Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.2003, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 M agasm I>V „Eg hef hins vegar ekki legiö á skoðunum mínum um Fréttablaöiö. Þaö er í sjálfu sér fullt af fréttum og gerir á margan hátt fína hluti en hefur kosiö að segja almenningi ekki frá nöfnum elgenda sinna. Ritstjórinn er elnn í stjórn og þar meö leppur eigendanna sem ég tel mig vita núna aö eru Baugur og Húsasmlöjan, en forstjóri Húsasmiðjunnar hefur einn vlöurkennt að eiga blaöiö.“ tölvur og OfFice one Superstore. Þetta eru allt fyrirtæki í eigu Baugs, og það er ekkert óeðlilegt við það, en almenn- ingur á að fá að vita að það er Baugur sem sendir þeim Fréttablaðið heim.“ Afrek Davíðs Margir halda því fram aö baráttu- vettvangur þjóðfélagins hafi fœrst frá stjórnmálum yfir á svió viðskiptalífs- ins. Ertu sammála því að stjórnmála- menn hafi ekki sömu áhrif og áður? „Það er engin spuming að stjórn- málamenn eru að verða áhrifaminni. Þegar ég var búinn að lesa greinaflokk Agnesar Bragadóttur um átökin um ís- landsbanka fór ég að velta því fyrir mér af hverju kerfið þarf að rísa upp, jafnvel úr forsætisráðuneytinu, jafn- vel úr Valhöll, sannanlega LÍU og ann- ars staðar, vegna þess að tveir ungir menn, Þorsteinn Már og Jón Ásgeir, vilja kaupa banka. Ég skil betur lætin sem urðu þegar Eyjólfur Sveinsson og Jón Ólafsson voru inni í Orca-hópn- um. Það eru menn sem eru umdeildir í þjóðfélaginu vegna flármála sinna. Ég held reyndar að Davíð Oddsson hafi leynt og ljóst stefnt að því aö minnka áhrif stjórnmálamanna, til dæmis með einkavæðingu í þjóðfélag- inu, einkavæðingu bankanna og laga- breytingum sem hafa breytt við- skiptaumhverfmu þannig að fólk get- ur efnast án þess að þurfa að borga af því risaskatta. Ég held að sagan muni sýna að í hans valdatíð hafi orðið mestu hömluafléttingar íslandssög- unnar. Davíð Oddsson er óumdeildur leið- togi, maður sem eftir tólf ár í forsætis- ráðherrastóli situr með 50-60 prósent ánægðra þegna og flokkurinn undir hans stjóm hreyfist um 1 til 2 pró- sentustig öðru hvoru megin við 40 pró- sent. Þegar Davíð Oddsson kemur til útlanda á leiðtogafundi þá horfa menn eins og Schröder og Blair á hann og spyrja sig: „Hvemig fer þessi piltur að þessu?“ 60 mínútur á teikniborðinu Þú starfaóir lengi á sjónvarpsstööv- um. Langar þig stundum aftur í sjón- varpiö? „Nei. Ég hitti Karl Garðarsson um daginn þar sem hann var á harða- hlaupum með spólutösku rétt fyrir fréttaútsendingu, varð litið á hann og Villi ekki á mér heimildir - segir Ingvi Hrafn Jónsson sem stjórnar þættinum Hrafnaþing á Útvarpi Sögu Útvarp Saga hefur verib starfandi í tæpt ár og er eina útvarpsstöóin sem sendir einungis út talað mál. Ein af röddum stöðvar- innar er Ingvi Hrafn Jóns- son en þáttur hans, Hrafna- þing, er með vinsælasta efni stöðvarinnar. Ingvi Hrafn var í fjölda ára einn þekktasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar en dró sig síðan í hlé og hefur sinnt laxabúskap við Langá á Mýrum. Endur- koma hans í fjölmiðla var mörgum fagnaðarefni. „Jón Axel Ólafsson hafði alið með sér draum um út- varpsstöð sem sendi einungis út talað mál og vildi fá endurhannaða ellismelli til að tala um þjóðmál og gefa þeim laus- an tauminn," segir Ingvi Hrafn. „í fyrra hafði hann samband við mig og bað mig að vera með eins klukkutíma þátt. Hann sagði að ég mætti ráða hvenær dagsins þátturinn yrði, bara ef ég vildi koma. Ég var ekki mjög spenntur fyrir því að vera daglega í beinni útsendingu en hann sagði þetta vera sex mánaða tilraun. Ég fann að í mér leyndist enn þá fjölmiðlafikill þannig að ég féllst á að gera þetta. Þar með varð Hrafnaþing til. Samningur minn við íslenska útvarpsfélagiö er þannig að ég ber algjöra ábyrgð á mínu efni. Ef mér skyldu verða á meiðandi ummæli þá er ég ábyrgðar- maður og svara fyrir þau.