Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Page 15
15 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 P'V_________________________________________________________________________________________ Menning Leiðin á tindinn Tónmenntaskóli Reykjavíkur á fimmtíu ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni voru haldnir tónleikar á sunnudaginn og mánu- dagskvöldið í Salnum í Kópavogi. Á efnis- skránni voru nokkrar af helstu perlum tónbók- menntanna og voru flytjendur nánast allir gamlir nemendur úr skólanum. Þó voru þetta ekki nemendatónleikar heldur er tónlistarfólk- ið allt í fremstu röð íslenskra listamanna. Þarna voru fiðluleikararnir Sigrún og Sigur- laug Eðvaldsdætur, Gunnar Kvaran sellóleik- ari, Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari, Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari og fleiri og fleiri. Segir þetta ýmislegt um gæði skólans og kennslunnar sem þar fer fram; hvar væri ís- lensk tónlistarmenning og það frægðarorð sem af henni fer ef tónlistarkennsla hér væri léleg eða ekki fyrir hendi? Það kemst enginn á tind- inn án góðrar leiðsagnar, ekki einu sinni Björk Guðmundsdóttir, enda stundaði hún nám í Tónmenntaskólanum á sínum tíma. Tónleikarnir á mánudagskvöldið hófust á því að Gunnar Kvaran lék þrjá kafla úr Svítu nr. 1 í G-dúr eftir Bach. Var það vel við hæfl því Gunnar var einn af fyrstu nemendum dr. Heinz Edelsteins, stofnanda skólans og fóður Stefáns, sem hefur verið skólastjóri undanfar- in fjörutíu ár. Gunnar spilaði ákaflega fallega, túlkim hans var yfirveguð en einnig einlæg og fékk flæðið, sem einkennir tónlistina, að njóta sín óáreitt. Næst á dagskrá var Serenaða fyrir strengi í C-dúr op. 48 eftir Tchaikovsky sem sextán manna strengjasveit spilaði. Flestir í sveitinni voru einu sinni „litlu bömin hennar Gígju Jó- hannsdóttvu:“, eins og maður nokkur orðaði það við mig í hléinu á eftir, en Gígja er fiðu- leikari og kennir enn við skólann. Nú eru litlu börnin orðin stór og var leikur þeirra afburða- góður; tæknilega gat maður ekki heyrt eina einustu misfellu. Samspilið var hámákvæmt Gunnar Kvaran . Túlkun hans varyfirveguö en einnig einlæg. og allar nótur á sínum stað. Túlkunin var þrungin spennu og dramatískum andstæðum, stígandin var úthugsuð og hápunktamir - sem nóg var af - voru ávallt sannfærandi. Þetta er sérlega fagurt verk, laglínurnar hrífandi og ómuðu í höfðinu á manni lengi eftir að síðasti tónninn dó út. Eftir hlé spilaði Sigurbjörn Bernharðsson stutta tónsmíð, Rezitativo og Scherzo eftir Fritz Kreisler, grípandi tónlist sem er stútfull af háskalegum heljarstökkum á milli strengj- anna. Leikur Sigurbjörns var kraftmikill og vandaður í senn og nánast fullkominn tækni- lega. Sömu sögu er að segja um lokaatriði efnis- skrárinnar, píanókvintett í Es-dúr op. 44 eftir Sigurbjörn Bernharösson Leikur hans var kraftmikill og vandaöur í senn. Schumann. Sigurbjöm var þar einn af fimm- menningunum, hinir voru Sif Tulinius fiðlu- leikari og Sigurður Bjarki Gimnarsson selló- leikari auk fyrmefndrar Ásdísar Valdimars- dóttir og Nínu Margrétar Grímsdóttur. Leikur þeirra allra var stórglæsilegur, samspilið hnit- miðað og heildarhljómurinn sérstaklega falleg- ur. Upphafín manía tónskáldsins (sem taldi sig vera í beinu sambandi við erkiengla ef hann var í þannig skapi) komst prýðilega til skila í magnaðri túlkuninni og var heildarútkoman alveg eins og hún átti að vera. Þetta voru frábærir tónleikar með framúskarandi tónlistarfólki; megi tónlistar- kennsla í íslandi halda áfram að blómsta um ókomna tíð. Jónas Sen Milljón holur í bíó Unglinga- skáldsagan Milljón holur eftir Louis Sachar hreppti öll helstu bama- og unglingabókaverð- laim þegar hún kom út í Banda- ríkjunum 1999 og hér heima fékk þýðing Sigfríðar Björnsdóttur og Ragnheiðar Erlu Rósarsdóttur Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta þýdda bók- in á árinu 2002. Nýlega var frum- sýnd kvikmynd vestra eftir sög- unni undir stjóm Andrew Davis. Höfundur samdi sjálfur handritið en framleiðandi er Disney. Kvikmyndagagnrýnendur hæla myndinni fyrir að vera trú hnyttn- um anda sögunnar og snúinni at- burðarás. Umsögnin í New York Times bar yfirskriftina: Ekki bara fyrir börn - Spennandi dæmisaga um græðgi, örlög og rasisma. Þar stóð m.a. að óslökkvandi löngun stálpaðra krakka í bókina bæri ekki að vanmeta, þetta væru kröfuhörðustu lesendurnir. Og fullorðnir sem hefðu lesið hana líka skildu hvers vegna: Boðskap- ur bókarinnar er skýr, persónurn- ar flóknar, tónninn einstakur þar sem saman fer lotningarlaus húmor og innilegustu tilfinningar og - það sem mestu skiptir - pott- þétt flétta. Aðalhlutverkið er í höndum hins unga Shia LaBeouf en einnig fara með hlutverk í myndinni Sigoumey Weaver, Jon Voight, Tim Blake Nelson, Eartha Kitt og Patricia Arquette. Slóðin http://disney.go.com/disneypictures/holes/ vísar á skemmtilega umfjöllun um myndina. IMMBflBI AUGLYSTU SLÁTTUVÉLAR, GASGRILL, TIMBUR, GARÐÁHÖLD, HEITA POTTA, TRJÁFELLINGAR, HELLULAGNIR EÐA HVAÐEINA SEM TENGIST GRÓÐRI OG GÖRÐUM FYRIR... 950 kr. Esa 5505ooo smáaugl lýsingar SÍMI550 5000 • RAFPÓSTUR:smaauglysingar@du.is • www.smaauglysingar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.