Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003
Portúgalar án
Ferreira?
Svo gæti farið að Portúgalar
verði án síns besta markmanns í
leiknum gegn íslendingum í
kvöld. Carlos Ferreira heitir
markvörðurinn en hann meidd-
ist í leiknum við Katar í fyrra-
kvöld þegar hann lenti í sam-
stuði.
Hann hljóp út úr markinu
með fyrrgreinum afleiðingum og
í gær leit ekki út fyrir að hann
yrði í leikhæfu ástandi í kvöld.
Mats Olsson, aðstoðarþjálfari
portúgalska liðsins, sagði við DV
að hann hefði af þessu töluverð-
ar áhyggjur en allt yrði gert til
að Ferreira yrði með enda mikil-
vægur hlekkur í liðinu og erfitt
aö spila gegn íslendingum án
hans. -JKS
Fréttamönnum
vísað út
Ekki er laust við að taugatitr-
ings sé farið að gæta í B-riðlinum
í Viseu. íslenskum fréttamönnum
var vísað út úr íþróttahöllinni
þegar þýska landsliðið hóf þar æf-
ingu síðdegis í gær. Fréttamenn-
imir voru við vinnu sína uppi á
pölium þar sem þeir hafa sýn yfir
völlinn.
Þegar æfing þýska liðsins var
að hefjast kom liðsstjórinn upp á
pallana og bað fréttamennina vin-
samlegast að yflrgefa svæðið þcir
sem þýska liðið ætlaði að fara yíir
nokkur leikatriði sem það vildi að
gert yrði fyrir luktum dyrum.
Þess má geta að Þjóðverjar
mæta Islendingum í lokaleik
riðilsins á sunnudag og má segja
að taugastríð sé byrjað. -JKS
DV
Okkar
menn í
Portúgal
Javier Garcia Questa, þjálfari Portúgala, segir allt geta gerst í kvöld í leiknum Jón Kr/sf/án Sigurðsson
milli Portúgala og íslendinga. DV-mynd Hilmar Pór blaðamaöur_________________________
Hilmar Pór Guömundsson,
Ijósmyndari
ALLhandbolta Vidjf handbolta
HANDBQLTI J TIJ
COED 0 fPdMKMálíf-
ísland mætir Portúgal á heimsmeistaramótinu í handknattleik í kvöld:
Leggjum allt undir
- sagði Mats Olsson, aðstoðarþjálfari portúgalska landsliðsins
Mikil eftirvænting er fyrir leik ís-
lands og Portúgals í B-riðli á heims-
meistaramótinu í handknattleik sem
hefst klukkan 19 í kvöld. Þjóðimar
hafa unnið báða leikina sína í riðlin-
um þannig að í kvöld mætast stálin
stinn enda griðarlega mikið í húfi upp
á framhaldið í keppninni. Mikil áhugi
er fyrir leiknum og seldust aðgöngu-
miðar upp í forsölu fyrir tveimur vik-
um. ísland og Portúgal hafa mæst
tvisvar á síðustu þremur stórkeppn-
um, Portúgal vann á EM í Króatíu
2000 en íslendingar á HM í Frakklandi
ári síðar.
Lykilleikur beggja liða
Portúgalar æfðu tvívegis í gær og
eftir seinni æfinguna hitti DV þá
Carcia Cuesta, þjálfara Portúgala, og
aðstoðarmann hans, Svíann Mats Ols-
son. Olsson, sem er íslenskum hand-
boltaáhugamönnum að góður kunnur,
en hann var á tímabili besti markvörð-
ur heims og gerði oft íslendingum líflð
leitt með sniildarmarkvörslu sinni.
„Þetta verður lykilleikur beggja
liða í riðlinum og við leggjum allt
undir tii að knýja fram sigur. Ég veit
vel að þetta verður gríðarlega erfiður
leikur og það hjálpar okkur í barátt-
unni að við höfum áhorfendur að baki
okkur og þeir munu styðja vel við
bakið á liðinu. Við verðum að eiga
toppleik til að vinna íslenska liðið,
markvarsla, sóknar- og vamarleikur
verður að vera í hávegum, þannig að
ekki má mikið út af bera til að illa
fari. Ég þekki íslenska liðið vel og veit
að það verður við raman reip að
draga en þegar liðin eru borin saman
hafa íslendingar vinninginn.
„Ég sagði á dögunum, og setti dæmi
upp þannig, að ef þjóðirnar léku tíu
leiki í röð þá myndu íslendingar
vinna átta leiki. Islendingar eru sterk-
ari, en á góðum degi, þegar allir hlut-
ir ganga upp hjá okkur, eigum við
möguleika," sagði Mats Olsson aðstoð-
arþjálfari í samtali við DV.
í heimsklassa
Hann sagði að ef Ólafur Stefánsson
og Patrekur Jóhannesson næðu sér á
strik yrði mjög erfitt að ráða við ís-
lenska liðið.
