Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 DV Fréttir Afkoma deCODE: Tæplega 10 milljarða tap Móðurfélag íslenskrar erfða- greiningar, deCODE, tapaði á síð- asta ári 130 milljónum dollara eða sem nemur tæpum 10 millj- örðum íslenskra króna. Samsvar- ar þetta því að tapið á hlut hafi numið 2,65 dollurum árið 2002, en tap á hlut árið 2001 nam 1,27 doll- urum. Þetta gerist þrátt fyrir að tekjur deCODE hafi aukist veru- lega á milli ára, eða um tæp 57%. Þannig jukust tekjurnar úr tæp- um 2 milljörðum króna (26 millj- ónum dollara) 2001 í um 3,1 millj- arö (41 milljón dollara) árið 2002. Tekjuaukninguna þakka menn aukinni áherslu á þróun fram- leiðsluvara og þjónustu samfara hagræðingu sem m.a. fólst í upp- sögnum á starfsfólki. Á sama tíma og tekjur hafa aukist verulega, hefur kostnaöur einnig vaxið hröðum skrefum. Þannig var þróunar- og rann- sóknarkostnaður 86 milljónir dollara áriö 2002 en var 71 millj- ón dollara árið 2001. Þá nam sölu- og stjórnunarkostnaður allt áriö 2002 samtals 21,5 milljónum doll- ara samanborðið við 12,4 milljón- ir dollara árið áður. Kostnaður vegna uppsagna og rýmun nam samtals um 65 milljónum dala á síðasta ári sem jafngildir um 1,32 dölum í kostnað á hvern hlut. Þá átti deCODE 93,2 milljónir dala í handbæru fé í árslok 2002 eða ríf- lega 7,1 milljarð króna. -HKr. Félag fyrir einstætt fólk: Kvíöir hátíðunum „Við búum í lokuðu samfélagi þar sem allt er miðað við að fólk tilheyri íjölskyldu. Hér er ekki gert ráð fyrir að fólk sé einstætt og því hefur sá hópur fólks úr mjög takmörkuðu úrvali af af- þreyingu og skemmtun að velja,“ segir Elísabet Jónsdóttir sem ætl- ar að stofna félag fyrir einstætt fólk. Stofnfundurinn verður hald- inn í Hallgrímskirkju kl. 20 ann- að kvöld. „Ég renni nú ansi blint í sjóinn með þetta en ég ætla að sjá hvernig til tekst á morgun og svo þróum við þetta frekar út frá því. En það er alveg á hreinu að þörf- in fyrir svona félagsskap er til staðar. Það er mikill fjöldi fólks, eða u.þ.b. 25% fólks yfir 18 ára aldri, sem er ekki gift, ekki í sambúö og eru ekki einstæðir for- eldrar sem búa einir síns liðs. Mikið af þessu fólki er einmana og það kvíðir jafnvel fyrir stórhá- tíöum eins og jólum og páskum þar sem aðrir eyða tíma með fjöl- skyldum sínum. Þetta fólk veit aftur á móti ekkert hvað það á af sér að gera yfir svona hátíðar, svo dæmi sé tekið. Þess vegna er ætlunin að búa til félagsskap þar sem fólk getur hist og rætt málin. Út frá því er síðan hægt að mynda smærri einingar þar sem fólk hugar að og deilir sameigin- legum áhugamálum sínum. Þetta er hins vegar ekki hjóna- bandsmiðlun heldur félagsskapur margra því framboðið af fyrir- bærum sem miða að því að ein- staklingur hitti annan einstakling er nægilegt. Það sem ég vil aftur á móti gera er að mynda góðan fjölda fólks sem síðan getur haft það gott saman,“ segir Elísabet að lokum. -ÁB Menn Kabila leíta ásjár á íslandi - leita aö aöstoöarmanni á íslandi til aö höndla með 20 milljóna dollara vopnakaupasjóö Tilboð um að verða margmilljón- ari fyrir nánast ekkert og þaö á skömmum tíma hafa aldrei verið fleiri en um þessar mimdir. Meðal morgunverka á mörgum skrifstofum er að útrýma pósti frá Afríkulöndum