Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Side 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003
x>v
Ferðir
Á hverju ár ferðast milljónir manna med skemmtiferdaskipum en að ferd
lokinni fer ferðafólkið aftur í land. Margir hafa eflaust hugsað með sér að
lífið vœri betra ef hœgt vœri að vera um borð í skemmtiferðaskipi alla
ævi. Freedom er hugsað til að koma til móts við óskir þessa fólks og þeirra
sem eiga nóg af peningum og langar til að búa um borð í skipi sem siglir
reglulega kringum hnöttinn.
Hwtandl hm*q
Stærsta skipi í heimi verður
hleypt af stokkunum áriö 2007,
tveimur árum seinna en upp-
runalegar áætlanir gerðu ráð
fyrir. Fyrirtækið sem stendur
að byggingu skipsins heitir
Freedom Ship International Inc.
Risaskipið, sem gengur undir
nafninu Freedom Ship, er frem-
ur fljótandi borg en skip í hefð-
bundinni merkingu þess orðs.
Skipið verður tuttugu og
fimm hæðir, rís eitt hundrað og
fjóra metra yfir sjávarmál og á
efsta þilfarinu verður rúmlega
ellefu hundruð og fimmtíu
metra langur flugvöllur. Breidd
skipsins verður rétt rúmlega
tvö hundruð og tuttugu metrar.
Freedom líkist einna helst tutt-
ugu og fimm hæða blokk sem
hefur verið lögð á hliðina og ýtt
til hafs. Talið er að kostnaður
við byggingu Freedom verði tíu
billjónir dollarar.
Siglt til æviloka
Á hverju ári ferðast milljónir
manna um heiminn á skemmti-
ferðaskipum en að ferðinni lok-
inni fer fólkið í land. Margir
hafa eflaust hugsað með sér að
lífið væri yndislegt ef hægt
væri að vera um borð í
skemmtiferðaskipi alla ævi.
Freedom er einmitt hugsað til
að kom til móts við óskir þessa
fólks og þeirra sem eiga nóg af
peningum og langar til að búa
um borð í skipi sem siglir reglu-
lega í kringum hnöttinn. Hægt
er að fá herbergi fyrir hundrað
og tuttugu þúsund dollara en
íbúð á bilinu þrjár til ellefu
milljónir dollara.
Til aö byrja með stóö til að
Freedom sigldi í kringum hnött-
inn á tveggja ár fresti en sá timi
hefur verið lengdur í þrjú ár
svo að hægt sé að stoppa lengur
á hverjum stað og gefa land-
kröbbum tækifæri til að skoða
alla dýrðina.
Hundrað dísilvélar
Skipið er byggt ofan á fimm
hundruð og tuttugu loftþéttar
einingar úr stáli sem eru skrúf-
aðar saman í kjölinn. Hver ein-
ing er tuttugu og fjögurra metra
há, fimmtán til þrátíu metra
breið og fimmtán til þrjátíu og
sjö metra löng. Einingarnar
verða síðan settar saman til að
mynda stærri einingu sem er
níutíu og einn sinnum hundrað
tuttugu og tveir metrar. Sam-
settu einingarnar verða síðan
dregnar til hafs og skipið sjálft
byggt ofan á þær.
Eins og gefur að skiija þarf
gríðarlegan kraft til að sigla
skipinu um hafið. Um borð
verða því eitt hundrað dísilvél-
ar sem framleiða þrjú þúsund
og sjö hundruð hestöfl hver. All-
ar vélarnar geta snúist þrjú
hundruð og sextíu gráöur, ger-
ist þess þörf.
Lífið um borð
Áætlanir gera ráð fyrir
sautján þúsund heimilum og að
um sextíu þúsund manns kom
til með að búa í skipinu. Þar af
verða fimmtán þúsund starfs-
menn sem boðið er upp á mat,
húsnæði, vinnuföt, endur-
menntun og læknishjálp í
starfssamningi og góða mögu-
leika til að ferðast um heiminn.
Freedom mun sigla í kringum
hnöttinn á þriggja ára fresti og
íbúar alltaf vera í sólinni. Skip-
ið kemur aldrei til hafnar en
mun liggja utan við borgir og
lönd þannig að íbúar geta farið
í land, óski þeir þess.
í skipinu verða öll hugsanleg
þægindi og allt það sem búast
má viö að finna í meðalstórri
vestrænni borg. Þar verður full-
komið sjúkrahús, ellefu hund-
ruð og fimmtíu metra langur
flugvöllur fyrir einkaflugvélar
og flugvélar fyrir allt að fjörutíu
farþega, auk flugskýla.
í skut Freedom verður höfn
fyrir snekkjur og um borð verð-
ur risaverslunarmiðstöð, golf-
vellir og skólar sem bjóða upp á
menntun sem samsvarar grunn-
skólanámi. Stór svæði verða
ætluð til útiveru, góð sólbaðsað-
staða, hlaupa- og reiðhjóla-
brautir, svo eitthvað sé nefnt.
Eins og gefur að skilja verða
margir og fjölbreyttir matsölu-
staðir í skipinu auk spilavíta,
næturklúbba, kvikmynda- og
leikhúsa. íbúarnir geta stundað
tennis, körfubolta, keilu, sund,
líkamsrækt farið á skauta og
veitt á stöng frá skipshlið.
Á hverju heimili verður sjón-
varp sem nær yfir hundruð al-
þjóðlegra rása auk stöðva sem
senda út frá þeim löndum sem
skipið er statt við hverju sinni -
og að sjálfsögðu verða allir net-
tengdir.
Löggæsla um borð verður
eins og best gerist í borgum
með lága glæpatíðni, lögreglu-
menn sýnilegir og eftirlits-
myndavélar sem sjá allt nema
inn á heimili íbúanna. Auk þess
fá allir starfsmenn sérstaka
þjálfun til að geta sinnt öryggis-
málum, gerist þess þörf. íbúar
Freedom verða að hlýða lögum
þess lands sem skipið er skráö í
en það mun að öllum líkindum
Vilmundur
Hansen
blaðamaður
Tyrkland
NORÐUR-
Charieston ATLANTSHAF
Súmatra
Indónesia
SUÐUR-
ATLANTSHAF
Buonos Alres
Argentfna
vancouver
Freedom fer umhverfis hnöttinn
wíjM e/nu sinni á þremur árum
SUÐUR-
KYRRAHAF
NORÐUR-
KYRRAHAF
Talvan
Manllla
Sydney
Melbourne
Nýja-SjAlond
SIGLINGARLEIÐ FREEDOM SKIPSINS