Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 DV Fréttir Jarðfræðingar hafa áhyggjur af mögulegu gosi í Goðabungu: Mýrdalsjökull og landslagiö undir honum Þessa einstæðu myndir, vann Helgi Björnsson hjá Raunvísindastofnun Háskólans, ásamt félaga sínum, Finni Páissyni, í kjölfar mælinga áriö 1991. Goðabunga er við vestanverða Kötluöskjuna og gos þargeta haft veruleg áhrif á Þórsmerkursvæðið. Hlaup sem hugsanlega myndast við bráðnun jökulsins myndi hlaupa niður dalina og enda í Markarfljóti. Efri myndin sýnir jökulyfir- borðið og neðri myndin landslagið undir jöklinum. G»ti revnst hattu- legt fferðamönnum Jarðfræðingar óttast að ef gos yrði vestan í Goðabungu, vestast í Mýrdalsjökli, gæti það skapað mikla hættu fyrir ferðamenn á svæðinu. Erfitt geti reynst að var- ast skyndilegt flóð vegna jökul- bráðnunar sem falli þá niður brattar hlíðamar og endi í Mark- arfljóti. Samkvæmt heimildum DV er verið að skoða hvemig haga beri viðbúnaði varðandi feröa- mannastrauminn í sumar. Ragnar Stefánsson jarðfræðing- ur segir stöðugt fylgst með Kötlu gömlu, og þá sérstaklega með Goðabungu í vestanverðum Mýr- dalsjökli. Hann segir jarðfræðinga hafa áhyggjur af málum, ekki síst í ljósi mikils ferðamannastraums í Þórsmörk og víðar á svæðinu. Jarðskjálftar undanfarin tvö ár hafa að verulegu leyti átt upptök vestan undir Goðabungu og ein- kenni þeirra gætu bent til að næsta gos á Mýrdalsjökulssvæð- inu yrði þar. Þvi er ekki fylgst síð- ur með þessu svæði en virkni nær miðbiki jökulsins, undir Kötlu- öskjunni sjálfri. Ragnar segir ekki dæmi um svo óyggjandi sé að gos- ið hafi þama vestan í Goðabungu þó vitað sé um hlaup frá vestur- hluta jökulsins til suðurs. Ekki sé þó hægt að útiloka að þama hafi gosið og hlaup farið til norðvest- urs i kjölfarið, en litil byggð hafi verið á þessu svæði og því sjálf- sagt fáir til frásagnar ef slíkt hafi gerst frá því land byggðist. „í sjálfu sér er ekki mikil hætta í byggð af gosi í Goðabungu. Hins vegar er ótti varðandi ferðamenn. Það er að jafnaði mikið um jeppa- menn og annað ferðafólk í Þórs- mörk og víðar á þessu svæði. Hlaup vegna bráðnunar jökulsins í Goðabungu verða væntanlega ekki mjög stór. Þama er lítill jök- ulís yfir til að bráðna. Hins vegar er mjög bratt þama niður og erfitt yrði að varast, í næsta nágrenni, skyndileg hlaup í slíku gosi.“ Ragnar reiknar með að hugsan- legu gosi í Goðabungu gæti fylgt mikið öskufall. Stööug skoöun Jarðfræðingar hafa vaktað svæðið náið undanfarin misseri en Ragnar segir þó skorta fjármagn til að koma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.