Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 27
FTMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 27 DV M, agasm Vínar- tónlist og Jón Múli „Ég ætla að halda tónleika um helgina, bæði á heimaslóðum mín- um í Mosfellsbænum og í Kópavog- inum,“ segir Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari. Hljóm- sveit nokkurra valinkunnra tónlist- armanna sem Anna skipar að þessu sinni mun í Hlégarði á fostudags- kvöld og Salnum síðdegis á laugar- dag flytja Vínartónlist - eins og víða er gert í ársbyrjun - sem og lög Jóns Múla Ámasonar við ljóð Jónasar bróður hans. Flytjendur eru söngv- ararnir Hanna Dóra Sturludóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Þá mun Sigrún Eðvaldsdóttir leika ein- leik á tónleikum þessum en hún er meðal þeirra sem hljómsveitina skipa. „Efnisskráin er geysilega skemmtileg. Vínartónlist stendur alltaf fyrir sínu og nýtur vaxandi „Efnisskráin er skemmtileg. Vínartónlist stendur fyrir sínu og sama gildir um lögin hans Jóns Múla,“ segir Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. vinsælda. Sama gildir um lögin hans Jóns Múla enda þótt gjörólík séu. Sigurður Snorrason klarínettu- leikari hefur útsett þau fyrir þenn- an flutning og mér fmnst útkoman vera mjög áheyrileg. Ég vona að sveitungar mínir í Mosfellsbænum taki vel við sér og fjölmenni. Hins sama vænti ég raunar varðandi tón- leikana í Kópavoginum," segir Anna Guðný sem er bæjarlistamaður í Mosfellsbæ. Hún segir að alltaf fylgi tónleika- haldi talsverð fyrirhöfn. Sitt hlut- verk sé raunar talsvert meira en að setjast bara við flygilinn og spila eft- ir nótum og samkvæmt tilfinningu. Þannig verði hún við undirbúning í Hlégarði á föstudaginn, svo sem að selja miða og ganga frá hlutum þannig að allt verði eins og það eigi að vera þegar hátíðarstund með Vínartónlist og Jóni Múla gengur í garð. -sbs Að heyra til meistara sveiflunnar og djass- ins er oft alveg stórkostlegt, segir Hulda Björk Garðarsdóttir. Með henni á myndinni er sonur hennar, Egfll Elfar. Tónlistin í hlustunum Ella og Algjör sfrumpur „Gamla grammófónplatan Algjör strumpur með Gísla Rún- ari Jónssyni er það sem fjölskyldan hlustar á þessa dagana. Þar er Gísli í hlutverki Palla sem þekktur var í Stundinni okkar og var mjög vinsæll þegar ég var stelpa. Við höfum öll óskaplega gaman af þessari plötu og við eldri þá ekki síst að rifja upp brandarana og tilsvörin hans Palla,“ segir Hulda Björk Garðardóttir óperusöngkona. „Um þessar mundir erum við í íslensku óperunni að æfa Macbeth eftir Verdi en sagan byggist auðvitað á hinni frægu skáldsögu Shakespeares. Þá er ég ekki endilega að hlusta á upptökur af því sem ég er að vinna heldur er gott að hlusta á eitthvaö allt annað til að hvíla sig eftir vinnudaginn," seg- ir Hulda. „Fyrir utan þetta þá setjum við líka oft djass á fóninn. Að heyra til meistara sveiflunnar og djassins er oft alveg stór- kostlegt, að ég tali nú ekki um þegar maður hlustar á snilld- argóðar söngkonur, eins og til dæmis Ellu Fitzgerald." -sbs Bækurnar á náttborbinu: „Varla verður sagt að ég liggi í hábókmenntalegu efni þessa daga. Öll kvöld núna upp á síökastið hef ég verið fastur í sögun- um um Basel fusta og hef mjög gaman af þeim. Höfundurinn er óþekktur en góöur hefur hann verið. Furstinn er svona eins og James Bond, fer víða um lönd og leysir ótrúleg og næsta dular- fúll mál. Titlar sagnanna vitna um það, svo sem Indverska amb- áttin, Týndi fjársjóðurinn og Vofan í gullnámunni, svo ég nefhi nú einhverja sem ég man eftir svona í svipinn," segh Ari Gísli Bragason, fombókasali í Bókavörðunni við Vesturgötu i Reykja- vik. „Gaman hefur verið að lesa bók um jóga sem meistari Þórberg- ur og Ingimar Jónsson þýddu og gáfu út fyrir um áttatíu árrnn. Hef haft hana við höndina undanfariö. Af bókum sem komu út núna fyrir jólin þá hef ég veriö meðal annars verið að lesa nýju Ijóðabókina hennar Ingibjargar Haraldsdóttur, Hvar sem ég verð. Skáldsöguna Sagan af sjóreknu píanóunum eftir Guörúnu Evu Mínervudóttir skáldkonu hef ég einnig verið aö lesa - og líkar sú bók bara býsna vel.“ -sbs „Sagan af sjóreknu píanóunum eftir Guö- rúnu Evu Mínervudóttir hef ég einnig veriö að lesa - og líkar sú vel,“ seglr Ari Gísli Bragason. Tyson þarf ab opna budduna Tveggja ára deilur hnefaleika- kappans Mikes Tysons og Dr. Monicu Tumer í kjölfar skilnaðar þeirra fyrir tveimur árum hafa loks verið leiddar til lykta. Tyson fer ekki vel út úr þessum samningum því hann hefur fallist á að greiða sinni fyrrverandi eig- inkonu 320 milljónir króna. Ef hann greiðir ekki skuldina innan tUskilins tíma hækkar upphæðin í 480 milljónir króna. Hér er ekki öll sagan sögð. Að auki lét Tyson eftir tvær gríðar- lega stórar fasteignir sem metnar em á um hálfan mUljarð króna. Þá hefur hann samþykkt full yfir- ráð Monicu yfir bömum þeirra en saman áttu þau tvö böm. Tyson kemur hins vegar tU með að halda húsi sínu í Las Vegas. Tyson hitti Monicu. fyrst við réttarhöld yfir honum í kjölfar kæru á hnefaleikakappann um nauðgun. Þau giftu sig í aprU 1997 en hjónaband þeirra entist aðeins í tvö ár. Monica hefur sakað Tyson um miklar barsmíðar og Ula meðferð. Hafa margir tekiö hana trúanlega því Tyson hefur verið eitt mesta vandræðabam íþróttanna undanfarin ár og oft sýnt með framferði sínu að hann á viö mikla andlega erfiðleika að stríða. Tyson var um tíma heims- meistari í þungavigt hnefaleik- anna og nær ósigrandi í hringn- um. Hann varð hins vegar á svip- stundu einn óvinsælasti íþrótta- maður heimsins er hann beit stórt stykki úr eyra Ewanders Holyfields í baráttu þeirra fyrir nokkrum árum. Tyson og Monica svara fréttamönnum þegar allt lék í lyndi. Nú þarf Tyson aö sjá á eftir rniklum peningum til fyrrverandi konu sinnar. SMÁAU5- LVSIN&AR Á NETINU! ► www.dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.