Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 21 Smáauglýsingar bílar, bátar, jeppar, húsbílar, sendibílar, pallbílar, hópferðabílar, fornbílar, kerrur, fjórhjól, mótorhjól, hjólhýsi, vélsleðar, varahlutir, .w*jT - viðgerðir, flug, lyftarar, tjaldvagnar, vörubílar... bílar og farartæki DV 550 5000 Rottweilerhundar Þessir prúöu kórdrengir munu , ásamt mörgum öörum skemmta ís- firöingum á Sólarkaffi þeirra á Hót- el Sögu í janúar. Sagt er að reynsla ísfirðinga af kjaftforum pólitíkusum hafi fyrir löngu bólusett þá fyrir viö- kvæmni gagnvart afar hressilegu málfari eins og þekkist hjá Rottweilerhundum sem eru reyndar aö hluta til ísfirskir að uppruna. Sólarkaffi isfiröinga 2003: hundar og Pönnukökur með rjóma Isfirðingafélagið í Reykjavík hefur um áratugaskeið haldið veglegan dans- leik sem kallaður er Sólarkaffi til að halda upp á þann merka atburð er sól sést að nýju á ísafirði eftir tveggja mán- aða fjarveru i skammdeginu. Sólarkaff- ið 2003 verður haldið á Hótel Sögu 24. janúar og er það 58. í röðinni. Að þessu sinni verður farið nær óskum unga fólksins en oftast áður og m.a. teflt fram skemmtiatriði þar sem Rottweilerhundar gelta af mikium móð. Þessi hljómsveit á reyndar að hluta rætur á ísafirði en tveir hijómsveitar- meðlimir eiga foreldri frá ísafirði, þeir Erpur Eyvindarson og Lúðvík Páll Lúð- víksson. Undirbúningur er á lokastigi en meðal annarra skemmtiatriða má nefna leik Gunnars Þórðarsonar og fé- laga í Guitar Islancia og Helga Braga mun troða upp eins og henni einni er lagið. Þá mun Sólarkaffihljómsveitin Pönnukökur með rjóma halda uppi fjöri en hún er skipuð brottfluttum Is- firðingum. Ólafur Hannibalsson, formaður fé- lagsins, mun hafa látið í ljós einhveijar áhyggjur vegna Rottweilerhunda. Þetta muni kannski ekki vera alira penasta hljómsveit sem völ er á fyrir þá prúö- 'búnu gesti á Sólarkaffi sem komnir eru yfir unglingsárin. Þetta sjónarmiö for- mannsins mun hins vegar hafa verið snarlega kafífært með þeim rökum að allir eldri ísfiröingar séu vel bólusettir fyrir grófu orðbragði. ísfirskir póli- tíkusar hafi nefnilega í gegnum árin verið landsþekktir að þvi að vera þeir kjaftforustu sem um getur og án þess að hafa nokkum tíma verið bannaðir á samkomum sem þessum. Ræðumaður kvöldsins verður hinn síungi og spræki töframaður og ljós- myndari Jón A. Bjamason. Þess má geta að miðamir að Sólar- kaffmu gilda líka sem happdrættismið- ar og þeir heppnu munu fá flugferðir tfl Ssafjaröar fyrir tvo, ásamt vikudvöl í bústað ísfirðingafélagsins, Sóltúnum á ísafirði. Isfirðingafélagið hefur einnig haldiö uppi margvíslegri annarri starfsemi. Má þar nefna útgáfu jólakorta fyrir fé- lagsmenn og útgáfu á Vestanpóstinum sem er ríkulega myndskreytt um 100 síðna rit sem kemur út um miðjan jan- úar ár hvert. Þá hefur félagið veitt ár- lega styrki til ísfirskra nemenda og staðið fýrir kirkjukaffi á hverju vori. Á haustin hefur undanfarin ár verið hald- in svokölluð Sólkveðjuhátíð, sem féli þó niður í ár af óviðráðanlegum ástæðum. -HKr. Leðurtaska krókódílamunstur Buxur • Blússur • Peysur • Pils Ifr- im i]wj í wJwij íikijriwi] Yfirhafnir • Oraktir • Jakkar 2.990- Pcc éeúut v&tci! VerslBB Balvegi 2 • Kápavsgi • SíbiI SB4 2000 t." < í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.