Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 I>V Svín og aurar í verðlaun Yfirvöld í norska smábænum Soja sjá fram á litla fólks- fjölgun í bænum og hafa brugðið á það ráð að verðlauna þau hjón sem verða duglegust við að fjölga bæjarbúum á þessu ári. Yfirvöld í bænum hvetja hjón til ástarleikja og segja það ekki verri iðja en hverja aðra á tímum mikilla kulda og hárra orkureikninga að skríða upp í funheitt fletið og elskast. Hjón sem eignast eitt barn á árinu fá um 35 þúsund krónur íslenskar fyrir eitt barn og hálft svin að auki. Þau hjón sem „framleiöa" tvíbura eiga von á peningunum og öllu svíninu ofan í kaupið. Vanhugsuð pitsupöntun Þrír ungir Bandaríkjamenn eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi eftir að hafa rænt einum ríkasta manni Banda- ríkjanna, Edward Lampert. Lampert var rænt fyrir utan fyrirtæki sitt og kröfðust ræningjamir um 250 miiljóna króna fyrir auðkýfinginn. Þeir fóra með Lampert á hótelherbergi og pöntuðu sér pitsu enda svangir eftir þrekvirkið. Skömmu eftir aö þeir höfðu greitt fyrir pizzuna með kreditkorti Lampberts komst upp um allt saman. í herberginu fundust skotvopn og mikið magn skotfæra ásamt grímum. Þremenningamir hafa kom- ið fyrir rétt og neita öllu saman. Festi vininn vib skýlið Koma þurfti rússneskum manni til bjargar þar sem hann hafði fest typpið við strætóskýli. Ungi maðurinn var á heimleið af bar í borginni Stavropol i þrjátíu stiga frosti. Hann stoppaði tfl að pissa og hálfvalt- ur á fótunum hallaði hann sér upp að skýlinu tfl að fá stuðning. Svo Ola vOdi tO að honum skrikaði fótur með þeim afleiðingum að typpið á honum festist við skýlið. Hóp- ur fólks safnaðist í kringum hann og hrópaði ýmis ráð. Að lokum var það Valery Levchenko sem frelsaði manninn með volgu vatni. Maðurinn neitaði frekari aðstoð og hafði sig á brott i snatri. Helgarblaö [] Faraldur kvíða og þunglyndis í Helgarblaði DV á laugardag- inn er ítarlegt viðtal við Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor og heimilislækni sem hefur skO- greint mikla og vaxandi neyslu íslendinga á þunglyndislyíjum og kviðastiflandi lyfjum sem faraldur. Hann hefur sagt að grunnvatn samfélagsins sé mengað og grípa þurfi til aö- gerða. Skoðanir Jóhanns hafa vakið mikla athygli meðal al- mennings en nokkra úlfúð með- al stéttarbræðra hans. í blaðinu er einnig rætt við Hauk Gunnarsson leikstjóra um undarlegan starfsferil hans meðal Japana og Sama en Haukur leikstýrir nú nýju leik- riti eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í Þjóðleikhúsinu. DV ræðir einnig við Björk Jakobsdóttur sem hefur sagt skilið við Hafnarfjarðarleikhús- ið tO að sinna skyndilegri vel- gengni einþáttungsins SeUófans sem hún samdi og hefur flutt í nokkra mánuði en stefnir nú á heimsfrægð og hefur flutt sýn- ingar í stærra húsnæði. DV hittir nær 100 ára gamla prestsfrú sem lifað hefur tím- ana tvenna í bókstaflegum skilningi þess orðs. Einnig er fjallað um hæð fræga fólksins í sentímetrum, veitt sérstæð veisluráðgjöf og skyggnst yfir feril Pete Townsend gítarleik- ara sem á dögunum komst í fréttir fyrir annað en tónlist. Diana Ross er í miklum vanda þessa dagana. Eftir að rúmlega tvöfalt leyfilegt magn áfengis mældist í blóði hennar neitar hún staðfastlega að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Steríó er líka á Breiðbandinu á tlðninni 95,2 STERÍÓ 895 OG MAGASÍN KYNNA STERÍÓUSTANN TOPP 20 15.