Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 Tónleikar i Háskólabsói til styrktar krabbami Oaman að leagia W 1 góðum málum lið Um 2,6 milljóna króna afrakstur varð af tón- leikum þeim sem haldnir voru í Háskólabíói sl. sunnudag til styrktar Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra bama. Þetta er 600 þús. kr. meiri inntekt en af tónleikunum síðasta ár en þetta var í fimmta sinn sem tónleikar sem þessir eru haldnir. Var bíóhúsið raunar troöfullt á tón- leikum þessum - og komust færri að en vildu. Gaman hvernig til tókst „Mér finnst afar gleðilegt hvemig tókst tii. Það er ævinlega gaman að leggja góðum mál- um lið, krabbameinssjúkum börnum og að- standendum þeirra í þessu tilviki. Ekki er síð- ur ánægjulegt hve tónlistarmenn hafa verið til- búnir ár hvert að styðja við tónleikahaldið með því að koma fram og gefa vinnu sína. Hafa raunar allir aðrir gert það sem koma að þessu máli,“ sagöi Einar Bárðarson sem stóð að þess- um tónleikum. Þessir tónleikar hafa veriö haldnir ár hvert að frumkvæði hans. Landslió listamanna Meðal þeima listamanna sem fram komu á tónleikunum á sunnudaginn vom Bubbi Morthens, Papar, Stuðmenn, írafár, KK, Sálin hans Jóns míns, í svörtum fotum, Land og syn- ir og Eyjólfur Kristjánsson, svo einhverjir séu nefndir. í raun var þetta landslið íslenskra tón- listarmanna. Árlega greinast hér á landinu á bilinu tíu til tólf böm með krabbamein. Styrktarfélag krabbameinssjúkra bama styður meðal annars við bakið á þeim ungmennum og aðstandend- um þeirra, bæði félagslega og íjárhagslega, og inntekt tónleikanna gefur félaginu enn meira og betra svigrúm til þess. -sbs Afraksturinn afhentur. ívar Guðmundsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, afhendir Elsabeth Kristinu Vang Inntektina af tónlelkunum en hún var samtaks 2,6 milljonir kr. Með honum á myndinni er WST: Hljómsveitin í svörtum fötum var meöal þeirra sveita sem fram komu á tónlelkunum - og sýndi stórsöngvarinn Jónsi snllldartakta á sviðinu. Magasín-myndir Hari Þessir kátu snáðar voru meðal þeirra sem tónleikana sóttu. Á myndinnl eru þeir Konráð Karl, Marteinn Már, Þórður Ingi og Birglr Þór. Hvert sæti í Háskólabíól var þéttskipað - og æska landsins, sem fjölmennti á tónleikana, skemmti sér hið besta. KK sló gítarstrengi - og söng þangað sem vindurinn blés honum. Hreimur í Landi og sonum lét ekki sitt eftir liggja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.