Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Page 33
33
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003_________________________________________________
DV Tilvera
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir Söngvaseiöi á Isafiröi:
Að leikstýra er eins
og að ganga í biörg
Leikstjórinn
Þórhildur Þorleifsdóttir á sviöi I leikhléi.
Hún er ákveðin og veit hvað
hún vill ... Hún hefur merkilega
mikinn skilning á tæknimálum ...
Hún veit hvað hún er að tala um
og hvað hún er að biðja um. Þá
verður vinnan auðveldari ...
Henni er ekkert óviðkomandi og
hún leggur jafnmikla áherslu á
hvern þátt ... Hún er harður hús-
bóndi en góður ... Við lærum ótrú-
lega mikið af henni ... Hún hefur
næmt auga fyrir heildarútliti sýn-
ingarinnar.
Viröing og vinsældir
Þetta eru nokkrar tilvitnanir í
ummæli leikara og starfsfólks sýn-
ingar á söngleiknum Söngvaseið,
sem Þórhildur Þorleifsdóttir leik-
stýrir. Ummælin eru mjög á sömu
lund. Auðséð er að Þórhildur nýt-
ur í senn virðingar og vinsælda
þeirra sem nutu krafta hennar.
Söngvaseiður (Sound of Music)
eftir Rodger og Hammerstein er
sameiginlegt verkefni Litla
leikklúbbsins og Tónlistarskólans
á ísafirði. Um síðustu helgi var
verkið frumsýnt fyrir fullu húsi
ánægöra og þakklátra áhorfenda.
Erfiður tími en skemmtilegur
Þórhildur hefur dvalist á ísa-
firði síðan í janúar og er sátt að
lokinni frumsýningu.
„Hér er afar mikið í fang færst.
En eins og alltaf þegar svo er og
ráðist í slíkt stórvirki þá er gam-
an. Það koma margir að þessu, all-
ir leggja mikið á sig og eru í raun
og veru að gera það ómögulega.
Og þegar það gengur upp verður
gleðin mikil,“ segir ÞórhÚdur
„í þessa sýningu er lagður gífur-
legur metnaður og ótrúlegt hvað
fólk leggur mikið á sig,“ segir Þór-
hildur.
„Flest er þetta fjölskyldufólk í
fullri vinnu og er í leiklistinni í
frístundum. Ég er full aðdáunar á
þessu fólki, jafnt þeim sem voru í
framkvæmdunum og búningunum
og auðvitað þeim sem eru í leikn-
um. Og þess ber að geta að í þess-
ari sýningu eru lærðir söngvarar í
lykilhlutverkum. Má þar nefna
hlutverk abbadísarinnar og Mar-
íu, enda valda ekki aðrir en fag-
fólk þeim hlutverkum."
Eins og að ganga í björg
„Að leikstýra verki er eins og að
ganga i björg,“ segir Þórhildur
enn fremur.
„Þetta byrjar rólega en hraðinn
eykst og fyrr en varir er maður
horfinn úr venjulegu samfélagi og
sýningin verður hinn „raunveru-
legi“ heimur. Heimurinn fyrir
utan verður óraunverulegur. Þeg-
ar þú gengur út eftir aðalæfingu
tekurðu allt í einu eftir því að til
eru fjöll og sjór og annar heimur.
Þetta er ekki píslarvætti, ég kýs
að ganga í björgin því þau er heill-
andi heimur. En vinnan er mikil
og hún heltekur þig. Maður sækir
orku í sköpun og þó að leikstjór-
inn sé mikill orkugjafi fyrir hina
sækir hann líka orku til þeirra,
gleði þeirra og innlifun."
Þórhildur segir að í leiklistinni
felist munurinn á atvinnu-
mennsku og áhugamennsku felst
ekki síst í hinum verklega þætti
vinnunnar og þeim peningum sem
viðkomandi leikhús hefur til ráð-
stöfunar.
„í áhugaleikhúsi þarftu að huga
betur að ýmsum þáttum en þú ger-
ir í atvinnuleikhúsi, þar sem allt
er í höndum fagmanna og öll þjón-
usta innan handar. Ég umgengst
áhugafólk eins og atvinnufólk en
er meira í kennsluhlutverki held-
ur en í atvinnuleikhúsi. Ég verð
að gera kröfur en reyni að gæta
þess að gera líka kröfur til sjálfrar
mín jafnframt. Annars verður það
sem ég segi ómarktækt. En ég er
líka þekkt fyrir það í atvinnuleik-
húsinu fyrir sunnan að vera harð-
ur húsbóndi."
