Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Page 29
MIÐVTKUDAGUR 26. MARS 2003
29
DV
Ig' jgWf y Tryggvi iim fyrir Heiðar Framheijinn Heiðar Helguson, sem liösþjálfari valið Tryggva Guðmunds- leikur með Watford I ensku 1. deildinni, son, framherja Stabæk, í staðinn fyrir hefur dregið sig út úr landsliðshópnum Heiðar. fyrir leikinn gegn Skotum vegna Tryggvi hefur leikið 29 landsleiki og meiðsla og hefur Atli Eðvaldsson lands- skorað í þeún átta mörk. -ósk
Rofpostur: dvsport@dv.is
son verður í stöðu vinstri bakvarðar.
Undirritaður hefur áður lýst yfir
þeirri skoðun sinni að Amar Þór sé
ekki nægilega sterkur vamarlega til
að standast áhlaup sterkari liða -
nokkuð sem hefur berlega komið í
ljós i síðustu landsleikjum - en hann
er hins vegar góður að bera upp bolt-
ann og í raun meiri kantmaður held-
ur en bakvörður. Ef Atli stiilir upp
fimm manna varnarlínu aukast
möguleikar hans á að koma framar á
völlinn þegar við sækjum án þess að
skilja eftir svæði á bak við sig.
Atli heldur væntanlega tryggð við
Bjarna Þorsteinsson í hægri bak-
verðinum þrátt fyrir að Bjami hafi
ekki heillað marga með frammistöðu
sinni gegn Skotum og Litháum.
Bjarni er öflugur í loftinu, harður og
fylginn sér og mun hagnast á því ef
Atli spilar með fimm manna vöm.
Bjarni er hins vegar afar slakur í því
að koma boltanum í spil en Atli mun
væntanlega freista þess að láta Am-
ar Þór sjá um þá hlið mála á hinum
vængnum. Gylfi Einarsson virtist, ef
marka má leikinn gegn Andorra,
ekki vera tilbúinn og Indriði Sig-
urðsson er senniiega of reynslulítill
til að leysa Amar Þór af vinstra
megin, jafnvel þótt Indriði sé sterk-
ari vamarlega en Arnar Þór.
Þarf aö sanna sig
Með Guðna i miðverðinum verða
væntanlega ívar Ingimarsson og Lár-
us Orri Sigurðsson. ívar hefur öðlast
nýtt líf hjá Brighton og kemur vænt-
anlega fullur sjálfstrausts til leiks.
Hann náði sér ekki á strik í lands-
leikjunum síðasta haust en mun,
eins og Bjami, hagnast á því að hafa
Guðna fýrir aftan sig sem stjóm-
anda. ívar er sterkur í loftinu og
grimmur, virkaöi taugaóstyrkur í
leikjunum síðasta haust en það er
vonandi liðin tíð.
Láras Orri þarf að sanna sig í
landsliðinu á nýjan leik. Hann dró
sig út úr hópnum eftir Skotaleikinn
í fyrra vegna atviks á skemmtistað í
Reykjavík og hlýtur að ætla að sýna
mönnum hvað í honum býr. Láras
Orri spilaði að mínu mati þokkalega
gegn Ungverjum og Skotum og það
má alltaf ganga út frá því sem vísu
að hann gefi sig allan í það verkefni
sem hann tekur sér fyrir hendur.
Hann er hins vegar enginn stjóm-
andi frekar en ívar og mun njóta
góðs af tilkomu Guðna.
Þrír eöa fjórir á miðjunni?
Það er síðan spuming hvemig
Afli stillir upp miðjunni - hvort
hann verður með þrjá eða fjóra
menn þar. Það er öraggt að Brynjar
Bjöm Gunnarsson verður í byrjun-
arliðinu. Hann er ótrúlegur baráttu-
jaxl, er í mun betra formi heldur en
síðasta haust þegar hann var nýstig-
inn upp úr meiðslum og það er eng-
inn betri í íslenska liðinu að vinna
návígi inni á miðjunni. Allt útlit er
fyrir að Atli ákveöi að spila ekki
með kantmann vinstra megin. Amar
Þór er sókndjarfur og Atli hefur
margoft sagt að hann vfiji halda
vinstri kantinum opnum fyrir Eið
Smára sem hefur tiiluieigingu til að
fara þangað og sækja síðan inn á
miðju.
Það er í raun aðeins einn leikmað-
ur sem kemur til greina ef Atli spil-
ar með kantmann hægra megin,
Þórður Guðjónsson. Þórður er eld-
fljótur, með góðar fyrirgjafir en
vandamálið með hann likt og bróður
hans, Jóhannes Karl, er að þeir vilja
frekar spila á miðjunni heldur en
kantinum, verða oft óþolinmóðir og
halda ekki nægilegri breidd til að
nýtast sem best. Jóhannes Karl hef-
ur hins vegar sýnt með Aston Villa,
þegar hann hefúr náð hemja skap
sitt, að hann er öflugur miðjumaður
sem getur bæði unnið boltann og
komið honum frá sér til samherja.
Líklegt byrjunarlið íslands gegn Skotum
Amar Grétarsson, sem hefur ver-
ið að spila skínandi með Lokeren í
vetur, er mjög vel spilandi en hann
hefur átt það til að týnast þegar mik-
ill hraði er í leikjum íslenska liðsins,
nokkuð sem hægt er að vera viss um
að verður uppi á teningnum á laug-
ardaginn.
