Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 28
J 52 Tilvera MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 DV lífið Myndaðir málshættip Utskriftamemar í ljósmyndun - við Iðnskólann í Reykjavík hafa opnað sýningu á afrakstri vetrarins í Caffé Kúlture, Hverfísgötu 18. Þemað er túlkun á íslenskum málsháttum og orðtökum. Útskriftartónleikar Erla Björg Káradóttir og Hildur Brynja Sigurðardóttir halda útskriftartónleika sína í dag frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Síðustu fOPVÖð í dag lýkur þremur sýningum í Hafíiarborg í Hafnarfirði. Það er í fyrsta lagi sýning Hjördísar Frímann. Verk hennar eru unnin með akrýl á striga og pappír og eru litríkur spuni þar sem kvenpersónur eru oftast i aðalhlutverkum í ævintýralegu landslagi. Einnig lýkur sýningu bandaríska listmálarans Richard Vaux í Hafnarborg í dag og hið sama er að segja um sýningu Aðalheiðar Ólafar Skarphéðinsdóttur sem er _ ■ akrýlverk og grafík í Sverrissal. Þúkemstfljóttad! ...enþúgeturlikapantadtíma (fmíSSlllRnP Rakarastofan Klapparstíg stofnað 1918* * sími 551 2725 BWlSi«tMlSiH58fl2525 (tnmiK Sl#B 2 150-153, Rtv 281,28316 281 vinnmsstoiur lausardasmn 24. maí Júkertölur vikunnar © 3 | 31 31 3 ] 11 L«n« fllilaf É œiðvUtatlBgtim | Vlnningstölui tnlövikudaginn | 21. maí flðaltölur V;;:' l; OO lókertöiur vikunnar DV-MYND GVA Skipperinn „Ég er búinn aö vera viö sjómennsku frá því ég var strákur og var búinn aö skoöa landiö utan af hafi í áratugi áöur en ég fór aö feröast um þaö. Þaö er ansi mikiö ööruvísi, “ segir Hilmar. Fólk fær sýn sjómannsins á höfuðborgina - segir Hilmar Snorrason, skipstjóri á Sæbjörgu „Við siglum hér með fram strand- lengjunni þannig að fólk fái séð Reykjavik frá nýrri hlið. Það er sýn sjómannsins á höfuðborgina. Ég er sjálfúr búinn að vera við sjómennsku frá því ég var strákur og var búinn að skoða landið utan af hafi í áratugi áður en ég fór aö ferðast um það. Það er ansi mikið öðruvísi," segir Hilmar Snorrason, skipstjóri á Sæbjörgu. Um næstu helgi, á Hátíð hafsins, ætlar hann að fara þrjár útsýnisferðir hvom dag, laugardag og sunnudag, kl. 13,14 og 15. Hægt verður að kaupa sér- kafii, gos og vöfílur hjá slysa- vamakonum um borð meðan siglt er endurgjaldslaust um sundin blá. Við hittum Hilmar við höfnina - þar sem fánar framandi þjóöa heilsast og skip- in mæla sér mót, eins og Tómas lýsir í þekktu ljóði. Á æöra tilverustig Hilmar er stoltur af sínu fleyi enda er Sæbjörgin glansandi fín þar sem hún liggur við Faxagarðinn. Hún veltist árum saman miili Akraness og Reykjavíkur sem Akraborg, löngu fyrir daga Hvalfjarðarganga og marg- ir minnast hennar bæði með hlýju og velgju. Nú er hún komin á æðra til- verastig því hún hýsir Slysavama- skóla sjómanna sem, eins og nafnið Kvikmyndagagnrýni gefur tU kynna, sinnir öryggis- fræðslu einnar mikUvægustu starfs- stéttar þjóðarinnar. Hilmar kveðst sigla af stað með framhaldsnámskeið daginn eftir sjó- mannadag. För er stefnt fyrst vestur á SnæfeUsnes, svo suður um land og norður. „Það á enginn að vera á sjó nema fræðast fyrst um öryggismálin og nú er orðin skylda hjá sjómönnum að fara í endurmenntun á fímm ára fresti," segir hann. Sýn sjómannsins á borgina Þegar hefur á nítjánda þúsund manns notfært sér námskeiðin í Sæ- björgu og ársbiðlisti er á grunnnám- skeiðin en HUmar segir þó ekki nóg að menn meðtaki hiö heilaga orð þar um borð. Umfram aUt verði þeir að tUeinka sér það sem þar er boðað, hver á sínum vinnustað. Strax að loknu viðtalinu er HUmar að rjúka um borð í Heijólf að halda námskeið fyrir hluta áhafnarinnar. En