Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 18
42 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 Skoðun dv Hefðarréttur Ríkisutvarpsins Það er ekki bara hingað, á DV, sem bréf berast unnvörpum, aðal- lega í netpósti, til að mótmæla breytingu á morgunútvarpi RÚV. Sýnilega fer Morgunblaðið ekki varhluta af þessum kvörtunum, ef marka má pistil Víkverja í Mbl. sl. fostudag. Það sem fólk setur fyrir sig er að illmögulegt er að átta sig á hvort maður er með Rás eitt eða Rás tvö - nema hvort tveggja sé. Og það er meinið; mjög margir virðast vilja hafa sitt morgunút- varp með „gamla laginu", Vilhelm G. Kristinsson og ljúfu lögin, síð- an fréttir á sínum stað. Það er slæmt að brjóta upp hefð sem skapast hefur á ljósvakamiðli eins og Rás eitt. Raunar líka á sjónvarpi. Það kemur niður á hlustun og áhorfi, fólk treystir ekki lengur, nennir ekki lengur og fælist smám saman frá. Rær á ný mið og festir sig þar ef þvi líkar það sem boðið er upp á. Þetta held ég að sé einmitt að gerast varðandi RÚV-hljóðvarp, svo góður sem mestur hluti dag- skrár þess annars er ef undan er skilið morgunútvarpið sem menn eru að kvarta yfír. Eg tek eftir því að margir sem góðan tíma hafa til hlustunar hafa gripið fegins hendi Útvarp Sögu þar sem í raun er „malað“ allan sólarhringinn, og eru þar þó aðeins örfáir umsjónar- menn. Þar eru þjóðmálin reifuð á landsvísu og í „þrívídd" stjóm- málanna sem eiga mismunandi viðhorf í umsjónarmönnunum. Þar sem Ríkisútvarpið er nú „Það er slœmt að brjóta upp hefð sem skapast hefur á Ijósvakamiðli eins og Rás eitt. Raun- ar líka á sjónvarpi. Það kemur niður á hlustun og áhorfi, fólk treystir ekki lengur, nennir ekki lengur og fælist smám saman frá. “ einu sinni í eigu allra landsmanna (rétt eins og fiskurinn í sjónum!) hljóta forráðamenn þess að taka tillit til umkvartana neytenda, sem eru ósáttir við einhverja mestu breytingu sem gerð hefur verið í hljóðvarpi þess um árabil. Allt þetta leiðir svo hugann að því, hvers vegna stjómvöld geta ekki komið sér saman um þá breytingu sem mestrar þörf er hjá þessari stofnun: að gera Ríkisút- varpið að sjálfseignarstofnun, af- nema afnotagjaldið svo og allar auglýsingar, nema frá hinu opin- bera, og setja stofnunina á fjárlög. Það gengur ekki lengur að hopa sí- fellt á hæli með þá hégilju á vör- um að erfitt sé um vik vegna sam- starfs við hinn eða þennan stjórn- málaflokkinn. Samkomulag er nú gert um önnur og stærri mál en þetta. Ef fráfarandi menntamálaráð- herra vill gera eitthvað sem skilur eftir spor hans í ráðuneytinu ætti hann að knýja fram breytingu á högum RÚV. Geri hann það ekki hlýtur það að verða eitt fyrsta verk nýs ráðherra að gera Ríkisút- varpið að sjálfseignarstofnun. - Já, RÚV-hljóvarp, ekki Sjónvarp- ið. Það á að pluma sig í samkeppn- inni eða falla ella. Núverandi og væntanlegur menntamálaráðherra. - í hvors hlut kemur breyting á högum RÚV? Bónus-svínið - enn á sínum stað. Dálítið gróft, ekkí satt? Óskar Sigurðsson skrifar: í Mbl. (föstudag) varð mér star- sýnt á skopmynd eftir Sigmund. Fastur liður í blaðinu og lesend- um til ánægju frekar en hitt, alla- jafna. Stöku sinnum hrekkur skopið fyrir móðgun og jafnvel sárindum, þegar verst lætur. Myndin sl. föstudag sýndi þá Baugsfeðga, Jón Ásgeir og Jó- hannes, sigla af landi brott, á „Bónus-svíninu“, með „gullið sitt“ í poka. Á bryggjunni standa ánægðir á svip, ríkislögreglu- stjóri og forsætisráðherra með reidda kylfu og hönd á lofti í kveðjuskyni. Hér er ekki allt sem sýnist, eða hvað? Mér finnst hér vera um að ræða ótímbært dóms- orð í skopmynd. Er þetta ekki dá- lítið gróft og það á sama tíma og rannsókn stendur yfir í kærumáli sem tengist Baugi og er ólokið? Oftan hjá hinu opinbera Páll Halldórsson hringdi Það er ekki einleikið hve hið opinbera lendir oft í því að starfs- menn hlunnfara fyrirtæki í eigu hins opinbera. Nú síðast er það Síminn sem lendir í þessu og sí- fellt fréttist af hinum og þessum brotum sem starfsfólk hjá hinu opinbera hefur orðið uppvíst að. Ég tel að innri endurskoðum þurfi að herða verulega i öllum opinbera geiranum til að forðast þessar afkáralegu uppákomur sem fjárdráttur og önnur auðgun- arbrot sannarlega eru. Það er ekki alltaf hægt að flokka fjár- drátt og annað svipað undir sér- staka þörf