Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 DV Gerhard Schröder Þýskalandskanslari vann auöveldan sigur á andstæöingum sínum um helgina en haröur bardagi viö eigin flokksmenn er yfirvofandi. Þýskir jafnaðarmenn sigruðu í Bremen Jafnaöarmannaflokkur Ger- hards Schröders Þýska- landskanslara vann mikilvægan sigur í héraðskosningum í Bremen um helgina. Schröder gerir sér vonir um aö með sigrin- um takist honum að afla stuðn- ings við umbótatillögur sínar í efnahagsmálum sem mörgum þykir hygla fyrirtækjum um of. Jafnaðarmenn fengu 42,3 pró- sent atkvæða í Bremen, örlítið minna en í kosningunum 1999. Kristilegir töpuðu miklu fylgi og fengu ekki nema um 30 prósent. Innbyrðis deilur jafnaðar- manna um efnahagstillögur Schröders hafa kostað þá mikið fylgi í skoðanakönnunum að und- anförnu. Vika er þar til flokkur- inn greiðir atkvæði um efnahags- tillögumar. Óslóarlögreglan gröm út f leyniþjónustuna Gremja er innan lögreglunnar í Ósló í garð leyniþjónustimnar vegna lítils upplýsingaflæðis um meinta liðsmenn al-Qaeda hryðju- verkasamtakanna í borginni og nærsveitum. Lögreglan telur að leyniþjón- ustan komi í veg fyrir árangurs- ríka leit með því að neita að veita nauðsynlegar upplýsingar í kjölfar hótana næstæðsta manns al-Qaeda í garð Norðmanna í síð- ustu viku. Heimildarmaður norska blaðs- ins Aftenposten segir að Óslóar- lögreglan þurfi nánast að leita blindandi þar sem samstarfið við leyniþjónustuna sé af afskaplega skornum skammti. Jacques Chlrac Frakklandsforseti iörast ekki and- stööu sinnar viö íraksstríöiö. Jacques Chirac haun- ar á Bush í blaðaviðtali Jacques Chirac Frakklandsfor- seti gat ekki stillt sig um að senda George W. Bush Banda- ríkjaforseta tóninn og sagði í við- tali við breska blaðið Financial Times að sigur í stríðinu í írak gerði það þar með ekki löglegt. Von er á Bush til Frakklands í byrjun júní þar sem hann mun sitja leiðtogafund helstu iðnríkja heims. Frakkar voru í fylkingar- brjósti ríkja sem lögðust gegn stríði Bandaríkjamanna og Breta í írak, án samþykkis SÞ. Frakkar hafa upp á síðkastið lagt sig fram um að bæta sam- skipti landanna. Allir taldir af i flugslysi í Tyrklandi 62 spænskir friðar- gæsluliðar eru taldir af er flugvélin sem þeir ferðuðust með frá Afganistan fórst í Tyrklandi í morgun. Áhöfn vélarinnar var 12 manns og er talið nokkuð víst að eng- inn hafi komist lifs af. Vélin, sem er af gerðinni Yak-42, fórst þegar hún reyndi að nauðlenda nærri bænum Trabzon við Svartahafið, sam- kvæmt frétt tyrk- neskrar sjónvarpsstöövar. Yfirvöld í Úkraínu staðfestu að um 70 manns hefðu verið um borð í vélinni og björgunaraðgerðir væru þegar hafn- ar. Þau gátu ekki sagt neitt um or- sakir slyssins en að byrjað væri að rannsaka það. Samkvæmt AP-fréttastofunni mun flugmaður vélarinnar þrívegis hafa reynt að lenda á flugbraut Tra- bzon, þar sem áætlað var að stoppa til að taka eldsneyti. Mikil þoka gerði honum hins vegar erfitt fyrir og hafnaði vélin í fjallshlíð um 35 kílómetra frá flugvellinum. Flug- maðurinn sagðist ekki hafa séð flug- brautina og skömmu síðar hvarf hún af rat- sjám. Flugvélin hóf ferð sina í borginni Bishek í Kirgistan og átti ferðinni að ljúka i Zaragoza á Spáni. Spænska varn- armálaráðuneytið staðfesti svo með stuttri yfirlýsingu að 62 spænskir hermenn hefðu verið um borð í vélinni og að þeir hefðu allir farist. Um 120 spænskir friðargæsluliðar hafa verið við störf i Afganistan síð- asta árið, þá aðallega í höfuðborg- inni Kabúl. Þeir hermenn sem fór- ust með flugvélinni höfðu lokið störfum sínum þar og voru á leið- inni til síns heima. REUTERSMYND Flagginu veifað Ungur eþíópískur drengur veifar þjóöfána heimalandsins á tónleikum í höfuöborginni Addis Ababa í gær. Þúsundir manna komu saman til aö hlýöa á vinsælustu listamenn Eþíópíu synga og leika listir sínar til aö safna fé handa hungruöum löndum sínum. Ætlunin