Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 tt 24__________ Lw'iagasín I>V Árinu eldri Árni Tryggvason leikari verður 79 ára 19. jan- úar. Hann er gjarnan á heimaslóðum sínum í Hrís- ey á sumrin og gerir út trillu. Til áratuga hefur hann verið einn dáðasti leikari landsins og hver þekkir hann t.d. ekki sem Lilla klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi. Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur verður 71 árs 16. jan- úar. í áraraðir starfaði hann á Þjóðminja- safninu og safnaði frásögnum um þjóðhætti fyrri tíðar og sagði frá þeim. Hann var áberandi í röðum sós- íalista hér á landi, meðan þeir voru og hétu í pólitík. Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum í Kjós, verður 58 ára 18. jan- úar. Hann hef- ur lengi verið sálnahirðir Kjósverja en þó ekki síst fengist við skrif um ýmis trúarleg og kirkjusöguleg efni. Gunnar var einn fjögurra kandídata í síð- asta biskupskjöri. Davíó Odds- son forsætis- ráðherra verð- ur 55 ára 17. janúar. Lista- maöurinn sem nam lögfræöi. Bóheminn gerðist borgarstjóri. Matthild- ingurinn breyttist í landsföður. Eru fleiri orð um þetta ólíkinda- tól ekki óþörf. Björn Mikaelsson, yfirlögreglu- þjónn á Sauð- árkróki, verð- ur 53 ára 17. janúar. Laga og reglna í Skagafirði hef- ur Björn, sem er Akureyringur að upplagi, gætt til fjölda ára og famast vel. Jafnframt er hann hestamaður - rétt eins og vera ber af Skagfirðingi. Finnbogi Jónsson, sfjómarfor- maður Sam- herja, verður 53 ára 18. jan- úar. Hann er lærður verk- fræðingur en sjávarútvegur hef- ur lengst verið starfsvettvangur hans. Lengi stýrði Finnbogi Síldarvinnslunni í Neskaupstað og er nú formaður stjómar Sam- herja, fyrirtækis frænda sinna. Óttar Felix Hauksson poppari verð- ur 53 ára 19. janúar. Sem unglingur sótti hann Bítlamyndina A Hard Days Night 30 sinnum. Frá því er sagt í öldinni okkar. Um dagana hefur hann fengist viö grautargerð og tónlist og rekur nú verslanir Japis. Adolf H. Berndsen, oddviti á Skagaströnd, verður 44 ára 19. janúar. Þegar Alþingi kemur saman eftir jólafrí tekur hann sæti sem aðalmaður, þegar Vilhjálmur Egilsson fer til starfa í Was- hington. Nyrðra sinnir Adolf ýmsu, rekur m.a. fyrirtæki í fisksölu ýmiss konar. Sigríöur Hrólfsdóttir viöskipta- fræðingur verður 36 ára 16. janúar. Hún stýrir fjármálum Eimskips og má segja að hún sé að sínu leyti tákngervingur þess hve langt konur geta náð á framabraut, það er að verða fjármálastjóri óskabams þjóðarinnar. Væntan- lega viðhefur hún í þvi starfi hagfræði hinnar hagsýnu hús- móður. Nafn: Sigríður Arnardóttir. Aldur: 37 ára. Maki og böm: Kristján Franklín og syn- irnir Haraldur Franklín og Kjartan Frank- lín. Þeir eru þriggja og ellefu ára. Starf: Sjónvarpsskona. Bifreið: Opel. Hver eru þín helstu áhugamál og hvað gerir þú í frístundum? Mín helstu áhuga- mál eru íjölskylda, vinir og svo vinnan. Einnig hef ég mjög gaman af þjóðfélagsmál- um og þvl að fylgjast með erlendum fjölmiðl- um, lesa, fara í leikhús og hreyfa mig. Úti- vist verð ég að stunda helst á hverjum degi og þá vil ég oftast hafa útvarp í eyranu og hlusta mikið á BBC. Það gefur mér innblást- ur og víðari sjóndeildarhring. Hvernig