“ Allaballinn, framsóknarmað- urinn, kratinn og íhaldið Aðrir vinsælir fjölmiðlamenn, Sig- urður G. Tómasson, Amþrúður Karls- dóttir, Hallgrímur Thorsteinsson og Valtýr Bjöm Valtýsson, em meöal starfsmanna Útvarps Sögu og mæta stundum á Hrafnaþing til að spjalla við Ingva Hrafn um fréttir vikunnar. „Við erum vinnufélagar og hittumst reglulega - höfum nánast ekkert sam- ráð um efni en samt hafa aldrei orðið árekstrar," segir Ingvi Hrafn. „Við vinnum þætti okkar nánast eins og við væmm einyrkjar." Nú hafió þió öll sem þáttastjórnend- ur ákveönar skoðanir; það er engin hlutleysisstefna ígangi í þáttum ykkar. „Við komum úr ólíkum áttum. Siggi, gamli allaballinn og borgarfull- trúinn, er komminn. Adda, varaþing- maður Framsóknarflokksins, er fram- sóknarmaðurinn, og Halla Thorst hef ég alltaf talið vera mikinn krata. Svo er ég, gamla Moggasálin, fhaldið í hópnum. Ég leyfi mér að hafa skoðan- ir í mínum þætti. Ég er ekkert að reyna að villa á mér heimildir. En fyrstu tíu eða fimmtán mínútur þáttar- ins hugsa ég upphátt. Þegar ég hringi í mína viðmælendur er ég búinn að ákveða mig og legg fyrir þrjá til fjóra punkta sem ég ætla að tala um. Síðan fabúlera ég um daginn og veginn og ef ég er úrillur þá læt ég það koma fram og ef ég er i góðu skapi þá kemur það líka fram en númer eitt, tvö og þrjú vil ég ekki vera meiðandi. Enn þann dag I dag hefur enginn viðmælandi farið frá mér öðruvísi en þakklátur og kvatt með hlýju handabandi.“ Baugur sendir Fréttablaðiö Hvernig finnst þér, sem gömlum fréttahauki, dagblöðin standa sig? „Mér fannst vera komin full mann- réttindi á íslandi þegar Mogginn kom út á mánudögum. Morgunblaðið og DV eru að mínu mati heimsklassafjöl- miðlar. í Vestur-Evrópu væru þetta blöð sem myndu sóma sér hvar sem væri. Ég hef hins vegar ekki legið á skoðunum minum um Fréttablaðið. Það er í sjálfu sér fullt af fréttum og gerir á margan hátt fina hluti en hef- ur kosið að segja ekki almenningi frá nöfnum eigenda sinna. Ritstjórinn er einn í stjóm og þar með leppur eigend- anna sem ég tel mig vita núna að eru Baugur og Húsasmiðjan, en forsfjóri Húsasmiðjunnar hefur einn viöur- kennt að eiga blaðið. Ragnar Tómas- son, vinur minn, „sem pakkaði þeim díl inn“, sannfærði þá um ágæti þess að senda auglýsingar Baugs inn á nær hvert heimili í landinu, pakkaðar inn í fréttir, í stað þess að dreifa þeim með Mogganum eða DV. Þetta er auðvelt fyrir fyrirtækjasamsteypu eins og Baug. Þegar vantar pening i Frétta- blaðið þá koma fjórar litasíður í röð frá Hagkaupum og næstu þijár eru frá Bónus. svo koma Húsasmiðjan og BT- varð að orði: „Mikið skelfing er ég feg- inn að þú ert á hlaupum en ekki ég.“ Þegar Markús Öm réð mig frétta- stjóra RÚV gegn meirihluta útvarps- ráðs árið 1985 þá ætlaðist hann til að ég færði sjónvarpsfréttir til nútímans. Hann gaf mér algjörlega fijálsar hend- ur og bakkaði allt upp sem ég gerði. Þegar ég fór upp á Stöð 2 gerði ég ákveðnar breytingar og kom með frétt- ir á klukkutíma fresti á Bylgjunni. Frá þessum tíma hefur afskaplega lítið breyst. Helsti gallinn er sá að það eru ekki til peningar til að framleiða vand- aða fréttaskýringaþætti. Kastljósið er að minu viti afskaplega vandaður púls á pólitíska og menningarlega og við- skiptalega umræðu í landinu. ísland í dag er það líka, aðeins á öðrum vett- vangi. En það vantar fréttaskýringa- þátt á við 60 mínútur þar sem frétta- menn hafa burði til að bijóta mál til mergjar." Vœruð þið, félagarnir á Sögu, ekki finir í það? „Við erum með slikan þátt á teikni- borðinu en það vantar peninga.“ Ætlaróu að vera áfram í fjölmiðla- starfi og hvernig samrœmist þaö laxa- útgerðinni? „Ég er með stúdíó uppi í veiðihús- inu mínu við Langá og sendi í beinni útsendingu þaðan í allt sumar. Útvarp getur verið hvar sem er. Ég hef frjáls- ar hendur til að segja það sem mér finnst og tala við þá sem mig langar til að tala við. Hvað er hægt að hugsa sér betra?“ -KB Sími 550-5000 Útgefandi: Útgáfufélagið DV ehf., Skaftahlíö 24. Ábyrgðarmenn: Óli Björn Kárason og Jónas Haraldsson. Umsjónarmaöur: Stefán Kristjánsson. sk&magasln.ls Blaöamaöur: Sigurður Bogi Sævarsson. s igbogi@magasin.ts Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttír - kata@dv.is og Inga Gísla - inga@dv.is Prentun: Árvakur hf. Upplag: 80.000 eintök. Drelfing: Póstdreifing ehf. Dreift ókeypis á höfuðborgarsvæöinu, á Akureyri og til áskrifenda DV úti á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.