þar sem óskað er eftir að fá aðgang að bankareikningum. „Við fáum tíu svona bréf á hveijum degi, yfirleitt nokkuð svipuö bréf, en það nýjasta er að tilkynna móttakanda að hann hafi unnið stóra upphæð í happ- drætti," sagði Emma Valsdóttir mót- tökuritari hjá Verslunarráði íslands í gær. Emma segir að eina rétta leið- in sé að svara ekki bréfum sem þess- um og afmá þau úr tölvunni. „Fyrirtækin kvarta mörg yfir þessum ruslapósti, sem þarf að út- rýma á morgnana. Vonandi trúir ekki nokkur maður þessum bréfum, og ekki hef ég heyrt um nokkum mann hér á landi sem hefur fallið í gryíjuna," sagði Sigríður Andersen lögfræðingur Verslunarráðsins. Hún segir að menn hafi enga heimild til að ónáða aðra með erindi sem þessu, en lög vanti til að banna slíkt áreiti. Margir hafa kvartað yfir ýmsum öðrum óboðnum sendingum, þar á meðal hastarlegu klámi. Þessar sendingar tefja fyrir tölvuvinnslu og hætta er á að með þeim berist vírus- ar. Eitt bréf barst inn á DV í gær, beiðni Col Kuku Johnson í Kongó sem segist hafa verið náinn banda- maður Kabila forseta. Johnson segir að Kabila hafi skipað svo fyrir að keypt yrðu vopn fyrir rúmlega 20 múljónir Bandaríkjadala til að flæma uppreisnarmenn út úr land- inu. Þessi digri sjóður er nú sagður í hættu gagnvart nýjum forseta, syni Laurent Kabilas. Kongómaðurinn segir að nú þurfi þeir áreiðanlegan erlendan mótaðila til að koma fénu úr landi. Og þeir segjast hafa frétt frá samstarfsmanni að móttakandi bréfsins sé einmitt rétti aðilinn til að koma fénu til vopnakaupanna í höfn. -JBP Fallinn foringi Laurent Kabila var felldur í skotbardaga af einum aöstoöarmanna sinna fyrir tveim árum. Hann skildi eftir 20,5 milljónir dollara segir bréfritarinn og óskar eftir íslenskum hjálparmanni. Lítils háttar tjón Slökkviliöið í Reykjavík var kallað út í gær vegna reyks sem lagði upp frá versluninni Nettó í Mjóddinni. í ljós kom aö reykur- inn haföi komið frá kæligámi og reyndust skemmdir vera litlar. Þá varð lítils háttar tjón í íbúð í mið- bænum vegna vatnsleka en vatn hafði flætt um alla íbúðina. -EKÁ Stöðvaður á Reykjanesbrautinni Lögreglan í Hafnarflrði stöðv- aði ökumann á Reykjanesbraut- inni í gær á 139 kílómetra hraða en leyfilegur hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Þá varð bílvelta í nótt á Suðurlands- vegi, rétt austan við Þrengsla- vegamót, og voru ökumaður og tveir farþegar fluttir á Borgarspít- ala til skoðunar. Meiðsl þeirra reyndust minni háttar. -EKÁ Apríl heilsaði með frosti Fyrsti apríl heilsaði með kaldara veðri en á venjulegum morgnum í vetur, frost var um nær allt land, aðeins austur í Akumesi var hit- inn á núlli og víða á Austfjörðum var eins stigs frost. I Reykjavík var 3 stiga frost kl. 6 í morgun, en létt- skýjað og lygnt og útlit fyrir falleg- an dag. Á Ákureyri var 4 stiga ffost og á Hveravöllum var frostið í 9 gráðum. Gera má ráð fyrir köldu veðri næsta sólarhringinn en á morgun hlýnar á ný. -JBP ■ - - - ■ ,- - - ■■ - 1 - DV4v1YND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Mættur tll leiks Tjaidurinn, öflugur fugl, er mættur til hreiöurgeröar og ástalífs. Hann var fjölmennur á túnum í V\k í gærdag. Tjaldurhn er komhn tl landsins Undanfarna daga hefur