Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 M agasm Fimm ára og kynþroska! Læknar í Chile hafa fundið flmm ára gamlan dreng sem ber öll einkenni tánings. Drengur- inn, Saul Verastegui, er í mút- um, með bólur og hárvöxt á kyn- færum. Læknar fundu barnið þar sem þeir voru í bólusetning- arherferð í bænum San Miguel de Pallenque. Saul hefur hlotiö viðumefnið ‘Ofur drengurinn’ hjá fjölmiðlum á svæðinu. Hann hefur verið fluttur á spítala þar sem vísindamenn rannsaka hann. í fjölmi&la- bindindi Guy Ritchie hefur gefið upp að hann og Madonna, konan hans, séu sjálfvilj- ug í fjöl- miðlabind- indi. Þau hafa Madonna. ekki horft á sjónvarp né lesið dagblöð í þrjú ár. Leikstjórinn, sem er nú að framleiöa raunveruleika-þátta- röðina Swag, segir hugmyndina hafa kviknaö eftir lestur lyga- sagna I blöðunum. Við lestur lé- legra og ónákvæmra greina hafi þau farið að hafa efasemdir um sig sjálf. „Þetta byrjaði því sem sjálfsvörn," sagði Guy í viðtali. Ropar í aua- lýsingunni Penelope Cruz missir út úr sér dónalegan ropa i nýrri kóka kóla- auglýsingu. Kærastinn, Tom Cruise, er einn af stjórnendum Cruiseog Cruz. auglýsingar- innar sem er liður í milljarða króna herferð til að markaðsetja drykkinn sem „náttúrulegan og viðeigandi" eins og það er orðað. Hin 28 ára gamla Cruz sést drekka flösku af gosinu við bar- borð, þar sem stendur tjöldi karl- manna, og af slysni ropar hún svo hressilega. Hún er ein af þónokkmm stjömum, þar á með- al Courteney Cox og Muhammad Ali, sem koma fram í auglýsing- unum. Þessi nýja herferö var ákveðin eftir að ljóst var að sú fyrri, sem bar yfirskriftina Lífið bragðast vel, hafði floppaö. Aftur á móti hefur Pepsi átt velgengni aö fagna siöastliðin tvö ár með aug- lýsingar þar sem fram koma frægar poppstjömur, eins og Britney Spears og hér á íslandi Birgitta i írafári. Alicia leikur lögfræðing Alicia Silverstone, sem er lög- fræðingur í New York, mun leika lögfræðing í New York í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem verður arftaki Sex and the City. Hún mun fara meö aðalhlutverk- iö sem hjónabandsmiölari i hjá- verkum í þessum þáttum en hennar eigið ástarlíf er allt ann- að en fullkomið. „Alicia gæðir þessa hugmynd lífi. Hún er trúverðug sem manneskja sem hefur trú á ham- ingju annarra og getur sýnt blíðu og hluttekningu," er haft eftir talsmönnum þáttanna. -abh M:VU<» Keppnlsllð Seljaskóla. Snllllngamlr sem komu af þelm bænum voru þeir Guðjón Gunnarsson, Gunnar Örn Guðmundsson og Freyr Sævarsson. . íffVil \\\ '.ylJI iyf Á Spurningakeppni grunnskólanna í Reykjavík: Skarpir krakkar og skjótir me& svörin „Þátttakendur í Nema hvað eru virkilega skarpir krakkar sem standa sig vel. Þau eru bæði fljót að koma með rétta svarið en einnig laus við allan taugaspenning eins og oft er í svona keppnum," segir Eygló Rúnarsdóttir hjá íþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkur. Fyrsta lota í spurningakeppni ÍTR á meðal grunn- skólanema í borginni hófst á mánu- dagskvöld. Þar öttu kappi nemendur efstu bekkja grunnskóla í Breiðholti og Árbæ. Væntanlega útvarpaö Alls tóku sex skólar þátt í þessari lotu. Seljaskóli vann Breiðholtsskóla. Nemendur Árbæjarskóla báru sigur- orð af. liði Hólabrekkuskóla og þau sem nema við Fellaskóla reyndust sýnu skarpari en liðið úr Öldusels- skóla. Sigurliðin komast áfram í milliriðil - sem og liðið úr skólanum sem kennt er viö Hólabrekku, en það var stigahæsta tapliðið. í framhaldinu tekur svo við keppni liða skóla í öðrum borgar- hlutum. Endanlegar lyktir þessa leiks, þar sem leitaö er að skörpustu skólanemum borgarinnar, ættu svo að liggja fyrir undir lok febrúar. Keppninni í fyrra var útvarpað á Rás 2 og er þess vænst að sama fyrir- komulag geti orðið á hlutunum einnig á þessu ári. þeir Hjalti Snær Ægisson, Sverrir Teitsson og Svanur Pétursson. Þeir eru gamalreyndir í keppni af þessum toga, voru árin 2000 og 2001 í liði Menntaskólans í Reykjavik í spurn- ingakeppni framhaldsskólanna - en MR-ingar hafa unnið þá keppni ár hvert nú um langt skeið. „Mér fannst keppnin á mánudags- kvöldið fara vel af stað, þarna voru nokkur býsna góð lið. Sérstaka ánægju vekur hvað það eru margar stelpur í þessum liðum sem þama keppa, en þvi miður hafa þær verið fáar í framhaldsskólakeppninni síð- ustu árin,“ sagði Hjalti Snær. -sbs Brosandl konur. Á myndlnnl eru frá vlnstri tallö: Tlnna Elnardóttlr, Eygló Rúnarsdótlr sem er umsjónarmaður keppninnar á vegum ÍTR og Andrea Elísa Agústsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.