áður ætluðum við að spjaila um þátt Sæ- bjargar í helginni fram undan. „Já,“ segir Hilmar. „Landsmenn ailir fagna sjómannadegi næsta sunnudag og Reykvíkingar halda Há- tíð hafsins því árið 1999 sameinuðu þeir hafnardaginn og sjómannadag- inn í tveggja daga hátíðahöld á Mið- —mmmmmmmm Regnboginn - Bad Boy Charlie: ★★ Floltur fynir stelpurnar bakkanum. Ég hef fariö í útsýnisferö- ir á Sæbjörginni á Hátíö hafsins imd- anfarin ár og getað tekið upp undir 500 í ferð en plássið hefur aldrei ver- ið fuilnýtt á laugardeginum. Á sunnudeginum hafa hins vegar myndast biðraðir á bryggjunni og stundum orðið troðningur fyrir síð- ustu ferð, því þegar tU kemur vUl enginn missa af því að komast aðeins á flot og sjá borgina frá nýju sjónar- homi. En þótt okkur þyki sárt að þurfa að skUja fólk eftir á kajanum verðum við auðvitað að takmarka fjölda farþega tU að gæta fyUsta ör- yggis,“ segir hann. Hátíðleg skip Sjómannadagurinn er séríslenskt fyrirbrigði enda skiptir sjómennska þjóðina miklu máli. Hátíð hafsins er framtak Reykjavikurborgar og dreg- ur fjölmenni niður að höfn. Hilmar fagnar því. „Hafnimar em lífæðar landsms, um þær fara mikU verð- mæti og það er gaman fyrir fólk að koma saman í þessu umhverfi. Skip- in era skrýdd fagurlitum flöggum sem gefa þeim virðulegan svip. Þaö er sannkallaður hátíðabúningur." -Gun. Hilmar Karlsson skrífar gagnrýni um kvikmyndir. Bad Boy Charlie er heimUdamynd um Charlie sem hefur haft það að at- vinnu í mörg ár að skemmta með nektardansi i kvennapartíum, sitja íyrir nakinn á myndum og ýmislegt annað sem þessu tengist. Hann hefur þó að sögn ekki leikið í klámmynd- um, fílar það ekki að liggja með hin- um og þessum sem hann veit engin deUi á. Það kemur þó ekki í veg fyrir aö hann njóti ávaxtanna eftir einka- samkvæmin þegar þaö býðst, sem vfrðist vera æði oft. Það kaUar hann bónus á góð laun. Charlie er íslensk- ur, hvað hann heitir í raun kemur aldrei fram. Hann er aðeins Charlie og er sjálfsagt ánægður með nafhið Bad Boy Charlie. í raun er hann ekk- ert slæmur, aUavega er fátt sem bend- ir tU þess að hann komi ekki hreint fram við þá sem hann umgengst. Hann viðurkennir að hann sé gjaf- mUdur, vilji lifa hátt og þurfi þess vegna á góðum launum að halda. Charlie segist hafa gaman af kven- fólki, kynlífi og dansi og því ekki að samræma þetta og lifa góðu lífi. Um þennan mann gerir Haukur Karlsson hráa heimUdamynd og er Chariie Líöur vel án klæöa meö salinn full- an afkonum Charlie fylgt eftir í Vestmannaeyjum þar sem hann er með tvö sjó. Hann sýnir okkur búningana, sem hann klæðist, útskýrir nákvæmlega hvem- ig hann æsir konumar upp og það er langt frá því að hann sé feiminn við að bera kynfæri sín fyrir framan myndavélina og sýna áhorfendum hvemig hann fær blóðflæðið tU að halda tUlanum hvorki of linum né of stinnum. Inn á mUh segir Charlie, sem orð- inn var 33 ára þegar myndin var tek- in fyrir þremur árum, frá lífshlaupi sínu sem er ansi skrautlegt. Það viU svo til að skemmtun hans í Vest- mannaeyjum er síðasta opinbera skemmtun Charlies sem vitað er um. í lok myndarinnar segfr að Charlie fari nú ótroðnar slóðir. LeUcstjórinn Haukur Karlsson nálgast verkefni sitt með mikUii ná- lægð, kannski einum of, því þrátt fyr- ir að Charlie sé að vissu leyti áhuga- verð persóna þá var ég orðinn hund- leiður á því að sjá hann í atriði eftir atriði vera að þukla á kynfærum sín- um. Það er ekki hægt að segja að ver- öld Charlies sé uppörvandi. hann er þó ánægður með sitt. Verra var að horfa upp á aumingja aðstoðarmann- inn hans sem sér um tónlistina og hirðir „leifamar". Sá