Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 17
16 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 41 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraidsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahliö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Sotning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Verkefni ríkisstjómar Sjaldan, ef nokkru sinni, hefur ný ríkisstjórn getaö horft fram á veginn meö meiri bjartsýni en fjórða ríkis- stjórn Davíös Oddssonar. Allar vís- bendingar eru til þess aö nýtt hag- vaxtarskeið sé aö hefjast og fyrirheit um víötækar skattalækkanir á einstaklinga ættu aö ööru óbreyttu aö tryggja heimilunum í landinu stærri sneið af stækkandi köku en áöur. En uppgangurinn - hagvöxturinn - gerir einnig kröfu til þess aö haldið sé skynsamlega á málum og um leið aö tekist sé á viö erfið verkefni sem hafa beðið - verið sett ofan í skúffu af pólitískum ástæðum. Eitt þessara verkefna er uppskurður á Ríkisútvarpinu. Stjórnarílokkarnir hafa ekki verið samstiga í því hvert eigi aö stefna þegar kemur aö Rikisútvarpinu. Báöir flokkarnir eru fylgjandi ríkisrekstri á sviöi ljósvakamiölunar en þá greinir á um hvernig standa skuli aö rekstrinum. Öllum má hins vegar vera ljóst að ekki verður haldiö áfram aö óbreyttu. Hagsmunir Ríkisútvarpsins og hagsmunir frjálsra útvarps- og sjónvarpsstööva krefjast þess aö gerðar verði róttækar breyt- ingar á stjórnskipulagi og rekstrarformi stofnunarinnar sem blæðir fjárhagslega út á hverju ári. Á síðasta ári nam tap stofnunarinnar 188 milljónum króna og áriö á undan var tap- iö 337 milljónir. Um komandi áramót tekur Þorgeröur Katrín Gunnarsdótt- ir viö embætti menntamálaráöherra. Miklar vonir eru bundn- ar við Þorgerði Katrínu enda hún einn af framtiöarleiötogum Sjálfstæöisflokksins. Hún þekkir innviöi Ríkisútvarpsins af eigin raun og þaö ætti aö hjálpa henni aö finna viöunandi lausn á króniskum vanda stofnunarinnar. Ekki verður séð hvernig hægt verður aö komast hjá því að stokka upp spilin og breyta rekstrarformi ríkisfjölmiöilsins í hlutafélag. Fram til þessa hafa framsóknarmenn verið slíku mótfallnir en ætla má aö nýir og ungir þingmenn þeirra horfi öörum augum á málið og séu opnir fyrir nauösynlegum að- geröum. Þeir sem telja nauösynlegt að ríkið sé aö vasast í fjöl- miðlarekstri verða að vinna aö þvi að gera stjórnkerfi og rekstrarform Ríkisútvarpsins sveigjanlegra og skilmerkilegra og hlutafélagaformið er þaö skásta sem til er. Óbreytt ástand felur aöeins dauöann í sér. Hitt er svo annað aö auðvitað er þaö timaskekkja aö ríkið skuliö standa í rekstri á fjölmiðli. Ríkiö og opinberir aöilar geta stutt viö íslenska menningu á öldum ljósvakans meö miklu betri og öflugri hætti en nú er gert innan veggja Rikis- útvarpsins. En um þaö verður seint samstaöa. Vonir um frið Rök skynseminnar viröast hafa haft betur gegn ofstæki innan ríkis- stjórnar ísraels. Á sunnudag sam- þykkti ríkisstjórn ísraels Vegvísi til fridar þar sem gert er ráö fyrir stofn- un sjálfstæðs ríkis Palestínu áriö 2005. Rikisstjórnin klofnaði í afstööu sinni enda raddir harðlínu og ofsa háværar innan hennar. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem ísraelsk stjórnvöld viöurkenna rétt Palestínu- manna til stofnunar sjálfstæös ríkis. Bandaríkin meö George Bush forseta í broddi fylkingar hafa beitt ísrael gríöarlegum þrýstingi til aö samþykkja Veg- vísinn. Fýrir Bandaríkin skiptir miklu aö hægt sé aö koma á friöi milli ísraels og Palestinumanna og ein forsenda þess er aö hinir síöarnefndu fái ráðiö framtíö sinni sjálfir í sjálf- stæöu ríki. Eftir stríðiö viö írak er mikilvægt aö Bandaríkj- unum takist aö tryggja sjálfstætt ríki Palestínu. Vegvísir til friöar er mikilvægt skref til friöar, ekki aðeins fyrir botni Miöjaröarhafs heldur í öðrum heimshlutum. En reynslan hefur kennt aö vegurinn til varanlegs friðar milli ísraels og nágrannaríkja er langur og þyrnum stráöur. Öfga- menn gyðinga og múslíma munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til aö grafa undan friði. Hvernig ríkisstjórnir og al- menningur um heim allan bregst við slíkum öfgum ræður hins vegar úrslitum um hvort vonir um friö rætast eöa ekki. Óli Bjöm Kárason Skoðun Gústaf Níelsson sagnfræöingur Kjallari ur opnar á kvöldin og gátu meö varúð nálgast ýmsar algengar neysluvörur fólks, eins og salernis- pappír og dömubindi, svo lítið bæri á, því iðulega voru þeir með lögg- una á hælunum vegna þess að þeir afgreiddu bannvöru eftir kl. 18. í dag eru nauðsynjavöruverslan- ir opnar allan sólarhringinn. Hið sama má segja um bensín. Að kvöldlagi var bara hægt að kaupa það á Vitatorgi og í BSR- portinu í Lækjargötu, að ógleymd- um Geithálsi, þar sem mynduðust jafnan langar biðraðir. Yngra fólk man ekki þessa tíð, enda vant sjálf- sölum olíufélaganna allan sólar- hringinn. í dag þykir okkur þetta fáránlegt og enginn vildi hverfa til fyrra horfs. Eða hvað? Áfengi er einhver algengasta neysluvara heimilanna, hásköttuð af stjórnvöldum (ekki í forvamar- skyni, heldur í fjáröflunarskyni) í góðu samkomulagi við þá sem ekki nota vöruna. Hefðu stjórnvöld uppi áform um að lækka áfengisskatta myndu „ekki neytendur“ mótmæla hæst. Þessa algengu neysluvöru nálgast menn ekki eins og aðra vöru, heldur skulu menn fara í búð rekna af ríkinu. Og ríkisbúðin hefur auðvitað öðruvísi afgreiðslutíma en aðrar verslanir. En hvers vegna skyldum við hafa þetta fyrirkomulag, í stað þess aö selja áfengi í Hagkaupi og Bón- us? Jú, það er þóknanlegt þeim sem aldrei kaupa áfengi!! Stjómmála- maður, sem ristir grimnt, myndi í alvöru haida því fram að sátt væri um þetta fyrirkomulag. Okkur verður kannski næst boðið upp á sátt um ríkismatseðil vikunnar frá Manneldisráði? Þú mátt ekki drekka bjór Það tók Alþingi íslendinga hálfa öld að leyfa þjóðinni að drekka bjór (þingiö er jafnan miklu íhaldssam- ara en þjóðin). Hvað skyldi hafa valdiö því að íslendingar fengu ekki að drekka bjór eins og aðrar þjóðir? Gæti það verið að þeir sem til ráðuneytis voru kallaðir af galsafengnu líferni. Þannig hafa stjómvöld gripið til þess ráðs að skattleggja veitingarekstur undir drep - langt umfram það sem eðli- legt getur talist eða í samræmi við eðlilegan kostnað eða framlag og armæðu þeirra af starfseminni. Af einhverjum ástæðum, sem eru mjög óljósar, er til fyrirbæri sem heitir veitingahúsaeftirlit og annað sem heitir leyfisveitinga- **■ deild og er starfrækt af embætti Lögreglustjórans í Reykjavík. Veitingahúsaeftirlitið vinnur þannig að nokkrir eldri borgarar hafa þann starfa að aka á milli veit- ingahúsa að kvöldlagi og kanna hvort ekki sé allt með felldu. Fyrir þessa vitleysu greiða veitingamenn með sköttum, og auðvitað er þetta að mestu í algjöru tilgangsleysi. Leyfisveitingadeildin hefur hins vegar þann starfa að ákveða hvort Átthagafélag Strandamanna geti haldið samkomu í Breiðfirðinga- búð, vegna þess að áfengi er haft um hönd. - Auðvitað snýst þetta allt um form en ekki efni, og er í reynd tóm endaleysa - leifar frá veröld sem var. Engin frjáls og lögleg atvinnu- starfsemi á Islandi býr við ámóta eftirlit. Og það að ástæðulausu! Hið sama má segja um opnunar- tíma veitingahúsa. Hann er nokk- uö rýmri um helgar en aðra daga, af ástæðum sem eru fjarri því að vera augljósar. Með þessu ráðslagi eru stjórnvöld að ákveða að fólk eigi bara að skemmta sér um