eru þín ráð til þess að krydda hvunndagsleikann? Mér finnst hvunndags- leikinn ljómandi góður og hef gaman af því að fara á kaffihús með skemmtilegu fólki, eða ein og kíki í blöðin. Svo finnst mér ákveðin tegund tónlistar geta breytt gráum degi í gleðistund. Maður getur líka kryddað tilveruna með því að hlaupa hressilega, fá adrenalínið á fullt og fara svo út að borða á eftir. Uppáhaldsmatur: ítalskur matur. Fallegasti staður innanlands: Þingvellir á haustin og Snæfellsnes á sumrin. Mér fannst eiginlega allt landið fallegt þegar ég fór hringinn. Uppáhaldsstaður erlendis: Ég hef nú verið svo heppin að geta ferðast víða, t.d. til Kína, Rússlands, Austur- og Vestur-Evrópu, Ameríku. Og ég er á því að skemmtilegustu staðimir eru þar sem maður nær að kynnast góðu fólki og fá innsýn í lif þess. Því nefni ég Bandaríkin bæði miðvesturríkin og austur- „Menntun, heilsugæsla, listlr og íþróttir verða að vera fyrir alia. Viö megum ekki glata samstöðu og samkennd með þeim sem minna mega sín. Það tapa alllr á því ef misskiptingin fer vaxandl á Islandi," segir Sigríður Arnardóttir, umsjónarmaður þáttarins Fólk á Skjá einum. Ufivist og útvarp í eyranu - Sigríður Arnardóttir á Skjá einum sýnir hina hlióina ströndina. Hvernig finnst þér þátturinn Fólk gera sig og hverjar eru viðtökur? Þátturinn hefur fengið gríð- arlega góðar viðtökur og ég er þakklát fyrir það. Og ég er líka ánægð með hvað fólk tjáir sig mikið um þáttinn við mig á fömum vegi og hvar sem ég kem. Þetta er vinsæll þáttur - en ég vil alltaf gera miklu betur. Fólk heldur því áfram að þróast. Hvaða þjóðþrifamálum á íslandi er brýnast að vinna brautargengi? Við erum ekkert stikkfrí í heimsmálunum og þurfum að leggja okkar af mörk- um til að vinna að friði. Svo þurfum við íslendingar að læra að slaka á og draga úr kapphlaupinu. Sinna börnum okkar og okkur sjálfum betur. Þurfum að standa saman í að vinna gegn fátækt og fíkniefna- böli. Menntun, heilsugæsla, listir og íþróttir verða að vera fyrir alla. Við megum ekki glata samstöðu og samkennd með þeim sem minna mega sín. Það tapa allir á því ef misskiptingin fer vaxandi á íslandi. Hvaða mál hvíla helst á íslensku þjóðarsálinni í dag? Það er af mörgu að taka og þjóðarsálin er ekki einsleit. Sumir hafa það fínt og margir eru þakklátir fyrir frið og fallegt land tækifæranna. Aðrir hafa ástæðu til að óttast vaxandi atvinnuleysi og ójöfnuð. En við erum þegar á heildina er litið forréttindafólk og því meira sem ég ferðast því ánægðari verð ég með ísland. Helstu persónuleg markmið fyrir næstu mán- uði: Að láta ekki skammdegið draga mig niður held- ur taka fagnandi í móti hækkandi sól. Hvað ætlaðir þú að gera þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða fjölmiðlakona. Ég var alltaf að leika mér að því að taka viðtöl. Notaðist við kassettu- tæki, brúðuleikhús, heimatilbúið sjónvarpstæki og skrifaði blöð. Og vinur minn lék fólkið á götunni og brá sér í ótrúlegustu gervi. I dag er hann leikari og ég hef unnið við að taka viðtöl síðan ég var 19 ára. Snemma beygist krókurinn. Lífsspeki: Hlúa að því sem manni er trúað fyrir. dv.is 550 5000 Skaftahlíð 24

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.