Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 DV Fréttir Ungfrú ísland Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, fegurðardrottning Suðurnesja, var kosin ungfrú ísland 2003 í veitingahúsinu Broadway á föstudagskvöld. Ragnhildur Steinunn er 22 ára gömul. Hér er hún með unnusta sínum, Hauki Inga Guðnasyni. Haukur Ingi er teikmaður úrvalsdeildarliðs Fylkis í knattspyrnu. íslandsdagurinn haldinn hátíðlegur í Stokkhólmi: Ólafur Ragnar og Dorrit í sfeia fyrstu opfeberu ferð seni hjón Forsetahjónin til Svíþjóðar íslandsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Stokkhólmi á miðvikudag. Meðal gesta verða forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff. íslandsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Stokkhólmi í Svíþjóð næstkomandi miðvikudag. Forseti íslands og eiginkona hans, Dorrit MoussaieíF, munu taka þátt í há- tíðarhöldunum og verður þetta fyrsta heimsókn þeirra á erlenda grundu sem hjón. Forsetinn mun koma til Svíþjóð- ar á þriðjudag þar sem hann mun síðan funda með forsætisráðherra landsins, Göran Persson. Síðdegis mun hann ávarpa viðstadda á ráð- stefnu um orkumál sem haldin er á vegum íslenskra orkufyrirtækja. Á hátíðardaginn sjálfan mun for- setinn svo flytja ávarp á kynningu sem haldin verður af Útflutnings- ráði þar sem íslensk heilsutækni- fyrirtæki kynna afurðir sínar. Þá mun forsetinn þiggja hádeg- isverð í boði sænsku konungs- hjónanna en síðari hluta dags tek- ur hann svo þátt í hátíðarhöldum ásamt íslendingum sem búsettir eru á svæðinu. Þar verður mikil menningardagskrá þar sem Diddú mun meðal annars taka lagið auk hljómsveitanna Apparat og Ske. Hápunktur dagsins verður svo þegar forsetinn afhendir sænsku prinsessunni Viktoríu íslenskan hest að gjöf frá íslensku þjóðinni. Krónprinsessan mun veita hestin- um viðtöku fyrir hönd fatlaðra sænskra hestamanna en hestiu-- inn er fullbúinn beislum og sér- stökum hnakki fyrir fatlaða sem er sérsmíðaður á íslandi af fyrir- tækinu Seifi. -ÁB 9 ættarmót - garöveislur - afmsli - brúðkaupsveislur - útisamkomur - skemmtanir - tónleikar - sýningar - kynningar o.fl. o.fl. o.fl. ^ og ýmsir fylgihlutir • Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftirminnilegan viðburð. Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. • Tjöld af öllum stærðum frá 50-400 m2. # Leigjum einnig borð og stóla í tjöldin. Jaláateíga skáta ...með skátum á heimavelli WWW.skatar.is íf^550 9800 - fax 550 9801 - bis@skatar.is - og þó fœrðu miða ð Sumardjamm Coca Cola, Bónusvfdeó og FM957

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.