helg- ar, en fara aðra daga snemma í háttinn, þrátt fyrir þá staðreynd að fjölmennar stéttir fólks myndu - kjósa skemmtanahald á öðrum tim- um en helgum, t.d. vegna starfa sinna. Að ekki sé nú talað um fjöl- menna hópa ferðamanna sem koma hér tú skammdvalar. í þessu efni er allt á sömu bókina lært og forræðishyggjan svífur yfir vötnum. Við ætlum að ákveða hvenær og hvernig menn verja frí- tíma sínum. Hafa menn velt því fyrir sér hvers vegna líkamsrækt- arstöð má vera opin allan sólar- hringinn en ekki veitingahús? Stjórnvöld kalla jafnan eft- ir áliti ýmissa „hagsmun- aöila“ í þjóöfélaginu áður en þau setja lög og reglu- gerðir varðandi eitthvert mál. Þetta er gert í því skyni að ná sem mestri samstöðu um stjórnvalds- ákvörðunina eða lagasetn- inguna í anda lýðræðis- hugmynda. Hugmyndin að baki verklaginu er ekki vond en getur í ýmsum til- vikum veriö fjarstæðukennd, vegna þess að þeir sem til álitsgjaf- ar og ráðuneytis eru kallaðir eru hugmyndafræðilega, siðferðislega eða pólitískt vanhæfir til verksins. Niðurstaðan kann því að verða moðsuða sem allir eru óánægðir með. Hún nær ekki tilgangi sínum, þótt ekkert tjón hafi beinlínis orð- ið, hvorki fýrir einstaklinga né samfélagið. Afleiðingin af þessu verklagi verður því oft sú að réttar og skyn- samlegar ákvarðanir stjórnvalda dragast úr hömlu, sérstaklega ef málið snýst um lifnaðarhætti, smekk eða yal fólks, því margir hafa skoðun á því hvernig aðrir eiga að verja lífi sínu. Kauptu inn á réttum staö Þeir sem nú eru að komast á miðjan aldur muna vel þá tíð þegar ekki var hægt að fara út í búð eftir kl. 18 (að vísu var opið til kl. 19 á fostudögum en lokað um helgar). Ýmsir kaupmenn höfðu lúgusjopp- „Hafa menn velt því fyrir sér hvers vegna líkamsrœktarstöð má vera opin allan sólarhringinn en ekki veitingahús?“ stjórnvöldum hefðu ekki verið neytendur heldur andvígir því að fólk neytti áfengis yfirleitt? Gæti verið að stjórnvöld ali á forræðis- hyggju með vinnulagi sínu en þó í nafni lýðræðisins? Myndi presta- stefna kalla skrattann til skrafs um túlkun á guðsorði? Vafalaust ekki. En hvers vegna eru bindindis- menn kallaðir til þegar móta þarf stjórnvaldsstefnu í áfengismálum? Er það ekki jafn fjarstæðukennt og að kalla páfann til skrafs og ráða- gerða um nýja getnaðarvörn? Og hið sama má segja um baráttu fyr- ir frelsi ljósvakamiðla. Hún tók aldarfjórðung. En vill einhver hverfa til fyrra horfs? Ábyggilega ef færi gæfist. Drekktu þig fullan Sú atvinnugrein, sem vaxið hefur einna mest síðustu tvo áratugina, er veitingarekstur sem veitir þúsund- um manna atvinnu. Ekki var því nú að heilsa að vöxturinn væri sjálf- sprottinn úr íslensku umhverfi. Breytingin átti sér auðvitað rætur í því að íslendingar komust í þær álnir að geta kynnst siðum og lífs- háttum annarra þjóða og uppgötv- uðu sér til hrellingar að þeir voru hálfgerð útkjálkaþjóð sem þekkti ekki lífsins lystisemdir, hvorki í mat né drykk. Og íslenskir veitinga- menn tóku við sér með glæsibrag og standa í dag jafnfætis því besta sem gerist með öðrum þjóðum. En stjórnvöld þurftu auðvitað að standa í ístaðinu og, með dyggi- legri aðstoð þeirra sem helst aldrei fara út fyrir hússins dyr, búa til hátimbrað og samansúrraö hömlu- og reglugerðarverk í því skyni að hindra að fólk færi sér að voða með Mvndi prestastetna kalla skrattann til skrafs? Ummæli Lítið lýðræði En hvernig skyldi nú standa á því að talsmenn launamanna láta út úr sér orð eins og „slys“ þegar verið er að lækka álögur á launamenn, bæði beinar álögur og óbeinar? Getur ver- ið að ástæðan sé sú að talsmenn launamanna, verkalýðsrekendurnir, þurfi ekkert að líta til hagsmuna launamanna og geti farið sinu fram án