tjaldin- um verið að fjölga í Vík í Mýr- dal, kominn yfir hafið frá Bret- landseyjum þar sem flestir hafa vetursetu, nokkrir fara hvergi á haustin og una glaðir við sitt á Fróni. Þessi skemmtilegi vorboði hefur að mestu haldið sig í fjör- unni síðustu daga en nú er hann farinn að koma í stórum hópum upp í þorp og túnin þar fyrir ofan. Tjaldurinn er stór vaðfugl, rúmir 40 sentímetrar á lengd, svartur og hvítur, með rauðgul- an gogg og rauða fætur - og fyr- ir áhugafólk um augnlit fugla: Tjaldurinn er sagður með rauð augu. -SKH Áhugamál verkamanns í Vestmannaeyjum eru bæjarmál: Ráðuneytiö skipai* bænum að svara bréfum „Auðvitað er ég ánægður fyrir mína hönd en ekki stjórnsýslunn- ar hér í bæ,“ sagði Oddur Júlíus- son, verkamaður hjá Vestmanna- eyjabæ, í spjalli við DV. Hann hef- ur tvívegis orðið til þess að félags- málaráðuneytið hefur sett ofan í við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyj- um. „Það er bara réttlætiskennd sem rekur mig til að gera þetta. Ef menn í bæjarmálum hér gerðu rétt, þá mundi ég ekki skipta mér af þessu,“ sagði Oddur og sagði að allt frá barnæsku hefði hann haft áhuga á bæjarmálunum og fylgst vel með. Oft á tíðum situr hann á áhorfendapalli, oft einn, og hlust- ar á málflutning bæjarfulltrúa og skrifar stundum athugasemdir. Oddur segist ekki vera pólitískur og hafi ekki leitaö til ráðuneytis- ins til að koma höggi á meirihluta bæjarstjórnar. Núna nýlega sendi félagsmála- ráðuneytið bréf til bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, Inga Sigurðs- sonar, þar sem því er beint til bæj- aryfirvalda að erindi Odds vegna starfa landnytjanefndar bæjarins verði svarað. „Jafnframt er því beint til Vestmannaeyjabæjar aö þess verði framvegis gætt að stjómsýslunefndir svari erindum sem þeim berast í samræmi við góða stjórnsýsluhætti,“ segir í áminningarorðum ráðuneytisins til bæjarstjórans. Oddur sagði í bréfi sínu til ráðu- neytisins að formaður landnytja- nefndar væri vanhæfur að sitja í nefndinni sem hefur mikið með svokallaða „frístundabændur" að gera. Formaðurinn væri sjálfur búfjáreigandi og hefði hagsmuna að gæta. Ráðuneytið felst ekki á þetta. En nefndin á að svara bréf- um, - svara því hvort nefndin hafi sinnt gróðurverndarmálum, svara spurningu um hvað samþykkt um búfjárhald komi hrossaeign í bæn- um við. Ráðuneytið segir að í fundargerðum landnytjanefndar sé getið um tvö bréf frá Oddi Júlí- ussyni og þar standi: „Fögnum áhuga Odds á gróðurvernd og störfum landnytjanefndar." í fyrra sendi Oddur félagsmála- ráðuneytinu bréf fimm sinnum frá því í september fram í desember þar sem hann benti á að ársreikn- ingur Þróunarfélags Vestmanna- eyja hefði ekki verið birtur, en hann átti að liggja fyrir fyrr á ár- inu lögum samkvæmt. Ráðuneytið tók rekstur félagsins til rannsókn- ar og kom í Ijós að verulegir DV-MYND Góö málalok Oddur Júlíusson vinnur viö gatna- hreinsun í Vestmannaeyjabæ. Hann hugsar mikiö um bæjarmál og hefur tvívegis leitaö til félagsmálaráöu- neytis meö erindi sín sem ekki haföi veriö hlustaö á heima fyrir. hnökrar voru á bókhaldi, það týnt, og fundargerðir félagsins í lama- sessi eins og flestir kannast við. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.