var aumkunar- verður. Hvað varðar samkvæmið í Vestmannaeyjum þá held ég að ekki ætti að sýna myndina þar. Það gæti hafa afdrifaríkar afleiðingar. mssmsm Smá ulykker - ★★★ Fjötskyldumál Þegar horft er á Smá ulykker þá koma upp í hugann Festen og Hafið svo tvær myndir séu nefndar þar sem uppgjör innan fjöl- skyldu á sér stað. Alveg eins og Hafið er um öðravísi fjölskyldu en er í Festen þá er fjöl- skyldan í Smá ulykker öðravísi en hinar tvær. Það sem þessar fjölskyld- ur eiga sameiginlegt er dramatísk at- burðarás í nútíð sem og í fortíð. í upphafi hefúr eiginkona og móðir þriggja fúllorðinna látist í slysi. Fað- irinn John var háður eiginkonunni. Börn hans era Marianne, sem nú tek- ur við hlutverki móöur sinnar, eldri systur hennar, Evu, til armæðu. Sú er mislukkaður myndlistarmaður sem lætur sambýliskonu sína telja sér trú að sambandið á miili föður hennar og systur sé ekki eðlilegt. Bróðir systranna er verktakinn Tom sem er við það að missa eiginkonuna frá sér. Vandamál, sem fjölskyldan þarf að takast á við, era mörg og tengjast á einn eða annan hátt. Leikstjórinn, Annette K. Olesen, fer smekklega með vandmeðfama sögu. Myndin er öll frekar lág- stemmd miðað við atburðarásina. Það gýs þó stundum upp úr og þá fara góðir leikarar vel með hlutverk sín. Smá ulykker nær samt aldrei sömu áhrifum og Festen og fellur í skuggann af þeirri mynd, ekki aöeins hvað varðar dramatík heldur einnig í vinnslu, enda gerð með stafrænni tækni. -HK Útgefandi: Myndform. Gelin út á mynd- bandi. Leikstjóri: Anette K. Olsen. Dan- mörk, 2002. Lengd: 109 mín. Bönnuö börn- um innan 16 ára. Leikaran Jargen Kiil, Maria Rich, Henrik Prip og Jesper Christen- sen. The Ðangerous Lives of Aliar ★★★ Hupyndariúpstrákar The Dangerous Lives of Altar Boys segir á frumlegan hátt frá vináttu drengja sem ganga í kaþólskan skóla og eru kórdrengir í kirkju skólans. Trú- málin eru þeim ekki ofarlega í huga. Tvennt er þeim mun hugstæðara. Þeir þola ekki skóla- stýruna, Systur Assumtu (Jodie Fost- er), og eru staðráönir í að sýna henni fram á að hún geti ekki stjómað lífi þeirra. Þá eru þeir með teiknimynda- sögur á heilanum. Einn þeirra, Francis (Emile Hirsch), er flinkur teiknari og það er ekki nóg með að við fylgjumst með ffamþróun teikni- myndasögunnar í huga hans (þar sem að sjáifsögðu Systir Assumpta er höfúðóvinurinn), heldur fylgjumst við með teiknimyndasögu þeirra í mynd. Skiptir myndin úr hugarheimi þeirra inn í ævintýraheim teikni- myndanna og þar eru að sjálfsögðu merkilegir hlutir að gerast með vin- ina í hlutverki þeirra sem beijast á móti hinu iila. Inn í þessa sögu flétt- ast samband Emile og Margie (Jena Malone) sem hefúr mun meiri skiln- ing álífinu heldur en strákamir. The Dangerous Lives of Altar Boys er áhrifamikil kvikmynd. Það er mik- ið um að vera og stutt á miili hláturs og gráts hjá aöalpersónunum. Það sem helst háir myndinni er aö með hraðri yfirferð fáum við litla sem enga hinsýn í heim fúllorðna sem hafa þó afgerandi áhrif á söguna. Til dæmis er ljóst að Systir Assumpta er ekki þetta skrímsli sem strákamir segja hana vera. Hún ber hag nem- enda fyrir bijósti. í staðinn erum við að fylgjast með uppreisnargjömum unglingum sem vilja fara eigin leiðir og það í lokin með örlagaríkum af- leiðingum. -HK Útgefandi: Myndform. Gefin út á mynd- bandi og DVD. Leikstjóri: Peter Care. Bandaríkin, 2002. Lengd: 104 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Leikarar Emile Hirsch, Kirean Culkin, Jena Malone, Jodie Foster og Vincent D'Onofrio.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.