Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 Fréttir I>V Gjaldþrot Goöa: Dnegun dilk á eftip sér Á aðalfundi Kaupfélags Vestur- Húnvetninga, sem haldinn var ný- lega, kom fram að félagið var gert upp með 51 milljónar króna halla. Mikið rekstrartap KVH á síðasta ári skýrist að stærstum hluta af áhrifum frá gjaldþroti Goða hf., niðurfærslur á viðskiptakröfum, ábyrgðartapi og niðurfærslu á hlutabréfum í Norðvesturbandalag- inu og fleiri félögum. Að sögn Björns Elíssonar kaupfé- lagsstjóra er stefnt að því að rekst- ur þessa árs verði í jafnvægi. Kaup- félag Vestur-Húnvetninga tók við rekstri Kaupfélags Hrútfirðinga á Borðeyri í september á síðasta ári. Útkoman þar var 500 þúsund króna tap, ágæt afkoma matvörudeildar en slakari í öðrum deildum. Árið 2002 var fyrsta heila starfsár slátur- hússins eftir að félagið tók aftur við rekstri þess. Nokkur halli varð af rekstri hússins. Veltuauking varð í verslunarrekstrinum, bæði á Hvammstanga og eins með yfirtök- unni á Borðeyri. -ÞÁ Rarik styöur menningu: Milljón í menninguna Kristján Jónsson rafmagnsveitu- stjóri og Davíð Baldursson, varafor- maður Menningarráðs Austurlands, undirrituðu í gær á Hótel Héraði á Egilsstöðum samning sem felur í sér að RARIK styður við menning- arstarf á Austurlandi til ársins 2005 með að minnsta kosti einnar millj- ónar króna framlagi árlega. Afar fjölbreytt menningarlíf er á Austur- landi. Skipa margir menningarvið- burðir nú þegar stóran sess í hug- um listunnenda. Fram undan eru „Bjartar nætur í júní“ sem Óperu- stúdíó Austurlands stendur fyrir og er undirbúningur hafinn að hátíð- inni í sumar og varð óperan Don Giovanni fyrir valinu að þessu sinni. -HEB Kraftur fær styrk Fulltrúar Lífis/VÍS hafa skrifað undir nýjan styrktarsamning við Kraft, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Lífís gerðist styrktaraðili Krafts árið 2001 og end- urnýjar nú samning þar að lútandi til tveggja ára. Lífis og VÍS styrkja Kraft með beinum fjárframlögum og stuðla þannig að því að samtökin geti haldið uppi mikilvægu starfi sínu í samfélaginu. -EKÁ Nálægt raunveruleikanum Flugslysaæfing á Vopnafirði og Þórshöfn vargeysivel undirbúin og reynt aö hafa allar aðstæður eins raunverulegar og kostur var. Hér sinna björgunarmenn slösuöum flugfarþega. Vel heppnuð flugslysaæfing á Vopnafirði og Þórshöfn: Flugslysaæfing var haldin á Vopnafirði og Þórshöfn um liðna helgi. Sett var á svið að flugvél með 15 manns innanborðs hefði brotlent. Unnið hefur verið að undirbúningi æfinganna sl. tvo mánuði en þátt í þeim tóku björgunarsveitir Lands- bjargar á stöðunum, deildir Rauða kross íslands, heilsugæslan, rann- sóknamefnd flugslysa, almanna- vamadeild Ríkislögreglustjóra, slökkvilið staðanna ásamt lögreglu og fleiri. íbúar staðanna tóku þátt í verkefninu með því meðal annars að leika slasaða og aðstandendur og tókst það einstaklega vel. Sérstak- lega eiga unglingarnir, sem tóku þátt í bæði að leika slasaða og að- standendur, hrós skilið. Dagana fyrir æfingamar var boð- ið upp á ýmsa fræðslu og kynntir vinnuhópar sem unnu að undirbún- ingi einstakra verkþátta og var um- fang þeirra var mismikið. Útfærsla Mikil tilþrfi Unga fólkið þótti standa sig með afbrigðum vel á æfingunni og lék það slasaða með tilþrifum. flugslysanna var sett á svið þannig að á vettvangi blasti við gróft ástand þeirra sem eiga að hafa lent í slys- inu. Langt er síðan haldnar hafa verið hópslysaæfingar á Vopnafirði og Þórshöfh og var því lagt mikið upp úr því að undirbúa og samhæfa vinnu allra viðbragðsaðila sem lík- legt er að verði kallaðir til starfa ef hópslys verður. Það er mál þeirra sem að æfingunni á Vopnafirði komu að vel hafi til tekist og íbúar Vopnafjarðar hafa örugglega gert sér grein fyrir mikilvægi þess að góð neyðarvarnaráætlun sé til á staðnum. -Eg Hugvél brotlentl Sjónvarpslausip og dagblaðalitlir í Kárahnjúkum Ungur maöur huggaöur Farþegar virtust sárir og slegnir eftir „stysið“ og að þeim þurfti að huga. | É ; Bjargaö í öruggt skjól Björgunarsveitarmenn meö ungan mann á milli sín sem virtist skelfdur eftir „slysið". Við Kárahnjúka er unnið af kappi þessa dagana við uppsetn- ingu vinnubúða á fyrirhuguðu virkjunarsvæði við Kárahnjúka. Gert er ráð fyrir að flutt verði í nýjar vinnubúðir Amarfells- manna um helgina en nú eru á vegum akureyrsku verktakanna rúmlega fimmtíu manns við und- irbúningsframkvæmdir, s.s. upp- setningu steypustöðvar, vinnu- búða og við vegagerð. Verið er að breikka veginn við Sandskeið í 10 metra til að auðvelda flutninga vinnuvéla og hefur þurft að sprengja töluvert af þeim sökum. Fram undan er stórkostleg fjölgun íbúa á þessu svæði, innlendra og erlendra, sem eru mikið til án eðlilegs sambands viö mnheiminn enn sem komið er. DVMYND HAFDÍS ERLA BOGADÓTTIR Erlent sjónvarp Verkamennirnir hvíla lúin bein og fylgjast með sendingum sjónvarpsefnis frá útlöndum. RÚV og Stöð 2 nást ekki enn inni í óbyggðunum. Leiðin að Kárahnjúkum er ekki greiðfær þessa dagana og vart tal- in fólksbílafær. Rúta á leið til Eg- ilsstaða lenti í erfiðleikum í gær þegar verið var að flytja menn í helgarfrí en þaö tókst að bjarga þeim málum og náðu mennimir naumlega til flugsins suður. Aðeins er hægt að fylgjast með erlendum sjónvarpsstöðvum í vinnubúðum þeirra Arnarfells- manna en þar er ekkert ríkissjón- varp, Stöð 2, hvað þá Sýn. Dag- blöðin berast af og til þegar ein- hver grípur þau með sér í leiðinni á fjöll. Á næstunni má búast við að net- samband komist á og betra síma- samband, auk þess sem útsend- ingu sjónvarps verður komið á. -HEB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.