tillits til skoðana umbjóðenda sinna? Það skyldi þó ekki vera. Vefþjóöviljinn 23. maí um viöbrögö forystumanna launþegasamtakanna um fyrirhugaöar skattalækkanir ríkis- stjórnarinnar. Femínistar Eitt af því sem einkennt hefur pólítíska umræðu að loknum kosn- ingum eru stunur femínista í öllum flokkum yfir þvi hve fáar konur komust á þig og hve veikum fótum jafnréttið og jafnvel lýöræðið standi. Þessi hugs- un hefur náð þeim kórréttu hæðum að enginn er lengur maður með mönnum eða kvenmaður með kven- mönnum nema að halda þesari skoöun fram. Þessi upphrópun er helsti pólitiski sinueldur dagsins í dag. 1 ótal útvarpsþáttum og sjón- varpsþáttum kveða þessar grát- klökku raddir við. Og tárin þekja dálksentímetra dagblaðanna. Ingólfur Margeirsson um stööu kvenna í stjórnmálum á Kreml.is Fniöarsinni? Síðustu vikurnar fyrir kosningar sá ég nokkra unga menn í bolum með mynd af Steingrími J. Sigfús- syni, formanni Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs. Á mynd- inni hafði Steingrímur sett upp alpahúfu og uppsetning myndarinn- ar sambærileg við þekkta mynd af argentínska byltingarmanninum Emesto „Che“ Guevara. Þetta kom undirrituöum nokkuð á óvart þar sem síðustu mánuði hafa fjölmargir félagsmenn í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði stigið á stokk og sagst vera friðarsinnar og fordæmt hvers konar ofbeldi. Þeirra á meðal Steingrímur J. Sigfússon. Jón Einarsson stjórnarmaður í SUF á Maddaman.is Eftipuæntíng Við höfum séð það í kvikmynd- um á borð við Yes, Minister! að við stjórnar- myndun i Bret- landi sitja þing- menn við símann og naga neglurn- ar í taugaspennu í væntingu eftir því að forsætisráðherrann hringi í þá og bjóði þeim ráðherraembætti. Hér gerist þetta ekki á þann veg, heldur koma menn alvörugefnir og miskvíðnir á þingflokksfund og bíða eftir að heyra tillögu flokksfor- mannsins. Er vissulega mikil spenna í loftinu, en aldrei hafa þeir fundir, sem ég hef setið af þessu til- efni síðan 1991 verið langir og aldrei hafa menn haft uppi mót- mæli gegn tillögu formannsins. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumála- ráöherra um skipan ráöherra í nýja ríkisstjórn Sjálfstæöisflokks og Fram- sóknarflokks á bjorn.is Spáð í splfei „Það vœri fróðlegt að heyra formann Framsóknar- flokksins gera nánari gein fyrir því hvaðan flokkurinn fékk allar þessar milljónir upp í hendurnar. “ Alþingiskosningar eru að baki og úrslit alls staðar kunn. Menn eru misjafn- lega ánægðir með útkomu þeirra. Það geta ekki allir unnið, einhver verður að tapa eins og gengur. Það sem vekur hvað mesta eftir- tekt er fylgishrun Sjálfstæðisflokks- ins og stórsigur Samfylkingarinn- ar. Hvað Sjálfstæðisflokknum við- víkur kemur fylgistap hans nokkuð á óvart þar sem skoðanakannanir höfðu ekki spáð því í neinum mæli. Framsóknarflokkurinn hélt á hinn bóginn nokkum veginn sínu fyrra fylgi enda þótt skoðanakannanir hefðu spáö honum fylgishruni í all- an vetur og fram eftir vori. Ungir sjálfstæðismenn og ESB Ólyginn gaukaði því að mér ný- lega að e.t.v. mætti þakka „kosn- ingasigur" Halldórs Asgrímssonar í Reykjavík norður því að ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík hefðu kosið hann í stað Davíðs Oddsson- ar. Þetta kann að hljóma ólíklega en er þó vert frekari skoðunar. Formaður Framsóknarflokksins hefur sagt að margt ungt fólk hafi komið til liðs við flokkinn síðustu dagana fyrir kosningar svo það kemur heim og saman. En hver gat verið ástæðan fyrir því aö ung- ir sjálfstæðismenn hafi kosið Framsókn? Hugsanlegt er að þeir hafi séð í Halldóri betri leiðtoga og nær þeirra skoðunum en Davíð. Ég nefni sem dæmi Evrópumál- in. - Ungir sjálfstæðismenn aug- lýstu