Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 M agasm Veiðiþáttur í DV-Magasíni: ^rBSTILV^ Umsjón: Stefán Kristjánsson Bleikjan stenst ekki gáruhnútinn Að þessu sinni langar mig að fjalla nokkuð um bleikjuveiði sem margir álita einhverja skemmtilegustu hlið stangaveiðinnar. Margir veiðimenn hafa á síðustu misserum og árum snú- ið sér í auknum mæli að siiungsveiði. Ástæður þessa eru eflaust margar en mikil skemmtun samfara hækkandi verði á laxveiðileyfum er eflaust helsta ástæðan. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að þær skoðanir sem ég set fram í þessum þáttum er mínar. Hvarflar ekki að mér að þær séu þær einu réttu enda tel ég mig ekki í flokki með þeim veiðimönnum sem allt vita og vantar þar mikið upp á. Margir eru þeirrar skoðunar að sil- ungsveiði á flugu sé erfitt sport. Það sé jafnvel erfiðara aö fá bleikju til að taka flugu en lax. Mín reynsla gegn- um árin staðfestir þetta. Bleikjan er styggari fiskur en lax og þar af leið- andi krefst bleikjuveiði mikillar var- kámi af veiöimönnum. Er það oftar en ekki lykilatriði að því að verða var á bleikjuveiðum að fara mjög varlega. Fyrir mér er það grundvallaratriði að vera með nægilega léttar græjur á bleikjuveiöum. Litla stöng, ekki stærri en 7-8 fet, létt hjól og mjög grannan taum. Eftir því sem græjum- ar em nettari því meíra sambandi nær veiðimaðurinn við fiskinn. Lítil bleikja, t.a.m. eitt pund, á að beygja stöngina upp í skaft. Þegar stærri bleikjur grípa agn veiðimanna með nettar græjur reynir fyrst á útsjónar- semi þeirra við löndunina. 7-8 feta stangir fara vitanlega létt með að landa mjög stómm bleikjum og stór- um löxum. Slíkar viðureignir taka hins vegar mun lengri tima og reyna mjög á þolrif og kænsku veiðimanna. Aðferöirnar eru margar Mörgum aðferðum er hægt að beita þegar bleikja er veidd á flugu. Nú síð- ari árin hefur það færst í vöxt að yeiðimenn kasti flugum sínum and- streymis, upp strauminn. Það er skemmtilegur veiðiskapur og getur komið sér vel víð erfiðar aöstæður. Helsti ókostur þess að kasta and- streymis með tökuvara er hins vegar sá aö þegar bleikjan tekur fluguna verður veiðimaður ekki var við tök- una heldur bregst hann við sekúndu- broti eftir að tökuvarinn sekkur. Góruhnútur og þurrfluga Flestir veiðimenn em sammála um að gámhnúturinn (Porflandbragðið) og þurrflugan séu skemmtilegustu að- ferðimar við bleikjuveiði. Gámhnútur er það kallað þegar brugðiö er lykkju.aftur fyrir haus flugunnar og hert að. Flugan er síðan dregin þversum eftir yfirborði vatns- ins gegn lygnum starumi og myndar þá v-laga gám á yfirborðinu. Bleikja í tökuskapi á erfitt með að standást gámhnútinn. Eltir hún þá fluguna í yfirborðinu og sést þá aldan á undan fiskinum. Má segja að veiöimaðurinn sjái tökuna méð góðum fyrirvara. Öft- ar en ekki eru þessar tökur fram- kvæmdar með miklum tilþrifum og ákafa. Ef veiðimaður heldur ró sihni og dregur ekki fluguna það hratt að hún myndi fruss á yfirboröinu heldur bleikjan sínu striki og linnir ekki lát- um fyrr en takan á sér stað. Þetta geta verið rosalegar tökur sem líða mönn- um seint úr minni. Mikflvægt er að halda stönginni vel lóðréttri og reyna að draga fluguna aö sér með sem eðli- legustum hætti. Það getur tekið nokkurn tíma að ná tökum á þessum veiðiskap. Það er hins vegar vel þess virði að eyða tíma í að ná tökum á þessari skemmtflegu aðferð. Erfitt er að gera upp á milli þess hvort er skemmtilegra að veiða bleikj- una á gáruhnútinn eða þurrfluguna. Báðar aðferðir eru mjög erfiðar en þurrfluguveiðin þó líklega erfiðari. Það eiga þessar aðferðir sameiginlegt að þær reyna mjög á leikni veiði- mannsins og krefjast mikfllar útsjón- arsemi. í þurrfluguveiðinni er mjög mikil- vægt að taumurinn i framhaldi af flot- línunni sé nægilega langur og hann fljóti vel. Mikilvægt er að fylgjast vel með því að nægilegt flotefni sé á taumnum og flugunni. Hér gildir það helst að fór flugunnar á yfirborðinu líkist þvi sem mest þegar hinar einu sönnu flugur dansa niður strauminn. í næsta þætti verður fjallað enn frekar um þessar tvær aðferðir bleikjuveiðinnar. Sagðar veiðisögur þar sem gáruhnúturinn og þurrfluga voru i aðalhlutverki. skííMiiagasín.is Gott úrvol of hnýtingorefni Þríkrækjur Gull 530 kr. 10 stk Silfur 470 kr. 10 stk Svart 470 kr. 10 stk Tvíkrækjur Gull 390 kr. 10 stk Silfur 370 kr. 10 stk Svart 370 kr. 10 stk ALLT FYRIR VEIÐIMANNINN Mörkin 6 • 108 Reykjavík • Sími (354) 568 7090 • Fax (354) 588 8122 Snillingar. Hinir fræknu Finnlandskokkar, Petri Kerkkánen og Janne Ikonen, eru önnur og þriöju frá vinstri. Siggi Hali stendur til hægri viö þau. Finnskir sælkeradagor á Oðinsvéum: Meö staup í hendi: Þórhallur Gunnarsson, Brynja Norðquist og Guöný Magnúsdóttir eru fremst á myndinni. Magasín-myndir E.OI. Hreindýrakjöt- ið heitreykt „Mér hefur alltaf fundist matargerðarlist heillandi," segir matreiðslu- meistarinn Siggi Hall á Óðinsvéum. Finnskir sælkeradagar á íslandi standa nú yfir og eru samstarfsverkefni Sigga, finnska sendiráðsins á íslandi og Flugleiða. Hátíðin hófst sl. þriðjudag þar sem tveir af fremstu kokkum Finn- lands, þeir Janne Ikonen og Petri Kerkkánen og fylgdarlið þeirra kynntu ís- lendingum það fremsta í matargerð í Finnlandi. Finnskar krásir verða á borðum á Óðinsvéum til nk. mánudags. Finnsku kokkarnir tveir hafa sett saman matseðil með spennandi réttum. Má þar nefna lpppneskan fisk, capercaille, með villtum lappneskum berjum ásamt sérvöldum skógarsveppum frá Lapplandi. Þá er ónefnt hreindýrakjöt- ið sem er í raun aðall fmnskrar matargerðar. „Það matreiða Finnar kaldreykt, heitreykt og þurrkað. Allt er þetta mjög heillandi," segir Siggi Hall. Hann segist á undanfomum árum nokkrum sinnum hafa í gegnum starf sitt heimsótt Finnland og kynnt sér hvemig staðið sé aö matargerð þar í landi. Gaman sé nú að gjalda líku líkt með því að kynnna hér heima þær hefðir og siði sem ríkja í menningu landsins hvað varðar að gera matargerð að hreinni list. -shs Borðin svigna undan kræsingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.