„Þetta eru leikmenn í heimsklassa
og burðarásar liðsins að mínu mati.
íslenska liðið náði frábærum árangri
á Evrópumótinu í fyrra og mér sýnist
liðið ekki vera síðra núna. Leikreynsl-
an er meiri núna og hún ætti og á að
nýtast liðinu í þessari keppni.
Portúgalska handknattleikssam-
bandið er með langtímamarkmið í
höndunum og stefiian er að koma
landsliðinu í fremstu röð innan fimm
ára. Ekkert verður til sparað í þeim
efnum. Markmiðið hjá okkur hefur
verið, leynt og ljóst, að komast inn á
Ólympíuleikana í Aþenu og væri ósk-
andi að það gengi eftir og myndi
hjálpa okkur í uppbyggingarstarfinu.
Til að það gangi eftir verðum við að
standa okkur í þessari keppni á eigin
heimavelli,“ sagði Mats Olsson.
Bjartsýnn að eölisfari
Carcia Cuesta, aðalþjálfari liðsins,
tók undir orð Olssons og sagði leikinn
i kvöld jám í jám. Hann sagði þetta
mikilvægasta leikinn í riðlinum og
allt kapp yrði lagt á að vinna sigur.
„Ég tel að við eigum jafna mögu-
leika á sigri og íslenska liðið. Þetta
verður gífurlega erfiður leikur í öllu
falli og mínir menn verða að sýna sín-
ar allar bestu hliðar ef takmarkið á að
nást. Ég hef lengi hlakkað til þessa
leiks og ég er bjartsýnismaður að eðl-
isfari og það er engin breyting í þeim
efnum fýrir leikinn í kvöld,“ sagði
Javier Garcia Cuesta í samtali við DV
í gær. -JKS
Stórleikur hjá
íslenska parinu
Stefán Amaldsson og Gunnar
Viðarsson, milliríkjadómarar,
dæma sannkallaðan stórleik á
heimsmeistaramótinu í kvöld.
Þeir hafa verið settir á leik Rúss-
lands og Króatíu í C-riðli sem
fram fer á eynni Madeira. Þetta
er annar leikur félaganna í mót-
inu en þeir dæmdu áður viður-
eign Argentínu og Króatiu í
fyrstu umferð en sátu síðan yfir
í annarri umferð. Þessi leikur
skiptir Rússa og Króata miklu
máli upp á framhaldið að gera,
Rússar hafa þrjú stig í riðlinum
og Króatar tvö en þeir töpuðu
óvænt fyrir Argentínu í fyrsta
leik. -JKS
Borga úr
eigin vasa
Bandaríska dómaraparið
Tucomir Anusic og Thomas Boj-
sem, sem dæmir á heimsmeist-
aramótinu, leggur mikið á sig til
að halda sér í æfingu. Verkefnin
heima fyrir eru ekki næg en þar
dæma þeir í Ameríkubikarnum
og i álfukeppninni. Þetta er ekki
nóg til að halda sér í formi og
hafa þeir brugðið á það ráð að
dæma deildarleiki í Evrópu. Til
þess fá þeir engan stuðning og
hafa þurft að borga öll ferðalög
úr eigin vasa. Þeir hafa m.a.
dæmt deildarleiki á íslandi,
fimm leiki á síðasta tímabili og
sL haust komu þeir aftur í sömu
erindagjörðum. Þeir hafa síðan
dæmt í öðrum Evrópulöndum og
einnig á alþjóðlegum mótum.
Báðir eru þeir fyrrverandi hand-.
boltaleikmenn, Anusic er Króati
og Bosjem er Dani en báðir eru
þeir búsettir vestra og hafa
bandarískt vegabréf. -JKS
Þrír áttu
afmæli í gær
Guðmundur Hrafnkelsson,
landsliðsmarkvörður í hand-
knattleik, varð 38 ára gamall í
gær en
hann er bú-
inn að leika
með lands-
liðinu í 15
ár. Stefán
Amaldsson
milliríkja-
dómari, sem
Guömundur dæmir á
Hrafnkelsson heimsmeist-
aramótinu,
varð 45 ára í gær.
Þýski landsliðsmaðurinn
Daniel Stephan, sem leikur með
Lemgo, átti einnig afmæli í gær
en þá varð hann 26 ára. Hann
leikur hins vegar ekki með lið-
inu í keppninni vegna meiðsla
sem hann hlaut skömmu fyrir
mótið og er útlit fyrir að hann
leiki ekkert meir á þessu tíma-
bili. Hann lýsir leikjum þýska
landsliðsins á heimsmeistara-
mótinu í sjónvarpi. -JKS
w-------------------
Svíinn frægi Mats Olsson er
aðstoöarþjálfari portúgalska
liösins og hefur löngum reynst
íslenska liðinu erfiöur. DV-
mynd Hilmar Þór