Hugljúf saga en gamaldags
Söngvaseiður er afskaplega hug-
ljúf saga en dálítið barnsleg fyrir
okkar smekk í dag. En sýningin er
fyrst og fremst hugsað sem
skemmtun, það úir og grúir af
skemmtilegri tónlist í henni, hlut-
verkin eru vel upp byggð og sann-
færandi innan síns ramma.
„Barnahópurinn er heillandi og
börnin vinna hug og hjörtu allra.
Rodgers og Hammerstein eru eng-
ir aukvisar og kunna vel til verka.
Þó að María, aöalpersóna söng-
leiksins, sé ef til vill ekki fyrir-
mynd ungra stúlkna í dag þá er
hún skemmtilegur einstaklingur,
hugrökk og sjálfstæð. Hins vegar
neita ég ekki að ég strikaði sumt
úr textanum sem mér fannst of
langt frá okkar hugsunarhætti í
dag. Söngvaseiður er barn síns
tíma en er samt mjög skemmtileg
sýning," segir Þórhildur.
Hinn eiginlegi raunveruleiki
Hún segist telja afar mikilvægt
að áhugamannafélög úti á landi
fái atvinnufólk til liðs við sig,
bæöi leikstjóra og leikara, með
mikla reynslu og takist á við
metnaðarfull verkefni.
„Annars er hætta á að þau
koðni niður. Samkeppnin er orðin
harðari, allir horfa á sama sjón-
varp og myndbönd og viðmiðin í
Reykjavík og úti á landi eru svip-
uð. Þessu verður aðeins mætt með
því að fá vel hæft fólk til liðs við
sig.“
Þórhildur heldur nú suður á
bóginn, á vit fjölskyldu sinnar og
hins eiginlega raunveruleika sem
mun þó eflaust hverfa henni fyrr
en varir er hún tekst á við ný
verkefni á sviöi og gengur enn á
ný í björg til móts við annarlegan
söng og seið.
-VH
REUTERSMYND
Fergie og dóttirin við minningarat-
höfn
Sarah Ferguson, hertogaynja afJór-
vík, fyrrum tengdadóttir Elísabetar
Englandsdrottningar, og Evgenía
prinsessa, dóttir hennar, koma til
minningarathafnar um Ron Ferguson
major, fööur Fergie, í Odiham. Major-
inn lést fyrir skömmu eftir langa bar-
áttu viö krabbamein og hjartasjúk-
dóma.
Ryan vill hitta
kvengeimvemi
Lee Ryan,
aðalstjama og
söngvari breska
strákabandsins
Blue, sem vann til
verðlauna á síð-
ustu Brit-
verðlaunahátíð,
viðurkenndi nýlega að hann
langaði mikið til þess að hafa mök
við geimveru.
Hann telur að geimverur séu
þegar hér á meðal okkar jarðarbúa
og að það væri gaman að geta
afkvæmi með einni þeirra.
„Ég hef oft hitt fólk á förnum
vegi sem mér finnst öðruvísi en
það á að vera og það eru örugglega
geimverur," sagði Ryan, sem er
vanur að láta flest flakka.
„Það er löngu kominn tími til
þess að við jarðarbúar og þessar
verur rugli saman reytum og ég er
ákveðinn í því að ef ég hitti eina
kvenkyns að bjóða henni út. Þeim
hlýtur að leiðast einveran þessum
elskum og því ekki að ganga alla
leið. Ég gæti vel hugsað mér að
eiga með henni bam. Hugsið ykkur
bara hvað það væri spennandi að
eignast nýja tegund," sagði Ryan.
Prímadonnur og príorinnur
Þær Guörún Jónsdóttir og Ingunn Ósk Sturludóttir syngja veigamestu hlutverk
sýningarinnar, Maríu og abbadísina.Þær eru báöar hámenntaöar söngkonur
og prímadonnur f bestu merkingu þess orös.
inunavtími:
il ki. 01:00 alla virka dag
til kl. 03:00 föstu- og laugardaga
til kl. 01:00 sunnudaga
VIDEOHÖL LIN
A bfrtu txundi-