Þá er ótalinn Rúnar Kristinsson,
fyrirliði liðsins. Hann hefur verið
hjartað og sálin í íslenska iiðinu og
sá leikmaður sem skapar mest. Hann
er mjög vel spilandi og það er lykil-
atriði fyrir íslenska liðið að hann
nái sér á strik í leiknum. Hann átti
sennilega sinn daprasta landsleik frá
upphafi gegn Skotum síðasta haust
og vm væntanlega kveða þann draug
niður. Rúnar verður annaðhvort á
miðri miðjunni eða fyrir framan
miðjumennina þrjá og virkar þá sem
tenging á miili miðju og og okkar
eina sóknarmanns, Eiðs Smára
Guðjohnsens.
Þarf aö eiga toppleik
Til þess að íslenska liðið eigi
mögmeika í leiknum gegn Skotum
þarf liðið á því að halda að Eiður
Smári eigi toppleik. Hann er eini
leikmaður liðsins sem hægt er að
kalla stórstjömu og jcifhframt sá eini
sem getur unnið leiki upp á eigin
spýtur. Landsliðið þarf Eið Smára í
þvi formi sem hann var í síðari hálf-
leik gegn Litháen. Það þarf hann í
allar níutíu mínútumar gegn Skot-
um, á fúllri ferð til að eygja mögu-
leika á sigri, ekki kafla og kafla eins
og raunin hefur verið í síðustu leikj-
um.
Skoska liðið, sem kom til íslands í
október, lét lítið fyrir sér fara á
pappírunum. Liðið var sært eftir
jafntefli gegn Færeyingum, fjölmiðl-
ar þar ytra kepptust við að minnka
væntingamar til liðsins og það brást
við á réttan hátt. Skoska liðið var
mun betra en það íslenska í leikn-
um, mun skipulagöra og með mikið
til meira sjálfstraust heldur en það
íslenska.
Skoska liöiö er sterkara nú
Liðið sem mætir íslendingum á
laugardaginn er sterkara því í hóp-
inn hefur bæst framherjinn Don
Hutchinson frá West Ham. Hann hef-
ur látið lítið fyrir sér fara í ensku úr-
valsdeildinni en hefur haft þann
vana að spila alltaf vel með skoska
landsliðinu. Þar spilar hann sem
framherji og því ætti að vera meiri
ógn í skosku sókninni heldur en í
síðasta leik.
Skotar munu að öllum líkindum
spila með sömu þriggja manna vöm-
ina og gegn íslendingum með þá
Steven Pressley, Christian Dailly og
Lee Wilkie. Gary Naysmith verður á
vinstri vængnum en óvíst hver leys-
ir Maurice Ross, sem er í banni, af á
hægri vængnum. Paul Lambert og
Barry Ferguson ráða rikum á miðj-
unni og frammi verða væntanlega
þeir Stephen Crawford og Don
Hutchison þó Kenny Miller, sóknar-
maður Wolves, gæti hugsanlega
komið inn fyrir Crawford.
Þetta lið er ekki samansafn bestu
knattspyrnumanna í heimi - þvi er
langur vegur frá - en liðið er vel
skipulagt og baráttuglatt. Helstu
veikleikar liðsins era svæðin á milli
vamarmannanna og vængmann-
anna sem eiga það til að
vera opin. Það nýttu írar
sér með góðum árangri í
leik liðanna í síðasta mán-
uði og spuming hvort Atli
Eðvaldsson hefúr dregið
einhvern lærdóm af því.
Enn á byrjunarreit
Þegar öllu er á botninn
hvolft þá stendur Atli
frammi fyrir því vanda-
máli að hann er enn á byrj-
unarreit enda þótt leikur-
inn gegn Skotum sé þriðji
leikur liðsins í und-
ankeppni EM. Vamarleik-
urinn hefur ekki verið
traustvekjandi, miðjan hef-
ur átt í vandræðum með að
koma boltanum frá sér,
kantspilið hefur verið
ósýnilegt og langar send-
ingar fram á sóknarmenn
liðsins hafa engu skilað.
Atli þcirf að byrja upp á
nýtt og með þrjá daga til
stefnu er eins gott fyrir
hann að bretta upp ermam-
ar og byija að púsia liðinu
saman strax þegar það
hittist á flugvellinum í
Glasgow i dag - ekki veitir af.
Árangur síöustu þriggja ára:
fr landsliðið á
íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu er nú að hefja fjórða
ár sitt undir stjórn Atla Eðvalds-
sonar, landsliðsþjálfara.
Atli tók við liðinu af Guðjóni
Þórðarsyni í ársbyrjun 2000 og
liðið náði frábærum árangri í
upphafi undir hans stjórn en eng-
inn landsliðsþjálfari hefur stjórn-
að landsliðinu í fyrstu fimm leikj-
unum án þess að tapa. tslenska
liðið vann fjóra leikir og gerði 1
jafntefli í fyrstu 5 leikjunum und-
ir stjóm Atla.
Eftir þetta fyrsta ár hefur gengi
liðsins verið á hraðri niðurleið
eins og sést vel á gröfunum hér
fyrir neðan og aðeins 33%
árangur náðist í fyrra. -ÓÓJ
Arangur islenska landsliösins 2000
Sigurhlutfail
Urslit leikja
Sigrar____________J5
Jafntefli__________1
lÖR_____________3...
Markatala 13-10
Árangur íslenska landsliösins 2001
Sigurhlutfall
Urslit lelkja
Sigrar ...__JL
Jafntefli_______2
löe_____________5
Markatala 17-19
Arangur islenska landsliösins 2002
Sigurhlutfall
J.
Urslit leikja
Jafntefli 2
Töp 5
Markatala 8-14