-21. JANÚAR 2003 Nr. SÍDAST LAG FLYTJANDI VIKUR 1 (D Allt sem ég sé írafár 6 2 (3) Stronger Sugarbabes 8 3 (5) Don't stop dancing Creed 8 4 (2) Loose yourself Eminem 10 5 (4) Sorry seems to be the.. Blue ft. Elton John 5 6 (13) Beautiful Christina Aguilera 5 7 (7) The last goodbye Atomic Kitten 7 8 (9) Feel Robbie Williams 7 9 (17) Cry me a river Justin Timberlake 2 10 (10) When l'm gone 3 doors down 6 11 (13) Boys of summer DJ Sammy 2 12 (8) Billy Jean Remix The sound Bluntz 6 13 (11) Sk8ter Boi Avril Lavigne 10 14 (6) Dag sem dimma nátt f svörtum fötum 10 15 (18) Sound of the underground Girls Aloud 2 16 (19) l'm with you Avril Lavigne 2 17 (-) Á einu augabragði Sálin 1 18 (14) All the things she said T.A.T.U 10 19 (-) Sacret trust One true voice 1 20 = \ J (-) Nýtt Still in love with you No angels 1 ADDI ALBERTZ KYNNIR LISTANN ÖLL MIÐVIKUDAGSKVÖLD KL 22:00 Endurfluttur á sunnudögum kl. 20.00 [www.sterio.is] Lögregla mældi tvöfalt leyfilegt magn áfengis: Diana Ross þverneitar Það hefur vakið mikla athygli í Arizona í Bandaríkjunum að þrátt fyrir að mælingar lögreglu hafi sýnt tvöfalt leyfilegt magn áfengis í blóði söngkonunnar Diönu Ross neitar hún staðfastlega að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum áfengis. Söngkonan, sem er 58 ára gömul, hefur ekki mætt fyrir dómstóh þar sem mál hennar hefur tvívegis verið tekið fyrir. Undanfarna daga hafa staðið yfir þrætur lögfræðinga Ross og saksóknara varðandi það hvort leyfa eigi að myndbandsupptaka af mælingum lögreglunnar á vettvangi verði lögð fram í réttarhaldinu. Nú hefur dómarinn í málinu ákveðið að myndbandið verði spilað í réttar- salnum en með engu tali. Þetta er talið mikið áfall fyrir Ross sem er sögð með tapað mál i höndun- um. Kunningjar söngkonunnar segja að hún eigi við áfengisvandamál að stríða og hafi svo verið í langan tíma. „Þetta verður kannski til þess að Ross fer að hugsa sitt mál. Hún á að viðurkenna mistök sín í stað þess aö neita öllu saman. Mælingar lög- reglunnar bregðast ekki og mynd- bandið mun leiða hið sanna í ljós,“ sagði kunningi söngkonunnar sem á yfir höfði sér þunga sekt og jafnvel vist bak við lás og slá. Diana Ross er ein þekktasta söng- kona heims og skaust á himin stjarn- anna þegar hún söng með The Supremes. Hún er önnur heims- þekkta söngkonan sem kemst í frétt- ir heimspressunnar á skömmum tíma. Fyrir nokkru viðurkenndi Whitn- ey Houston mikla neyslu eiturlyfja og áfengis og virðist sem þessar þekktu „dívur“ séu í miklum vanda staddar þessa dagana sem ekki sér fyrir endann á. Barátta kynjanna í Survivor í nýjustu þáttaröð Survivor, sem byrjað verður að sýna í Bandaríkjunum 13. febrúar, munu liðin, sem hefja keppnina, verða kynjaskipt í fyrsta skipti í sögu Survivor. Sjötta þáttaröðin var tekin upp í Amazon. í kvennaliðinu, Jabara, eru meðal annars sýn- ingarstúlka, saksóknari og leið- sögumaður heyrnarlausra bama en hún er sjálf heymarlaus. í karlaliðinu, sem heitir Tamba- qui, eru meðal annars þríþraut- arþjálfari, geimvísindamaður og endurskoðandi. Aniston er tábrotin Jennifer Aniston, eiginkona Brads Pitts og stjarna i sjónvarps- þáttaröð- inni Friends, tábraut sig á heimili sínu á dög- unum. Var leikkonan svo óhepp- in að rekast harkalega á hús- gagn með fyrrgreindum afleið- ingum. Aniston var á dögunum kosin vinsælasta leikkonan í sjónvarpi í Bandaríkjunum og átti hún í mestu vandræðum með að staul- ast upp á sviðið til að veita verð- laununum viðtöku. Studdist hún við hækju og meðleikari hennar í Friends, Matthew Perry, bjarg- aði því sem á vantaði. Föðurástin Hinn tveggja ára Efliot O’Sullivan var mjög leiður yfir þvi að ekkert skyldi snjóa i hans heimabæ, hann vildi gera snjó- karl. Pabbinn, Shaun O’Sullivan, sem vann á svæði þar sem nóg var af snjónum, fyllti Mercedes Sprinter sendibílinn sinn af snjó og keyrði hann heim, 200 km, til að koma syni sínum á óvart. „Þetta var erfiðisins virði þegar ég sá svipinn á Elliot þótt það væri ískalt á leiöinni." -abh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.