Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 DV Fréttir n Mörgum garðeigendum boðin garðaúðun þessa dagana: Hagkvæmt að úða sjálfur Töluvert er um það þessa dagana að bankað sé upp á hjá fólki og því boðin garðaúðun. Ekki ætti að kaupa slíka þjónustu nema raunveruleg þörf sé á henni þvi notkun eiturefna ætti ávallt að vera i hófl. Mikilvægt er að muna að allir sem úða garða gegn greiöslu þurfa til þess leyfi frá Hollustuvemd. Ættu garöeigendur að fara fram á að fá að sjá þetta leyfi. Mikil samkeppni ríkir í garðaúðun og hefur hún leitt til þess að sumir fara sífellt fyrr af stað og úða eins og þeir eigi lifið að leysa. Að sögn kunn- áttumanna er yfirleitt of snemmt að úða fyrrihluta maímánaðar en þar sem vorið var mun fyrr á ferð en vanalega í ár geta aðstæður veriö aðr- ar um þessar mundir. Rétt tímasetn- ing á úðun er mikilvæg. Ef úðað er of snemma hefur það engin áhrif þar sem gróðurinn, og þar með skordýrin, eru ekki komin af stað. Yfirleitt kostar frá 6-8.000 kr. að úða meðalgarö við einbýlishús en verðið er breytilegt eftir stærð og magni gróðurs. Sé um stóra garða að ræða getur kostnaðurinn orðið hærri, eða um og yfir 10.000 kr. Þá er vert að hafa hugfast að óþarfi er að úða sumar tegundir plantna þar sem þær hafa sín eigin vamarkerfi gegn óþrifnaði. Meðal tegunda sem era pöddusæknar era víðir og birki en grenitré er algjör óþarfi að úða á þessum tíma árs. Best er að skoða garðinn vandlega og ef mikið er af lús og maðki þarf að úða þar sem kvikind- in geta hreinlega gengið af plöntunum dauðum ef þau fá að athafna sig að vild. Einn og einn maðkur gerir ekki mikinn skaða en séu blöð trjánna far- in að rúllast upp eða étið hefur verið af þeim í einhverju magni um allan garð þarf að grípa til aðgerða. Um mánaðamótin júní-júlí má hins vegar ætla að garðurinn sé sloppinn. Ráðdeild og hagsýni Hafi menn nennu og áhuga má spara umtalsverðar fjárhæðir með því að gera hlutina sjálfur. Ef við höldum okkur við að það kosti 6.500 krónur að úða húsagarð, hann sé úðaður á hverju ári og verðið breytist ekki í 10 ár er heildarkostnað- urinn kominn í 65.000 krónur. En kaupi menn 5 lítra dælu og eitur til blöndunar í vatni þarf kostnaðurinn á 10 árum ekki að verða meiri en tæpar 7.000 krónur. Með viðhaldi dælunnar fer kostnaðurinn á þessum tíma kannski í 12.000 krónur. Skordýraeitrið Permasect er í hættuflokki C þannig að ekki þarf sér- stakt leyfi til að nota það. Efnið er fá- anlegt í 100 ml glösum og kostar í kringum 1.700 kr. Permasect hefur breiða verkun þannig að það drepur flestar þær pöddur sem herja á garð- inn. Efninu er blandað í vatn og næg- ir að setja 10-20 ml í 100 lítra af vatni. Til þess að geta úðað garðinn sinn sjálfir þurfa garðeigendur að fjárfesta í úðadælu en þær má fá fyrir 3000-5000 kr. Dælurnar má nota ár eft- ir ár og séu þær vel þrifnar með heitu vatni eftir notkun má líka nota þær til að úða illgresið með. Ætli menn að úða sjálfir er mikil- vægt aö hafa í huga að ekki er ráðlegt að blanda í dælu, æða út í garö og úða á allt sem fyrir er. Sérfræðingar, sem DV hefur rætt við, mæla með því að skoða garðinn fyrst og úða einungis þar sem skordýra verður vart. Engin ástæða sé til að úða á tré sem era langt frá „sýktum" plöntum og litlar líkur era á að „smitist". Að spara eitr- ið sé alltaf af hinu góða. Vilji garðeigendur vera mjög um- hverfisvænir geta þeir keypt vistvæn úðaefni sem búin era til úr plöntum. Slíkur brúsi kostar í kringum 1000 kr. og dugir þá í 10 lítra úðablöndu. Aðrar leiðir Þeir sem ekki vilja eitur í garðinn sinn geta notað grænsápu í staðinn en þegar það er gert veröur að ná að úöa áður en maðkurinn hefur náð að vefja laufinu utan um sig. Grænsápan