Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Síða 5
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 DV 5 Fréttir íslandsbanki ráðleggur fjárfestum: Stjórnmálamenn settir á „athugunarlista" - staða efnahagsmála ráðist af niðurstöðum kosninga Almar Guömundsson. Greiningardeild íslandsbanka ráð- leggur fjárfestum að hafa í huga, að úrslit næstu þing- kosninga muni hafa áhrif á hvernig til tekst við hagstjóm næstu ára - en nefhir ekki hvaða ríkisstjórn hún telji að yrði þeim til mestra heilla. í markaðsyfirliti bankans um efna- hagsmál segir meðal annars að fjár- festar verði að taka kosningamar með í reikninginn þegar metið sé hvort takast muni að koma í veg fyr- ir gengislækkun og atvinnuleysi þeg- ar stóriðjuframkvæmdum lýkur. Almar Guðmundsson, forstöðu- maður greiningardeildarinnar, bend- Útflutningsverð- mæti tvöfaldast Norsk-íslenska síldin skilaði út- flutningsverðmæti upp á um þrjá miUjarða króna á síðasta ári og er það um það bil tvöfalt meira en árið áður þegar útflutningsverðmætið nam 1,6 milljörðum. Þetta er niðurstaða samantektar Fiskifrétta en í henni kemur einnig fram að verðmætaaukninguna megi einkum rekja til aukins afla vinnslu- skipa. Vinnsluskipin skiluðu um 1,5 milljarða króna útflutningsverðmæti 1 fyrra samanborið við um 600 millj- ónir árið áður. í Fiskifréttum kemur fram að verðmætaaukningin skýrist almennt af meiri afla á nýliðnu ári en árið á undan, auk þess sem mun stærra hlutfall af aflanum fór í vinnslu til manneldis en áður. Um 127 þúsund tonn veiddust af norsk-íslensku sildinni í fyrra sem eru um 96% af úthlutuðum aflaheim- ildum. Árið 2001 nam veiðin um 78 þúsund tonnum. -vb ir á að erlendis sé alþekkt að kosn- ingaúrslit skipti máli og valdi jafnvel skjálfta á mörkuðum. „Og ef við ber- um árið í ár saman við 1999 þá er meiri óvissa í stjórnmálum núna, stjómarskipti em líklegri nú og við höfum ekki alveg skýra mynd af því hvemig menn ætla sér að taka á efna- hagsmálum," segir Almar. En greiningardeildin segir fjárfest- um ekki hvaða ríkisstjóm komi fjár- festum best hvað þetta varðar. „Nei, við höfum ekki allar forsendur til að meta það núna,“ segir Almar. „En við teljum að meiri hræringar séu í stjómmálum, líkur á breytingum séu meiri en á sama tíma fyrir síðustu kosningar, og þar af leiðandi þurfl fjárfestar að hafa hugsanleg úrslit kosninganna í huga.“ -ÓTG Krónan ofmetin? í nýjasta tölublaði tímaritsins The Economist er birt at- hugun blaðsins á gjald- miðlum heims með hamborgaravísitölunni svokölluðu. Borið er saman verð á Big Mac hamborgara víðs vegar um heim og út frá því metið hvort gjaldmiðill viðkomandi lands sé vanmetinn eða ofmetinn gagnvart dollara. Útgangs- punktur athugunar blaðsins liggur í kenningum hagfræðinga um kaup- máttarjafnvægi og er verð á þessari ákveðnu vöru kannað samhliða gengi viðkomandi gjaldmiðils. Það er skemmst frá því að segja að i könnuninni, sem birt er á vef Economist, er gengi krónunnar of- metið gagnvart dollara um 107%, evra ofmetin um 8% og pund ofmetið um rúmlega 20%. Meðal vanmetinna gjaldmiðla eru jenið (16%), eist- neska krónan (27%) og argentínski pesóinn (55%). Niðurstöður athugunar blaðsins má ekki taka of hátíðlega. Krónan hefur lengi verið ofmetin á þessum mælikvarða. Ýmislegt veld- ur því að aðferðafræðin heldur illa í raun og hefur hún ekki heldur reynst vel í spám um þróun gjald- miðla. -vb Lausnin er í Brimborg - leigðu nýjan verðlaunabíl frá Ford Taktu Ford á rekstrarleigu Hafðu strax samband við ráðgjafa okkar og fáðu Nú getur Brimborg boðið alla verðlaunabílana nánari upplýsingar um hagstæðu rekstrarleigu frá Ford á einstaklega hagstæðum rekstrar- Brimborgar. leigukjörum. Hlutverk okkar hjá Brimborg er að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu fyrir heimsþekkt merki sem skara framúr: Settu öryggi og þjónustu ofar öllu öðru. Vertu í hópi með þeim sem vita hvað góð hönnun er - vertu í Ford hópnum; leigðu nýjan verðlaunabíl frá Ford. Misstu ekki af tækifærinu. Komdu í Brimborg. Ford Fiesta frá kr. 24.950 á mánuði í 36 mánuði. Ford Focus frá kr. 27.950 á mánuði í 36 mánuði. V£rta*ny'aíí1 v--- Ford Mondeo frá kr. 33.950 á mánuði í 36 mánuði. HEILDARVÍÐSKIPTI 6.306 m.kr. Hlutabréf 1.847 m.kr. Húsbréf 2.910 m.kr. MEST VIÐSKIPTI íslandsbanki 504 m.kr. Baugur 295 m.kr. Kaupþing 257 m.kr. MESTA HÆKKUN O Grandi 3,3% ©ÍAV 3,0% I © Samherji 1,5% MESTA LÆKKUN ©Marel 2,8% © Kögun 1,9% © Búnaðarbanki 1,4% ÚRVALSVÍSITALAN 1.341 - Breyting -0,08% (ár brímborg Brimborg Reykjavík sími 515 7000 • Brimborg Akureyri sími 462 2700 • Bílavík Reykjanesbæ sími 421 7800 • brimborg.is Skattabæklingur Skattabæklingur Pricewaterhouse- Coopers 2002-2003 er kominn út. Þar er að finna allar helstu upplýsingar sem einstaklingar og fyrirtæki þurfa á að halda við gerð skattframtals árið 2003 og við staðgreiðslu ársins 2003. Má nefna upplýsingar um tekjuskatt, íjármagnstekjuskatt, eignarskatt, vaxtabætur, barnabætur og opinber gjöld, auk fleiri gagnlegra upplýs- inga. í bæklingnum er einnig umfiöll- un um reiknað endurgjald sjálfstætt starfandi aðila, uppgjör í erlendri mynt, afnám verðbólgureiknings- skila og yfirfærslu einstaklings- rekstrar í einkahlutafélag. Bæklingurinn er gefinn út í sam- starfi við Landsbanka íslands, Spari- sjóð vélstjóra, Sjóvá-Almennar trygg- ingar og Verðbréfastofuna. Hægt er að nálgast eintak í útibúum þessara fyrirtækja og á skrifstofum PwC. Efni skattabæklingsins er enn frem- ur að finna á heimasíðu PwC, www.pwcglobal.com/is. Rekstrarleiga m. v. mánaðarlegar greiðslur í 36 mánuði og er háð breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra. Smur- og þjónustuskoðanir eru innifaldar í leigugreiðslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.