í Sjónvarpinu fyrir kosning- ar að þeir vildu ganga í Evrópu- sambandið. Þessu er Davíð Odds- son algerlega andvígur og víst er að við göngum ekki í ESB á með- an hann er í forsæti á stjórnar- heimilinu. Aftur á móti hefur Halldór margoft lýst því yfir aö hann vilji skoða ESB-aðild og ganga í banda- lagið. Getur ekki verið að ungir sjálfstæðismenn telji þessu við- kvæma máli betur borgið í hönd- um Halldórs en Davíðs og hafi því kosið Halldór í þeirri trú að hann verði næsti forsætisráðherra og komi þessu viðkvæma máli í gegn? Sláandi líking Það er a.m.k. sláandi hversu mik- il líking er á milli fylgistaps Davíðs í Reykjavík norður og aukningar Framsóknar frá skoðanakönnunum til kosningaúrslitanna í sama kjör- dæmi. Ég er ekki þar með að segja að þetta skýri fylgistap Sjálfstæðis- flokksins í öllum kjördæmum landsins en vel gæti það komið heim við veruleikann. Sigur Framsóknar í Norðurlandi eystra er sennilega ekki síst að þakka ánægju í því kjördæmi með Fljóts- dalsvirkjun og stóriðju þar. Að öðru leyti er þessi uppsveiíla Framsóknar- ílokksins nærri óskiljanleg, enda þótt því fari fjarri að hægt sé að tala um nokkurn sigur flokksins, heldur tap, og fylgishrun ef farið er aftur til þess tíma er Steingrímur Hermannsson var formaður flokksins. Legg í lófa karls, karls ... Sjálfstæðismenn - og þeir eru margir - láta jafnan eitthvað af hendi rakna í kosningasjóð flokks- ins, hugsanlega gegn ýmiss konar fríðindum sem þeir fá í staðinn. Hins vegar tel ég ekki framsóknar- menn það auðuga að þeir geti gert slíkt hið sama. Það er upplýst að Framsóknar- flokkurinn eyddi mestu í auglýs- ingar og viðlíka kynningar fyrir kosningarnar, enda þótt hann væri næstminnsti flokkurinn. Ég undanskil „kvótaflokkinn" er ég kalla svo, sem er að mínu áliti ekki stjórnmálaflokkur heldur hagsmunasamtök fólks í sjávarút- vegi. Er ekki hugsanlegt að sjálf- stæðismenn hafi látið eitthvað af hendi rakna í kosningasjóð Fram- sóknarflokksins til þess að létta honum róðurinn í kosningabarátt- unni? Sverrir Hermannsson full- yrti að Framsókn hefði eytt 100 milljónum í auglýsingar síðustu vikuna fyrir kosningar og er það meira en hægt er að búast við af „fátækum" framsóknarmönnum. Það væri fróðlegt að heyra for- mann Framsóknarflokksins gera nánari grein fyrir því hvaðan flokkurinn fékk allar þessar millj- ónir upp í hendumar. Reyndar hafa bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn neitað að gefa upp hverjir hafi styrkt flokk- ana með fjárframlögum og gæti það bent til þess að þeir hefðu kannski óhreint mjöl í pokahorn- inu. Ótvíræöur sigurvegari Um önnur úrslit kosninganna er það helst að segja að Samfylkingin er ótvíræður sigurvegari kosning- anna, þar sem hún nú ógnar veldi Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar var það heldur dapurlegt fyrir Ingi- björgu Sólrúnu að tapa kosningu, eftir að hafa lagt allt í sölumar til þess að komast á þing. Vinstri grænir héldu nokkurn veginn fyrra kjörfylgi og geta víst unað vel við sinn hag. Fylgi þeirra er sem fyrr langmest á Norðurlandi eystra, þar sem eru heimaslóðir for- mannsins, Steingríms Sigfússonar. Um „kvótaflokkinn" ræði ég ekki, en segja má að það hafi verið kaldhæðni örlaganna að dóttir „guðfóður“ samtakanna, Sverris Hermannssonar, skyldi tapa kosn- ingu með tveggja eða þriggja at- kvæða mun. Ég læt hér lokið umfjöllun um kosningarnar 10. maí sl. En nú er komið á daginn að núverandi stjórnarflokkar halda áfram sam- starfi næsta kjörtímabil, hið þriðja í röðinni, og hefur það víst ekki gerst fyrr ef frá er talin Viðreisnar- stjórnin sem einhverjir kunna enn að muna. 4t P

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.