gerandans fyrir fé vegna kúgunar frá fíkniefnasöl- um eins og títt er gert nú. En kannski eru þeir komnir með klærnar í starfsmenn opinberra stofnana. Og þá er þörfin fyrir sterkara eftirlit líka enn brýnna. Var þá ekkl þörf breytlnga? Ný eða gömul stefnumál? Þorsteinn Einarsson skrifar: Mig langar til að taka undir leiðara DV í dag, fostudag, „Loforð og vonbrigði", þar sem ritstjórinn segir fátt koma á óvart í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar. Mörgu sé að vísu hægt að fagna en margt sé svo almennt orðað að illa sé hægt að átta sig á hvert stefnt sé. Nefnir leiðarahöf- undur til landbúnaðarkerfið sérstaklega og svo heilbrigðis- kerfið þar sem vandi blasi við í báðum. Já, pólitískt hug- rekki þarf til breytinga, það er rétt. Engin ríkisstjórn hér hef- ur haft það pólitíska hugrekki. Ný ríkisstjórn ætti þó að hafa þessa burði, þar sem nú eru greinileg kynslóðaskipti í gangi. Ef ný kynslóð knýr ekki fram sanngjarnar breyt- ingar nú er gagnslaust að púkka undir nýliða til setu á löggjafarsamkundunni frekar en orðið er. Hæðnisbros og haugsuga - kosningahugleiðingar Jóhann Guðmundsson skrifar:________________________ Það er kannski ekki fallegt að brosa þegar menn sleikja sár sín, en mér verður hugsað til Pálma Pálmasonar markaðsstjóra sem heilti úr skálum reiði sinnar fyrir kosningar í grein í Mbl. Ég er viss um að honum má þakka aö hluta til, nú þegar stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks voru að ljúka viðræðum um stjórnarsamstarf. Stóryrði hans og hrakspár hafa áreiðan- lega opnað augu margra fyrir því hvað við tæki, ef þannig innrætt- ir menn ættu að markaðssetja landsmálin í framtiðinni. Samanber orð hans: „Hannes Hólmsteinn ætti að stoppa haugsuguna og senda skíta- dreifara flokksins í sveit í vor- verkin í stað þess að úða skít hér.“ - Það þarf greinilega kenn- ara til verksins og engan tel ég færari um það en Pálma þennan samfylkingarmann. Og orð hans um Davíð og Halldór verða hon- um til ævarandi skammar, en hans vegna ætla ég ekki að tína fleiri til að þessu sinni. Ingfbjörg Sólrún Gísladóttir og Ellert B. Schram. Draga stjórnarandstæöingar iærdóm af innbyröis sundurlyndi? „Ég bendi þeim á sem nú sleikja sár sín í formi blaðagreina að bráðum kemur mikið betri tíð með mörg blóm í haga, þrátt fyrir þeirra raunir - og kannski einmitt þeirra vegna. - Framtíð íslands er í góðum höndum. “ Forsætisráðherraefni Samfylk- ingarinnar, Ingibjörg Sólrún, sem taldi sig eina hæfa til þeirr- ar vegtyllu, á ósköp bágt. Hvar skyldi hæðnisbrosið, sem hún bar fyrir kosningar, vera? Það týndist strax á kosninganóttina. Kannski geymir dýrkandi henn- ar, Pálmi, það undir koddanum sínum fram að næstu kosning- um. „Ekki spennandi stjórn,“ segir Ingibjörg Sólrún í fyrirsögn Fréttablaðsins. - Já, „þau eru súr“, sagði refurinn þegar hann náði ekki til vínberjanna. Og stutt tilvísun í grein Ellerts B. Schram. „Þetta er maísólin okk- ar.“ - „Stjórnarandstæðingar hljóta að draga lærdóm af þessu innbyrðis sundurlyndi. Það er aldrei líklegt til sigurs að tvístra sínu eigin liði.“ - Fagurt galar fuglinn sá, eða hitt þó heldur. Eft- irmæli run Össur sem stjórn- málamann bíða betri tíma. Ég bendi þeim á sem nú sleikja sár sín í formi blaðagreina að bráðum kemur mikiö betri tíð með mörg blóm í haga, þrátt fyr- ir þeirra raunir - og kannski einmitt þeirra vegna. - Framtíð íslands er í góðum höndum. Ólöf Guömundsdóttir skrifar: Ég las um- mæli Alfreðs Þorsteinssonar, oddvita Fram- sóknarflokks- ins í Reykja- víkurlistanum, í DV fóstud. 23. maí sl. Hann segir að sam- starfíð innan Reykjavíkur- listans hafi sjaldan verið betra. A þetta kannski að vera kveikjan að því að samstarf ríkis- stjórnarinnar muni veikjast á næstu mánuðum? Og svo sér maður Aifreð hlæja með sjálfum sér er hann lýsir því yfir að hon- um hafi aldrei fundist Bjöm Bjarnason „finna sig“ almenni- lega sem sveitarstjórnarmaður! Hvemig skyldi honum verða við þegar hann fær „experf ‘ í sveit- arstjórnarmálum inn sem oddvita sjálfstæðismanna? - Við skulum bara bíða, R-listinn verður ekki langlífur úr þessu. Reynir aö reka fleyg í ríkisstjórn- arsamstarfiö? wsvÆmmin Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíö 24,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.