Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 24
48 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 Tilvera I>V Anemónurnar í uppáhaldi Jóhanna krýpur við breiðu af Anemone nemorosa sem á íslensku ber hið snotra nafn skógar- snotra og ber fyilt blóm. Alsæi með sumarstarfiö Halla Sif segir einna skemmtilegast að fá að munda klippurnar en fatan er líka þarfaþing. % Vorverkin kalla: r I garði hinna fjolbreyttu grasa Grasagarðurinn í Laugardal er griðastaður margra. Hvergi er flóran fjölskrúðugri, fuglar him- insins gera sér þar hreiður, gestir eiga athvarf í garðinum frá erli dagsins og svo er hann vinsæll vinnustaður. Að því komust út- sendarar DV er þeir lögðu þangað leið sína. Fyrstar urðu á vegi þeirra tvær 18 ára stúlkur, Björg ^ Valgeirsdóttir og Ásta Harpa Ax- elsdóttir. Þær voru í óða önn að hreinsa beðin nærri vatnslista- verkinu Fyssu og búa þau undir að fóstra skrúð sumarsins. „Við byrjum ekki að planta sumar- blómunum fyrr en eftir nokkra daga. Það er enn aðeins of kalt,“ sögðu þær. Björg og Ásta eru nýsloppnar úr annríki prófa, Björg í Versló og Ásta í Kvennó. Þær eru meira að segja báðar í peysum merktum skólunum og segja þær bestu og þægilegustu vinnuflíkurnar. Björg er að hefja annað sumarið sitt í Grasagarðinum. Hún segir stað- inn hafa aðdráttarafl þótt ekki hafi hún í hyggju að helga sig ræktun um aldur og ævi. „Það er yndislegt að fá að vinna úti yfir sumarið og hér er líka góður fé- lagsskapur," segir hún. Ásta Harpa er að byrja. „Ég valdi þetta úr fimm störfum sem mér stóðu til boða og líst vel á,“ segir hún. Hún Auglýsendur athugið Sérblað um ferðir innanlands fylgir Magasíni fimmtu- daginn 5. júní - 82 þús. eintök. Auglýsingadeild 550 5720 Meðal efnis: FerSir (yrir fjölskylduna • Tjaldvagnar - fellihýsi - hjólhýsi - húsbílar • Afþreying og skemmtun • Hápunktar • HvaS er að gerast í sumar? • Útivist • GönguferSir ■ LeiSsögn • Hestaferðir - bátsferSir - fjalla- og jeppaferðir og margt annað fróðlegt og skemmtilegt. Skilafrestur auglýsinga er 2. júní tiibúin að aðstoða ykkur: . s. 550-5734, inga@dv.is 3, b. s. 550-5733, kata@dv.is Aargrét, b. s. 550-5730, margret@dv.is Ransý, b. s. 550-5725, ransy@dv.is Sigrún, b. s. 550-5722, sigruns@dv.is DV-MYNDIR ÞÖK Fyrst er aö hreinsa eftir veturinn „Gott að vinna úti og ígóðum féiagsskap," segja Björg og Ásta Harpa. lætur garðyrkjuna þó ekki nægja heldur vinnur í Hagkaupum um helgar. Þeir góðu bæta hina upp Halla Sif Ólafsdóttir er sautján ára og þetta er annað sumarið hennar í garði hinna margvíslegu grasa. Hún var i MH í vetur og set- ur kúrsinn á læknisfræði þegar menntaskólanum sleppir. Halla kveðst ánægð með að fá að njóta útivistar og hæfilegrar áreynslu yfir hásumarið og það verður ekki dregið í efa, allra síst í þeirri veð- urblíðu sem viðtalið er tekið í. Henni er þó bent á að íslensk veðr- átta eigi ýmsar hliðar og ekki sé alltaf sólskin. „Það er allt í lagi,“ segir hún hressilega. „Góðu dag- amir bæta hina upp.“ Orðin rótföst Jóhanna Þormar garðyrkju- fræðingur er að bjástra við blóm í svoköliuðum uppeldisreitum þeg- ar okkur ber að. Þar eru plöntur sem starfsfólk garðsins hefur sáð tU, sumar vaxnar upp af fræjum úr erlendum grasagörðum. Ýmist tegundir sem þörf er að viðhalda eða ný afbrigði. Nú er verið að flytja vöxtulegar plöntur úr þess- um reitum út í sýningarbeðin þar sem þau verða merkt og munu blasa við gestum. Ein er afbrigði regnfangs og önnur líkist vaU- humal, aðrar eru framandlegri. Jóhanna segir starfsfólk garðsins að mestu leyti framleiða efnivið í beðin en einnig séu keyptar plönt- ur í ýmsum gróðrarstöðvum. Hún bendir á sumarblóm og sígrænar jurtir sem nýbúið er að planta í garðskálann sem hýsir Kaffi Flóru. Jóhanna er enginn viðvaningur í verkunum. Hún er búin að starfa í Grasagarðinum með hléum frá 1980. „Ég er orðin rótfost hér,“ segir hún brosandi. Spurð um eft- irlætistegundir svarar hún að bragði: „Það eru anemónumar. Þær eru skógarbotnsplöntur sem vaxa víða viUtar í beyki- og lauf- skógum og blómstra áður en trén laufgast. Þær eru eins og hugur manns.“ Þótt Jóhanna sé búin að vera í Grasagarðinum í áratugi segir hún starfið sífeUt nýtt. Nátt- úran sé svo stórkostleg. -Gun. Sumar og sól Ekki amalegt að tylla sér niður fyrir utan Kaffi Flóru og fá sér hressingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.