Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 DV Fréttir Forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Símans um fjárdráttinn í fyrirtækinu: Vitum ekkert hvar þessar tölur enda Endurskoðendur munu hefja yflrferð á öllum verkferlum í bókhaldi og fjár- málum Símans nú í vikunni. Tilefnið er fjárdráttur fyrrum aðalgjaldkera fyrir- tækisins, Svein- björns Kristjáns- sonar, úr sjóðum þess. Eins og fram hefur komið hef- ur hann nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Einnig eru komnir undir manna hendur vegna þessa máls þeir Ámi Þór Vigfússon, fv. sjónvarpsstjóri SkjásEins og Krist- ján Ra Kristjánsson, fv. fjármála- stjóri stöðvarinnar, en hann er einmitt bróðir Sveinbjöms. Gæslu- varðhaldsúrskurðurinn hefur verið kæröur til Hæstaréttar. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjóra fer með rannsókn þessa máls. Fram hefur komiö í fréttum að Sveinbjöm Kristjánsson hafði játaö fjárdráttinn og verið samstaifsfús við lögreglu. Einnig að Ámi Þór Vigfússon og Kristján Ra bæra að hér væri um að ræða lán Símans til þeirra. Helgi Jóhannesson hrl., sem er lögmaður Sveinbjöms, vildi ekki tjá sig um málefni skjólstæðings síns þegar DV leitaði eftir því í gær- kvöld. Ekki trúverðugt „Það er ekki trúverðugt ef þeir menn sem nú sitja inni vegna þessa dapurlega máls bera því við að þeir fjármunir sem þeir höfðu af Síman- um hafi verið lánveiting. Slíka lána- starfsemi stundar Síminn ekki,“ segir Heiörún Jónsdóttir, forstööu- maður upplýsinga- og kynningar- mála Símans, í samtali við DV. „Þessir ungu athafnamenn í við- skiptalífmu, sem hér um ræðir, eiga að vita slíkt. Aðalgjaldkeri Símans hefur, eðli málsins samkvæmt, enga heimild til þess að afgreiða lán til utanaðkomandi aðila - hvað þá til bróður síns. Athafnamenn í at- vinnulífmu þekkja allir hvernig lán- veitingar ganga fyrir sig; þær eru ekki afgreiddar af almennum starfs- í gæsluvarðhaldi Kristján Ra Kristjánsson þegar hann kom fyrir Héraösdóm þar sem hann var úrskuröaöur i gæsluvaröhald. mönnum og þaðan af síður eigi ná- kominn aðili í hlut. Þeim ætti að vera Ijóst að háttsettir starfsmenn hafa svona mál með höndum og svona lán væru ekki afgreidd nema með skuldaviðurkenningu og trygg- ingum fyrir upphæðinni. í þessu til- viki hefur heldur aldrei verið samið um endurgreiðslu lánsins. Það ætti öllum að vera ljóst að hér gæti aldrei verið um eðlilega lánveitingu aö ræða, einkum athafnamönnum í viðskiptalíflnu.“ Verulega brugðið Heiðrún segir að starfsmönnum Símans hafi verið, þegar þetta mál kom upp, „verulega brugðið", eins og hún komst að orði. Hún segir Ríkisendurskoðun og innri endur- skoðanda hafa til þessa annast end- urskoðun á rekstri Símans. PriceWaterhouseCoopers hafi farið yfir rekstur fyrirtækisins og áætlan- ir þess þegar unnið var að sölu Sím- ans fyrir tæpum tveimur árum. Það fyrirtæki hafi þó ekki framkvæmt endurskoðun hjá fyrirtækinu. Að öðru leyti kvaðst Heiðrún ekki vifja tjá sig um málið, enda væri það í rannsókn lögreglu. „Ég get engar tölur staðfest í þessu sambandi, enda vitum við ekkert hvar þær munu enda,“ sagði Heiörún. Þó má geta þess að í fréttum af þessu máli hafa gjaman verið nefndar tölur um og í kringum 150 milljónir króna - og jafnvel hærri í sumum tilvikum. -sbs Árni Þór Vigfússon: í góðri tpú um að peningapnip væpu lán Hæstiréttur mun í dag taka til umfjöllunar kæru þá sem lögð var fram á föstudag vegna gæsluvarð- haldsúrskurðar yfir Sveinbirni Kristjánssyni, fyrrum aðalgjald- kera Símans, og Áma Þór Vigfús- syni og Kristjáni Ra Kristjáns- syni, löngum kenndum við Skjá- Einn. Það er Einar Hálfdánarson sem er lögmaður Árna en Ásgeir Þór Árnason fer með mál Krist- jáns Ra. Eins og fram kemur ann- ars staðar í blaðinu er Helgi Jó- hannesson lögmaður Sveinbjörns. Samkvæmt heimildum DV mun Árni Þór lítið kannast við þetta mál. Hann er sagður hafa alla tíð verið í góðri trú um að peningarn- ir frá Símanum væru lánveiting og ekkert annað. Því er haldið fram að hann hafi ekki að öðru leyti haft sýn yfir þetta mál, enda voru fjármálin að mestu leyti í umsjón Kristjáns Ra á þeim