda óskiptri athygli krakkanna. „Mér finnst mikil- vægt að svona fræðslustarf haldi áfram. Erum við Sigurður Grön- dal, staðarhaldari í Hólaskógi, raunar tilbúnir að koma inn ým- iss konar fræðslustarfi af þessum toga ef við teljum það geta skilað góðum árangri," segir Eiríkur. Getur hann að síðustu góðfúslegs leyfis sem hann fékk frá yfir- mönnum síniun í Lögreglunni í Reykjavík til þess að sinna þessu starfi og sýni þeir málinu raunar mikinn skilning. -sbs „I erlndunum mínum hef ég meöal annars verlö aö segja krökkunum frá fíkniefnasölunum sem í raun bíöa þeirra á bak viö næsta götu- hom og eru tilbúnir aö selja þeim dóp fyrlr fermingarpeningana,“ seg- ir Elríkur Pétursson lögreglumaöur. Magasfn-mynd Hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.