Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRIL 2003 DV Fréttir Forstjóri Vífilfells um hugmyndir um gosdrykkjagjald: Það er ekki eins og skattlagninguna vanti „Hugmyndir um sérstakt viðbótar gosdrykkjagjald eru afar illa ígrund- aðar. Það er ekki eins og vanti skatt- lagningu á þessa framleiðslu," segir Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífíl- fells, í samtali við DV. Tilefnið eru hugmyndir Manneldisráðs um að leggja sérstakt gjald á gosdrykki sem nemi sex krónum á hvern lítra, bæði í þvi augnamiði að draga úr gos- drykkjaneyslu og eins til þess að fjár- magna forvarnastarf á sviði lýð- heilsu og manneldismála. Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Útvarps um helgina að sér litist ekki á þessar hugmyndir og hef- ur vísað þeim til frekari skoðunar. Vantar ekki skattlagningu Þorsteinn M. Jónsson segir að nú þegar sé gosdrykkjaframleiðsla skatt- lögð úr hófi. Vörugjald - svonefndur sykurskattur - sem nemi átta krón- um á lítra sé tU staðar og skUagjald á umbúðum sé 7,40 kr. Þá sé fram- leiðslan í efra þrepi virðisaukaskatts, sem er 24,5%. „Það vantar því ekki skattlagn- ingu á þessa framleiðslu og hug- myndir um frekari álögur eru tU þess eins að bæta gráu ofan á svart,“ segir Þorsteinn. „Við erum frjálst fólk í frjálsu landi. Fræðsla er góð en bein neyslustýring með skattheimtu á að heyra sögunni tU. Nær væri að taka upp baráttu fyrir því, tU hags- bóta fyrir heimUin í landinu, að neyslustýringin sem felst í vörugjald- inu yrði lögð af og að gosdrykkir færu í neðra þrep virðisaukaskatts." Þá bendir Þorsteinn á - líkt og Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Ölgerðar- innar, gerði í DV í gær - að vatns- neysla almennings hafi aukist mikið. Kolsýrt vatn sé orðið snar þáttur í framleiðslu drykkjarvörufyrirtækj- anna og það - líkt og sykurskertir gosdrykkir - séu undir sykurskatt- inn seldir. „Það er tæpast hægt að halda því íslenskir félagsfræöingar: Fundur um heimilisofbeldi Stéttarfélag íslenskra félagsfræð- inga hefur staðið fyrir röð morgun- verðarfunda undir yfirskriftinni BAKHLIÐ BORGARINNAR. Á fyrsta fundinum í janúar var athyglinni beint að körlum og vændi og í febr- úar var fjaUað um áhrif klámvæð- ingar á fjölskylduheUbrigði. í morgun var morgunverðarfund- ur haldinn á Grand Hótel og var efni fundarins Heimilisofbeldi - bak- hlið heimUanna. Fyrirlesarar voru Freydís Jóna Freysteinsdóttir, lektor í félagsráð- gjöf, sem fjaUaði um ofbeldi og van- rækslu í fjölskyldum, dr. Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingur, en hennar fyrirlestur bar heitið „Þrí- hyrningur ofbeldis. Femínískar og siðfræðUegar vangaveltur um of- beldi í hjónabandi" og Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur en hans er- indi var undir yfirskriftinni „Karlar sem berja maka sína - er þeim við- bjargandi". Edda Ólafsdóttir félagsráðgjafi sem meðal annarra stóð að fundin- um sagði að markmið félagsins væri að vekja athygli á því vandamáli sem heimilisofbeldi væri. Hún sagði að aUt of lítil umræða heföi átt sér stað um heimilisofbeldi undanfarið og þau vandamál sem því fylgdi. Nauðsynlegt væri að opinber um- ræða fengi þrifist því þetta væri mikUvægt mál sem snerti aUt sam- félagið. -EKÁ fram að aukin neysla vatns og sykur- lausra gosdrykkja fari ekki saman við manneldissjónarmið. Og raunar finnst mér aUur málflutningur í þessu sambandi vera ofurlítið for- dómafuUur. TU dæmis er iðulega tal- að um að fólk drekki mjólk en þambi gos. Mér finnast þetta sérkennUeg viðhorf og ekki sæmandi fyrir starf- semi Manneldisráðs," segir Þor- steinn M. Jónsson. -sbs Forstjórinn hjá Kók „Vantar ekki skattlagningu á þessa framleiöslu og hugmyndir um frekari álög- ur eru til þess eins aö bæta gráu ofan á svart, “ segir Þorsteinn M. Jónsson. Ómótstæðilegar! MATREiÐSLUBOK í Matreiðsiubók Nönnu ættu aliir, byrjendur jafnt sem iengra komnir, að geta fundið gnægð uppskrífta við sitt hæfi. Hátt á fjórða þúsund uppskríftir af öilu tagi, jafnt alþekktar sem óvenjulegar, og úr öiium heimshornum. Alfræöibók um mat og matargerö í Matarást eru fleirí uppfiettiatríði, uppskríftir og meiri fróðieikur en í Öðrum hiiðstæðum rítum sem komið hafa út á íslandi. Bókin er ómissandi í hverju eidhúsi, eiguieg og faiieg, alveg ómótstæðileg! Tilboðsverð: 9.980 kr. Fullt verð: 12.980 kr. Tilboðsverð: 11.980 kr. Fullt verð: 15.980 kr. www.edda.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.