virk- ar nefnilega ekki nema hún lendi á pöddunum sjálfum, þar harðnar hún og kemur í veg fyrir að þær geti and- að. Notuö er ein sléttfull matskeið af sápunni í einn lítra af volgu vatni. Hræra þarf upp í blöndunni þannig að vatnið freyði. Reyndar þarf að úða grænsápunni oftar en eitrinu þannig að 100 lítramir duga skemmra og notkun hennar útheimtir meiri viimu. En hún er sögð göfga manninn. Önnur leið er að úða garðinn með Maxi-crop áburði. Sú leið er fyrir- byggjandi því áburðurinn leggst á blöð trjánna og breytir bragði þeirra þannig að skorkvikindin fælast frá. Hægt er að nota Maxi-crop gegn nær öllum kvikindum nema maðkinum. -hlh SúperHopp til Salou Verðfrá Forflþú MasterCard ferfaávíiun? miðað við 4 í íbúð í viku (mögul. að framlengja) Verðfrá 49.900 kr. m.v. 2-3 í íbúð f viku. 5., 12. og 19. júní. Skattar innifaldir Stangarhyl 3 • 110Reykjavik • Simi: 591 9000 info@terranova.is • Akureyri Simi: 466 1600 25 ARA OC TRAUSTSINS VERÐ Nú fer fram skemmtileg keppni þar sem böm og unglingar geta sungiö eöa spilaö lög af geisla- disknum - HÆTTUM AÐ REYKJA. Hver og einn getur flutt lögin og textana eftir eigin höfði. Öll lögin á geisladisknum eru einnig í karoke útfærslu. Sendu upptöku á kasettu eða geislsdisk til Þjónustumiðstöðvar UMFÍ, Fellsmúla 26, 108 Reykja- vík fýrlr 25. maí. Úrslit veröa kynnt á reyklausum degi 31. maí. HÆTTUM AÐ REYKJA HVATNINGAR ÁTAK UMFÍ s JWI sdnan VEBÐLADN FYRIR BESTA FLUTNIN.GINN: ITíu hljóöverstímar með upp- tökiunanni í hljóðveri Geim- steins (kr. 60.000) og Karaoke- DVD spilari og karaoke diskur aö eigin vali (kr. 24.000) frá Radióbæ. ; Vinningshafa gefst jafnframt tæki- færi til aö syngja eitt lag inn á geislaplötu sem kemur út í sumar. ÍFimm hljóöverstímar með upptökumanni í Hljóð- smiðjunni (kr. 30.000) og Mark geislaspilari (kr. ÍO.OOO) frá Tóbaksvarnanefnd. aÞrír stúdiótímar (kr. 15.000) í Eyranu til söngs og hljóðblöndunar yfir undirspil. Ensk-ísl/ísl-ensk oröabók lyrir tölvu (kr. 8.000) og þrír geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími og Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu. HEnsk-ísl/ísl-ensk oröabók fyrir tölvu (kr. 8.000) og þrír geisladiskar; Búdrýg- indi, Ensími og Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu. SFjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum fötum frá Skífunni. 6Fjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum föttnn fráSkífunni. ÍFjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtúm fötum frá Skífunni. a wi y [ HVATMHGaRATAH Birgittn HnuUtlnl Hrnimur Hoimisson m Ö 10 Tveir geisladiskar; Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í Svörtum fötum frá Skífunni. Tveir gelsladiskar; Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í Svörtum fötum frá Skífunni. Geisladiskur; í svörtum fötum frá Skifunni. (d1 RMttBÆB b d d a irsau >1 ■ ii«i ssi itai iP REYKLAUS REiKNINGUR Leggðu inn á Reyklausan reikning til að fa geislaplötuna HÆTTUM AÐ REYKJA! Leggöu kr. ÍOOO inn á Reyklausan reikning í banka eða sparisjóöi og þú færð eintak sent um hæl: SPK nr. 5513 - SPH nr. 6943 - SPV nr. 11047 SPRON nr. 7306 - SPK nr. 408428 íslandsbanki (aöalbanki) nr. 160379 Landsbanki (aöalbanki) nr. 283408 Búnaöarbanki (aöalbanki) nr. 120552 Mundu aö láta nafn þitt og heimilisfang koma skýrt fram þegar þú leggur inn á Reyklausan reikning. HVATNINGAR- ÁTAK UMFÍ s. Geisiadiskinn HÆTTUM AÐ REYKJA er einnig hægt aö fá í Þjónustumiöstöö UMFÍ, Fellsmúla 26,108 Reykjavík, s. 568 2929. Diskurinn kostar 1.000 kr. Heildarverömæti vinnlnga í hvatningarótakl UMFÍ er kr. 750.000. Nöfn vinningshafa veröa birt í DV á reyklausum degi 31. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.