var aö safna vel á annaö hundraö milljónum króna fyrir fjórtán milljónir Eþíópa. Björgunarmenn í Alsr gefa upp aHa von að fínna einhvern á lífi Þegar 5 dagar voru liðnir frá því að jarðskjálfti skók norðurhluta Al- sírs gáfu björgunarmenn sem hafa verið að grafa í gegnum húsarúst- imar upp alla von um að finna ein- hvem á lífi. Eftir að ljóst var að 11 ára stúlku að nafni Sabrina yrði ekki bjargað, var sú táknræna beiðni af þeirra hálfu gerð um að nú væri komið að jarðýtunum að hreinsa upp rústimar. Það má því búast við að allir þeir erlendu björg- unarmenn sem komu til Alsírs muni snúa aftur heim í dag. Það var hópur ítalskra björgunar- manna sem vann að því að finna Sa- brinu. Heimamenn þóttust heyra rödd hennar en eftir mikla og ná- kvæma leit sem bar engan árangur var aðgerðunum hætt. Yfirvöld vom orðin svo vonlítil að þau töldu að það væri væri ekki REUTERSMYND Eln af mörgum Þeir sem komust lífs af þurfa aö jarösetja leifar hinna látnu. lengur áhættunnar virði að leggja björgunarmenn í lífshættu, svo ólík- legt væri að finna einhvem á lífi. í gærkvöld var tala látinna að sögn yfirvalda í Alsír komin upp í 2162 og slasaðir orðnir 8965. En þar sem meira en þúsimd manns er enn sakn- að er talið líklegt að endanlegur fjöldi látinna verði i kringum 3000, eins og fyrir 23 árum í mannskæðasta jarð- skjálfta í Alsír síðari ár. Alsíringar hafa syrgt undanfama daga en þeir hafa einnig reiðst yfir- völdum fyrir að hafa leyft bygging- arverktökum að komast upp með nánast hvað sem er. 15 þúsund manns eru heimilislaus eftir skjálftann og hafa þau þurft að sofa undir berum himni síðustu 5 nætur. Skort hefur mjög neyðarhúsnæði en segjast yfirvöld ætla bæta úr því á allra næstu dögum. Stuttar fréttir Hu í fyrstu utanlandsferfiinni Hu Jintao, for- seti Kína, lagði í morgun upp í fyrstu utanlands- ferð sína sem leið- togi fjölmennasta ríkis jarðarinnar og var ferðinni heitið til Moskvu. Með fjögurra landa ferð sinni ger- ir Hu sér vonir um að geta bætt ímynd Kína eftir bráðalungna- bólgufárið. Lungnabólgufár enn í Kanada Þrír menn til viðbótar hafa lát- ist af völdum bráðalungnabólgu í Ontario, fjölmennasta fylki Kanada. Þá eru sex manns undir eftirliti vegna gruns um smit. Sameining í Færeyjum Kjósendur í sveitarfélaginu Kirkjubæ í Færeyjum samþykktu í atkvæðagreiðslu um helgina að sameinast Þórshöfn. Á flótta undan átökum Mikill fjöldi manna reyndi í morgun að forða sér frá höfuð- stað Aceh-héraðs í Indónesíu þar sem herinn hefur sótt fram gegn uppreisnarmönnum. Sósíalistar á Spáni fengu mest Spænski Sósíalistaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, fékk flest atkvæði í sveitarstjómar- kosningunum á Spáni í gær og virðist sem kjósendur hafi verið að refsa Aznar forsætisráðherra fýlgispektina yið Bush Banda- ríkjaforseta í Íraksstríðinu. Umbi drottningar segir af sér Peter Holl- ingworth, umboðs- maður Englands- drottningar í Ástr- alíu, hefur látið undan þrýstingi og sagt af sér emb- ætti. Mikil reiði ríkti í garð um- boðsmanns vegna kynlífshneyksl- ismála frá þeim tíma er hann gegndi prestsembætti. Von á góðum tíðindum Framámenn á Bandarikjaþingi sögðu í gær að senn væri von á góðum fréttum frá íran um bar- áttuna gegn al-Qaeda og öðrum hryðjuverkamönnum. Bremer vel fagnað íraskir hafnar- verkamenn í Umm Qasr fögn- uðu bandaríska landstjóranum Paul Bremer vel í gær þegar þeir skipuðu upp hjálp- argögnum fyrir landa sína. Enn frekari vandamál hafa hins vegar komið upp við að koma á laggimar nýju stjórnkerfi og halda uppi lögum og reglu. Binda vonir við nýjan forseta Argentínumenn binda vonir við að Nestor Kirchner, sem sór embættiseið sinn sem forseti landsins í gær, geti bundið enda á ófremdarástandið i efnahags- málum sem hefur ríkt í landinu undanfarin ár. Kirchner er 6. for- seti Argentínu á 18 mánuðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.