tíma sem þeir félagar voru í forsvari fyrir SkjáEinum. Efnahagsbrotadeild Rikislögreglu- stjóra annast rannsókn þessa máls, sem er eitt umfangsmesta fjársvika- mál sem upp hefur komið hér á landi. Engar yfirheyrslur vegna málsins vora haldnar um helgina. -sbs Yfirlýsing frá SkjáEinum: Hafa ekki lagt félaginu til fé síðan árið 2001 íslenska sjónvarpsfélagið hf., sem á og rekur SkjáEinn, hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar þess að tveir af fyrram forsvars- mönnum SkjásEins sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um hlutdeild í stórfelldum auðgunar- brotum innan Landssímans. í til- kynningunni segir að rekstur ís- lenska sjónvarpsfélagsins hf. hafi verið stokkaður upp frá grunni í september 2001 og endurskipu- lagður. Nýir eigendur hafi þá komið aö félaginu og lagt því til nýtt hlutafé en að eldra hlutafé hafi verið niðurskrifað að lang- mestu leyti. í september 2001 hafi þáverandi fjármálastjóri látið af störfum hjá félaginu. Afskiptum sjónvarpsstjóra af daglegum rekstri félagsins hafi einnig lokið á þessum tíma en hann hafi starf- að við dagskrárgerð hjá SkjáEin- um þar til um síðustu áramót. Segir svo að mennirnir tveir hafi ekki lagt félaginu til nýtt hlutafé né annað rekstrarfé frá árinu 2001. Núverandi eignarhlutur þeirra í félaginu sé nú samtals 4,89%. Kristinn Þ. Geirsson hefur verið framkvæmdastjóri Islenska sjón- varpsfélagsins hf. og prókúruhafi síðan haustið 2001 en stjómarfor- maður félagsins frá sama tíma er Gunnar Jóhann Birgisson hæsta- réttarlögmaður. -EKÁ DV-MYND SIGURÐUR JOKULL Genglð úr dómsal Árni Þór Vigfússon gengur úr dómsai á föstudag eftir aö hann haföi veriö úr- skuröaöur í tíu daga gæsluvaröhald vegna Landssímamálsins. Fremst á myndinni er Einar Hálfdánarson, lögmaöur hans. DV-MYND SIGJOKULL Þarf ekki handfrjálsan búnaö Kosturinn viö símanotkun um leiö og barnavagni er ekiö er sá aö ekki þarf handfrálsan búnaö. Þessi móöir nýtti sér þægindin á göngu í góöa veörinu. Samskip: Kaupa belgískt flutningafyrirtæki Samskip hafa keypt belgíska félag- ið Belgo-Ruys NV í Antwerpen sem undanfarin ár hefur verið umboðs- aðili Samskipa í Benelúxlöndunum. Félagið hefur fyrst og fremst sinnt umboösþjónustu og flutningsmiðlun. Samningurinn tekur gildi 1. júní n.k. og verður nafni Belgo-Ruys þá breytt í Samskip NV. Framkvæmda- stjóri verður Bjöm Einarsson sem jafnframt er framkvæmdastjóri Sam- skipa BV í Rotterdam. Samskip NV munu halda áfram að sinna hlutverki Belgo-Ruys á sigl- ingaleiðum milli Belgiu, Skandinav- íu og Rússlands. JaMramt verður fyrirtækið áfram umboðsaðili Sam- skipa á svæðinu, sem og eistneska skipafélagsins ESCO sem Samskip eiga helmingshlut í. Með kaupunum skapast tækifæri fyrir Samskip til að styrkja enn frekar stöðu sína á þessu markaðs- svæði. -VB Sjö ára drengur fyrir strætisvagni Sjö ára drengur varð fyrir stræt- isvagni um klukkan fjögur í gær. Hann var að hjóla í Norðurfelli við Feflaskóla þegar slysið varð. Að sögn lögreglunnar virðist sem drengurinn hafi sloppið með mar og skrámur en hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til frek- ari athugunar. Drengurinn var ekki með hjálm á höfðinu. -EKÁ Tiltölulega róleg helgi: Nokkuð um ölvun- ar- og hraðakstur Helgin var tiltölulega róleg hjá lögreglunni um land allt. Mikifl mannskapur safhaðist saman í mið- borg Reykjavíkur aöfaranótt sunnu- dags en fólk hagaöi sér almennt vel að sögn lögreglunnar. Þrir ökumenn voru teknir í Kópavoginum í nótt þar sem þeir vora grunaðir um ölv- un við akstur. Þá var mikið um hraðakstur á Selfossi í nótt og voru fjórir ökumenn teknir þar vegna gruns um ölvunarakstur. -EKÁ Borgarneslögregla: Þm'p handteknir vegna kannabisefna Lögreglan í Borgamesi fann fjög- ur grömm af kannabisefhum í bíl sem var stöðvaður á Vesturlands- veginum í reglubundnu eftirliti lög- reglunnar um klukkan fimm í nótt. Fimm ungmenni, á aldrinum 16 til 23 ára, voru í bílnum og voru þrjú þeirra handtekin og færð á lög- reglustöðina. Þeim var síðan sleppt að yfirheyrslum loknum og telst málið upplýst. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.